Tíminn - 01.06.1976, Blaðsíða 11

Tíminn - 01.06.1976, Blaðsíða 11
Þriðjudagur 1. júní 1976. TÍMINN 11 trtgefandi Framsóknarflokkurinn. Framkvæmdastjóri: Kristinn Finnbogason. Ritstjórar: Þórarinn Þórarinsson (ábm.) og Jón Helgason. Ritstjórn- arfulltrúi: Freysteinn Jóhannsson. Augiýsingastjóri: Steimgrimur Gislason. Ritstjórnarskrifstofur f Edduhús- inu við Lindargötu, simar 18300 — 18306. Skrifstofur I Aðalstræti 7, simi 26500 — afgreiðslusimi 12323 — aug- lýsingasimi 19523. Verð i lausasöiu kr. 50.00. Áskriftar- gjaid kr. 1000.00 á mánuði. Blaðaprent h.f. Viðræðurnar í Osló Rikisstjórnin tók þá ákvörðun fyrir helgina, að hefja samningaviðræður við brezku stjómina á grundvelli þeirra tillagna, sem Crosland utan- rikisráðherra kynnti á könnunarfundum hans og Einars Ágústssonar utanrikisráðherra i Osló á dögunum. Crosland óskaði eftir þessum könnunarviðræðum og taldi Einar Ágústss. rétt að fallast á þær, þar sem rætt hafði verið um það i Landhelgisnefnd, að kannað yrði hvort viðhorf Breta væri breytt, og hafði það ekki sætt andmæl- um. íslenzka stjórnin gerði það að sjálfsögðu að skilyrði fyrir samningaviðræðum, að brezku her- skipin færu út fyrir 200 milna mörkin og að brezku togararnir hlýddu varðskipunum. Brezka stjórnin féllst strax á þessi skilyrði og mun fram- fylgja þeim þannig, að herskipin munu halda sig utan markanna og togararnir ekki stunda neinar veiðar innan þeirra meðan viðræður fara fram, en þær hófust i Osló i gær. Aðalkjarni hinna brezku tillagna er sá, að Bretar minnka sókn sina um helming á íslands- mið, miðað við sókn þeirra á siðastl. ári. Hinum nýja samningi er ætlað að gilda i sex mánuði, eða frá 1. júni til 30. nóvember. Á þeim tima i fyrra höfðu Bretar til jafnaðar um 50 togara á veiðum við ísland. Samkvæmt þvi, að sókn þeirra minnki um helming á þessu timabili, leggja þeir til að 24 togarar fái til jafnaðar á mánuði að stunda veiðar innan islenzku fiskveiðilögsögunn- ar. 1 fyrra veiddu Bretar um 112 þús. smál. á íslandsmiðum. Miðað við það aflamagn og helmingi minni sókn en þá, yrði afli Breta á árs- grundvelli um 56 þús. smál. eða talsvert minni en gert var ráð fyrir i lokatilboði islenzku rikis- stjórnarinnar á siðastliðnu hausti, en það hljóðaði upp á 65 þús. smálesta ársafla. Það tilboð var afturkallað, þegar brezku herskipin voru send á vettvang til að verja togarana. Þá bjóðast Bretar til að virða þau friðunarsvæði, sem ákveðin verða, og að veiða ekki upp að nema 20 milum, þar sem þeir veiddu áður samkvæmt samning- unum frá 1973 upp að 12 milum, og ekki nema upp að 30 milum, þar sem þeir máttu áður veiða upp að 20 milum. Á timabilinu 1. júni til 30. nóvember i fyrra, veiddu Bretar 70 þús. smálestir á íslandsmiðum. Þetta aflamagn ætti að minnka um helming, þar sem sóknin minnkar um helming, og veiðisvæðið minnkar einnig. Allar likur benda til að Bretar gætu náð mun meiri afla með óleyfilegum veiðum undir herskipavernd, þar sem bezti veiðitimi þeirra fer i hönd og þeir eru vanir að hafa hér flest skip á þessum tima. Með samkomulagi á þessum grundvelli, ætti þvi að fást trygging fýrir minni afla þeirra en ella, jafnframt þvi sem friðunarsvæðin væru virt, og að lifshættan, sem fylgir þorskastriðinu væri úr sögunni. Þetta siðara gildir þó þvi aðeins, að nýtt þorskastrið hefjist ekki aftur og yfirráðaréttur íslendinga yfir fiskveiðilögsögunni fáist viðurkenndur. Þvi má vænta þess, að viðræðurnar i Osló snúist eink- um um þessi atriði. Bretar loka augunum fyrir þróun hafréttarmála, ef þeir fallast ekki á samkomulag um þessi atriði. Þ.Þ. k' ERLENT YFIRLIT Scranton þykir góður fulltrúi Aukin áhrif Bandaríkjanna í Öryggisráðinu William W. Scranton HINN 3. mai siöastliöinn hófst umræöa i Oryggisráöi Sam- einuöu þjóöanna um kjör Araba á landsvæöum, sem ísraelsmenn hertóku i styrj- öldinni 1967. Egyptar áttu frumkvæöiö aö þessum um- ræöum. Þær stóöu i rúmlega þrjár vikur og lauk á þann veg, aö formaöur öryggis- ráösins las upp yfirlýsingu, sem meirihlutinn haföi oröiö sammála um. 1 yfirlýsingu þessari var skoraö á Israels- menn aö fylgja reglum svo- nefnds Genfarsáttmála, sem fjallar um réttindi manna i herteknum löndum, og hætta aögeröum, sem brytu i bága viö hann. Einkum voru þeir vittir fyrir aö flytja Gyöinga búferlum til landsvæöa, þar sem Arabar höföu búiö einir áöur og reyna þannig aö fryggja sér Þar fótfestu til frambúðar. Þetta myndi m.a. torvelda friösamlega lausn deilunnar milli Araba og tsra- elsmanna. Astæðan til þess aö meiri- hlutinn flutti ekki tillögu um málið, heldur }ét sér nægja yfirlýsingu, var eins konar baktjaldasamningur milli hans og fulltrúa Bandarikj- anna. Eins og nú er ástatt í Bandarikjunum sökum for- kosninganna, heföi fulltrúi Bandarikjanna orðiö að beita neitunarvaldi gegn tillögu um þetta efni. Fram hjá þvi var stefnt meö þvi aö afgreiða málið 1 formi yfirlýsingar frá meirihlutanum. Ótrúlegt þykir, að máliö heföi fengiö jafn friösamlega lausn, ef Daniel P. Moynihan heföi ver- iö áfram aöalfulltrúi Banda- rikjanna hjá Sameinuöu þjóö- unum. Þá heföi sennilega allt fariö f bál og brand. Hinn nýi aðalfulltrúi Bandarikjanna, William W. Scranton, hefur valið sér önnur vinnubrögö en Moynihan. I staö stóryrtra og hávaöasamra ræöuhalda, kýs hann að leysa mál meö friö- samlegum hætti eftir diplómatiskum leiöum. Þann- ig telur hann, aö Bandarikin geti náö beztum árangri. Tvi- mælalaust hafa umrædd málalok skapaö Bandarikjun- um bezta aöstööu til aö hafa sæmilegt samstarf viö báöa aöila og getaö þannig haldið á- fram sáttastarfi. Ræöan, sem Scranton flutti i sambandi við upplestur yfirlýsingarinnar, var lika i þessum anda. Hann endurtók þaö, sem hann haföi áöur sagt i öryggisráöinu, aö vinir ísraels heföu vaxandi á- hyggjur af búferlaflutningi Gyöinga til hernumdu land- svæöanna og telur hann ekki stuöla aö friösamlegri lausn deilunnar. Aö þessu leyti, væri hann samþykkur efni yfirlýs- ingarinnar. Hins vegar telur hann vanta i hana jafnvægi, þar sem hún viöurkenndi ekki þaö, sem tsraelsmenn heföu gert rétt i stjórn sinni á um- ræddum svæöum. Af þeim á- stæöum heföu Bandarikin ekki getaö gerzt aðili aö henni. ANNAÐ mál, sem Scranton hefur leyst meö ekki ósvipuö- um hætti, er inntökubeiðni Angola. Angola lagöi fram beiöni um inntöku i Samein- uöu þjóðirnar 22. april og heföi venju samkvæmt átt að taka hana fyrir á fundi ráösins 11. mai. I staðinn var málinu frestaö um óákveöinn tima og var þaö rökstutt á þann veg, að ekki lægi á, aö öryggisráð- ið afgreiddi máliö, þvi aö Angola fengi ekki inngöngu i Sameinuöu þjóöirnar fyrr en allsherjarþingiö heföi einnig samþykkt þaö, en þaö kemur ekki saman fyrr en eftir miöj- an september. Þetta var þó ekki ástæöan, heldur sú, aö Scranton fékk aöalfulltrúa Tanzaniu, Salim A. Salim, til aö beita sér fyrir frestuninni á bak viö tjöldin. Ef inntöku- beiönin heföi veriö tekin fyrir nú, myndu Bandarikin senni- lega hafa oröiö aö beita neit- unarvaldi gegn henni, eöa á meöan kúbanskt herliö væri i landinu. Aö öörum kosti heföi málið getaö oröið vatn á myllu Reagans I forkosningunum. Salim geröi sér grein fyrir þessari erfiöu aöstööu Scran- tons og beitti sér þvi fyrir frestuninni. Moynihan heföi vafalaustfariöaöraleiö. Hann heföi beitt neitunarvaldinu og skapaö meö þvi nýtt deilumál milli Bandarikjanna og Af- riku, sem aöeins heföi getaö oröiö ávinningur fyrir Rússa, Eftir forkosningarnar veröur auöveldara fyrir Bandarikja- stjórn aö fást viö máliö, enda benda siðustu fréttir til þess, aö Kúba muni smám saman kveöja heim herliö sitt frá Angóla. Sagt er aö Palme hafi fært Kissinger þau tiöindi, þegar hann kom nýlega til Stokkhólms. ÞÓTT ekki séu liönir nema tveir og hálfur mánuöur siöan Scranton tók við starfi sinu sem aðalfulltrúi Bandarikj- anna hjá Sameinuðu þjóðun- um, hefur hann þegar aflaö sér góös álits á þeim vett- vangi. Talsvert er þegar rætt um, aö Ford geri hann aö utanrikisráðherra sinum, ef hann nær kosningu. Scranton er tæplega sextug- ur að aldri, fæddur 19. júli 1917, Hann er kominn af riku fólki og hefur aö sögn marg- faldað arf sinn. Hann stundaöi nám viö Yale-háskólann og lauk þaðan lagaprófi 1946. Þaö truflaöi nám hans þar, að hann var i flughernum 1941-1945. Hann hlaut góöan vitnisburð sem flugmaður. Hann hóf lögfræöistörf aö loknu námi og hlóöust brátt á hann mikil störf. M.a. hlaut hann sæti i stjórnum margra fyrirtækja. Þá lét hann lika ýms menningarmál og félags- mál til sin taka. Arið 1959 varö hann aðstoðarráöherra i utan- rikisráöuneytinu, og gegndi hann þvi starfi i tvö ár. Hann átti sæti I fulltrúadeild Banda- rikjaþings 1961-1963, en þá var hann kosinn rikisstjóri i Pennsylvaniu. Hann þótti reynast vel sem rikisstjóri, eins og ráöa má af þvi aö frjálslyndari armur repúblik- ana hugöisttefla honum fram gegn Goldwater i forkosning- unum 1964. Scranton gekk hins vegar illa I fyrstu forkosning- unum og dró sig þvi I hlé. Eftir að hann hætti störfum sem rlkisstjóri 1967, hóf hann lögfræðistörf aönýju, en hefur þó alltaf öðru hvoru tekið aö sér ýms opinber störf, m.a. formennsku i nefndum, sem fjölluöu um sérstök verkefni. Haustiö 1968, þegar Nixon var kjörinn forseti, sendi hann Scranton sem sérstakan erindreka sinn til Evrópu og Austurlanda nær. Scranton skilaöi itarlegri skýrslu um för sina og vakti þaö ekki sizt athygli, aö hann gagnrýndi stjórn ísraels fyrir ósáttfýsi. Siðan hafa Gyöingar haft heldur horn i siöu hans. Scranton hefur unniö sér þaö álit, aö hann sé laginn samningamaöur og sé þaö jöfnum höndum aö þakka góöri greind og þægilegri framgöngu. Þótt Scranton hafi jafnan veriö ákveöinn repúblikani, á hann marga vini i hópi demókrata. Meðal þeirra er Cyrus R. Vance, sem talinn er liklegur til að veröa næsti utanrikisráöherra Bandarikjanna, ef Carter nær kosningu. Þ-Þ-

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.