Tíminn - 01.06.1976, Blaðsíða 18

Tíminn - 01.06.1976, Blaðsíða 18
18 TÍMINN Þriöjudagur 1. júní 1976. Sigur gegn Færey- ingum Badmintonlandsliðið fékk fróbærar móttökur í Færeyjum —Móttökurnar voru stórkostleg- ar i Færeyjum, og feröin gekk mjög vel i alla staöi, sagöi Rafn Viggósson, fararstjóri badmin- tonlandsliösins, sem háöi lands- lcik í Færeyjum á föstudaginn. islendingar unnu sigur (4:1) yfir Færeyingum, en kepptir voru þrir einliöaleikir og tveir tviliöaleikir. Islendingar báru sigur úr být- um i öllum einliöaleikjunum. Is- landsmeistarinn Sigurður Har- aldsson vann Hans Jacob Sten- berg 15:10 og 15:7. Friðleifur Ste- fánsson vann Poul Michelsen 15:6 og 15:10 og Sigfús Ægir Arnason vann Joen Peter Midjörö 15:12 og 15:4. tslandsmeistararnir Sigurð- ur og Jóhann Kjartansson unnu sigur (15:7 og 15:9) yfir þeim Joen Peter og Kára Nielsen i tvi- liöaleik, en Haraldur Kornelius- son og Steinar Petersen töpuðu fyrir þeim Poul og Petur Hansen — 15:3, 9:15 og 11:15. tslenzku landsliðsmennirnir tóku siðan þátt i móti á laugar- daginn, þar sem allir sterkustu badmintonmenn tslands og Fær- eyja kepptu. Sigurður varð sigur- vegari ieinliðaleik — sigraði Frið- leif i úrslitum 17:14, 10:15 og 15:9. Þeir Steinar og Haraldur urðu sigurvegarar i tviliðaleik — sigr- uðu Sigfús Ægi og Jóhann Möller i úrslitaleik — 15:8 og 15:4, en i undanúrslitum sigruðu þeir þá Sig'urð og Jóhann — 15:7 og 15:9. —SOS Magnús stökk upp eins og köttur... — þegar hann varði stórglæsilegt þrumuskot fró Vigni með glæsilegum tilþrifum Atli Þór skoraði Atli Þór Héöinsson skoraöi goU mark fyrir Holbæk-liöiö, sem vann sigur (2:1) yfir Fremad Ainager i dönsku 1. deildarkeppninni. Holbæk cr nú i öðru sæti I Danmörku, hefur hlotiö 13 stig, en B 1903 cr efst, mcö 15 stig — hefur leikið einuin leik meira en Holbæk. Magnús Guðmundsson, hinn snjalli markvörður KR-inga, var hetja Vestur- bæjarliðsins, þegar það mætti Blikunum í Kópa- vogi. Magnús sýndi stór- glæsileg tilþrif, þegar hann kom í veg fyrir að Vigni Baldurssyni tækist að skora úr hættulegasta tækifæri leiksins, sem lauk með jafntefli — 0:0. Vignir skaut glæsilegu skoti — þrumufleygur hans stefndi efst i horn KR-marksins og ekkert virt- ist geta komið i veg fyrir að knött- urinn hafnaði I netinu. En skyndi- lega kastði Magnús sér eins og köttur upp i hornið og sló knöttinn aftur fyrir endamörk. Þetta var mjög giæsilegt hjá Magnúsi, sem fékk óspart klappað lof i lófa, enda ekki á hverjum degi, sem slik markvarzla sést. Annars var leikur Breiðabliks og KR ekki rishár, en þó brá fyrir skemmtilegum leikköflum. KR-ingar, með sitt mikla keppnisskap, áttu mun meira i leiknum, og Blikarnir, sem sýndu „dúkku-spiliö” sitt, náðu ekki að ógna verulega. Þeir léku ágæt- lega út á velli, en botninn datt úr leik þeirra, þegar þeir nálguðust markið. Maöur leiksins: Einar Þór- hallsson. —SOS KR-ingurinn sókndjarfi Árni Guömundsson (Timamynd Gunnar). ,MARKATVÍBURARNIR' FRÁ HLÍÐARENDA... — notuðu sér mistök varnarmanna Keflvíkinga fullkomlega og tryggðu Valsmönnum sigur — 2:0 „Markatviburarnir” úr Val, Her- mann Gunnarsson og Guðmundur Þorb jörnsson, tryggöu Vals- mönnum sigur (2:0) yfir Keflvik- ingum. Þessir marksæknu leik- menn Hliöarenda-liösins, skoruöu mörk Valsmanna, sem áttu ekki i miklum erfiöleikum meö Kefla- vikur-liöiö. í hvert skipti, sem þeir nálguöust Keflavlkur-mark- iö, skapaöist mikil ringulreiö hjá varnarmönnum Keflavfkur-liös- ins. Valsmenn voru greinilega sterk- ari en Keflvikingar. — Þeir byrj- uöu af fullum krafti og sóttu nær stanzlaust að marki Keflavikur, en eigingirni einstakra leik- manna kom i veg fyrir, að þeim tækist að skora. Varnarmenn Keflavikur áttu ekki í erfiðleikum meö að stöðva sóknarlotur Vals- manna, enda vildi það oft brenna við, að leikmenn Vals-liðsins, hugsuðu fyrst um það, hvað þeir- sjálfir gætu gert við knöttinn, heldur en að hugsa um að gefa hann til samherja, og reyna þannig að leika I gegnum Kefla- vikurvörnina. Þetta vill oft koma fyrir hjá liði, sem hefur of marga „stjörnuleikmenn”, sem allir keppastum að vera I sviðsljósinu og skina sem skærast. Ef þessi hugsunarháttur hefði ekki ráðið rlkjum hjá Valsmönn- um, þá heföi Guðmundur getað skorað a.m.k. tvö ef ekki þrjú mörk til viðbótar. Ef Keflviking- ar hefðu ekki „hjálpað” Vals- mönnum við uppbyggingu á mörkum sinum — en þeim urðu tvisvar með stuttu millibili á mis- tök — þá efa ég, að Valsmönnum hefði tekizt að skora. Eins og fyrr segir, þá skoruðu Guömundurog Hermann mörk Valsmanna, sem komu þannig: Guömundur Þorbjörnsson skoraöi fyrra mark Vals- manna, eftir góöa sendingu (66. min.) frá Bergsveini Alfonssyni sem fékk knöttinn frá Kcflviking. Bergsveinn sendi stungubolta inn fyrir varnarvegg Keflvikinga og komst Guömundur á auöan sjó — lék nokkra metra meö Framhald á bls. 10 Englend- ingar sigruðu Itala í spennandi leik Englendingarunnusigur (3:2) yfir ttölum I æsispennandi leik i Ncw York á laugardaginn I afmælismótinu l knattspyrnu, sem stendur yflr I Banda- rikjunum. Útlitiö var ekki gott hjá Englcndingum, þar scm þeir höföu undir (0:2) i hálfleik. En þeir mættu ákveönir til lciks I slöari hálf- leik og gcröu út um leikinn á aöeins 7 minútum, cn þá skoruðu þcir þrjú mörk. Fyrirliðinn Mike Channon 2 og Fhil Thompson, 1. Mikil harka færðist i leikinn undir lokin, og var greinilegt að Ualarnir þoldu ekki að tapa — þeir börðust með kjafti og klóm. Enska liðið var skipað þessum leikmönnum: Rimmer (Arsenal), Ciement (Q.P.R.), Neal (Liverpool), Thompson (Liverpool), Doyl (Man. City), Towers (Sunderland), Wilkins (Chelsea), Brooking West Ham), Royl (Man City), Channon (Southampton) og Hill (Man. United). Corrigan (Man. City) lék i markinu siöari hálfleikinn og Mills Ipswich) kom i stað Neal, sem meiddist. Brasiliumenn unnu sigur (2:0) yfir úrvalsliðinu „bandarlska”. —SOS SUNDLANDSLIÐIÐ FER TIL CARDIFF — Það er mikill áhugi hjá landsliösfólkinu, sem hefur æft af fullum krafti aö undanförnu, sagöi Guö- mundur Haröarson, iandsliðsþjálfari I sundi, en sundlandsliöiö er nú á förum til Wales, þar sem þaö tekur þátt I 7-þjóöa keppninni I sundi i Cardiff, ásamt Wales, israel, Noregi, Belgiu.Spáni og Skotlandi. — Ég tel að þau Þórunn Alfreðsdóttir, Sigurður óiafsson og Guömundur Ólafsson, sem æfir og keppir nú i Danmörku, eigi góöa möguleika á, að ná Olympiulágmörkunum i Cardiff. Annars má reikna meö að allir bæti sig, sagði Guðmundur. Landsliðið, sem keppir I Cardiff, er skipað þannig: Konur:— Vilborg Sverrisdóttir, SH, Bára Ólafs- dóttir, Armanni, Sonja Hreiðarsdóttir, Keflavik, Þórunn Alfreðsdóttir, Ægi og Hrefna Rúnarsdóttir, Ægi. Karlar: — Sigurður Ólafsson, Ægi, Axel Axelsson, Ægi, Bjarni Björnsson, Ægi, Arni Eyþórsson, Armanni og Guömundur Ólafsson, SH. Keppnin I Cardiff fer fram dagana 5.-6. júni. —SOS ------------ -------- J

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.