Tíminn - 01.06.1976, Blaðsíða 24

Tíminn - 01.06.1976, Blaðsíða 24
œeh* þeytidreifarinn góð vinnslubreidd nákvæmar stillingar einnig fyrir sáningu Guöbjörn Guöjónsson Heildverzlun Sföumúla 22 Símar 85694 & 85295 Saltsteinar fyrir hesta, sauðfé og nautgripi blár ROCKIE hvitur KNZ rauður KNZ SAMBANDIÐ INNFLUTNINGSDEILD Gólf-og Veggflisar Nýborg Ármúla 23 - Sími 86755 Knattspyrnuhetju leitað af ákafa Reuter, Uirkenfeld. — Klaus Toppmöller, sem er knatt- spyrnuhetja i Vestur-Þýzka- landi, fannst i gær og var flutt- ur á sjúkrahús, eftir a6 lög- regla haföi leitað hans frá þvi á sunnudagskvöld. Knattspyrnuhetjan haföi lent i árekstri á þjóövegi skammt frá iandamærum V-Þyzkalands og Luxem- bourg, og hafði hann reikaö frá bifreiöinni, I þeim tilgangi að leita hjálpar. Unnusta hans, sem meö honum var i bifreiðinni, tjáöi lögreglunni, þegar hún kom á staöinn, aöblætthefði úr höföi hans, þegar hann fór af staö. Leitaöi lögreglan hans ákaft, og notaði meöal annars hunda til ieitarinnar, en þegar knattspyrnuhetjan fannst virtist ekkert aö honum, utan það aö hann var meö slæman höfuöverk. Maí blóðugastur i Ródesiu til þessa Reuter, Sailsbury. •— t gær lauk haröasta átakamánuöi i Ródesiu til þessa. Hefur mai- mánuöur kostað aö minnsta kosti tvö hundruö þrjátiu og einn mann lifiö og ná aðgeröir skæruliöa nú þvl sem næst til Saiisbury. Taliö er aö þeldökkir skæru- liöar i landinu séu nú aö minnsta kosti fimmtán hundruð. Alitiö er aö rikisstjórn hvita minnihlutans i landinu veröi núaötakastefiiusina allmikið til endurskoðunar, og þvi hef- HEIIttSHORNA ' AlVlllLI ur jafnvel veriö haldiö fram aö stjórnarherinn sé um þaö bil aö gefast upp i baráttunni gegn skæruliöum þjóöernis- sinna. Mikill iandflótti hvitra frá landinu er hafinn, og taliö er að hann muni aukast til muna á komandi mánuöum. Einkum ef skæruliöar fá heimild til aö setja upp bækistöövar I Zambiu, en þaö myndi gera stööu stjórnarhersins til muna erfiðari. Dæmdur fyrir verkalýðsnjósnir Reuter, Stuttgart.— Dómstóll I Stuttgart I V-Þýzkalandi dæmdi i gær rúmlega fimmtugan embættismann verkalýðsfélags til tveggja ára fangelsisvistar, fyrir aö gefa Austur-Þjóöverjum upp- lýsingar um verkalýös- hreyfinguna i V-Þýzkalandi. Rétturinn komst aö þeirri niöurstöðu, eftir þriggja mán- aöa réttarhöld, að embættis- maöurinn, Hans Faltermeier, heföi haft samband viö öryggisráðuneyti A-Þýzka- lands og aö hann heföi gerzt sekur um aö gefa því leynileg- ar upplýsingar um v-þýzku verkalýöshreyfinguna. A-þýzku aðilarnir höföu neytt hann til samstarfs meö hótunum um aö koma upp um aö hann komst I stööu stna á fölskum forsendum. Barizt af hörku í Líbanon um helgina: Borgarastyrjöldin aldrei blóðugri Rcuter/NTB, Beirút. — Tvö hundruö manns misstu lffiö i höröum bardögum i Beirút um helgina, en þeir voru einhverjir hinir blóöugustu siöan borgara- styrjöldin I Libanon hófst, fyrir rúmu ári. Atökin um helgina rénuöu ekki fyrr en á mánudag undir hádegi, og haft eftir áreiöanlegum heimildum, aö um morguninn hafi þrjátiu manns látiö llfiö, en um hundraö og tuttugu særzt. Útvarpið I Beirút, sem er i höndum vinstri-manna, haföi i gær eftir heimildum innan hers- ins, aö hægri menn heföu um helgina tekiö eldflaugar I notkun. An-Nahar, sem er sjálfstætt dagblaö, hefur áöur haldiö þvi fram aö báöir aöilar I borgara- styrjöldinni hafi notaö eldflaugar, hægri menn franskar, en vinstri menn sovézkar. Hægri og vinstri-menn í Liban- on sökuöu hverjir aöra um þaö um helgina aö auka á hernaöar- átökin I landinu. Vinstri-menn héldu þvi fram i gær aö hægri-sinnaöir heföu þaö nú aö augnamiði aö auka á spennuna i landinu, til þess aö réttlæta hernaðarleg afskipti Sýrlendinga af borgarastyrjöldinni f Libanon og jafnframt héldu þeir þvi fram aö Sýrlendingar heföu i hyggju aö senda enn meira liötil landsins en þegarer þar. Sýrlendingar eru nú taldir hafa um fjörutiu þúsund manna herliö I Libanon. A sunnudagskvöld sáu frétta- menn i Libanon til feröa þriggja liösflutningabifreiöa, sem þétt- setnar voru skæruliöum úr sveit- um Saiqa-samtakanna, sem fylgjandieru Sýrlendingum. Voru skæruliöarnir á leiö inn i Beirút og höföu meöferöis þaö sem virt- ist vera stórar stórskotaliös-fall- byssur, undir yfirbreiöslum. Þá lögöu fimm flutningabif- reiöar, allar þéttsetnar hermönn- um sem styöja vinstri menn og þá hluta skæruliöasveita Pales- tinu-araba sem mótfallnar eru af- skiptum Sýrlendinga, af staö frá hafnarborginni. Sidon. Meö I lest- inni var aö minnsta kosti einn skriödreki og ein brynvarin bif- reiö, eftir þvi sem fréttamaöur Reuter, Nazih Mustafa, sagöi i gær. Þá skýröi fréttastofan Wafa frá þvi i gær, aö i fyrsta sinn siöan borgarastyrjöldin hófst hafi flóttamannabúöir oröiö fyrir árásum og hafi verið beitt gegn þeim bæöi stórskotaliöi og eld- flaugum. Flóttamenn sem reyna aö forö- ast haröa stórskotahriöina á Sabra-úthverfiö I Beirút, sem er ákaflega þéttbyggt, reyndu I gær aö finna sjól innan veggja skóla- Rændu foringja úr hernum Reuter, Buenos Aires. — Oryggissveitir Argentinu hertu enn i gær leit sina aö Juan Pita, yfirmanni í land- her Argentinu, sem skæru- liðar rændu á sunnudag. Pita er yfirmaöur verka- lýðssambandsins G.G.T., sem hefur um þrjár milljónir félaga og var ein af styrk- ustu stoðum Peron- ista-hreyfingarinnar. Talsmenn hersins i Argen- tinu segja, aö hópur ung- menna hafi neytt hann til aö yfirgefa bifreið sina nálægt La Plata, um sextiu kiló- metra fyrir sunnan Buenos Aires. Var honum ekið á brott i annarri bifreið. Engum skotum var hleypt af, þótt ræningjarnir væru vopnaðir byssum, og eigin- konu Pitasem var meö manni sinum i bifreiöinni, sakaöi ekki. Hollenzka stjórnin á heljarþröm Reuter, Haab. — Rikisstjórn Hol- lands kom i gær saman til fundar um vandkvæði þau, sem skapast munu vegna þess aö landiö missti af mjög umdeildum samningi viö S-Afriku, um aö sjá S-Afriku- mönnum fyrir hlutum i fyrsta kjarnorkuver þeirra. Auk samningstapsins stendur rikisstjórn Hollands frammi fyrir miklum vandkvæöum vegna ann- arra mála, svo sem deilum um fóstureyöingalög, þaö er um breytingar á þeim, einnig eru deilur innan stjórnarinnar um stefnu I verðlagninga- og kaup- gjaldsmálum. Þykir ekki óliklegt, aö deilur þessar milli stjórnarflokkanna fimm, sem eru bæöi miöflokkar og vinstri-flokkar, kunni aö leiöa til stjórnarslita i Hollandi innan skamms. Kjarnorkuver þaö sem um ræö- ir hafa Frakkar samþykkt aö selja S-Afriku, og hafa þeir veriö gagnrýndir ákaflega fyrir þaö. Upphaflega var ætlun Hol- lendinga aö Rijn-Schelda-Verolme, sam- starfsfélag bandariska fyrir- tækisins General Electric I Hol- landi, sæi S-Afriku fyrir hlutum af verinu. Vegna hiks ráöamanna i Hollandi, fékk franskt fyrirtæki samninginn nú um helgina. bygginga í Sidon. Ibúar Sabra-hverfisins eru aöallega Palestinumenn og fátækir Libanonbúar. Þá jókst einnig spennan i hafnarborginni Tyre, þar sem vopnaöir menn birtust á götum úti, eftir aö þrennt haföi slasazt i átökum, sem til komu vegna ólög- lega staösettrar bifreiöar. Er nú svo komiö, aö jafnvel hin- ir bjartsýnustu viöurkenna aö siöasta vopnahléiö i Libanon hef- ur ekki reynzt á neinn hátt raun- verulegra en hin fyrri. Viröast allir aöilar aö borgara- styrjöldinni jafn ákveönir og fyrr i þvi aö berjast til þrautar. Monod látinn y Reuter, Paris. — Prófessor Jacques Monod, yfirmaöur Pasteur-stofnunarinnar i Frakklandi og einn af helztu brauðtryðjendum lifefna- fræðinnar, lézt i gær, sextiu og sex ára aö aldri. Monod hlaut Nobelsverðlaun áriö 1965, ásamt tveim sam- starfsmönnum sinum viö Pasteur-stofnunina, fyrir brauöryðjendastarf þeirra I sambandi viö könnun á lif- fræöilegri uppbyggingu fruma. Banamein prófessor Monod var innvortis blæö- ing, en hann lézt aö heimili sinu i Cannes, eftir þvi sem Pasteur-stofnunin tilkynnti I gærdag. AAótmæla handtökum — tíu látnir lausir Reuter, Madrid. — Lögreglan á Spáni lét I gær lausar sjö konur sem handteknar voru fyrir mót- mælaaðgerðir viö stórverzlun i úthverfi Madrid i siöustu viku. Konurnar voru aö mótmæla þvi, að aöstoöarstúlku I verzluninni haföi veriö vikiö úr starfi sinu meöan á launadeilum stóö. Þá lét lögreglan einnig lausar þrjár manneskjur, sem mótmælt höfðu handtöku kvennanna fyrir utan aölstöövar öryggisþjónust- unnar i Madrid. Þrir unglingar sem handteknir voru vegna mótmælagöngu I gær, i sama úthverfi og konurnar sjö höföu uppi sin mótmæli, voru enn i haldi i gærkvöld. Flestar þeirra þrjátiu hús- mæöra, sem tóku þátt i þriggja daga setuverkfalli i kirkju i út- hverfinu, Aluche, til að mótmæla handtökunum.yfirgáfu kirkjuna i dag. Rukkunarheftin Blaðburðarfólk Tímans er vinsamlega beðið að sækja rukkunarheftin d afgreiðslu blaðsins. Grikkir og Tyrkir aftur að samn- ingoborðinu um Eyjahafið í júní Reuter, Ankara. — Tyrkir og Grikkir hafa ákveöiö, aö hefja aö nýju viðræöur um skiptingu oliu- og málm aauölinda á Eyjahafi og réttindi á flugleiöum yfir hafinu, eftir þvi sem utanrikisráöuneyti Tyrk- lands sagöi i gær. Samninganefndir frá báöum löndum munu hittast i Bern, höfuöborg Sviss, nitjánda og tuttugasta júni, en þar mun þá fara fram önnur umræöa þessara aöila. Viðræöurnar hófust I janúarmánuöi siöast- liönum. TALSMENN Tyrkja voru i gær ekki bjartsýnir á aö samningaleiðin yröi greiöfær, en deilur rikjanna tveggja um þessi málefni hafa verið jafn- haröar og deilur þeirra um Kýp- ur. Þaö sem um er aö ræöa eru auölindir neðansjávar, sem aö mestu eru ókortlagðar enn. Tyrkir halda þvi fram, aö þar sem meginlandsgrunn Anatoliu nái langt I sjó fram, hafi þeir einkarétt á leit og nýtingu auö- linda á svæöinu. Griska rikisstjórnin heldur þvi hins vegar fram, aö grisku eyjarnar, sem eru rúmlega þrjú þúsund talsins og eru sumar i sjónmáli frá strönd Tyrklands, gefi Grikkjum sömu réttindi. Utanrikisráöherrar beggja landa voru sammála um þaö, þegar þeir hittust i Danmörku i þessum mánuöi, að reynt skyldi áfram aö finna samkomulags- grundvöll I deilu þessari þannig aö til óyggjandi samninga gæti dregiö milli rikjanna tveggja. BARUM BREGST EKKI i i i líörubíla hjólbarðar Kynnið ykkur hin hagstæðu verð. TÉKKNESKA BIFRE/ÐAUMBOÐIÐ Á ÍSLAND/ H/E AUÐBREKKU 44—46 KÓPAVOGI SÍMI 42606

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.