Tíminn - 01.06.1976, Blaðsíða 21

Tíminn - 01.06.1976, Blaðsíða 21
Þriðjudagur 1. júni 1976. TÍMINN 21 Jakob G. Pétursson: Þakkarávarp til Björns Sigurbjörnssonar, forstjóra Rannsóknarstofnunar landbúnaðarins Ekkimá minna vera, en aö ég færi Birni Sigurbjörnssyni minar beztu þakkir fyrir hans greinargóöu svör við fyrir- spurnum minum varðandi til- raunastöð landbúnaðarins á Reykhólum. Um leiö vil ég geta þess, að er ég i fyrstu leit yfir upphaf og endir hans annars ágætu greinar, flaug mér i hug hvort gömul, þekkt ummæli ættu þar einhverja samlikingu: „Nauö- ugur gekk ég til þessa leiks, en nú mun ég viljugur út ganga.” Einnig vakti meö mér nokkra furöu aö maður i hans stöðu skuli eiga þaö undir greiðvikni kunningja sinna, hvort hann á þess kost, endrum og eins, að leiða augum það dagblaöið, sem mest efni flytur um land- búnaðarmál og er liklega mest lesið af fólki 1 þeirri atvinnu- grein. Björn lýsir undrun sinni á þvi að ég skyldi ekki hafa leitaö svara hjá honum beint, eða for- stöðumanni tilrauna hér á Reykhólum, þar sem aðeins séu nokkrir metrar milli mfri og þess siðarnefnda. Tilrauna- stjórann hef ég aö visu spurt um verkefni stofnunarinnar, þó nokkuð sé um liöiö. Gæti ekki verið aö þetta ná- býli mitt við stofnunina sé ein- mitt orsök fyrirspurna minna, , og þess hvaða vettvang ég valdi til að koma þeim á framfæri? Og til að þreyta ekki B. S. með fleiri fyrirsp. i bili, þá vil ég aöeins biðja hann að Ihuga hver orsök muni vera liklegust fyrir eftirfarandi: Skömmu áður en ég flutti hingað fyrir fáum ár- aö þvi að koma niðurstöðum sinum á framfæri, og yfirleitt standa i sem nánustum tengsl- um við landbúnaðarfólk. Björn telur, aö þeim tilrauna- mönnum gangi seint aö finna sannleikann, ef þeir beiti mlnum aöferðum viö að afla uppl. Ekki veit ég hvernig hann hugsar sér þá sam- likingu. Enef hún á að þýða for- dæmingu á þvi, að ég spyr um þetta opinberlega, þá er ég honum mjög ósammála. Aö vi'su kollvarpar hann þeirri tilgátu minni I lok greinarinnar, þar að viö séum báðir innilega sam- mála um það, að þessi opinbera sviðsetning okkar á tilrauna- starfi hér á Reykhólum, sé einn þýðingarmikill þáttur i þvi, sem hann óskar eftir i lok greinar sinnar, að tilraunastöðin á Reykhólum fái notið stuðnings hér heimafyrir og viðar sam- kvæmt veröleikum. Tilrauna- og rannsóknarstarf, gagnvart hvaða atvinnugrein sem er, hlýtur að sanna mikilvægi sitt meðverkunum. Þessvegnamá slik starfsemi aldrei mengast um of af sýndarmennsku og um, bjó ég I nágrenni mikillar tilraunastarfsemi. Þar ræddi maður vart svo við bændur um atvinnusvið þeirra að eigi styddu þeir skoöanir slnar meira eöa minna rannsóknum á sviði tilrauna. Hér um slóöir mætir manni tómahljóð, ef bændur eru inntir eftir hald- bærum leiðbeiningum frá til- raunastöð Reykhóla. Er þaö fólkið hér, sem á alla sökina á þessu tómlæti. Ég hefði haldiö að stofnun, eins og hér er til umræöu, þurfi ekki aðeins aö gera góða hluti, heldur einnig að vinna ötullega sem hann færir mér þakkir fyrir að gefa sér tækifæri til að koma svörum sinum á framfæri. Og til aö gera þetta ekki að of löngu máli, sem átti aöeins aö vera stutt þakkarávarp, þá vil ég undir lokin segja Birni, þar sem hann gefur i skyn að fyrir- spurnir minar byggist á ein- hverjum annarlegum hvötum: Þaö eru mér mikil vonbrigði, ef hann er haldinn þeirri og al- gengu fyrru, að timabærar óskir um upplýsingar varðandi opin- ber þjónustufyrirtæki þurfi alltaf að fela i'sér ádeilu eða árásarhneigð. Ég vona og vænti blindri skýrslugeröaþjónustu, og enn siöur loka sig innan klausturmúra. Um ýmis atriði, sem koma fram I svargrein Björns, mun ég væntanlega óska eftir nánari skýringu, og þá leita eftir henni beint og persónulega til hans, svo sem hann mælir svo mjög með I upphafi greinar sinnar. Aö lokum endurtek ég þakklæti mitt til Björns Sigurbjörnsson- ar, og vona að ég fái sem mest frá honum að heyra um hans þýðingarmiklu starfsgrein i framtiðinni. Reykhólum 23. mai, 1976. HRINGIÐ í SÍMA 18300 MILLI KLUKKAN 11 — 12 TÍMA- spurningin Ef þú ættir fri i dag, hvert myndir þú helzt vilja fara? Björn Auðunsson, vcrzlunarstjóri: — Ég vildi helzt fara i heita lækinn i Nauthólsvik. Ingunn Egilsdóttir, afgreiöslustúlka: — Ætli ég vildi ekki helzt fara t.d. til Þingvalla og liggja þar I sólbaði -- og þó, ég vildi sennilega alveg eins fara i sundlaugarn- ar og vera þar I sólbaði. Hjalti Björnsson, kaupmaður: — Ég vildi helzt ganga inn að Elliðaám eða fara upp að Esju. Jóhann Lindal, rafveitustjóri Njarövlkum: — Ég myndi heizt vilja fara út á sjó —á trillu. Drifa Jóhannsdóttir, húsmóðir: — Ég vildi helzt fara eitthvaö út fyrir bæinn t.d. til Þingvalia. þar sem alltaf er mjög faliegt.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.