Tíminn - 01.06.1976, Blaðsíða 12

Tíminn - 01.06.1976, Blaðsíða 12
12 TÍMINN Þriöjudagur 1. júnl 1976. Þriðjudagur 1. júnl 1976. TÍMINN 13 Segja má að fnykur- vandinn sé búinn að setja allt í hnút: verksmiðjum er fyrirskipað að byggja strompa, en þegar til kemur er ekki hægt að veita þeim nauðsynlega fyrirgreiðslu til þeirra framkvæmda. í þessari grein leggja höfundar áherzlu á að strompar séu hagkvæmasta lausn- in. Og þá er bara að leysa hnútinn — eða hvað? Þór G. Þorsteinsson og ÞórðurO. Búason, verkfræðingar: Eyðing lyktar fró fiskimjöls- verksmiðjum Ariö 1975 sá Verkfræöistofan Hönnun h.f. um hönnun og sam- eiginlegt útboö á þremur 60 m há- um reykháfum úr steinsteypu fyrir fiskimjölsverksmiöjur á Suövesturlandi, þ.e. Fiskiöjuna h.f. I Keflavlk, Lýsi og mjöl h.f. i Hafnarfiröi og SFV h.f. á Akra- nesi. Var þetta framkvæmt i samræmi við kröfur heilbrigöis- yfirvalda. Bæði áöur en hönnun hófst og á meðan á hönnun stóö voru ýmsir aörir valkostir kannaöir frá hagkvæmnislegu og tæknilegu sjónarmiði svo sem: hreinsi tæki („scruhber”) reyk- háfar úr stáli og trefjaplasti o.fl. Frá tæknilegu sjónarmiöi og miöaö viö fyrirliggjandi aöstæöur reyndust steinsteyptu reyk- háfarnir fyllilega standast samanburö viö aöra valkosti og jafnframt fullnægja kröfum yfir- valda. Samkvæmt þeim tilboöum sem bárust, reyndust steinsteyptu reykháfarnir vera hagkvæmasta lausnin á lyktareyðungunni. Rétt er að geta þess, aö af fjárhags- ástæöum reyndist ekki unnt aö ráðast I byggingu reykháfanna s.l. ár. Þó aö útkoman I ofangreindri athugun okkar hafi veriö reyk- háfum i vil, ber þó ekki aö lita á reykháfa sem algilda lausn, frek- ar en aörar lausnir meö sama markmiöi, þar sem staöbundnar aöstæöur geta verið mjög mis- munandi, sem athuga veröur hverju sinni. Má hér sérstaklega benda á, aö aðrar reglur og sjónarmiö gilda fyrir úthafseyju eins og Island, meö hlutfallslega litla iönvæöingu, en iönaöarþétt- býli Vestur-Evrópu eöa Banda- rikja Noröur-Ameriku, þar sem þéttleika reykháfa má sumstaöar likja viö frumskóg. Til fróöleiks um kostnaö viö rekstur hreinsi- tækja („scrubbers”) má nefna, aö I þéttbýlustu iönaöarhéruöum Bandarikjanna hefur ekki reynzt nægjanlegt fyrir stór kola- og disilraforkuver aö reisa háa reykháfa til aö fullnægja heilbrigöiskröfum, heldur hefur oröiö að bæta viö hreinsitækjum („scrubbers”). Fyrir rafmagns- notendur hefur þetta haft I för meö sér hvorki meira né minna en 10-20% hækkun á raforku- veröi! Þar sem reksturskostnaö- ur á vönduöum reykháfum er svo til enginn, sýnir þaö sem aö ofan greinir, aö höfö skal mikil aögát, þegar ,,scrubber”-lausn er tekin fram yfir reykháf meö tilliti til þess reksturskostnaöar, sem slikt hefur I för meö sér. Ef skilyröin hjá SFV á Akranesi eru valin sem samanburöar- grundvöllur, heföi steinsteyptur reykháfur meö einangraöri innri klæöningu úr „eöalstáli” kostaö um 38 M. kr. miöað viö tilboö, sem barst I verkið sumariö 1975. Litum við á þessa tölu sem efri mörk, þar eð viö teljum að tölu- vert lægri tilboö heföu fengizt, ef timinn viö gerö tilboöa heföi ekki veriö eins naumur og raun varö á, enda bárust erlendis frá eftir opnunardag tilboöa bæöi lækkan- ir á efni og þjónustu, sem heföu lækkaö heildarkostnaö reykháfs- ins. Stofnkostnaöur hreinsitækja („scrubber” frá „A/S Luft- teknik” fyrirSFV á Akranesi yröi I stórum dráttum á þessa leiö (miðaö viö verölag haustiö 1975): F.o.b. verö, D.kr. 630.000,-á 26,741= 16,8M.kr. Flutningskostnaður o.fl. (áætlað) ca. = 0,7M.kr. 17,5 M. kr. Tollur 7% l,2M.kr. Vörugjald 12% 2,lM.kr. Stofnkostnaður: 29,4 M.kr. Núviröi á reksturskostn. (25 ár): 75,0 M.kr. Samtals núviröi: 104,4 M. kr. Söluskattur 22% 20,8M.kr. 4,6 M.kr. 25,4 M. kr. Uppsetning (áætlaö) ca. 4,0 M. kr. Samtals 29,4 M. kr. Fyrir 25% veröbólg" á ári og 16% bankavexti yröi sama dæmiö sem hér segir: Stofnkostnaður: 29,4 M.kr. Núvirði á reksturskostn. (25 ár): 228,2 M.kr. Rétt er að taka fram, að hugsanlega fengist 7% tollur felldur niður og yröi þá heildar- kostnaður um 27,7 M.kr. Reksturskostnaöur hreinsitæk- is („scrubber”) er talinn vera um 20 þ.kr. á sólarhring I umræddri grein og er ekki ástæöa til aö ætla, aö sú tala sé of lág. Sé reiknað meö aö jafnaöi 5 mánaöa rekstri á ári, samsvarar þessi kostnaöur um 3 M.kr. á ári. Heildarkostnaður Ef reiknaö er meö engri verö- bólgu I framtiöinni og 10% banka- vöxtum myndi stofnkostnaður fyrir hreinsitæki að meötöldu nú- viröi á reksturskostnaöi fyrir 25 ára endingartima, vera sem hér segir: Stofnkostnaður: 29,4 M. kr. Núviröi á reksturskostn. (25 ár): 27,2 M.kr. Samtals núviröi: 257,6 M.kr. Samtals núviröi: 56,6M.kr. Þar eö telja veröur harla ólik- legt, aö engin veröbólga veröi i framtiöinni, myndi sama dæmiö lita þannig út fyrir 10% veröbólgu á ári og 10% bankavexti. Fyrir þá er ekki kæra sig um langar framtiðaráætlanir, er ljóst, aö heildarkostnaöur fyrir hreinsitæki („scrubber”) af ofan- nefndri gerö, hefur náö sömu upphæö og stofnkostnaöur reyk- háfs eftir liölega tveggja ára rekstur. Af þessu er ljóst, aö steinsteyptir reykháfar, eru eins og málum er nú háttaö, mun hag- kvæmari lausnir til lyktareyöing- ar I fiskimjölsverksmiöjum á Islandi en hreinsitæki („scrubb- er”). — Viö höfum I þessari stuttu greinargerö hvorki farið út I rekstraröryggi og viöhald þess- ara hreinstækja né heldur boriö saman lyktareyöingargetu þeirra miðaö viö reykháfa og önnur tæki, einkum vegna þess, að siöarnefnda atriöiö er nokkuö flókins eðlis, og þvi um nokkuö langt mál aö ræöa. Starfsemi Heilbrigöiseftirlits rikisins á þessu sviöi er mjög gagnleg, raunar nauösynleg, og ber tvimælalaust aö efla hana fremur en hitt. Hins vegar er ljóst aö fullur árangur af starfi eftir- litsins næst ekki, ef þeir aöilar, , liSiifl l ’: Þór G. Þorsteinsson Þóröur Ó. Búason Grein þessi var skrifuð í apríl sl. og átti að birtast í tímaritinu Sjávarfréttum, júní-hefti, en vegna nýlegra frétta i Tímanum um eyð- ingu lyktar frá fiskimjölsverksmiðjum töldu höfundar rétt að birta greinina nú og báðu Tímann að gera það. Þór G. Þorsteinsson og Þórður ó. Búason eru báðir starfandi í Verkfræðistofunni Hönnun h.f., sem hefur tekið að sér margvís- leg verkefni, bæði innan lands og utan. Þór G. Þorsteinsson starfaði áður í Danmörku sem ráðgefandi verkfræðingur og vann þar mikið að hönnun reykháfa af öllum gerðum. Þór vann brautryðjendastarf á þessu sviði, er hann hannaði hæsta reykháf Danmerkur, við raforkuverið á Stigsnæs. Þórður ó. Búason hefur einkum sérhæft sig i hönnun kyndi- og loftræstikerfa og starfaði fyrst á þessu sviði i Danmörku. Á vegum Hönnunar h.f. hefur Þórður unnið mikið við hönnun kerfa fyrir skóla og matvælaiðnaðarfyrirtæki. sem ber aö fullnægja kröfum þess, geta þaö ekki af fjárhags- ástæöum. Slikum kröfum opin- berra aöila þurfa þá aö fylgja opinberar aögeröir sem gera þolendunum kleift aö fullnægja kröfunum. Lánafyrirgreiösla opinberra aðila og/eöa niöurfell- ing skatta og tolla veröur aö koma til, enda eru hliöstæö dæmi þess fyrir hendi. Hafa veröur i huga, aö nær allar ráöstafanir til aö draga úr mengun eru óaröbær- ar fjárfestingar frá rekstrarlegu sjónarmiöi fyrirtækja. Aö lokum vonumst viö til, aö greinargerð þessi geti oröiö til nokkurs gagns þeim, sem aö þessu vandamáli þurfa aö hyggja. Bjarni Guðmundsson, kennari Hvanneyri: Varhugaverð n sú gb urrkun" athugasemd við Teagle- „heyverkunaraðferðina' 1 Timanum fyrri sunnudag birt- ist viðtal viö Agúst Jónsson, ald- inn heiöursmann, er drjúgan þátt átti i aö færa islenzkum bændum súgþurrkunartæknina á sinum tima.Viðtaliö er skemmtilegt og mjög fróölegt i marga staöi. Aftur heyrist frá Agústi I þriðjudags- blaöinu, og er þaö tilefni þeirra athugasemda, sem undirritaöur telur rétt aö koma á framfæri hér. Þarna er birt greinargerö um svonefnda „Teagle-lágmarks- blástraraöferö”, sem sögö er framleiöa „ódýrasta gæöaheyiö”. Boöskapur greinargeröarinnar brýtur i veigamiklum atriöum i bága viö reynslu bænda og niöur- stööur innlendra og erlendra rannsókna varöandi verkun þurr- heys, svo sem nánar veröur vikið aö. Aöferð Teagle miöast i fáum oröum viö þaö aö láta hitna i hey- inu og púa siðan hitanum úr meö háþrýstum blásara, þannig aö hitinn stigi aldrei yfir 50 gr. C. Orka heysins er þannig notuö til þess aö eima vatniö úr heyinu. Aöferð þessa hafa ýmsir bændur notað i neyö sinni, og á hún raun- ar ákaflega litiö skylt viö súg- þurrkun heys. Aöferö Teagle er i flestum tilfellum forkastanleg af átæöum, sem nú skal greina. íslenzka taðan — ný orkulind? Hiti i heyi er afleiöing þess, aö bundin orica heysins — fóöurork- an — losnar úr læöingi og fer for- göröum. Hitamyndun I heyi er fóöurtjón. Rétt er þaö, aö varm- inn, sem viö fóöurefnabrunann myndast, notast til þurrkunar, en dýr er sú orka. 1 kg af þurrefni i heyi býr yfir h.u.h. 3600 kcal, en 1 ltr. olíu tæplega 9000 kcal. Miöaö viö gangverö á heyi og ollu um þessar mundir er þvi verð þess- ara „orkugjafa” nú: 10 þúsund kcal i ollu kosta 28 kr. 10 þúsund kcal i heyi kosta 65 kr. Er heybrennslan réttlætanleg, ekki sizt ef þess er gætt, aö þaö eru verðmætustu fóöurefni heys- ins, sem fara forgöröum viö hita- myndunina? Er þaö góö bú- mennska aö bera dýran áburö á velræktað tún og brenna siöan hluta uppskerunnar I hlööu? Ég held ekki. . Að brenna heyið, en kaupa kraftfóður A búum I Borgarfirði hefur Bú- tæknideild Rannsóknastofnunar landbúnaöarins mælt þaö tap fóö- urefna, sem veröur viö súgþurrk- un heys I hlööum. Meö súgþurrk- un er þá átt viö, aö blásið hafi veriö nær stöðugt I heyiö, frá þvi þaö varhirtogþar til þaö var orö- iö þurrt. Skulum viö nú skoöa nokkrar tölur úr þeim mælingum og hafa til samanburöar tölur um fóöurtjón, sem mældar voru i hlööum, þar sem hita I heyinuvar haldiö niöri meö takmörkuöum loftblæstri, þ.e. aðferö, sem er hliðstæð Teagle-aöferöinni. Bjarni Guömundsson Þaö, aö blása úr hita, eöa eld- varnaraöferöin, eins og sumir nefna hana, þolir alls ekki sam- anburö viö góöa súgþurrkunhvaö varðveizlu fóöursins snertir, nema helzt, ef heyiö er hirt nær fullþurrt I hlööu, en þá eru líka meginkostir hey þurrkunar I hlööu látnir ónotaöir. Reynsla bænda frá liönu sumri styöur áöurnefnda reglu. Þeir, sem létu súgþurrkunarblásarann sinn ganga nótt og dag, áttu flest- ir græna og ilmandi tööu, þrátt fyrirrosann. Samavareinnig upp á teningnum I tilraun þeirri, sem Agúst Jónsson geröi á Vifilstöö- um lýöveldishaustiö, og hann greinir frá i viötalinu viö VS. Tölur þær um blotnun heys, sé röku lofti blásiö i þaösem nefndar eru I Teagle-greinargeröinni, eru mjög yfirdrifnar, og eiga mér vit- anlega — ekki hliöstæöu viö is- lenzkar meöalaöstæöur. Heymæðin Heyhitinn ýtir mjög undir starfsemi ýmissa smávera i hey- inu, þar á meöal myglusvepp- anna. Hey, sem i hefur hitnað, er þvi oft illa leikiö af myglu, ekki sizt ef hitinn hefur aöeins stigiö I 45-55 gr. C„ en á þvi bili liggur einmitt takmark Teagle. Heymæöi er sjúkdómur, sem margir óttast, aö sé útbreiddur meöal búaliös hér á landi. Taliö er, aö þaö séu gró ákveöinna myglusveppa, er valda heymæöi (sjá grein Tryggva Asmundsson- ar læknis I 7.-8. tbl. Freys 1975). Kjörhitastig þessara sökudólga er um 55 gr. C.svo aö meö áöur- nefndri aöferö er beinltais verið aö leika sér meö eldinní fleiri en einum skilningi, jafnvel gera til- raun til framleiöslu heilsuspill- andi efna úr þvi ágæti, sem is- lenzka grasiö er. Erlendar rann- sóknir hafa ennfremur sýnt, aö efni þau, sem heymæöi valda, myndast hvaö örast þegar hitinn stigur og fellur á vlxl.likt og ger- ist I heystæöu, sem lofti er púaö i af og til, sbr. Teagle-aöferöina. Ekki þarf aö fara mörgum oröum um áhrif heyhitans á gildi heysins til fóörunar og afuröamyndunar. Þau eru I flestum tilfellum til mikils skaöa. Nú, margt fleira mætti tina til, sem mælir gegn þeirri „súg- þurrkunaraöferð”, sem Agúst Jónsson kynnir I þriöjudagsblaöi Timans. Læt ég það ógert aö sinni, enda alls óvist, aö fólk hafi tima til aö lesa sllkt nú á sauö- buröi. Ég vildi aöeins skýra þaö, sem ég einkum tel varhugavert viö umrædda aöferö. Hún á ákaflega litiö skylt viö súgþurrkun, og litiö erindi til okkar. Góö súgþurrkun er aröbær fjárfesting, sem viða hefur stórbætt heyverkun, en enn fleiri þurfa aö taka hana upp og ekki sizt nota hana rétt.þ.e. spara ekki loftið! Viö hliö votheysgerö- arinnar getur hún, eins og Agúst segir i viötali sinu viö VS, oröiö landbúnaöinum mikil lyftistöng. Ég harma þaö, aö Agúst hefur villzt af hinni réttu braut i súg- þurrkunarmálum, braut, sem hann sjálfur átti kannske hvað stærstan hlut I að markafyrir liö- lega þrjátiu árum, og braut, sem stórbætti aöstööu islenzkra bænda til öflunar verömæts vetr- arforöa fyrir búsmala sinn. Fyrir það frumkvæöi hefur Agúst Jóns- son, rafvirkjameistari, unniö sér veglegt rými á spjöldum Islenzkr- ar búnaöarsögu. (Eftirskrift til Ágústs á Brúnastöðum. Fy rst ég á annaö borö er farinn aö skrifa um verkun heys, langar mig aö senda dálitla athugasemd til Agústs á Brúnastöðum, vegna svars hans til Gisla Kristjánsson- ar I Timanum 21. mai sl„ en þar segir Agúst á einum stað „Súg- þurrkun er einnig sjálfsögö, ann- aö hvort meö föstum rafknúnum blásara eða þá að hiti er biásinn jafnharðan úr heyinu með gný blásara knúðum af dráttarvél.” (lbr. hér). Siöastnefnda aöferðjn er ekki súgþurrkun, hvaö þá sjálfsögö súgþurrkun, heldur neyöarlausn, sem bændur 1 flest- um tilvikum tapa verulega á, eins og fram hefur komiö hér aö ofan. Aö ööru leyti vil ég þakka Agústi á Brúnastöðum mjög góö- ar greinar um landbúnaöarmál. # / í/. Tap fóðureininga, %, við verkun heys I hlöðu Astand heys viö hiröingu Súgþurrkun Biásiö úr hita Hirtþurrlegt (25-30% rakastig) 3% 6% Hirtrakt (35-40% rakastig) 5% 15% Hirtblautt (45-50% rakastig) 8% 30%

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.