Tíminn - 04.06.1976, Síða 12
12
TÍMINN
Föstudagur 4. júnl 1976.
Föstudagur 4. júní 1976.
TÍMINN
13
ísleifur Jónsson, vélaverkfræð-
ingur hjó Orkustofnun,
dvaldist í tvö ór í Kenya við
jarðhitarannsóknir
og boranir ó vegum Sameinuðu
þjóðanna
tsleifur Jónsson vélaverkfræö-
ingur hjá Orkustofnun er nýkom-
inn til landsins eftir nær tveggja
ára dvölí Kenya í Afriku.þar sem
hann var verkefnisstjóri viö jarö-
hitarannsóknir á vegum Samein-
Yfirlitsmynd yfir Nairobi.
Myndin er tekin I Sjálf-
stæöisgaröinum, sem er nán-
ast þingvöllur Kenya-
manna, eöa hefur svipaöa
helgi og Þingvellir hafa hér á
landi.
Lengst til hægri er Kenya
Congress Center, sem er
griöarlega hár turn og telur
isleifur hann vera einhverja
fegurstu byggingu er hann
hefur séö. Hin háhýsin eru
Hilton-hóteliö og Alþjóöa-
húsiö.en þetta eru hæstu
byggingar Nairobi.
þjóðirnar
ÍSLENDINGUR STJÓRNAÐI
JARÐGUFUVINNSLU í KENYA
uöu þjóöanna. Rannsakaö var
svæöi 100 km noröur af Nairobi,
suöur af Nqivasha vatninu, en þar
er ráögert aö reisa gufuvirkjun,_
svipaöa og nú er vériö aö s'iniAá
viö Kröflu, en miklu minni þó og
þarna hefur borunum nú veriö
lokiö og eru borholurnar sem eru
sex talsins tilbúnar til virkjunar.
Sameinuðu
leita jarðhita
Þaö er ekki einsdæmi aö leitaö
sé til islenzkra visindamanna,
eöa aö þeir taki aö sér störf á
þessu sviöi, þvi mikil reynsla i
virkjun jarövarma er nú fyrir
hendi hér á landi.
Viö hittum Isleif Jónsson, véla-
verkfræöing aö máli I skrifstofu
hans hjá Orkustofnun og báöum
hann aö segja okkur frá dvölinni i
Afrlku og starfinu þar.
— Hver var aödragandinn aö
þvi aö þú tókst aö þér starf á veg-
um Sameinuöu þjóöanna?
— Þaö bar þannig til aö viö fá-
um oft bréf frá Sameinuöu þjóö-
unum þar sem sagt er frá stööum
sem losna. Gefnar eru upplýsing-
ar um starfiö og maöur er spurö-
ur um hvort maöur hafi áhuga og
vilji taka þau aö sér.
Þessi störf eru yfirleitt I þróun-
arlöndunum, eöa i vanþróuöu
löndunum þar sem veriö er aö
veita aöstoö.
Þetta er ekki i fyrsta sinn sem
Sameinuöu þjóöirnar taka aö sér
skyld verkefni. Þeir byrjuöu aö
fást viö jaröhitarannsóknir i
Miö-Ameriku 1968 og var ég þá á
þeirra vegum I þrjá mánuöi i E1
Salvador. Þar voru geröar svip-
aöar rannsóknir og gufuboranir
og er sú rafstöö þegar komin i
gagniö, en þaö er búiö aö byggja
þar 50-60 megavatta gufurafstöö.
Þaö tók sjö ár.
— Þetta verkefni i Kenya er
fyrsta verkefniö sem kemst til
framkvæmda i jaröhitarannsókn-
um i Afriku. Undirbúningur hefur
staöiö lengi eöa frá árinu 1970 og
haföi tekiö lengri tima en ætlaö
haföi veriö. Sá sem veitti verk-
efninu forstööu á vegum Samein-
uöu þjóöanna, Bandarikiamaöur,
sem nú vinnur hjá aöalstöövum
Sameinuöu þjóöanna og varö aö
fara heim og þá vantaöi mann til
þessaö taka viöstarfinu i Kenya.
— Þaö varö úr aö ég gaf kost á'
mér. Þetta var ráöning til eins
árs og viö þær aöstæöur er unnt
aö taka f jölskylduna meö sér. Þaö
varö úr aö viö hjónin fórum utan
meö tvö yngstu börnin, ai þau
eldri uröu eftir heima
Þurfa ekki
hitaveitu i Kenya
Þegar ég kom til Kenya var
verkefniö komiö nokkuö áleiöis.
Lokiö haföi veriö viö aö bora tvær
fyrstu holumar. Siöari holan
haföi gefiö góöan árangur.
Gert er ráö fyrir aö þarna veröi
reistraforkuver, þvi Kenya menn
hafa ekkert viö upphitun aö gera,
meöalhiti ársins er 20 gr. eöa þar
um kring-Hitinn á daginn á svæö-
inu er 25 gr.-30 gr.
Virkjunarsvæöiö er i nær 2000
metra hæö yfir sjó um 120 km.
Þaöerum 120 km Norö-vestur frá
Nairobi i svonefndum „Sprungu-
dal”. Þetta er gríöar stórt jarö-
hitasvæöi, taliö vera um 50 fer-
kilómetrar að stærö og liklega er
þaö meira um sig en þaö.
— Er fyrirhuguö þarna stór-
virkjun á jarögufu?
— Það er óráöiö enn. Þaö verö-
ur byrjaö fremur smátt, meö 10
megavatta stöö. Þetta er óreynt
svæöi og þvi er taliö vissara aö
fara hægt I sakirnar. Þetta er á-
gæt byrjunarstærð þvi raforku-
notkun i Kenya er allt önnur en
t.d. hér á landi. Kenyabúar eru
taldir vera um 15 milljónir talsins
eftir því sem bezt veröur vitaö, en
raforkuvinnslan hjá þeim og raf-
orkunotkunin er minni en hjá ís-
lendingum. 10 megavatta stöö
yröi þvi ágæt viöbót fyrir þá.
— Annars var mitt starf þarna
Kenyabúar eru
15 milljónir.
Nota þó minni
raforku en
íslendingar
að vinna að rannsóknum og bor-
unum, en ekki aö sjálfri rafstöö-
inni. Þetta verkefni var unniö i
samvinnu viö Kenya-stjórnina,
eins og flest slik verkefni á vegum
Sameinuöu þjóöanna. Sameinuöu
þjóöirnar greiöa þá vissan hluta
af kostnaöinum, en „heimakostn-
aöur” er greiddur af viökomandi
rikjum. T.d. vegagerö laun eöa
kostnaöur af innlendu vinnuafli
o.s.frv.
Lifskjörin misjöfn
— Viö hjónin fórum héöan 7.
ágúst áriö 1974 og komum til
Kenya 10. sama mánaðar, eöa
nánar tiltekiö til Nairobi sem
varö heimili okkar I tvö ár.
Nairobi er mjög skemmtileg og
„evrópsk” borg. Loftslag er á-
gætt og blómaskrúð er mikiö, en
náttúrufegurö er rómuö á þessum
slóöum. Ekki þarf þó aö fara
langt frá miöbæjarkjarnanum til
þess að greina umskipti. Fá-
tækra- og skúrahverfin þar sem
fólk býr viö það sem viö myndum
nefna allsleysi.
Þaö er ótrúlega stutt frá
Hilton-hótelinu og allri glæsi-
mennskunni yfir i þessi hverfi,
Hús tsleifs Jónssonar i
Nairobi. Myndin nýtur sin
illa I svart/hvltu, þvl blóm-
skrúöiö er mjög litskrúöugt.
svo aöstööumunur manna er
þarna mikill.
— Viö tókum þarna á leigu hús,
sem viö bjuggum i allan timann.
Skrifstofur okkar voru i Nairobi
og svo var unnið lika úti á svæö-
inu þar sem reistar höföu veriö
búöir.
— Þegar ég kom þangaö var
þar enginn borverkfræöingur á
svæöinu og þar sem ég var bor-
verkfræöingur líka þótti okkur
ekki ástæöa til þess aö ráöa nýjan
til þeirra starfa og tók ég þaö
verkefni aö mér llka. Ég var þvi
oft úti á borsvæöinu, en þangaö er
120 km akstur.
Mestan hluta leiöarinnar er á-
gætur malbikaöur vegur, en um-
ferö er mikil þvi þetta er aöal
flutningaleiöin milli Mombasa og
Uganda og þvl fjölfarin. Slöasta
spölinn varösiöan aö aka moldar-
veg upp aö borsvæöinu.
Þarna unnu 50-100 manns. 10-15
manns á skrifstofum, en 50-60
manns unnu úti á svæöinu, en
þess er.aö geta aö þarna voru 2-3
menn fyrirhvern mann, sem ynni
svona störf á Islandi. Þeir hafa
nógan vinnukraft og eru ósparir á
hann.
Kenya kaffið
þeirra „fiskur”
— Sjálf borunin var fram-
kvæmdaf frönsku verktakafyrir-
tæki, Foramines. Sameinuöu
þjóöirnar geröu samninga viö þaö
um aö bora fjórar borholur og
lauk þvl verki á nýjársdag I fy rra.
Þá var borinn keyptur til Kenya,
þannig aö hann er þar enn. Tvær
holur til viðbótar voru svo boraö-
ar I fyrra og lagöi franska verk-
takafyrirtækiö þá aöeins til menn
til þess aö reka bortækin. Þessi
borer heldurminni en gufuborinn
okkar og er unnt aö bora meö
honum á 1800 metra dýpi.
— Aðstaöa til borunar er þama
mjög góö. Þetta er óbyggt svæði
og auövelt er aö leggja þarna
vegi. Viö vorum ekki fyrir nein-
um og höföum ágætt svigrúm til
framkvæmdanna.
— Þaö eina sem bagaöi var
vatnsskortur, en viö uröum aö fá
vatn frá Naivasha vatninu sem er
10 km fyrir noröan borsvæöiö.
— Eru mikil auöæfi I jöröu I
Kenya?
— Nei, þaö er þaö ekki. Landið
380.000 ferkm. eöa þaö er fjórum
sinnum stærra en Island og þaö
finnast ekki neinar dýrmætar
námur þar svo vitaö sé. Aö visu
standa þar yfir rannsóknir og
boranir eftir oliu, en um árangur
er ekki vitað, þvl mikil leynd
viröist hvila yfir þeim.
Fátt er um málma. Þjóöin lifir
þvi nær einvörðungu á land-
búnaöi. Kaffirækt og terækt og
einnig er sisal ræktun mikil. Kaff-
ið og teiö er þeirra fiskur.
Þetta eru helztu afuröir lands-
ins. Verölag er óstööugt og
breytilegt. Nauðsynjar innfæddra
manna eru á lágu veröi, en út-
lendingar veröa aö kaupa nauö-
synjar slnar háu veröi. Verölags-
ákvæöi ná aðeins til frumþarfa
hinna innfæddu. Þaö er þvi dýrt
aö búa þarna og veröbólgan er
mikil. Ég hygg aö þessi tvö, eöa
eitt og hálft ár, sem viö vorum
þarna hafi verölag á nauösynjum
hækkaö 15-20% og jafnvel meira.
— Eins og áöur sagöi eru verö-
lagsákvæöi aöeins i gildi á nauö-
synjum innfæddra. Sykur er ódýr,
lika kaffi og te. En kjöt, sem inn-
fæddir neyta litils af, þaö er mjög
dýrt.
50—60 íslend-
ingar í Kenya
á vegum Sam-
vinnuhreyfing-
arinnar
50-60 íslendingar
eru i Kenya
— Á hinn bóginn er ágætt aö
búa þarna. Góð regla er I landinu
og útlendingar eru nokkuö örugg-
ir, a.m.k. i Nairobi, en þaö er
meira en sagt veröur um t.d. ná-
grannarikin þar sem ástandiö er
mjög ótryggt. Opinber þjónusta i
borgum er ágæt. Nairobi er t.d.
ein af fáum hitabeltisborgum,
meö ómengaö vatn. Vatn sem
ekki þarf aö sjóöa fyrir neyzlu.
— En tslendingar. Voru þeir
þarna fleiri en þiö?
— Þaö er mikiö af tslendingum
I Kenya. Þeir eru á vegum
danskra aðila og Samvinnuhreyf-
ingarinnar. Þetta fólk vinnur aö
félagslegri uppbyggingu sam-
vinnuhreyfingarinnar og mér er
nær að halda að i svipinn séu
þarna 50-60 manns aö f jölskyldum
þessara manna meðtöldum.
— En aö lokum. Eru jarölög
þarna svipuö og t.d. á tslandi?
— Nei. Þetta eru mun eldri
jarölög en hér á landi. Jarölögin
eru þéttari i sér og gefa minna.
Viö getum t.d. ekki gert ráö fyrir
aö fá eins afkastamiklar holur og
heima og þótt þær séu kraftmikl-
ar I fyrstunni þá minnka afköstin
fljótt. Aðstæðureru þvi um margt
ólikar.
Jarðhiti i Afriku
— Eru Sameinuöu þjóöirnar
meö fleiri slik verkefni I Afrlku?
— Eins og áöur sagöi, þá er
verkefniö I Kenya þaö fyrsta sem
tekiö er fyrir i Afriku. Fyrirhug-
aöar eru rannsóknir og boranir
viöa. t.d. I Ethiopiu og Tanzaniu.
Jarðhitasvæöi eru lika i
Uganda, en þeir hafa á hinn bóg-
inn næga vatnsorku og þurfa
jarðhitans þvl ekki viö. Ótryggt
ástand I þessum heimshluta hefur
þó haldið aftur af mönnum aö
hefjast handa um framkvæmdir.
Fleira kann aö vera i gangi,
þótt mér sé ekki um þaö kunnugt.
— Hvaö tekur nú viö hjá þér?
— Ég er aftur tekinn viö mihu
fyrra starfi hjá Orkustofnun, en-
þar eru sem fyrr ærin verkefni,
sagöi Isleifur Jónsson, vélaverk-
fræöingur og jarðhitasérfræöing-
ur aö lokum.
JG
Þess má að lokum geta aö sam-
kvæmt rituöum heimildum munu
verkfræöifirmun Virkir h.f. og
Sweco f Sviþjóð hafa tekið aö sér
hagkvæmnirannsóknir á svæðinu
i Kenya meö tilliti til raforku-
vinnslu og veröur llklega reist 10
KW gufuaflstöð til raforkufram-
leiöslu fyrir nærliggjandi héruö.
JG.
Fjölskyldan fyrir framan Ibúöarhúsiö I Nairobi. Frú Birna Bjarnadóttir kona ísleifs ásamt tveim
yngstu börnunum og tveim þjónum, en þarna þykir þjónustufólk sjálfsagt á heimilum manna. Þeir heita
Timoti og Wyllison.
........ .. . v, . . ... .. . ;.
,
Kraftmesta holan
svæöinu I Kenya.
á bor-
Þessi mynd er tekin úti á borsvæöi og sýnir þrjár holur, sem veriö var aö prófa samtlmis. Gufustrókur-
inn er ekki mikill, en samt eru þetta Rraftmiklar holur. Loftiö er mjög þurrt á þessum slóöum og gufan
þvi fljót aöhverfa. Viö Islenzkar aöstæöur væri mun meiri gufustrókur úr svona holum.