Tíminn - 04.06.1976, Side 16

Tíminn - 04.06.1976, Side 16
16 TÍMINN Föstudagur 4. júní 1976. Á FLÓTTA FRÁ ÁSTINNI Eftir Rona Randall 68 kennaranum sínum. Það var satt að segja út af bannsett- um karlfauskinum, að hann tók þessa íbúð á leigu! ( fyrsta sinn þetta kvöld, beindi Mark allri athygli sinni að Venetiu. — Gamli kennarinn hans! Var Jósep gamli kennari Brents? Andlit hans Ijómaði. — Hvers vegna datt mér það ekki í hug fyrr, hvers vegna datt engum það í hug? — Elskan, ég hef ekki hugmynd um, um hvað þú ert að tala, en kallaðu hann að minnsta kosti ekki Jósep gamla. Hann heitir Simon Beaumont, meistarinn mikli sem áður var, held ég, en er nú gjörsamlega gleymdur. Brent vor- kenndi honum....hann fann til ábyrgðar gagnvart hon- um, sagði hann mér sjálfur. Skyndilega kom hlýja í augu hennar og varirnar skulfu. — Ég hata hann fyrir það.... ó. hvað ég hataði hann fyrir aðtaka meira tillittil gamla mannsins en min! Það var að minnsta kosti þannig, sem ég leit á það þá. Skyndilega var andrúmsloftið milli þeirra fullt sam- úðar og Mark sagði vingjarnlega: — Venetia, heldurðu, að þú gætir nú ekki einu sinni gleymt því að þú ert ball- ettstjarna og verið kona í nokkrar mínútur? Þú elskar Brent ennþá, viðurkenndu það. Viltu vera svo væn að segja mér alla söguna! Hún yppti öxlum. — Hvers vegna langar þig að heyra hana? Þetta er allt svo heimskulegt. — Kannski...en það getur skipt miklu máli f yrir mig. — Hvers vegna? — Kærðu þig kollótta um það. Segðu mér bara söguna. — Hver var það sem komstaðþví, hver Jósep gamli var í rauninni? spurði hann ákafur. — Myra, held ég. Hún komst að því, meðan hann lá á sjúkrahúsinuog sagði Brent það. Þaðer alltog sumt. — Allt og sumt! Mark var óþolinmóður. — Haltu á- fram — segðu mér afganginn! — Það er ekki miklu meira. Bara að Brent fann til á- byrgðar gagnvart honum, vegna þess að hann tók hann í fóstur, þegar Brent var barn. Já, það er meira, honum þykir raunverulega vænt um gamla manninn. Hún sneri sér að Mark með raunasvip. — O, Mark, að ég hef ði get- að skilið það, ef hann hefði bara sagt mér það fyrst, en í staðinn reyndi hann að fá mig til að lof a að giftast sér og svo sagði hann, að við myndum flytja inn í íbúð, sem Myra hef ði útvegað, ásamt f átækum, gömlum vesalingi! — Myra! — Já... þarna sérðu, þú ert líka hneykslaður! — Ekki vitundarögn. Mér varð bara dálítið Ijóst, sem ég hefði átt að vita fyrir löngu. Mark var skyndilega gjörbreyttur. Hann var ekki lengur hlédrægur og mæðulegur. Hann Ijómaði, en svo leit hann vorkunnaraugum á Venetiu. — Ég býst við að þú haf ir móðgazt og rekið hann á dyr? Er það rétt? — [ þá áttina, já. Hann hló hæðnislega. — Ég er að velta f yrir mér, hvort okkar haf i verið meiri kjáni — þú eða ég, Venetia. Hún skildi ekki við hvað hann átti og langaði ekki til að komastaðþvi.— Ég hataði Myru fyrir það, sagði hún. — Ef hún hefði ekki komið til sögunnar, hefði Brent aldrei dottið í hug að gera svona heimskupör! — Er það svo heimskulegt? — Ég hefði gaman af að vita, til hvers hún er að heim- sækja Brent! — Er það er þá Brent, sem hún er að heimsækja. Þú gleymir að Simon Beaumont var sjúklingur hennar. Henni þótti vænt um hann.... það þótti okkur öllum. En það var greinilegt, að hún hafði meiri áhuga á honum en nokkrum öðrum, ef til vill vegna þess að hún vissi, hver hann var. Hvað er eðlilegra en að hún heimsæki hann til að vita hvernig honum líður núna? — Þetta eru bara getgátur, Mark. — Ef til vill.en ég held að þær séu réttar. Og ef þær eru það....þá þarf ég að gera heilmikið, Venetia. — Ef það er þá ekki orðið of seint. 26. kafli. Það var þögn á deildinni. Pollý Friar sat við skrifborð deildarhjúkrunarkonunnar úti í horninu. Flestir siúkl- ingarnir hvíldust á þessum tíma, en Pollý var ekki með allan hugann við þá. Aðeins ein hugsun komst að í höfði hennar.... sú að hún hafði frétt að það væri von á nýjum lækni að sjúkrahúsinu og það gat ekki boðað annað en David Harwey væri á förum. Ekki gat það verið Myra Henderson, sem hætti, hún var svo nýkomin. Þess vegna hlaut það að vera David.... Og þau myndu skilja sem óvinir. Tárin sviðu augnalok hennar. Ef David færi, yrði lífið ekki þess virði að lifa því lengur.... svona einfalt var það. Auðvitað héldi hún áfram að lifa og starfa....en hjarta hennar færi með D R E K I K U B B U R JKWJESSE®1531-----------— 'Allt sem hann sagði var: Fann felustað óþokkanna i.sendiö sprengjuvél og' á[ -p^jVkMI^býssubát... j]>ARRy fí 3/15 Luaga forseti vakinn um miðja nótt...: ;Við eigum ekki sprengjuvél! Var hann drukkinn? (Auðvitað? ^_ekki, hann drekkur ekki! )/p- FÖSTUDAGUR 4. júní 7.00 Morgunútvarp. Veður- fregnir kl. 7.00, 8.15 og 10.10. Morgunleikfimi kl. 7.15 og 9.05. Fréttir kl. 7.30, 8.15 (og forustugreinar dagbl), 9.00 g 10.00. Morgunbænkl. 7.55. Morgunstund barnanna kl. 8.45: Einar Björgvin heldur áfram sögu sinni „Palla, Ingu og krökkunum i Vik” (3). Tilkynningar kl. 9.30. Létt lög milli atriða. Spjallað við bændur kl. 10.05. Tónleikar. Morguntónleikar kl. 11.00. 12.00 Dagskráin. Tónleikar. Tilkynningar. 12.25 Fréttir og veðurfregnir. Tilkynningar. 13.00 Við vinnuna: Tónleikar. 14.30 Miðdegissagan: „Myndin af Dorian Gray” eftir Oscar Wilde Sigurður Einarsson þýddi. Valdimar Lárusson les (8). 15.00 Miödegistónleikar. 15.45 Lesin dagskrá næstu viku. 16.00 Fréttir. Tilkynningar. (16.15 Veðurfregnir). 16.20 Popphorn. 17.10 Tónleikar. Tilkynningar. 18.45 Veðurfregnir. Dagskrá kvöldsins. 19.00 Fréttir. Fréttaauki. Til- kynningar. 19.35 Daglegt mál. Guðni Kolbeinsson flytur þáttinn. 19.40 Myndlist á listahátfð i Keykjavik Þóra Kristjáns- dóttir flytur siðari kynningarþátt sinn. 20.00 Kariakór tsafjarðar syngur nokkur lög Stjórn- andi: Ragnar H. Ragnar. 20.15 „Charles” smásaga eftir Shirley Jackson Asmundur Jónsson þýddi. Margrét Helga Jóhannsdóttir leik- kona les. 20.30 Frá listahátið: Beint út- varp frá Háskólabiói. Sinfóniuhljómsveit Islands leikur. Stjórnandi: Paul Douglas Freeman. Einleikari: Unnur Maria 21.30 (Jtvarpssagan: „Sfðasta freistingin” eftir Nikos Kazantzakis Sigurður A. Magnússon les þýðingu Kristins Björnssonar (35). 22.00 Fréttir. 22.15 Veðurfregnir. 22.20 Staða kirkjunnar f Is- lensku þjóðfélagi. Haraldur Olafsson lektor flytur er- indi. 22.55 Afangar Tónlistarþáttur i umsjá Asmundar Jónsson- ar og Guðna Rúnars Agnarssonar. 23.45 Fréttir. Dagskrárlok. Föstudagur 4. júní 20.00 Fréttir og veöur 20.30 Auglýsingar og dagskrá 20.40 Skemmtiþáttur Don LuriosDansarinn Don Lurio og flokkur hans skemmta ásamt Bibi Jones, Les Humphries Singers og Udo Jurgens. Þýðandi Auður Gestsdóttir. 21.10 Gull f mund? Bresk fræðslumynd um kynþátta- vandamáliö i Suður-Afriku. Verkamenn streyma til landsins frá fátækum ná- grannarikjum og vinna erfið og hættuleg störf i auðugum gullnámum fyrir smánarlaun. Þýðandi og þulur Stefán Jökulsson. 21.40 Baskervillehundurinn Bresk biómynd frá árinu 1959, gerö eftir hinni al- kunnu sögu Arthurs Conans Doyles. Aðalhlutverk Peter Cushing, Andre Morell og Christopher Lee. Ariö 1940 myrti aðalsmaðurinn Sir Hugo Baskerville unga stúlku, og siöan hefur sú bölvun fylgt erfingjum hans að verða hinum ógurlega Baskervillehundi að bráð. Sherlock Holmes er falið að gæta Sir Henrys.en hann er hinn siðasti, er eftir lifir. Þýðandi Dóra Hafsteins- dóttir. Myndin er ekki við hæfi ungra barna. 23.00 Dagskrárlok.

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.