Tíminn - 04.06.1976, Qupperneq 21

Tíminn - 04.06.1976, Qupperneq 21
Föstudagur 4. júní 1976. TÍMINN 21 „Eigum við að glata sjálf- stæðinu fyrir eigið volæði?" Aldrei hafa lifnaðarhættir þjóBarinnar breytzt eins mikið og á siðasta mannsaldri. Um aldamótin vann fólkið með höndum sinum, greiddi sin gjöld og bað ekki um styrki. Það lifði af búunum til fæðis og klæðis og var ánægt. „Hvert land hjálpast við sin gæði, ef rétt er haldið á”, sagði Skúli forðum og mun það mála sannast. Þegar ég var barn fluttist i mina sveit ungur búfræðingur með konu sinni og hóf þar bú- skap. Keypti hann jörð og ól upp niu börn þeirra hjóna á henni. Þessi búfræðingur hét Kristinn Guðlaugsson og þessi erindi, sem hér fara á eftir, eru eftir hann. Látum gróa, grund og móa, granda, brekku, hól eflum þrek til þarfa — það er nóg að starfa út um byggð og ból. Efni bundin, eru fundin, I svo mörgum reit á þeim staö er auður — oft er þótti snauður hefjum huiins leit. Hefjum sterka, hönd tii verka, hér sé piægt og sáð auðn i akra breytum — auðs og frama leitum æ með dug og dáð. Þá mun foldin, fósturmoldin, farsæld veita lýð þá mun afl og auður — eiga bú um hauöur þá mun þverra strið. Frjáis sé andi, I frjálsu landi, frjáls og sjálfstæð bönd búa að sinu brauði — betra er leigðum auði skaða skuldabönd. Allt hið góða, er oss vill bjóða, ættland notum það alt er það vort eigið — ekki að láni þegið „Hollt cr heima hvað”. Hann lifði sjálfur samkvæmt þessu — girti og sléttaði tún sitt, verkfærin þá skóflan og ristu- spaðinn. Garðrækt stundaði hann einnig með ágætum, en þar mun hans ágæta eiginkona hafa átt sinn hlut að, eins og að allri afkomu þeirra. Börnin einnig, strax og kraftar leyfðu. Séra Sigtryggur, bróðir Krist- ins, gerði mjög gott lag við ljóðið og var það oft sungið til gamans og hvatningar við störfin. Nú spyr ég hver er meiri þjóð- félagsþegn, sá sem vinnur „með höndum sinum” og á fyrir sið- ustu ferðinni, þegar þar að kemur. Sá sem greiðir og gjöld sin umyrðalaust á réttum tima, eða sá, sem sifellt möglar um gjöldin, greiðir þau seint og illa heimtar styrki og aftur styrki af sinu stórskulduga landi? Nú borgum við fimmtu hverja krónu i skuldaskatta til útlanda. Væri ekki nær að greiða þær til framkvæmda heima fyrir? Eigum við að glata þvi sjálf- stæði sem forfeðurnir unnu? Er það vélamenningunni að kenna? með þökk fyrir birtinguna. Singdi „Rekiðfjárhópana út úr þjóðgarðinum á Þingvöllum" Lesandi hringdi: Ég fór, ásamt fjölskyldu minni, akandi til Þingvalla um siðastliðna helgi, svo sem svo margir aðrir Reykvikingar. Þaö er alltaf gaman að koma þang- að, þar sem friöur og ró á að rikja, hvort sem ferðin er farin fyrir einn dag, eða til þess að tjalda og dveljast þar nokkra sólarhringa. En I þetta sinn sá ég nokkuð sem ég ekki get orða bundizt um. í sjálfu sér truflaði það ferð okkar ekki, en var engu að siður þannig vaxið, að mér finnst skylda min að koma þvl á fram- færi við þá aðila sem sjá eiga um þjóðgarðinn á Þingvöllum. Þannig var, aö þegar við ók- um eftir nýja Gjábakkavegin- um, innan marka þjóðgarðsins, tók ég eftir þvl, að meðfram veginum voru kindur. Ekki bara ein og ein á stangli, heldur hóp- ar — heilt fjársafn á beit með- fram veginum. Ég hélt þó að al- gerlega væri bannað að hafa sauðfé innan girðingar i þjóð- garðinum. Bændur á Islandi hafa marg- oft sent frá sér kvartanir um að ágangur mannfólks skemmi þetta eða hitt fyrir þeim, AB þvi leyti eru að vísu ekki allir bænd- ur undir sama hætti, og ef til vill er það aöeins hávær minnihluti sem kvartar, en engu að siður þá hygg ég aö bændur ættu manna bezt að skilja það, að landvernd er nauðsyn. Land- vernd er nauðsyn innan þjóð- garðs, sem einvörðungu er ætl- aður fólki, ekki slður en á þeim svæðum sem ætluð eru til nýt- ingar fyrir bændur og búrekstur þeirra. Samt sem áður er einhver bóndi — eða einhverjir bændur — nógu hugsunarlaus og skeytingarlaus til að reka fé sitt inn i þjóðgarðinn á Þingvöllum. Hverju getur slikt sætt? Vil ég nú beina þvi til viðkom- andi bónda — eða bænda — að féð verði hiö snarasta rekið út úr þjóðgarðinum, áður en óbæt- anlegt tjón hlýzt af veru þess þar á trjám eða öðrum gróðri. Jafnframt vil ég beina þvi til réttra yfirvalda — hver sem þau eru — að fylgzt verði meö því, aö féð fari og að framvegis verði þjóðgarðurinn betur varinn en hingað til. Svo væri ef til vill ekki úr vegi að spyrja sem svo hvort eigend- ur þess fjárhóps, svo og annarra fjárhópa, sem beitt er innan þjóðgarðsins, eru ekki skaða- bótaskyldir fyrir spjöll þau sem féð vinnur á gróðri þar. EBa, eru bændur I sérstöðu að þvl leyti, llkt eins og I svo mörgu öðru, og óábyrgir með öllu? S.L. Frá Þingvöllum. \ HRINGIÐ I SIMA 18300 MILLI KLUKKAN 11—12 V Hver stjórnar landinu? GuOni Oddsson, sfmamaður: — Ja, ég er sammála þvl sem Sigurður Líndal sagði I sjónvarps- þættinum á þriðjudagskvöldið að enginn stjórni landinu. Ásgeröur Þórisdóttir, hjúkrunarkona: — Ihaldið. Snorri Styrkársson, atvinnulaus: — Ætli það sé ekki sambland af rikisstjórn, alþingismönnum og embættismannakerfi. Þrýstihóparnir stjórna engu. Hafdls Sveinsdóttir, gjaldkeri: Allavega ekki fólkið sjálft. Jón Þóröarson, prentari: — Þaö er rlkisstjórnin, sem stjórnar landinu.

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.