Tíminn - 06.08.1976, Síða 8
UNCTAD RAÐSTEFNAN
Ráðstefna Sameinuðu þjóðanna
um viðskipta- og þróunarmál,
UNCTAD, var haldin i Nairobi í
Kenya dagana fimmta til þritug-
asta og fyrsta mai siðastliðinn.
Þetta er i fjórða sinn, að þessi
ráðstefna er kvödd saman til
funda, eftir að störf hennar voru
gerð að föstum lið i starfsemi
Sameinuðu þjóðanna með sam-
þykkt Allsherjarþingsins frá ár-
inu 1964.
Fulltrúar 139 rikja tóku þátt i
störfum ráðstefnunnar, en segja
má i stuttu máli, að störf hennar
hafi einkennzt af erfiðum samn-
ingaviðræðum, þar sem rákust á
sjónarmið iðnvæddu landanna og
sjónarmið þróunarlandanna.
Þetta átti ekki hvað sizt við um
þær tillögur sem fram komu um
verzlun og viðskipti meö hráefni,
en tiilögur i þeim efnum komu
meöal annars frá starfsliði
UNCTAD. Um þetta efni var gerö
samþykkt á siðasta degi ráöstefn-
unnar, og sU samþykkt var gerð
án atkvæðagreiðslu, og er hUn
talin merkasti árangurinn, sem
náöist á þessum fundi. Þar er
meðal annars fjallaö um aðgerðir
til þess að koma upp varabirgö-
um af ýmsum mikilvægum vöru-
tegundum og hvernig fjármagna
skuli slika birgðasöfnun.
Meira en tuttugu lönd létu á
ráðstefnunni i ljós áhuga á að
leggja fram fé i birgðasjóð af
þessu tagi. Noregur og fimm önn-
ur lönd buðust til að leggja fram
samtals 156 milljónir Bandarikja-
dala. Þaf af ætluðu Norðmenn
einir að leggja fram 25 milljónir
dala. Hin löndin sem þarna áttu
hlut að máli voru Indland, Indó-
nesia, JUgóslavia, Kenya og Fil-
ipseyjar.
Segja má aö ástæðan til þess,
að þessi fundur var haldinn hafi
verið sU efnahagskreppa sem
undanfarin tvö, þrjU ár hefur
komið illa við mörg riki, raunar
velflest riki heims, ef undan eru
skilin þau, sem framleiða oliu og
notið hafa þar sihækkandi verð-
lags. Einkum hefur þetta þó kom-
ið illa við þróunarlöndin. Hlutur
þeirra i alþjóðaviðskiptum hefur
stöðugt orðið lakari, og erlendar
skuldir þeirra hafa aukizt jafnt og
þétt með þeim afleiðingum, að
greiösluhalli þeirra breyttist
mjög til hins verra : var tólf millj-
arðir dala árið 1973 en varð hins
vegar 45 milljaröir dala árið 1975.
Þetta er auðvitað óviöunandi
þróun en við þetta bætist svo aö
tekjur á mann i iðnvæddu löndun-
um hækkuðu almennt Ur um það
bil tvö þUsund dölum á árabilinu
frá 1952 til 1972 i um fjögur þUs-
und dali, en á sama tima hækkuöu
tekjur á mann i þróunarlöndun-
um að meðaltali Ur um 125 dölum
i 300 dali á ári til jafnaðar.
Um þaðbil 20 prósent af ibúum
jarðar eiga heima i iðnvæddu
löndunum, og i þeirra hlut koma
tveir þriðju hlutar allra tekna
jarðarbúa. I þróunarlöndunum
búa um 30 prósent ibúa jarðar-
innar, það er að segja i allra fá-
tækustu þróunarlöndunum, en
hluti þeirra i heildartekjum jarð-
arbúa er hins vegar ekki nema
þrjU prósent.
En hvað hafa svo auðugu rikin
gert til að aðstoða hin fátækari,
þar sem hungur, næringarskortur
og atvinnuleysi er hið eina dag-
lega brauð?
Samkvæmt þeim gögnum, sem
fram voru lögð á UNCTAD ráð-
stefnunni hefur raungildi aðstoð-
ar riku landanna við hin fátæku
minnkað um þrjú prósent á sið-
astliðnum tiu árum. Ein af afleið-
ingum þessarar staöreyndar er
að skuldabyrði fátæku landanna
hefur stöðugt farið vaxandi.
Sjötiu og sjö rikja hópurinn,
sem svo er nefndur, en það eru
eingöngu. þróunarlönd og eru
raunar orðin 111 talsins, þótt upp-
haflega hafi þau verið 77, hefur
stöðugt reynt að þrýsta á til að
koma á efnahagslegri nýskipan i
veröldinni. Einkum hafa þessi
riki beitt sér á vettvangi Samein-
uöu þjóöanna, og frá þeim hafa
komið allmargar tillögur um Ur-
bætur i þessum efnum.
RUmlega 75 prósent af gjald-
eyristekjum þróunarlandanna
eru til komnar vegna Utflutnings
á hráefnum ýmiss konar. Þar á
meðal eru ýmiss konar óunnar
landbúnaðarvörur og málmar
(olia er þar ekki meðtalin). Yfir-
leitt hefur að undanförnu verið
heldur lækkandi verðlag á
þessum vörum og viðskiptin
stöðnuð i gömlum viðskiptahátt-
um og þar hefur ekki átt sér stað
súsamaþróunogaðþvier varðar
fullunnar iðnaðarvörur.
Fullunnar iðnaðarvörur verða
þróunarlöndin yfirleitt að kaupa
dýrum dómum frá iönvæddu
löndunum, og verðlag á þeim hef-
ur stööugt fariö hækkandi að
undanförnu. En þetta er siöur en
svo auðleystur vandi. Sérfræðing-
ar halda þvi fram, að ekki veröi
unnt að ráða bót á þessu með við-
skiptalegum ráðstöfunum ein-
göngu, heldur verði þróunarlönd-
in umfram allt að iðnvæðast sjálf,
og það var einmitt eitt af megin-
umræöuefnunum á UNCTAD ráð-
stefnunni i Nairobi. Þar var með-
al annars samþykkt yfirlýsing
þar sem segir að stefnt skuli að
þvi að árið 2000 framleiði þróun-
arlöndin að minnsta kosti 25 pró-
sentaf öllum iðnaðarvarningi, en
nU er hlutur þeirra aðeins um 7
prósent. Þessu marki verður þvi
aöeins náð, að til komi verulega
aukin aðstoð frá iðnvæddu lönd-
unum.
Almennu umræðurnar á ráð-
stefnunni hófust 6. mai og stóðu
fram tii 19. mai. Þátt i þeim tóku
fulltrúar 119 landa og 30 alþjóöa-
stofnana og samtaka, sem sér-
staklega var boðið til ráöstefn-
unnar.
Fulltrúar 77 rikja hópsins, sem
áður er getið fluttu margar tillög-
ur i þessum umræðum og iýstu
einnig stuðningi við þær tillögur,
sem fram voru lagðar og starfslið
UNCTAD hafði samið. Iönvæddu
löndin vorusammáia um að auka
þyrfti aöstoðina viö þróunarlönd-
in, en hins vegar voru deildar
meiningar um það með hverjum
hætti þessi aðstoð skyldi vera.
Aöeins tiltölulega fá riki þeirra á
meðal Holland og Norðurlöndin
lýstu stuðningi við sjóðstofnun til
að koma upp varabirgöum af
mikilvægum hráefnum.
Sósialisku rikin lýstu velflest
stuðningi við tillögur þróunar-
landanna, en fyrir utan JUgó-
slaviu og Rúmeniu studdu þessi
riki ekki tillöguna um sjóðstofn-
un. Yfirleitt var meginsjónarmið
þeirra, að gömlu nýlenduveldin
ættu að bera hitann og þungann af
aðstoðinni við þróunarlöndin, og
þar væri ekki rétt að setja
sósiölsku rikin og auðvaidsrikin á
sama bás I þvi tilliti hvernig haga
ætti aðstoðinni.
Eftir lok ráðstefnunnar lét við-
skiptaráðherra Kenya, Timothy
Mwamunga, sem jafnframt var
forseti ráöstefnunnar, svo um-
mælt, aö þrátt fyrir það ósam-
komulag, sem rikt hefði á ráð-
stefnunni hefði hún borið veruleg-
an árangur, og nú hefði skapazt
betri grundvöUur en áður hefði
veriö fyrir hendi til þess aö ná
allsherjarsamkomulagi á hrá-
efnasviðinu.
HráefnasamþyKktin hefur að
geyma upptalningu á þeim mark-
miöum.sem æskilegust erutalin,
þá er þar fjallaö um þær ráðstaf-
anir, sem nauðsyniegt sé að gera
og i þriðja lagi eru sett timamörk
tilsamningagerðar um ýmis mik-
ilvæg atriði.
Tilgangurinn með þessari sam-
þykkt er meðal annars sá að bæta
skipulag markaðsmála á alþjóö-
legum vettvangi þannig, að þró-
unarlöndin njóti i rikari mæli
góös af þvi en veriö hafi til þessa.
Þetta á meðal annars að gerast
með þeim hætti að reynt verði að
tryggja hærra verð fyrir hráefni
ýmiss konar, sem einkum koma
frá þróunarlöndunum, jafnframt,
þvi sem leitazt verður viö að auka
þessi viðskipti og skapa jafnvægi^
mUli framboðs og eftirspurnar'.
Þá er einnig fjallaö um þær vör-
ur, sem framleiddar eru i iðn-
væddu löndunum og komið geta
aö ýmsu eöa öUu leyti i stað ým-
issa hráefna, sem koma frá þró-
unarlöndunum. Reynt verður að
gera Utflutningsvörur þróunar-
landanna samkeppnishæfari en
þær hafa verið til þessa jafnframt
þvi sem þróunarlöndunum veröi
veitt aukin hlutdeild i sölu og
dreifingu eigin afurða. En hvaða
vörur eru það sem hér er einkum
um að ræöa? Meðal þess er upp er
talið i samþykktinni er eftir far-
andi: Bananar, báxit, bómull,
kakó, fosfat, gúmmi, sisall, járn-
grýti, JUta, kaffi, kopar, kjöt,
mangan, sykur, te, timbur og tin.
Tekið er fram að fleiri vöruteg-
undum megi siðar bæta á þennan
lista, ogennfremur að setja megi
sérstakar reglur um þær vörur,
sem ekki þola langa geymslu.
t tillögu starfsliðs UNCTAD er
meðal annars gert ráö fyrir eftir-
farandi.
1. Komið verði upp varabirgðum
af ofangreindum vörutegund-
um. Kaupa skal vörurnar, þeg-
ar verðlag fer lækkandi og selja
þær siðan þegar verðlag hækk-
ar að nýju.
2. Koma skal á fót alþjóðlegum
sjóði, erhafa skal þaðhlutverk
að fjármagna þessi vörukaup.
Höfuðstóli stólsins skal vera
þrir milljarðir Bandarikjadala.
3. Bæta skal þróunarlöndunum
tap, sem þau verða fyrir vegna
verulegrar verðlækkunar á Ut-
flutningsvörum, sem eru þess
eðlis aö þær þola ekki geymslu.
4. Stefna skal að þvi að fjölga við-
skiptasamningum milli fram-
leiðslu og neyzlulanda frá þvi
sem nú er.
5. Stefna skal að þvi að afnema
hvers konar viðskiptahömlur
og aðrar hömlur sem standa i
vegi iðnvæðingar þróunarland-
anna, þannig að þau geti i
auknum mæli breytt eigin hrá-
efnum i fullunnar iðnaðarvör-
ur.
I tillögunni er einnig komið inn
á það, að nauðsynlegt sé að koma
á einhvers konar kerfi til að stýra
verðlagi hráefna. Er þá helzt rætt
um einhvers konar visitölubind-
ingu verðlagsins, án þess þó það
sé sagt berum orðum.
Slik visitölubinding mundi
væntanlega hafa það i för með
sér, að ef um yrði að ræða verð-
hækkun á iðnaðarvarningi, sem
þróunarlöndin flytja inn, mundi
verðlag á þeim hráefnum, sem
viðkomandi land flytur Ut, einnig
hækka að sama skapi.
í marz á næsta ári verður enn á
ný boðað til ráðstefnu um þessi
mál og þar verður meðal annars
fjallað um ýmis framkvæmda-
atriði þessarar samþykktar, og
þá ennfremur gert ráð fyrir að
samningar um einstök fram-
kvæmdaatriði eigi að'geta hafizt
strax i september i haust og á
þeim að vera lokið i árslok 1978.
Að öðru leyti en hvað varðar
fyrrnefnda sjóðstofnun er i hinni
endanlegu samþykkt verulega
komið tii móts við tillögur 77 rikja
hópsins. Þar hefðu þróunarlöndin
viljað fá ákveðna samþykkt en
niðurstaðan varð hins vegar sú,
að aðeins var ákveðið að halda
samningaumleitunum áfram um
það á hvern hátt megi bezt ráða
þessu máli til lykta.
Eftir samþykkt tillögunnar
gerðu fulltrUar ýmissa stórvelda
ýmiss konar fyrirvara við sam-
þykktina, sem raunar kom ekki á
óvart. FulltrUar Bretlands og
Vestur-Þýzkalands lýstu sig and-
viga þvi að hráefnaverð yrði með
nokkrum hætti visitölubundið, og
sögðust alls ekki hafa skilið sam-
þykkt ráðstefnunnar á þann veg.
Henry Kissinger utanrikisráð-
herra Bandarikjanna hafði komið
fram með eins konar mála-
miðlunartillögu.þar sem gert var
ráð fyrir að komið yrði á laggirn-
ar eins konar hráefnabanka,
sagði það alls ekki vist að Banda-
rikjamenn mundu á næsta ári
taka þátt i umræðunum og samn-
ingaumleitunum um stofnun
sjóðs til að kaupa ýmiss konar
hráefni til geymslu. Bandarikja-
-stjórn vildi doka við og sjá hverju
fram yndi, áður en hún tæki end-
anlega afstöðu til þess máls.
Eins og áður hefur komið fram
voru fulltrUar Norðurlandanna
fylgjandi þvi að sh'kum sjóði yrði
komið á fót. Norðmenn lýstu sig
strax samþykka slikri sjóðstofn-
un, en Danir fóru hins vegar
nokkru varlegar i sakirnar og
töldu að ræða þyrfti málin frekar
áður en af þessu gæti endanlega
orðið. Ivar Nörgaard markaðs-
málaráðherra Dana sagði meðal
annars i' ræðu, sem hann hélt á
ráðstefnunni aðallar breytingar i
þessum efnum yrðu að gerast
smám saman og um þær ráðstaf-
anir, sem gerðar yrðu, yrði að
vera algjört samkomulag. Timi
væri að visu naumur til aðgerða,
en þó mætti ekki hraða þessu um
of. Iðnvæddu löndin þyrftu ekki
siður en þróunarlöndin vissan að-
lögunartima í þessum efnum.
Halvard Bakke viðskiptamála-
ráðherra Noregs sagði meðal
annars að Noregur styddi tillögur
UNCTAD starfsliðsins heilshug-
ar, og UNCTAD ætti aö hafa
frumkvæðið um að hrinda þess-
um tillögum i framkvæmd. Hann
skýrði ennfremur frá þvi að
Norðmenn hefðu ákveðið að
lækka verulega tolla á margvís-
legum hráefnum, sem flutt væru
inn frá þróunarlöndunum, og þær
tollalækkanir mundu fyrst og
fremst koma allra fátækustu þró-
unarlöndunum til góða.