Tíminn - 06.08.1976, Qupperneq 10

Tíminn - 06.08.1976, Qupperneq 10
10 TÍMINN Föstudagur 6. ágúst 1976. Föstudagur 6. ágúst 1976. SVARTI PARDUSINN DÆMDUR í LÍFSTÍÐAR- FANGELSI - 5 SINNUM Veröldin hafði verið grimm við Neilson. Hvers vegna ætti hann ekki að vera grimmur við veröldina? í hernum hafði hann lært að skjóta, þegar róðizt var á hann. Hvers vegna ætti hann ekki að skjóta í borgaralegu lífi eins og í hernaðarlegu? Donald Neilson, hættulegasti moröingi Bretlands siöustu ár. Myndin er tekin skömmu eftir handtöku hans. Honum mistókst aö skjóta sér leið frá handtökunni og fólk I fiskbúö réöist aö honum meö þeim afleiöing- um, sem andlitsmyndin sýnir. A mánudag i síöustu viku var 39 ára gamall Breti, Donald Neilson að nafni, dæmdur til ævilangrar fangelsisvistar og það hvorici meira né minna en 5 sinnum. Áð- gerðir brezku lögreglunnar, sem að lokum leiddu til handtöku Neilsons, voru gifurlega dýrar og er kostnaðurinn metinn á tæp- lega 2 milljónir punda (um 650 millj. isl. kr.). 200 lög- reglumenn og — konur störfuöu Stöðugt að lausn málsins. 250 þús. yfirheyrslur voru geröar, 32 þús. simtöl voru skráð, 1 5 milljón kort voru útfyllt af 35 lögreglukonum fyrir ,,bókhaldið” og svona mætti lengi telja.Eöaeins og einn rann- sóknarlögreglumaðurinn sagði: Ég hefði getað látið sniða föt á manninn. Ekkert vantaði nema nafnið. Svo vel voru þeir farnir að þekkja Neilson áöur en upp- götvaðist hver maðurinn var. En hver er þessi Neilson, hvað hafði hann til sakar unnið og hvaða orsakir lágu þar að baki? Vildi losna við fátæktina Donald Neilson fæddist á fá- tækraspitala i námabæ i Yorks- hire 1. ágúst 1936, þannig að s.l. sunnudag hefur hann átt 40 ára afmæli. Upphaflega hét hann Donald Nappey og það nafn átti eftir að hafa mikil áhrif á uppeldi háns og þroska. Faðir hans var fátækur verka- maður og fjölskyldan bjó i li'tiili tveggja herbergja ibúö i fátækra- hverfi. Það var þetta umhverfi, sem Neilson reyndi alla sina æfi að losna' frá, en árangurslaust. Nafnið Nappey varð fljótlega að skotspæni grimmra félaga hans. f skóla var Neilson þekktur undir nafninu „Nappey-rash”, sem er eitt af hinum fjöldamörgu dæmum um tvöfalda merkingu sama orðs i enskri túngu, og þvi erfitt að þýða á islenzku. (gæti þýtt bráðláti-Nappey og eins kláðabólan og jafnvel i skozku sá ölóði). En alla vega er það vist. að uppnefniö hafði mikil áhrif á Neilson, enda var hann aldrei andlega sterkur. Hann breytti nafni sinu i Neilson áriö 1960. Þegar hann lauk skólaskyldu sinni 15 ára gamall, hóf hann nám hjá snikkara, en árið áður haföi móðir hans látizt úr krabbameini. En þetta var á dögum herskyld- unnar i Bretlandi, svo að 18 ára var Neilson kallaður i herinn,. Og það var lif, sem honum féll vel. Þar lærði hann hvernig á að með- höndla alls konar vopn, allt frá skammbyssum og upp i stærri manndrápstæki. Flestir gleyma þvi sem þeir hafa lært i hernum mjög fljótlega eftir að herskyldunni lýkur, en Neilson gleymdi aldrei hvernig vel agaður manndrápari á að haga sér. ÞÞEGAR R$ETTAR- haga sér. Þegar rhöldin stóðu yfir honum, þá sagði hann alltaf ,,já herra” eða ,,með virðinguherra” o.s.frv. Að visu gekk lærdómurinn ekkert sérstaklega vel inn i Neilson. Hann þurfti að taka sumar æfingarnar tvisvar til aö verða fullnuma i listinni. Eða eins og einn félagi hans frá þessum tima sagði: — Nappey var aldrei neitt sérstaklega klár i kollinum. Hann var svo óvingjarnlegur Aður en Neilson tók herskyld- una, þá trúiofaðist hann stelpu úr sama hverfi, en þau giftust ekki fyrr en hann hafði lokið herskyld- unni Það virðist þó ekki hafa verið mikil ánægja með brúö- gumann hjá fjölskyldu brúðar- innar. Alla vega kvartaði tengda- móðir hansyfir þvi hvað hann var alltaf óvingjarnlegur. Aðeins fjórum mánuðum eftir giftinguna, þá kvaddi hann konuna sina til að þjóna föður- landinu i hinum raunverulega her. Hann var sendur til Kenya, þar sem hann barðist við upp- reisnarmenn. Seinna fór hann til annarra vandræðastaða i Aden og á Kýpur. Tveimur árum siðar kom hann afturheim og ungu hjónin fóru að búa i fyrsta sinn af einhverri al- vöru. Nokkrum árum siðar eignuðust þau sitt eina barn, — stúlku, sem nú er 16 ára. Neilson þótti alltaf óhemjulega vænt um hana og brast ævinlega i grát, þegar minnzt var á hana i réttar- salnum. Eins og að framan segir, þá breytti hann nafni sinu árið 1960, en það er einmitt árið sem hún fæddist. Hann vildi ekki, aö hún þyrfti að þola sama upp- nefnið og hann. Misheppnað borgaralegt lif. Neilson byrjaði sitt borgara- lega lif með sölumennsku. Hann gekk frá húsi til húss og bauð fóiki alls konarbursta.Ekki gekk það, eins og reyndar flest annað sem hann tók sér fyrir hendur, þvi hann skorti hlýlegt viðmót. Þessu átti Neilson eftir að kynnast betur. Hann reyndi að þjálfa hunda til varðgæzlu. Hann reyndi sig i iðn sinni sem snikkari. Hann reyndi að byggja hús. En alltaf mistókst Neilson. En þegar hann tók við stjórn litils leigubilafyrirtækis, þá áleit hann að nýtt lif væri að hefjast. Þá breytti hann um nafn. Leigubilafyrirtækið átti vel við Neilson, þangað til viðskiptavin- irnir hættu að koma. Einn ná- granni hans sagði að hann hefði verið góður og ákafur vinnu- maður, en einhvern veginn þá misheppnaðist allt sem hann tók sér fyrir hendur. Striðsyfirlýsing Eftir allar þessar misheppn- uöu tilraunir og margar aðrar, sem ekki var minnzt á hér, þá fór hugur hans að beinastað glæpum. Hann þjáðist af slæmu magasári (og gerir enn), allt virtist vera honum óhagstætt og þá hvers vegna ekki aö lýsa yfir stríöi á hendur þjóðfélaginu. Hann fór að haga lifi sinu eins og hann gerði i hernum, þar sem honum hafði liðiö langbezt. Hann æfði sig lengi á hverjum degi, fór i langar göngur, synti mikið, reykti ekki og fór aldrei á krárnar. Hann klæddist jafnvel fötum svipuðum þeim, sem notuð eru i hernum. Svo keypti Neilson sér jeppa eins og herinn notar. 1 húsi sinu kom hann sér upp „aðgerðarherbergi” með kortum og öllum tilheyrandi útbúnaði, þar sem glæpir voru skipulagðir, en að visu ekki framkvæmdir á þessu stigi málsins. Neilson gerist Náttfari En brátt urðu draumarnir að veruleika og hann geröist at- vinnuþjófur, en lét fólk halda, aö hann væri sjálfstæöur iðnaöar- maöur. A heimili sinu haföi Neilson útbúiö aögeröaherbergi eins og þeir geröu i hernum. Þar fundust vopnabirgbir, kort og margt fleira I slikum dúr. Þannig var Neilson klæddur i ráns- og drápsferöum sinum. Fyrir vikiöhlaut hann nafngiftina Svarti Pardusinn. var settur i að undirbúa gildruna. Mannránið mistókst, en það gerði gildran einnig, þvi Neilson hafði auðvitað skipulagt undan- komuleiðir. En það hörmulega við þetta mannrán var, að stúlkan dó. Neilson segir, að hún hafi dáið af slysni, en hann hlaut dauða- dóm fyrir, þvi dómarinn taldi Neilson hafa þurft að losna við hana, þar sem Whittle hafði séð andlit hans og þvi hefði hann myrt hana. Svarti pardusinn liandsamaður — af tilviljun Strax eftir fyrsta morðið grun- aði lögregluna að morðinginn og þjófurinn, sem hafði valdið þeim svo miklum heilabrotum, væri sami maðurinn. Eins og segir i upphafi greinarinnar, þá var gerð gifurleg leit að manninum. En þrátt fyrir að meira en 200 lög- reglumenn hefðu unnið stöðugt að lausn málsins, þá var Neilson handsamaður af tveimur ungum lögreglumönnum, sem voru á venjulegri eftirlitsférð. Neilson ók bil sinum á ósköp eölilegum hraða, þegar hann tók eftir að lögreglubill var fyrir aftan hann. 1 einhverri óskiljan- legri hræðslu, þá tók hann upp á þvi að auka hraðann. Lögreglu- mennirnir, sem vissu ekki hvað var á seyði hertu einnig hraðann til að athuga málið. Þá stanzaði Neilson bilinn, hljóp út og beindi byssu sinni að lögreglumönnun- um. Með miklu hugrekki réðust lögreglumennirnir að Neilson og tókst þeim að afvopna hann. Neil- son tók þá á rás, en fólk, sem stóð i röð fyrir utan fiskbúð, sá hvað gerzthafði og náði morðingjanum og yfirbugnði hann. Samianirnar óvéfengjanlegar Þegar lögreglunni hafði loks tekizt að klófesta hann, þá var auðveltaðfá hann dæmdan. 1 að- gerðarherberginu fundu þeir vopnin, búninginn og margs kon- ar innbrotstæki falin bak við falskan vegg. Enneitt misheppn- að starf Neilsons varð að veru- leika. (Tekið saman af MÓL.) Skotmörkin, eins og hann kall- aði innbrotsstaðina, voru vel val- in. Hann fór inn um glugga og notaði haglega gerða vira til þess aö opna þá. Brátt var hann vel þekktur af lögreglunni um allt Norður- og Mið-England, þvi hann notaði alltaf svipaðar að- ferðir.En lögreglunni tókst aldrei að komast að hver hann væri, þvi skotmörkin voru á svo víðu s væði, að útilokað var að staðsetja heimabæ þjófsins. Náttfari verður að eins-manns her t einu af sinum fjöldamörgu innbrotum komst Neilson yfir riffil og það gaf honum hugmynd- ina að eins-manns hernum. 1 timariti fyrir skotáhugamenn sá hann nafn skotfærasala nokkurs i Manchester og brauzt Neilson inn til hans og stal miklu magni af margs konar vopnum. Innbrotsstaðir Neilsons voru einkaheimili og skrifstofur fyrir- tækja, en helzt kaus hann þó að brjótastinn i litlar póststofur, þvi þar komst hann yfir peninga, en ekki aðeins hluti, sem siðan þurfti að koma i verð. I raun vildi hann ekki beint drepa. Hann var hreykinn af hreinum innbrotum, þar sem enginn sá til hans. En til öryggis var hann vopnaöur, ef út af skyldi bera. I ránsferðum sin- um var hann klæddur að her- mannasið og hafði þar að auki grimu, sem huldi allt andlitið nema augun. En þó hann hafi ekki beinlinis viljaö drepa, lágu kaldar, hernað- arlegar röksemdir að baki hverr- ar áætlunar. Ef einhver yrði hans var meðan áætlunin var i fram- kvæmd, þá varð hinn sami að hverfa. Þannig skaut hann til bana þrjá starfsmenn póstþjónustunnar, sem trufluðu aðgerðir hans og þar að auki barði hann konu eins þeirra svo hrottalega, að hann hafði ekki hugað henni lif. Fyrsta morðið var framið i febrúar 1974. Neilson hafði brotizt inn i litla póststofu, en fann ekki lyklana að peningaskápnum. Þá fór hann inn i herbergi póst- mannsins, en maðurinn heyrði til Neilsons og kallaði til sonar sins. Réöust þeir feðgarnir að honum, en Neilson skaut þegar póst- manninn og hljóp á brott. Sonur- inn tilkynnti lögreglunni strax um morðið, en Neilson slapp i gegn- um farartálma lögreglunnar vegna þekkingar sinnar á vegun- um, sem hafðifengið meðanhann rak leigubilafyrirtækið. Annað morð kom svo 7 mánuð- um siðar og það þriðja 8 vikum eftir það. Vegna klæðnaöar sins, kænsku og grimmdar, þá gaf lögreglan honum nafnið Svarti pardusinn. Mannránið 14. janúar á siðasta ári fram- kvæmdi Neilson mannrán, sem hann hafði haft i undirbúningi í mjög langan tima. Mannránið var skipuiagt út i yztu æsar eins og um hernaðaráætlun væri að ræða. Fórnarlambið var 17 ára gömul stúlka, Lesley Whittle að nafni, en hún var erfingi mikilla eigna. Þrátt fyrir aðvaranir Neilsons, þá settu ættingjarstúlkunnarsig i samband við lögregluna, sem grunaði strax, að hér væri um sama mann að ræða og hafði myrt póstmennina, þannig að gifurlegur fjöldi lögreglumanna TÍMINN Elzta teikning af Kaupmanna-höfn, sem sýnir umsátriö 1523- 1524, eða 1535-36. Hinir Olympíuleikarnir Þegarnú leikunum i Montreal lýkur, hefjast seint i ágúst aðrir slikir, og annars. staðar. Fri- merkjasöfnun getur vist ekki talizt iþróltagrein, en engu að siður er hún keppnisgrein á heimsmælikvarða. Þvi er það að alþjóðlegar frimerkjasýn- ingar hafa oft verið kallaðar, „Ólympiuleikar frimerkjasafn- aranna.” Að þessu sinni eru þeir háðir i Kaupmannahöfn, undir nafninu „HAFNIA-76”. Hafnia er hið forna nafn Kaupmannahafnar, þ.e. hið latneska heiti borg- arinnar, sem Absalon byggði i Höfn fyrir meira en 800 árum siöan. Og hér er keppt til verðlauna. Hver eru svo þessi verðlaun? Æðstu heiðursverðlaun eru i þessum flokkum: Heiðursdeild F.I.P. Samkeppnideild, en þar eru veitt heiðursverðlaun i þessum flokkum: Deild þjóð- arinnar er að sýningunni stendur fyrir Evrópsk söfn og Alþjóðlegri deild eöa söfn frá hverri heimsálfu fyrir sig. I heiðurdeild mega aöeins þeir sýna, sem hafa hlotiö guli þrisv- ar, eða gull og heiðursverðlaun. I samkeppnisdeild aöeins þeir sem minnst hafa hlotiö silfur i „undanrásum” þaö er á sýning- um i meölimalöndum, eða á al- þjóölegum sýningum. 1 samkeppnideildinni er svo keppt til eftirtalíjra verölauna: Gull-stórt, litið ’ull og veröa þeir peningar al era úr 14 kar- ata gulli. Gyllt silfur. Silfur, silfrað brons, brons, heiðurs- skjal og þátttökuskjal. Af þessu má sjá, að mun fleiri verðlauna er til að keppa en jafnvel á Olympiuleikum. Þess skal getið, al allir þeir sem fengiöhafa ákveðinn stigafjölda skv. úrskuröi dómnefndar fá stórt gull, eða litiö gull o.s.frv. Þannig fá kannske 5-10 sömu verðlaun, jafnvel fieiri þegar neðar dregur. En þessi keppni er hörð, engu siður en i Montreal. Hér dugir ekki að standa i stað. Sá sem einu sinni hefir fengið gull, fær það ekki aftur nema að hafa bætt safn sitt. Þaö gildir þvi aö vera i stöðugri framför. Gull- safn i undanrás fær aðeins silfur á „Frimerkjaólympiuleikum”, eða kannskt gyllt silfur ef vel er aö unnið. En takist aö halda þvi á þrem alþjóðlegum sýningum, sem gullsafni, þá er það hafið yfir hina venjulegu samkeppni og fer i heiðursdeild, þar fær það gull, en keppir jafnframt um æöstu verðlaun sýning- arinnar. Heiöursverölaunin eru alltaf listverk, t.d. eftir Salva- dor Dali eöa aðra álika. Þaö eru þvi hlutir, sem eru þess virði að eiga. En i þvi eru lika öll pen- ingaverðmæti verðlaunanna fólgin. Fémunir eru aldrei til verðlauna á frimerkjasýningum og atvinnumennska þekkist þar ekki. (Frekar en á Ólympiu- leikum?). 1 undanrásum hefir eitt safn i eigu Islendings hlotið gyllt silfur. Það er safn Helga Gunn- laugssonar, sem hlaut það i Færeyjum. Er nú spennandi að sjá hversu fer á HAFNIA-76. Undirritaður spáir þvi safni silfurverölaunum. Auk þess eru tvö önnur söfn á sýningunni héöan að heiman og fjögur sýn- ingarefni i bókmenntadeild. Þá er safn Póststjórnarinnar i opinberri deild. I heiöursdeild mun svo Folmer östergaard syna, en hann er einn af dómur- unum og má því ekki sýna i samkeppnideildinni. Auk þessa verða mörg Islandssöfn i sam- keppnideildinni. Hefir undirrit- aður reynt að gera sitt til að góðum Islandssöfnum verði smalað hvaðanæva úr heimi til aö Island sé virkilega vel kynnt á sýningunni. Þvi að enn biðum við þess dags, aö héöan að Merki Ólympiuleikanna og Hafnia. Svona lítur Margrét II. dana drottning út á frímerki. heiman sé hægt að senda nóg af glæsilegum söfnum sem sóma sér á alþjóðlegum sýningum. Það tekur langan tima að byggja það upp. Sigurður H. Þorsteinsson.

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.