Tíminn - 10.08.1976, Síða 3

Tíminn - 10.08.1976, Síða 3
Þriðjudagur 10. ágúst 1976 TÍMINN 3 Sjötugur einbúi fannst eftir að hafa legið hjálparvana í 5—6 daga -hs-Rvik. — Þetta er svo sannarlega mikil sorgarsaga og aðkoman var vægast sagt hryllileg, sagði Pálmi Matthias- son, rannsóknarlögreglumaður, sem kom að sjötugum manni liggjandi i ibúð sinni á laugar- daginn, eftir að hafa verið kall- aður til af nábúa mannsins, en álitið er að gamli maðurinn hafi verið búinn að liggja hjálpar- vana i 5-6 sólarhringa, þegar að var komiö. Gamli maöurinn bjó einn og þegar ekkert hafði heyrzt til hans frá þvi rétt eftir helgi, i vikunni sem leið, hafði nábúinn samband við rannsóknarlög- regiuna. Fannst þá gamli maðurinn liggjandi á gólfinu og eftir öllum ummerkjum að dæma hefur hann legið þar I tæpa viku, án þess að geta nokkra björg sér veitt. Að sögn Pálma munhannsennilega hafa fengið aðkenningu að heilablóö- falli, en hann hafði átt við van- heilsu að striða um nokkurt skeið. Hálfbróðir hans, einnig gamall maður, hafði veriö veik- ur í vikunni og þvi ekki getað heimsótt gámla manninn og lit- ið tii með honum, eins og venju- lega. Gamli maðurinn, sem liggur nú meðvitundarlaus á Landa- kotsspitala og er varthugað lif, varrænulitill erað var komið og i einhvers kona r dái. Virtist hann þó gera sér einhverja grein fyrir þvi að menn voru i kringum hann. Hann var kom- inn með mikil legusár á höfuð, brjóst og fætur. Gólfdúkurinn hafði bráðnað undan þunga hans, likamshita og -sýrum, ásamt vessum úr sárunum og þvagi, sem hann haföi misst. — Astæðan fyrir þvi, að ég segi frá þessum atburöi er sú, að ef til vill gæti frásögnin orðið til varnaðar, þvi að vitað er að hér i borginni býr mjög margt gamalt fólk, sem sjaldan er litið eftir og þetta er dæmi um það, hvernig farið getur, sagði Pálmi Matthiasson, rannsóknarlög- reglumaður, að lokum. Langanes fann enga rækju í fyrstu feroinni gébé-Rvik. — Langanes, hiö nýja skip Þórshafnarbúa er nú i fyrstu úthafsrækjuveiöiferðinni, en samkvæmt þeim upplýsingum sem Timinn hefur aflaö sér, haföi skipiö cnga rækju fundið i gær og var það væntanlegt inn til Þórs- hafnar i dag. Eins og áður hefur verið skýrt frá i Timanum, er skipið sérstak- lega útbúið til rækjuveiða, en það var smiðað á Seyðisfirði og var nýlega afhent eigendum sinum hlutafélaginu Langanes h.f. á Alvarlegt umferðar slys á Snorrabraut —hs-Rvik. Mjög alvarlegt um- ferðarslys varð I gær á Snorra- braut, þar sem ekiö var á gang- andi vegfaranda, er var að fara yfir götuna. Sá sem fyrir bQnum varð er 84 ára gamaU maður og mun hann hafa beinbrotnaö meira og minna, auk þess sem hann hlauthöfuðmeiösl. Var hann fluttur á slysadeild Borgarspital- ans og var talinn mjög alvarlega slasaður. Maðurinn var á leið vestur yfir Snor rabrautína og bilstjóri bilsins, sem var á norðurleið Þórshöfn. Samningar tókust milli hlutafélagsins og Hafrannsókna- stofnunar um að skipið skyldi leigt til tilraunaveiða á úthafs- rækju, og er sérfræðingur frá stofnuninni um borð. í fyrstu veiðiferðinni var skipið út af norðausturlandi, en fann, sem fyrr segir, enga rækju. eftir vinstri akrein, sá hann ekki fyrren um seinan. Maöurinn lenti fyrst upp á bllnum, sem var af Volkswagen-gerð, en kastaðist siðan i götuna. Annað svipað slys varð i Bú- staðahverfi, nánar tiltekiö viö GauMand, þar sem miðaldra kona hljop út á götuna, að sögn öku- manns bifreiöarinnar sem hún lenti fyrir, og féll i götuná. Mun hún hafa handleggsbrotnaö. Tvö önnur umferðarslys af svipuðu tagi urðu 1 gær i höfuð- borginni, ai meiösl voru óveru- leg. Að öðru leyti gekk umferöin i höfuöborginni ákaflega illa i gær- dag, þvi að um kvöldmatarleytiö höfðu oröiö hvorki meira né minna en 20 árekstrar frá þvi klukkan 6 um morguninn. Óvarkárni mun vera aðalorsök allra þessara siysa. Bruni í tjaldvagni -hs-Rvik. Þessi járngrind var tjaldvagn, en vegna gá- lausrar meðferðar með gas- tæki breyttist hann úr þægi- legu útivistartæki i logandi viti,sem fólkið bjargaðist út úr fyrir snarræöi og mildi. Þarna var skipt um gaskút inni i tjaldinu og þegar aftur var kveikt á gastækinu stóð allt i björtu báli. Þeir, sem i tjaldinu voru, brugðu við hart og skáru sér leiö út og sluppu að mestu óslösuð. Þaö verður vist aldreiof oft brýnt fyrir fólki aö skipta ekki um gaskúta inni I tjöldum sin- um. Slikt á að gera utan tjalds, annars getur farið sem að framan greinir, en myndina tók Sigurður Pálmason hjá Kirkjubæjar- klaustri, þar sem atburður þessi varð um helgina. Al >9 • •• lor bylt ing í atvinnuháttum á Þórshöfn með tilkomu nýs togara og nýs frystihúss sem er að taka til starfa gébé Rvik — Hinn nýi skuttogari Þórshafnarbúa hefur nú verið formlega afhentur eigendum sin- um og er þegar farinn á veiðar. Hlaut togarinn nafnið Fontur ÞH 255, en hét áður Suðurnes KE 12. — Nýja frystihúsið á Þórshöfn tekur til starfa næstu daga og rik- ir almenn ánægja ogbjartsýni hjá fólki hér, en atvinnuástand hefur vægast sagt verið mjög bágborið frá áramótum, sagði Helgi Jóna- tansson, forstjöri þegar Timinn ræddi við hann i gær. Sagði Helgi að nú yrði gjörbreyting á atvinnu- háttum á staðnum, þvi að nóg hráefniætti nú að fást til vinnslu i hinu nýja frystihúsi með tUkomu nýja togarans og þeim bátaflota sem fyrir er. — Þetta er algjör bylting til batnaðar, sagði hann. — Atvinnuástand hefur veriö mjög bágborið allt þetta ár, sagði Helgi. — Frystihúsiö nýja sem slikt bætir ekki ástandiö nema hráefni sé til staðar, en úr þvi ætti núaö rætast með tilkomu Fonts. 1 nýja frystihúsinu getur mun fleira fólk unnið en i þvi gamla og afköst þess nýja eru miklu meiri, eða geta orðiö 35-40 tonn á dag, sagði hann. Helgi sagði að ibúar Þórshafn- ar væruum 480 talsins, og af þeim hóp heföu fimmtiu til áttatiu manns veriö á atvinnuleysisskrá frá áramótum. — Frystihúsið og togarinn munu þvi gjörbreyta at- vinnuháttum hér á Þórshöfn, sagði hann. Frystihúsið mun taka til starfa næstu daga og fær fyrst hráefni frá bátaflotanum, sem gerir út á færi, net og dragnót. Fontur er siðan væntanlegur úr fyrstu veiðiferðinni innan skamms. Fontur ÞH 255 er 300 lestir aö stærð og hét áður, Suðurnes KE 12. Skipstjóri á Fonti er Kjartan Ingimundarson. Eigendur skut- togarans eru sveitarfélagið á Þórshöfn að tveim þriðju hlutum, en Hraðfrystistöðin á einn þriöja, auk þeás eiga nokkur smærri félagasamtök hluti i skipinu. Fontur hélt i fyrstu veiöiferðina s.l. sunnudag, en þá hafði skipið tekiö is og kassa i Reykjavik. — Þaö eru rúmir 3 mánuðir sið- an viö byrjuöum að athuga um kaup á togaranum, sagbi Helgi, og fólk hér á Þórshöfn er almennt mjög bjartsýnt að nú rætist úr at- vinnumálum þess. Ókeypis kolmunni í fiskbúðunum gébé Rvik — Skuttogarinn Runólfur landaði 90-100 tonnum af kolmunna i Reykjavik i gær- morgun. Smáhluti af aflanum var gefinn í fiskbúðir i Reykjavik, og var ætlunin að leyfa viðskiptavin- unum að fá þessa fisktegund ókeypis. A timabili i gærdag var löng lest bila fisksala i Reykjavik við skipshlið Runólfs aö taka kol- munna. Má þvi búast við að kol- munni hafi verið á boröum margra Reykvikinga i gærkvöldi. Nokkur hluti aflans fór til vinnslu i Þorlákshöfn og I Garðinn, eða Það er ekki annað að sjá i svip fisksalans og viöskipta- vinarins en að kolmunninn sé skemmtileg tilbreyting i Fiskbúð Vesturbæjar. Timamynd: Róbert um 20 tonn á hvorn stað, að sögn Björns Dagbjartssonar, forstjóra Rannsóknastofnunar fiskiðnaðar- ins, þá fengu nokkrir aðilar kol- munna sem ætlaö er að frysta i beitu og um 10 tonn voru sett i bræðslu. Samningar hafa tekizt með Hafrannsóknastofnun og eigend- um Runólfs um áframhaldandi leigu á skipinu, a.m .k. fyrir næstu tvær vikur. Runólfur fer i botn- hreinsun i slipp i Reykjavik og er áætlaö að skipið geti aftur fariö til veiðanna n.k. miðvikudag. Eins og fyrr segir, eru þaö nokkrir aöilar sem hafa fengið nokkuð kolmunnamagn til að frysta i beitu. Ishús Hafnarfjarð- ar mun fá um 7 tonn, tsbjörninn og Keflavik hf. fimmtán tonn hvor, auk þess sem Bæjarútgerð Reykjavikur mun e.t.v. lika taka eitthvert magn.

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.