Tíminn - 10.08.1976, Qupperneq 7
TÍMINN
Þriðjudagur 10. ágúst 1976
6'
Þegar auðmanns-
synir leika sér
Þeir skólafélagar James (t.v.) og Frederich á leiðinni til
réttarsalarins. Umfangsmiklar varúðarráðstafanir voru
gerðar, þvi yfirvöldin óttuðust hefndarráðstafanir for-
eldranna.
Úr myndaalbúmi fjölskyldunnar. Frederich giftist Songel
Nichols árið 1971, en ári siðar sleit hún sambúð sinni við
Fred.
Richard Schoenfeld, yngri bróðirinn.
Eldri bróðirinn, James Schoenfeld,
var gamall skólabróðir Freds.
lUmi fimmleytiö. fimmtudag-
inn 15. jUli' s.l. hafði lögreglan i
Miö-Kaliforniu tekiö á móti
nokkrum isimtölum frá
áhyggjufullum foreldrum, sem
sögöu að börnin þeirra hefðu
ekki ikomiö með skólabilnum
eins og venjulega. Nánar tiltek-
ið, þá haföi billinn alls ekkisézt.
Vegalögreglunni var þegar til-
kynnt um hvarfið og þá hófst
leit,isem bæöi Bandarikjamenn
ogaðrirfylgdustmeöaf miklum
áhuga.
Klukkan var. rúmlega f jögur á
þessum i fimmtudegi, þegar
Frank Edward Ray, bilstjóri
skólabifreiöarinnar, var neydd-
ur af þremur mönnum til að
stööva bilinn. I honum voru 26
börn á aldrinum 5-14 ára.
Ræningjarnir, .sem voru allir
hvltir, neyddu börnin og bil-
stjóra þeirra til að fara inn i tvo
sendiferöabila og siöan huldu
þeir skólabilinn með laufi og
trjágreinum.i Um nóttina voru
fórnarlömbin neydd ofan i stóra
gryfju og slðan fylltu ræn-
ingjarnir upp i opiö.
Þegair mennirnir þrir voru
farnir, þá hóf Frank Ray
björgunaraðgeröir sinar. Ræn-
ingjarnir höföu skiliö eftir eitt-
hvað af mat og vatni, og auk
þess skildu þeireftirdýnur. Með
aðstoö stærri barnanna, þá hlóð
Ray dýnunum hverja ofan á
aöraogþannig gátu þaukrafsaö
imölina og moldinar sem lokaöi
opinui Um sjöleytið kvöldiö eft-
ir, en þá voru 27 timar liönir frá
ráninu, fór hreint loft aö berast
inn i gryfjuna og skömmu siöar
tóksteinu barnanna aö skriöa út
um þröngt opiö og kalla á hjálp.
Lögreglan brást fljótt við og um
nóttina voru öll börnin komin
heim til foreldra sinna — i lög-
reglufylgd.
Leitin hefst
Að visu voru foreldrarnir
ánægöir aö sjá börnin sin aftur,
en þeir vildu llka sjá mannræn-
ingjana — i lögreglufýlgd. 1
byrjun vissi lögreglan ákaflega
litið. Ræningjunum haföi veriö
lýst þannig, að einn væri á
i fimmtugsaldri, en hinir tveir á
aldrinum milli 35-40, hvitir, há-
vaxnir og einn þeirra var
vopnaöur. Nöfn þeirra og til-
gangur ránsins var á huldu. Að
visu fannst pappirsmiöi, sem
greinilega var uppkast af
stærra bréfi, þar sem farið var
fram á 5 milljón dollara
lausnargjald fyrir börnin, en
ekki var tekið fram hver ætti aö
borga.
Synir auðugra manna
Mjög fljótlega féll þó grunur á
þrjá unga menn, Frederick N.
Nýr skeiðvöllur vígður á Kaldármelum
KB-Stykkishóimi — Hesta-
mót Snæfeliings var haldið aö
Kaldármelum laugardaginn 31.
júli, en þar var verið að vigja
nýjan skeiðvöll. Mótið hófst ineö
þviað fonnaður setti mótið, siðan
fóru féiagar i hópreiö einn hring á
vellinum og staðnæmdust fyrir
framan dómpail á meðan Albert
Jóhannsson formaður L.H. flutti
ræðu ogséra Hjalti Guðmundsson
sóknarprestur i Stykkishólmi fór
með bæn. Þá stigu hópreiöar-
menn aftur á bak og riðu af velli.
Næst lýsti Þorkell Bjarnason
hrossaræktarráðunautur dómum
kynbótahrossa sem var eitt
stærsta númer mótsins. Fyrst var
sýndur stóðhesturinn Sörli frá
Stykkishólmi og hlaut hann eink:
7,92., sem mun vera með betri
eink, sem gefið er fyrir fjögurra
vetra stóöhest. Sörli er undan
Sörla 653 frá Sauðárkróki og Þotu
frá Innra Leiti.Eigandi Sörla er
Jónas Þorsteinsson, Ytri Kóngs-
bakka Helgafellssveit, Þá voru
sýndar tvær hryssur meö af-
kvæmum. Þota frá Innra Leiti og
Gjósta frá Innra Leiti. Þota hlaut
eink: 8.09 og fyrstu verölaun en
Gjósta hlaut eink: 7.81 og fyrstu
verðlaun fyrir afkvæmi. Eigandi
Þotu er Leifur Kr. Jóhannesson
Stykkishólm i en eigandi Gjóstu er
Edilon Guömundsson Stykkis-
hólmi. Þá voru sýndar hryssur 6
v. og eldri en þær voru 10. Efst i
þeim hópi stóö Hryðja frá
Stykkishólmi, eigandi Leifur Kr.
J<(hannesson Stykkishólmi.
Hryöja hlaut eink 8.00 og I. verð-
launJIryöjaer undan Glampa 643
og Þotu frá Innra Leiti.
Næst voru sýndar 5 v. hryssur
en þar stóö efst Assa frá Kross-
holti, eigandi Siguröur A.
Kristjánsson Stykkishólmi. Assa
er undan Brún frá Brúarhrauni
og Brún-Skjónu frá Krœsholti.
Assa hlaut eink: 7,63 og önnur
verölaun og aö lokum voru sýnd-
4 v. hryssur en þar stóö
efst Elding frá Stykkishólmi, eig-
andi Eysteinn Leifsson Stykkis-
hólmi. Elding er undan Sörla 653
og Lipurtá 3587 Elding hlaut eink,
7.73 og önnur verðlaun.
Dómarar kynbótahrossa voru
Þorkell Bjarnason hrossaræktar-
ráðunautur og ráöunautarnir
Guömundur Péturssonog Þóröur
Sigurjónsson. Næst var lýst dóm-
um góöhesta, en þá dæmdu Arni
Guðmundsson Beigalda, Hallur
Jónsson Búöardal og Ragnar Hin-
riksson Rvlk. Efstur i A-flokki
góöhesta var Reykur 5 v. frá
Stykkishólmi, eigandi Njáll Þor-
geirsson Stykkishólmi.Reykur
hlaut eink.: 8.16, annar var
Glófaxi, eigandi Högni Bær-
ingsson Stykkishólmi. Glófaxi
hlaut eink: 8.03 og þriöji var
Gustur 6 v. frá Fáskrúösbakka
eigandi Högni Bæringsson
Stykkishólmi. Gustur hlaut eink.
8.02.
Efstur I B. flokki góöhesta var
Bjarna-Skjóni 10 v. frá Barða-
stööum eig. Bjarni Einarsson
Barðarstööum Staðarsveit.
Bjarna-Skjóni hlaut eink: 7.81.
annar var Hrollur 8 v. frá Seljum
Helgafellssveit eigandi Bernt H.
Sigurösson Stykkishólmi. Hrollur
hlaut eink. 7.80. Þriðji var Skjóni
I6v.frá Hausthúsum Skjónihlaut
eink. 7.66 eigandi Gisli Sigur-
geirsson Hausthúsum.
Þá hófust kappreiöar og uröu
úrslitinþau, aöi 250 m skeiöi sigr-
aði Kolbakur 12 v. Borgafirði eig.
Bragi Asgeirsson knapi Ragnar
Hinriksson timi 26,8, annar var
Nótt 11 v. Borgafirði eigandi
Edda Hinriksdóttir knapi Ragnar
Hinriksson timi 28.7, þriöji
Grettir 6 v. Snæfellsnessýslu eig-
andi Valentinus Guönason
Stykkishólmi knapi Halldór
Sigurösson timi 29,5. 1 250 m fola-
hlaupi var fyrstur Goöi 5 v.
Borgafirði.eigandi og knapi Guð-
rún Fjelsted Ferjubakka timi
21,0, annar var Fluga 5 v. Snæf.
eigandi og knapi Bjarni Eyjólfs-
son Grundafiröi timi 21,1, þriðji
Litli Asi 5 v. Arnessýslu eigandi
Hinrik Bragason Borganesi knapi
Einar Karelsson timi 21,2. I 300 m
stökki var fyrstur Eyfirðingur 7
v. Eyjafirði, eigandi og knapi
Guörún Fjelsted timi 23,6. Annar
Trantur 13 v. Dalasýslu eigandi
og knapi Unnsteinn Tómasson
Ólafsvik timi 23,8 þriöji Þrasi 8 v
Arnessýslu eigandi Edda Hin-
riksdóttir Borganesi timi 23,9. 1
800 m. stökki varfyrstur Þjálfi 11
v. Skagafiröi, eigandi Sveinn Kr.
Sveinsson Rvik. knapi Guörún
Fjelsted timi 1.09:2 annar var
Logi 8 v. eigandi og knapi Halldór
Sigurösson S-Göröum timi 1. 4:6,
þriöji Ljóma 7 v. eigandi og knapi
Svanur Aöalsteinsson Hellissandi
timi 1.16:0. I 800 m. brokki var
fyrstur Máni 21 v. Snæf., knapi og
eigandi Halldór Sigurösson
S-Göröum timi 2.07.1, annar Logi
13 v. Borgafiröi eigandi og knapi
Kristján Eyþórsson Borgarn.
timi 2.11.4., þriöji Þruma 5 v.
Arness., eigandi Ragnar Tómas-
son Rvik. knapi Tómas Ragnars-
son Rvik.
Góðhestar unglinga 16 ára og
yngri voru dæmdir af þeim Al-
berti Jóhannssyni og Ragnari
Jónatanssyni. 11 hestar og ung-
lingar tóku þátt i þeim. Efstur
stóö Sprækur 4 v. eig. Kristmann
Jóhannesson Ólafsv. Sprækur
hlaut eink. 8,00. Annar varð Snúð-
ur 6 v. eig. Heimir Kristinsson
Stykkishólmi.Snúður hlaut eink.
.,90. Þriðji varö Grettir 6 v. eig.
Valentinus Guönason Stykkis-
hólmi. Grettir hlaut eink. 7,80.
Unglingarnir sýndu hesta sina
sjálfir og gerðu það mjög vel.
Þar með lauk þessu hestamóti
Snæfellings sem tókst I alla staöi
mjög vel. Tuttugu hryssur voru
sýndar sem einstaklingar. Þrjá-
tiu og sjö góðhestar voru sýndir
og sextiu og fimm hlaupahestar
mættu til leiks. Engin peninga-
verölaun voru veitt en þrir efstu
hestar í hverjum hópi og hverju
hlaupi hlutu verölaunapening.
Efsti hestur i A. flokki gæðin^a
hlaut Snæfellingsistaðiö, sem
Kaupfélag Borgfiröinga gaf á sin-
um tima. Efstihestur i B. flokki
gæöinga hlaut bikar, sem
Búnaöarbanki tslands Stykkis-
hólmi gaf, og var veittur nú i
fyrsta sinn.
Þulur mótsins var Haukur
Sveinbjörnsson Snorrastöðum.
TÍMINN
Þriöjudagur 10. ágúst 1976
7
Frederich Woods fæddist með silfurskeið í
munninum, en lítið annað. Hann ótti fáa vini,
misheppnuð ástarsambönd að baki og þjáðist af
sjúklegri feimni. Þá var það, að hann og félagar
hans rændu skólabílnum og börnunum 26.
Sum þeirra munu bera sálræn merki þess
jafnvel ævilangt.
Frederich N. Woods, 24 ára gamall
forsprakkinn i barnaráninu. Myndin
er tekin skömmu eftir handtöku hans I
Kanada.
Woods, en faöir hans átti svæö-
iö, þar sem gryfjan er, svo og á
bræöurna Richard og James
Schoenfeld.
Richard var handtekinn viku
siðar, en Frederich og James
28. júli s.l. Þeir eru allir synir
frekar auöugra manna og til-
gangur ránsins viröist ekki hafa
veriö beinlinis peningalegur
heldur frekar til aö auka spenn-
inginn i lifinu.
Nú hefur komiö i ljós, aö for-
sprakki hópsins var Frederich
Woods og hafa blaöamenn veriö
aö grafa ýmislegt upp úr fortiö
hans til aö varpa einhverri birtu
á persónuleika hans, sem gæti
skýrt tilganginn.
Gervikúreki
Þegar Fred Woods var hand-
tekinn, sá siöasti af þeim þrem-
ur, þá var hann klæddur eins og
gervikúreki að sögn kanadisks
lögreglumanns. Fred var i
kúrekafótum, meö baröastóran
kút-ekahatt og á hælaháum
kúrekastigvélum.
Það var kanadiska riddara-
lögreglan, sem tók Woods, og þá
sagöi strákur aöeins: „Anzi er
þaö leiðinlegt, að sjá ekki hand-
tökuna í sjónvarpinu i kvöld.”
í fleiri ár og
Þegar þeir fóru meö hann upp
á hóteliö, sem hann bjó á, þá
sagöi hann viö afgreiöslumann-
inn: „Mér þykir það leitt, en ég
heiti ekki Ralph Snider (falska
nafniö, sem hann notaði). Ég er
Frederich Woods og það nafn
mun ég nota héöan i frá.”
Þetta varpar örlltilli birtu á
persónuna Fred Woods, en ein-
ungis hinn Fred, þvi það má
segja aö Fred Woods hafi verið
tveir menn, gjörólikir.
Klofinn persónuleiki
Frá þeim samtölum, sem
blaöamenn hafa átt viö fyrrver-
andi vini og venzlamenn Freds,
þá kemur fram áberandi mót-
sögn i skapferli hans.
Annars vegar er hann kúrek-
inn, hortugur mannræningi.
Hins vegar er hann feiminn,
ófélagslyndur maöur, sem
eyddi öllum stundum sinum viö
að gera upp gamla bila.
Þaö eru einungis tvær persón-
ur, sem hægter að segja, að hafi
þekkt hann eitthvaö, að ráöi —
konan, sem hann var kvæntur
og skildi viö hann og kærasta
hans eftir skilnaöinn. Aörir
þekktu hann aðeins litillega, þvi
hann átti fáa vifii einungis
nokkra kunningja, skólasystkini
og nágranna. Þeim kemur þó
saman um, að i heild hafi Fred
alltaf veriö mjög feiminn, en
átti þaö þó til að vera öruggur
með sig og hortugur.
Forfeðurnir komu
með Mayflower
Frederich Newhall Woods er
24 ára gamall og sonur mjög
auðugs námueiganda. Faöir
hans á fyrirtæki, sem veltir
milljónum dollara á ári auk
þess, sem fjölskyldan öll á eign-
ir og fyrirtæki um gjörvöll
Bandarikin.
Það er sagt, að Fred geti rak-
ið ætt sina alla leiö til innflytj-
endanna, sem komu meö May-
flower á sinum tima, en þaö
þykir ákaflega merkilegt i
Bandarikjunum. En Woods-ætt-
in hefur ekki látiö sér það
nægja, þvi hún getur rakið ætt
sina aftur til hvorki meira né
minna en sex Mayflower pila-
grfrna.
Skrykkjótt
skólaganga
Litið er vitað um unglingsár
Freds Woods. Bekkjarfélagi
hans úr gagnfræðaskóla sagði
að Fred heföi alltaf verið svolit-
iö öðruvisi en aðrir og ákaflega
feiminn, þannig að fólk gerði
grin að honum.
Þrátt fyrir aö lög Kaliforniu
banni, aö gamlar skólaskýrslur
séu skoöaöar, þá hafa blaöa-
menn komizt aö þvi, aö náms-
árangur hans hafi veriö mjög
lélegur.
Framhaldsskóli hans var einn
af þessum, sem þú lýgur, svikur
og stelur til þess aö komast inn
i.
Þar hitti hann James Schoai-
feld, sem var meö honum i
mannráninu, og einnig hitti
hann þar Songel Nichols, sem
siöar varö kona hans — þaö
hjónaband varaöi i eitt ár.
Bandarisk gifting
Gifting þeirra var ekkert
nema ósköp venjuleg bandarisk
gifting. Fjölskyldualbúmiö sýn-
ir myndir af brúöinni meö
brúöargjöfunum, handklæöi,
straujárn, bollastell og af-
sláttarkort.
Aðrar myndir sýna ungu
hjónin I ævintýralandi Disneys,
en þangaö fóru þau i brúökaups-
ferö. Á einni blaösiöunni er litill
koparpeningur frá árinu 1971 og
á blaðsiöunni stendur: Ham-
ingjupeningurinn okkar. Þau
skildu ári siöar.
Vinirnir voru hennar
— Hann fæddist meö silfur-
skeiö I munninum, en hann var
einrænn og þab var einmanalegt
aö búa meö honum, sagöi konan
hans fyrrverandi. Allir sem
komu I heimsókn til ungu hjón-
anna voru vinir og kunningjar
hennar en ekki hans. — Ef ein-
hver kom til hans, þá var þaö
alltaf úr fjölskyldunni, sagöi
hún.
Songel Nichols fannst Fred
vera óhóflegur i löngun sinni til
aö eignast hluti. Út um alla lóö-
ina voru hundruðir bila, sendi-
ferðabilar jafnt sem strætis-
vagnar.
A þessum dögum var hann
ekki mikiö fyrir iþróttir, en
horföi þó á þær i sjónvarpi og þá
aðallega kappaksturskeppnir.
Honum fannst gaman af lög-
regluþáttunum i sjónvarpinu.
Vildi að faðirinn
væri hreykinn
Þau Fred og Songel fengu 50
dollara á viku frá f ööur Freds,
og þaö dugöi þeim allvel, þvi
þau þurftu ekki aö borga neina
húsaleigu, en Fred keypti
aldrei neitt fyrir heimiliö.
Hann reyndi stööugt aö gera
eitthvað, sem fööur hans llkaði,
en mistókst alltaf. Faöir hans
bjóst viö of miklu af stráknum,
og þaö þoldi Fred illa.
Þegar þau giftust, þá var
Fred sölumaöur hjá málningar-
fyrirtæki, en missti vinnuna.
— Ef hann geröi vel i vinnunni,
þá hrósaði hann sér aö þvi viö
fööur sinn, en þegar hann missti
vinnu, þá sagöi hann engum frá
þvi, hvorki mér né fööur sinum,
sagöi konan hans fyrrverandi.
Þau höföu veriö gift i nokkurn
tlma áöur en hann sagöi henni
frá þvi, aö hann ætti vangefna
systur. Fred sagöist skammast
sin fyrir hana. — Hann var
hræddur um, aö fólk geröi grin
að sér fyrir hana, sagöi Songel.
Hjónabandiö endaði snemma
á árinu 1972, þegar Songel sagöi
Fred, aö hún væri einfaldlega
farin frá honum. Ein af þeim
ástæöum, sem hún gaf upp, var
aö Fred gat ekki átt börn.
Kynþáttahatari
Rúmum tveimur árum siðar
kynntist Fred annarri konu,
sem var meö honum i eitt ár.
Hún segir, aö hann hafi verið
bitur út I konuna sina fyrrver-
andi. — Viö áttum aöeins eina
sæla minningu, segir þessi
kona,aö Fredhafi sagt. Þaövar
þegar þau fóru á einhvern ákaf-
lega afskekktan og einmana
staöi Kalifomiu. Þar var ekkert
nema auðn og aftur auðn.
Henni féilu illa skoöanir
Freds á kynþáttamálum, en
hann hataöi svertingja ákaf-
lega. Þá féll henni illa kaupæöi
hans. Hann var alltaf að kaupa
eitthvaö — t.d. litlar rafhlööur.
Þaö var ef til vill vegna þess aö
þær voru ódýrar. Og hann
keypti skyrtur, sem hann þurfti
alls ekki.
Þaö kom þessari stúlku ekki á
óvart, þegar henni var sagt, aö
hann heföi verið handtekinn I
kúrekaklæðum. Alveg einkenn-
andi fyrir hann.
Þýttogendursagt: MÓL.
Ráðstefnulandið ísland:
%
13 alþjóðlegar og norrænar ráð
stefnur haldnar hér í ár
gébé-Rvik. — Undanfarin ár
hefur markaösdeild Flugleiöa i
Iteykjavik unniöaöþvi markvisst
I samvinnu viö skrifstofur félags-
ins erieiidis, aö kynna island
meöal annarra þjóöa sem ráö-
stefnuland og reynt jafnframt aö
lengja feröamannatimabiliö hér,
sem til skamms tima hefúr veriö
meira eöa minna bundiö viö há-
sumarmánuöina júni til ágúst.
Umtalsveröur árangur hefúr
náöst af þessu starfi, enda aö-
stæöur til alþjóölegs ráöstefnu-
halds i Reykjavik eins og bezt
þekkist erlendis aö dómi sér-
fróöra. Fyrir fyrirtæki og
stofnanir, sem starfa beggja
vegna Atlantshafsins er tsland
ákjósanlegur fundarstaöur vegna
legu landsins, segir I nýútkomnu
frettabréfi Flugleiöa, Fiug-
fréttum.
Þótt vel hafi tekizt til viö aö fá
erlendar ráöstefnur hingað tik
lands, þá á þetta ein kum og sér i
lagi viö um hásumariö, en
erfiðara hefur gengiö að dreifa
sliku ráöstefnuhaldi á vor- og
haustmánuði. Feröaþjónusta
markaösdeildar Flugleiöa hefur
þannig aöstoöaö viö undirbúning
og framkvæmd átta sllkra ráö-
stefna sem hér eru haldnar i júni,
júli og ágúst, en aöeins fimm i
mai og september-október.
Þaö kemur fram i Flugfréttum,
aö hér sé merkum áfanga náö og
að stefnt sé i rétta átt, og er bent
á, sérstaklega i sambandi við
norrænar ráðstefnur að þar séu
Islendingar „komnir inn i-hring-
inn” og aö Island sé oröiö gjald-
gengur aðili á borb við hin
Norðurlöndin i skiptingu reglu-
bundins fundarhalds hinna ýmsu
stofnana og félaga milli land-
anna. Þannig þinga norrænar
hjúkrunarkonur nú reglulega hér
á fimm ára fresti, frá því er alls-
herjarþing þeirra var haldiö i
Reykjavik 1970.
1 Flugfréttum er skýrt frá, aö
ferðaþjónusta Flugleiöa hafi aö-
stoðað viö undirbúning og fram-
kvæmd átta norrænna ráðstefha i
maf og júni I ár, meö samtals
I. 885 þátttakendur. Þingin stóöu
aö meðaltali i þrjá til fjóra daga,
en hver hópur hafði hér allt aö sex
daga viðdvöl.
Gistinætur ráöstefnumanna á hó-
telum I Reykjavik voru samtals
II. 310 þessa tvo mánuði. Aö auki
fóru allir I'ótal kynnisferðir um
Reykjavik og nágrenni og með
áætlunarflugi til Vestmannaeyja
og Akureyrar, þar sem skoðunar-
feröir voru skipulagöar i Mý-
vatnssveit og jafnvel var flogiö til
Kulusuk á Grænlandi. Aö ótöldum
útgjöldum ráöstefnumanna
vegna leigu á bilaleigubilum og
kaupa á islenzkum varningi, eru
gjaldeyristekjur vegna komu
þeirra hingaö, áætlaðar kringum
150-160 milljónir islenzkra króna.
Enn standa fyrir dyrum fimm
alþjóðlegar og norrænar ráö-
stefnurþetta ár, meö um 700 þátt-
takendur, sem ferðaþjónusta
Flugleiöa mun annast og fyrir
næsta ár eru þegar sjö bókaöar
meö milli 1000-2000 þátttakendur,
segir i Flugfréttum.
Ennfremur segir i Flugfréttum
aö innan tiöar komi út aukin og
endurbætt útgáfa af ráðstefnu-
bæklingnum „The Mid-Atlantic
Meeting Place”, sem gefinn var
út fyrir nokkrum árum. Bækl-
ingurinn er prentaður i 70 þúsund
eintökum. Hann er fallega mynd-
skreyttur og veitir allar upplýs-
ingar um aðbúnaö hér á landi til
ráöstefnuhalds, gistirými i
Reykjavik og fundarsali og aöra
þjónustu viö ferðamenn.
Bæklingurinn er á fjórum tungu-
málum, ensku, þýzku, frönsku og
norsku.
Annar minni bæklingur er þeg-
ar kominn út og i dreifingu til
skrifstofa Flugleiða erlendis.
Hann er prentaður i 75 þúsund
eintökum meö myndum aöallega
frá Hótel Loftleiðum og Hótel
Esju.
Auglýsið í Tímanum