Tíminn - 10.08.1976, Side 10

Tíminn - 10.08.1976, Side 10
10 TÍMINN Þriðjudagur 10. ágúst 1976 Hvað ætlar þú að sjá af landinu þínu í sumar? Nokkur orð um Borgarfjarðarsýslu Milli Borgarfjarðarsýslu og annarra bvggðarlaga eru sjö höfuðleiðir á landi og ein á sjó. Á Hvitá eru fjórar brýr i tengsl- um við akvegi, og er hin neðsta þeirra á þjóðleiðinni hjá Hvitárvöllum. Þaðan er aðalvegurinn um sýsluna eins og leið ligg- ur fyrir Hafnarfjall um Leirársveit og Ilvaifjarðarströnd að brú á Botnsá íyrir botni Hvalfjarðar, en Kjósarsýsla tekur viö á þeim slóöum. Sjóleiöin er á milli Akraness og Reykjavikur, og fer Akraborg- in, sem er bilferja, þá leið nokkr- um sinnum á dag. Flugvöllur er einnig viö Akraneskaupstaö, svo að þangað má fara flugleiðis. Annar flugvöllur er i upphérað- inu, i Bæjarsveit, ef á þarf að halda. Bilfært er að öllum bæjum i Borgarfjarðarsýslu og hringvegir viða um byggðir, svo sem um- hverfis Akrafjall, þótt höfuöleiöin sé norðan fjallsins af Akranesi inn á Lambhagamela, um Svinadal og Lundareykjadal neðan Brautartungu og viðar. —oOo— 1 héraðinu eru tvö meginskóla- setur, búnaðarskólinn á Hvann- eyri og Reykholtsskóli, auk skóla á Akranesi, Leirá og Klepps- járnsreykjum, Stórt sjúkrahús með tilheyrandi læknaliði og annarri heilbrigðisþjónustu er á Akranesi og héraðslæknir á Kleppjárnsreykjum. A Akranesi er lögreglustjóri, sem einnig er bæjarfógeti. Miklar laxár eru i héraði, og er þar að nefna Laxá i Leirársveit, Andakilsá, Grimsá og Tunguá i Lundarreykjadal, Flókadalsá, Reykjadalsá og sjálfa Hvitá á norðurmörkum sýslunnar og Botnsá á suðurmörkunum. Veiði er einnig i Skorradalsvatni, Reyðarvatni fram af Lundar- reykjadal og Svinadalsvötnum. Reykhblt Reykholt er sögufrægasti stað- ur i héraðinu þvi að þar bjó Snorri Sturluson, sem mestu og lang- vinnustu rithöfundafrægð hefur hlotið af islenzkum mönnum, og þar lét Gissur Þorvaldsson myrða hann að boði Noregskonungs á náttarþeli árið 1241. A skólahlaö- inu i Reykholti stendur Snorralik- neski Vigelands hins norska, neðan við skólabyggingarnar er Snorralaug, sem talin er eiga uppruna sinn að rekja til fornald- ar, og þar eru forn jarölög, sem i ljós komu, þegar skólinn var byggöur. Þegar i Reykholt er komiö, er skammt upp 1 Hálsasveit. Nokkuö innan við Stóra-As blasa við augum vegfarandans Hraunfoss- ar, sem steypast hvitfyssandi Við Reyöarvatn, Botnssúlur fyrir miðri mynd. niður I Hvitá undan hrauninu á norðurbakka hennar. Nokkru of- ar er Húsafell, þar sem náttúru- fegurð er rómuð. Þar sat Asgrim- ur Jónsson listmálari löngum á sumrin, svo sem mörg verka hans eru til vitnis um. Hvanneyri. —oOo— Rétt við Hvitárbrú eru Hvitár- vellir, höfuðból um margar aldir. Þar voru kaupstefnur oft i forn- öld, og þar var amtmannssetur um skeið. Við þennan staö er kennd Hvitárvalla-Skotta, og þar hafði skozkur maður, Ritchie aö nafni niðursuður á laxi á siðustu öld og um aldamótin siðustu bjó þar franskur barón, sem Baróns- stigur i Reykjavik er kenndur viö. Brátt sjáum við á hægri hönd hið veglega skólasetur á Hvann- Akranes eyri. Þar var búnaðarskóli stofn- aður 1889 og þar gerði Halldór Vilhjálmsson garöinn frægan á sinni tiö. Þar er nú bændaskóli, kirkjustaður, prests-’ og dýra- læknissetur. Við höldum áfram þjóöveginn suður Melasveit, sem svo sannar- lega ber nafn með rentu, þvi að á löngum kafla liggur vegurinn um blásna mela. Von bráðar sjáum við heim að Leirárskóla. Leirá I Leirársveit var lengi vel eitt af mestu höfuöbólum landsins. Sjálfsagt er fyrir þá, sem hafa tima aðbregða sér frá Leirá upp i Svinadal að fremsta bænum þar, Draghálsi. Þar eru heimkynni allsherjargoöa ásatrúarmanna, Sveinbjörns Beinteinssonar og Þórslikneski stendur þar I brekk- unum. Byggðasafniö I Görðum á Akranesi. Cr Byggðasafninu l uaranm.

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.