Tíminn - 10.08.1976, Qupperneq 11

Tíminn - 10.08.1976, Qupperneq 11
Þriðjudagur 10. ágúst 1976 TÍMINN 11 Hvltserkur I Skorradal. Snorrataug I Reykholtl. Fegurstur dala i Borgarfjarð- arsýslu er Skorradalur, með löngu vatni og skógivöxnum hlið- um. I brekkum Dragháls, ofan Skorradals, sjáum við yfir dalinn, kjarrivaxinn og gróðursælan. Við neðri enda vatnsins er stórbýlið Grund og lét Brynjólfur biskup Sveinsson reisa þann bæ i upphafi. Grund hefur um langan aldur verið hekta býli sveitarinn- ar. Akranes Akranes er eini kaupstaðurinn i Borgarfjarðarsýslu og byggja flestir ibúar afkomu sina á sjávarútvegi, en ennfremur er þar stundaður nokkur iðnaður, landbúnaður og verzlun. Hval- fjarðarmegin við kaupstaðinn var einhver fegursta baðströnd á Is- landi, Langisandur, en upp frá honum utanverðum er nú Sementsverksmiðja rikisins, sem oft er sýnd gestum, er stórir hóp- ar ferðamanna koma þangað. A Akranesi var dráttarvél notuð i fyrsta sinn á tslandi við jarð- vinnslu. Það gerðist árið 1918. Skammtofan við kaupstaðinn eru Garðar, meö minnissúlu um kirkju þá, er þar stóö frá þvi mjög snemma á öldum, jafnvel frá upphafi landsbyggðar, þvi að kristnir menn námu Akranes. Þar er kirkjugaröurinn enn, og þar sem byggðasafn með fyrsta húsi landsins, sem gert var úr steinsteypu. Nú geymir þaö marga muni frá fyrri tiö, sem séra Jón Guðjónsson á Akranesi hefur dregið saman af mikilli elju. Frá Akranesi ökum við nú sunnan Akrafjalls fram hjá Ytra- Hólmi, þar sem Pétur Ottesen, sá er lengst manna átti setur á Alþingi, bjó alla búskapartið sina. Nokkru innar er stórbýlið og kirkjustaðurinn Innri-Hólmur, eitt af höfuðbólum Stefánunga á veldistima þeirra. Leið okkar liggur áfram þar til við komum á þjóðveginn á ný. Surtshellir. Frá Húsafelli, Eiríksjökull i baksýn. skirnarathafnir og bergja á til heilsubótar. Austar er stakur steinn, heitir hann Hallgrims- steinn, og hermir þjóðsagan að Hallgrimur hafi löngum setið þar. —oOo— Við ökum fram hjá Ferstiklu, þar sem meistari Hallgrimur andaðist úr holdsveiki. Við hval- stöðina staðnæmumst við, eins og svo margir aðrir, til þess að sjá hvali, sem þar fljóta viö bryggjur, horfa á snör handtök, þegar þeim er sundraö, og anda að okkur þef, sem ekki finnst annars staðar á landinu. Við Bláskeggsá, sem er vatns- litil á, utan Þyrillands er liparit- náma. Sementsverksmiöju rikis- ins á Akranesi. Fjallið sem við sjáum á vinstri hönd heitir Þyrill. Þyrill er mjög tengdur bókmenntum okkar og kemur þar bæði til Haröarsaga og Hólmverja og kvæði Daviðs Stefánssonar um Helgu Jarlsdótt- ur, sem hálf þjóðin hefur kunnað að meira eða minna leyti. Geirs- hólmi, þar sem Hólmverjar dvöldu, ris sæbrattur utan Þyrilness. Harðarhæð, þar sem Hörður Grimkelsson var veginn, er á Þyrilsnesi. Helguhóll, kennd- ur við Helgu Jarðsdóttur er út og niður frá túni á Þyrli, en uppfrá bænum er Helguskora i sjálfu fjallinu. Þar flúði Helga upp meö syni sina tvo. Héðan sjáum við vel hvaða leið hún þreytti sundið úr hólminum. Þvi má bæta við, að á okkar dögum synti önnur Helga — Haraldsdóttir — þessa sömu leið. Nú er ekki nema stuttur spölur til Botnsár i Hvalfjarðarbotni, en þar mætast Borgarfjarðarsýsla og Kjósarsýsla. Þyrill I Hvalfirði. Saurbær á Hvalfjarðarströnd Nú látum við hugann reika nokkrar aldir aftur I timann. Hér bjó Hallgrimur Pétursson, mesta sálmaskáld, sem Island hefur alið, og hér orti hann Passíusálm- ana, eitt stórbrotnasta trúarljóö allra tima. A Saurbæ er Hallgrimskirkja, teiknuö af Siguröi Guömundssyni húsa- meistara, með sérkennilegri alt- aristöflu, gefinni af Lofti Bjarna- syni, fyrrum eiganda hvalstöðv- arinnar i Hvalfirði. Nokkuð upp frá kirkjunni, vestan lækjar, sem rennur þar niður lægö, er Hallgrimslind, sem sumir hafa slika trú á, að þeir sækja vatn i hana bæði til þess að nota við

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.