Tíminn - 10.08.1976, Page 16
16
TÍMINN
Þriðjudagur 10. ágúst 1976
Þeir
beztu
ÞEIR kylfingar, sem komu inn á
bezta skorinu á meistaramótinu i
golfi voru:
Björgvin Þorsteinsson GA .... 300
(74 — 76 — 71 — 79)
Ragnar Ólafsson, GR.302
(73 — 79 — 75 — 75)
Siguröur Thorarensen GK ....306
(78 — 78 — 73 — 77)
Sigurður Pétursson GR......3X8
Óskar Sæmundsson GR........318
Þorbjörn Kjærbo, GS........319
Einar Guðnason, GR ........321
Magnús Halldórsson GK......321
SIGURÐUR THORARENSEN...
átti stórglæsilegt ,,pútt” á 8-undu
braut.
— Ég heföi átt að gera betur, ég fór með f jöldann all-
an af „púttum", sem ég klúðraði á klaufalegan hátt, eft-
ir að hafa leikið brautirnar vel, sagði Björgvin Þor-
steinsson, hinn stórefnilegi 23ja árá kylfingur frá Akur-
eyri, eftir að hann var búinn að tryggja sér Islands-
meistaratitilinn i golfi, fjórða árið í röð og í fimmta
skiptið á aðeins 6 árum. Björgvin, sem hef ur að undan-
förnu verið kallaður „Goldfinger", varð fyrst meistari
1971 — og eftir það hef ur hann verið ókrýndur konungur
kylfinganna, unnið öll stærstu golfmót landsins með
glæsibrag. Björgvin sýndi gífurlega yfirvegun og þolin-
mæði síðasta keppnisdaginn, þegar Ragnar Ólafsson
veitti honum geysilega keppni, en hann var nærri búinn
að vinna upp 6 högg forskot, sem Björgvin hafði á hann,
þegar lokabaráttan hófst, en í henni tóku þátt þrír okkar
beztu golfleikarar.
Það varð fljótt ljóst, að barátt-
an myndi standa á milli ungu
kylfinganna, Björgvins Þor-
steinssonar— Akureyri, Ragnars
Ólafssonar — Reykjavik og Sig-
urðar Thorarensen — Hafnar-
firöi. Ragnar tók forystuna fyrsta
daginn, en siðan tók tslands-
meistarinn Björgvin við og var
meö forystuna, þegar siðasta um-
ferðin hófst. Björgvin lék meist-
aralega vel þriöja daginn — lék
þá 18 holurnar á 71 höggi, eða að-
eins einu yfir pari og tryggði sér
þar með 6 högga (221)forskot á
Ragnar (227), en Sigurður lék 54
holurnar á 229 höggum.
Óskabyrjun hjá Ragnari.
Ragnar byrjaði á þvi að minnka
muninn niður i 4 högg á fyrstu
holunni — siðasta daginn. Hann
sló glæsilega inn á ,,green”-flöt-
ina, og siðan átti hann mjög gott
„pútt”, sem hafnaði hálfu feti frá
holu. Ragnar sendi siðan kúluna
auðveldlega niður — 3 högg, eða
einu undir pari. Björgvin var of
langur og fór brautina á 5 högg-
um, en hinn ungi og efnilegi Hafn-
firðingu, (Sigurður), hafði ekki
heppnina meö sér — lenti i
„röggi” og siðan i sandgrifju við
„green” og fór brautina á 6
höggum.
.. ■ \
Björgvin lendir í vandræð-
um.
— Óneitanlega hefur þetta góð
áhrif á mig, ég næ mér oftast á
strik undir spennu, sagði Ragn-
ar, eftir þessa óskabyrjun. Ragn-
ar átti siðan eftir að vinna önnur
tvö högg af Björgvin — á 3ju
braut. Ragnar lék brautina á pari
— 4 höggum og það gerði Sigurður
einnig, en með smá heppni. Hann
var á tveimur höggum rétt við
„green” — sló með 7-járni,
þannig að kúlan skall i stöng og
féll dauð niður á barm holunnar.
Björgvin var þá óheppinn —
fyrsta högg hans lenti út i „röffi”.
Hann tók þá trékylfu og hugöist
gera gott, en það fór á annan veg
— kúlan náði aldrei ferð i blautu
grasinu og skoppaöi hún aðeins
um 30 m. — Þarna tefldi Björgvin
djarft, sögðu áhorfendur, sem
voru fjölmargir. — Ég tefldi ekki
djarft, sagði Björgvin. — Ég var
hræddur um, að slá undir kúluna,
þar sem hún lá i grasinu, — ef ég
heföi gert þaö, þá hefði hún farið
beint upp i loft. — Hræðslan hafði
sitt að segja og þess vegna var ég
ekki öruggur og sló ofan á kúluna,
þannig að hún náði aldrei flugi,
sagði Björgvin.
Staðan eftir fyrstu holurnar
þrjár, var þvi þessi: Ragnar 10
högg (237) — Björgvin 14 (235) —
Sigurður 14(243).
Björgvin lenti siðan aftur i
vandræðum á 5. braut, þar sem
hann sló tvisvar út af braut, en
hann lék sig skemmtilega út úr
þeim vanda. Áður hafði hann par-
að (5 högg) 4. brautina á
skemmtilegan hátt. Sigurður
lenti þar aftur á móti i miklum
hrakförum og lék á 7 höggum, en
Ragnar á 6 höggum.
— Ég hafði það á tilfinning-
unni, að Ragnar ætlaði að verða
mér erfiður, enda hafði ég leikið
mjög illa.sagði Björgvin, áður en
hann fór að glima við 6. brautina.
mdduin ^ugnablnfumí...ve't** Björgvin harða keppni, en hann fór ilia með stutt „pútt” á þýöingar-
„Eg hefði átt að
gera betur", sagði
Björgvin
Þorsteinsson, sem
tryggði sér
íslandsmeistara-
titilinn í golfi
í fjórða skiptið
í röð og í fimmta
skiptið á 6 árum
Ragnar var þá fyrstur — stór-
glæsilegt upphafshögg hans skall
á flötinni, aðeins 10 m frá holu, en
þeir Björgvin og Sigurður voru
rétt fyrir utan „green”. Björgvin
lék yfirvegað og paraði — 3 högg.
Ragnar misnotaði stutt „pútt” og
lék á 4 höggum, það sama gerði
Siguröur. — Þetta var mikill
BJÖRGVIN ÞORSTEINS-
SON.... sýndi geysilegt ör-
yggi, þegar Ragnar var að
saxa á forskot hans. Hann
var mjög yfirvegaður á loka-
sprettinum og islandsmeist-
aratitillinn varð hans.
®ÉP»
. ■»
klautaskapur, sem getur orðið
mér dýrkeyptur, sagði Ragnar,
eftir að hafa blótað i hljóði.
— Kapparnir ungu léku 7undu
holuna hörmulega — allir voru
þeir á tveimur höggum inn á flöt,
en siðan þri — „púttuðu” þeir.
— Þetta á ekki að geta komið
fyrir,— sagði Sigurður, sem hafði
ekki leikið, eins og hann getur
bezt. Sigurður náðu siðan góðum
árangri á 8undu brautinni, þar
var hann á tveimur höggum inn á
flöt og átti siðan stórglæsilegt 6 m
„pútt”, sem glumdi i holunni — 3
högg og eitt undir pari á braut-
inni. Björgvin lék á 4 höggum og
Ragnar, sem misnotaði enn eitt
(3) stutta púttið”, lék einnig á 4
höggum.
Björgvin tekur víti
Björgvin fékk á sig viti á 9-undu
brautinni, þar sem hann tók
upphafsskot upp aftur, eftir að
kúlan hans hafði lent bak við
stein. — Ég þurfti endilega að
lenda bak við eina steininn á
brautinni, — sagði Björgvin, þeg-
ar hann tók upp kúluna. Hann
reyndi aftur (3 högg) og kúlan
skall á flöt — siðan tvö „pútt” og
kúlan ofan i. Sigurður lék einnig á
5 höggum, en Ragnar lék á 4
höggum.
Staðan eftir 9 holurnar, var þvi
þessi: Ragnar 37 högg (264) —
Björgvin 41 högg (262) —
Sigurður 42 (271).
Spennan i hámarki
Ragnar vann eitt högg af
Björgvin á 10—undu brautinni og
munaði þá aðeins einu höggi á
köppunum — Ragnar (268) og
Björgvin (267). Þessi munur hélzt
næstu fjórar holurnar, eða þar til
Björgvin vann högg af Ragnari á
14, -undu braut og náði aftur
tveggja högga forskoti. Ragnar
vann siðan högg af Björgvin á
15, -undu braut, en missti það
siðan strax aftur á 16,-undu braut
og Björgvin hélt sfðan forskotinu
og lék 72 holurnar á 300 höggum,
en Ragnarkom inn á 302 höggum.
Björgvin sýndi mikla þolin-
mæði, þegar Ragnar var aö saxa
á forskot hans — og keppnis-
reynsla hans og öryggi, var
nokkuð sem Ragnar réð ekki við.
Ragnar lék ekki mjög vel undir
lokin — hann bjargaði sér þá oft
úr klipu, með frábærum „pútt-
um”, sem er sérgrein hans. Um
tima leit út fyrir, að Sigurður
Thorarensen myndi skjóta sér
upp að hliðinni á þeim Ragnari og
Björgvin, en hann lék um tima
mjög vel — en aldrei eins vel
heldur en á 11. braut, þegar
hann lék hana á 2 höggum, eða
einu undir pari. Upphafshögg
hans hafnaði þá stutt frá holu og
þá var eftirleikurinn auðveldur
hjá hinum unga kylfingi. Það
munaði ekki nema fjórum högg-
um á Sigurði og Ragnari, og fimm
höggum á honum og Björgvin ,
þegar þrjár holur voru eftir.
Sigurður kom siðan inn á 306
höggum. — SOS