Tíminn - 31.08.1976, Blaðsíða 8

Tíminn - 31.08.1976, Blaðsíða 8
8 TÍMINN Þriöjudagur 31. ágúst 1976. „Rak mig á fæt- ur kvæðanorn" JÓN Þorláksson: KVÆÐl, frumort og þýdd. Crval. Heimir Pálsson bjö til prentunar. Rann- sdknastofnun i bókmenntafræöi og Menningarsjóöur. Reykjavik 1976. 311 bls. Þeir sem á einhvern hátt hafa fengizt við athugun islenzkra bókmennta finna skjótlega til þess hve viöa skortir vandaöar textaútgáfur. Slikar útgáfur eru vitanlega grundvöllur allra rannsókna. Hlaut þvi aö veröa fyrsta verkefni Rannsókna- stofnunar i bókmenntafræöu aö ráöast á þennan garö. Er nú hafin útgáfa bókaflokks sem nefnist einfaldlega tslenzk rit, og er séra Jón á Bægisá látinn ríða á vaðiö. Af þessari fyrstu bók má væntanlega ráða hversu flokk- urinn veröur úr garöi geröur: Fremstfer rækilegur inngangur þar sem gerð er grein fyrir skáldinu og verkum þess, siðan rúmgott úrval kvæöanna (séu þau fyrirferðarmeiri en svo að heildarsafn þeirra rúmist i hóf- legri bók), þá skýringar og at- hugasemdir og loks skrá um út- gáfur og heimildir. Áður en lengra er haldiö skal þess getið aö ytri frágangur bókarinnar viröist prýöilegur: prentun góð, pappir viöfeldinn og band fallegt án iburðar. Útgáfa þessi er einkum ætluð háskólanemum sem stund leggja á islenzkar bókmenntir, en jafnframt er hún hentug öll- um áhugasömum lesendum. Ekki má minna vera en athygli sé vakin á bókaflokki þessum þegar hann hefur hlaupiö af stokkunum. I þvi skyni eru þessar linur ritaðar. Jón á Bægisá skipar merkis- sess i islenzkri bókmenntasögu vegna þess aö hann er einn helzti forgöngumaöur i endur- nýjunar islenzks skáldskapar- máls á öndveröri nitjándu öld. Hann var eins og Heimir Páls- son kveöur aö oröi i inngangi, það skáld átjándu aldar „sem ef tii vili benti mest til komandi tiða”. Þessi sögulega staöa Bægisárklerks er löngu viður- kennd og i þvl samhengi bent á áþreifanleg merki sem hann setti á kveðskap Bjarna Thorarensens og Jónasar Hallgrimssonar. Jón Þorláks- son markar með verkum sinum drjúgan áfanga fram á veg og án þeirra ,,er óvist hvert skref næsta kynslóö skálda heföi stigið”, eins og útgefandi kveö- ur aö oröi i inngangi. Mesta verk Jóns á Bægisá er fólgiö i þýöingum hans. Þrjár erustærstar: Tilraun um mann- inn eftir Alexander Pope, Para- disarmissir Miltons og Messias Klopstocks. Tvö siðartöldu verkin þýöir Jón á fornyröings- lag. Þessi þýðingariöja hins snauða klerks er stórviki hvernig sem á er litið. Messias er miklu lengst þessara verka, tröllaukinn bálkur, en Paradis- armissir merkast og veröugast viðfangsefni braglipurö Jóns og orðgnótt. Frumortur kveðskap- ur hans er allur minni i sér: þekktastir munu nokkrir gamansamir kviðlingar. Einnig má nefna lengri kvæöi sem njóta léttleika og kimni skálds- ins til að mynda Fyrsti aprOis um samskipti hans við , .kvæöa norn”. Áþekkt er kvæðiö Hamförin, sem lýsir haröri reiö hins blinda skálds Miltons á séra Jóni um tólf ára skeið. Hinar miklu þýöingar Jóns Þorlákssonar hafa aldrei veriö endurprentaöar I heilu lagi siðan þær voru gefnar út skömmu eftir andlát skáldsins. Heföi ef til vill átt aö sýna þeim meiri sóma i þessari útgáfu þótt þaö þrengdi kosti frumortra kvæöa. Myndi sérstök útgáfa Paradisarmissis með inngangi og skýringum raunar vel við hæfi. Þaö er mála sannast að þýðingar Jóns á Bægisá eru meöal þeirra bókmenntaverka sem oftlega eru nefnd meö virö- ingu en fáir hafa lesiö. Nokkuð hefur verið ritaö um Jón Þorláksson og skáldskap hans. Fyrir þrettán árum gaf séra Sigurðúr Stefánsson út all- langa ævisögu embættisbróður sins: hlauthún dræmar móttök- ur enda gagnrýnislitið verk og býsna mæröarfullt þótt ást höf- undar á viöfangsefninu sé virö- ingarverð. Aögengilegt úrval á kvæðum séra Jóns gaf Andrés Björnsson út 1956 meö greinar- góöum inngangi. Viröist það raunar fyllilega viöhlitandi aö þvi er tekur til frumortra kvæöa. Hitt er ætið meiri erfiö- leikum bundið að velja kafla úr hinum miklu þýöingum: gætir þess raunar einnig i þessari nýju bók. Heimir Pálsson velur sem vænta má mest úr Paradis- armissi, en aöeins er einn stutt- ur kafli úr Messiasi sem I þýö- ingu Jóns er 920 bls. með tvi- dálka fomyröislagi! Útgáfa Heimils Pálssonar viröist vel unnin i hvivetna eins og hún liggur fyrir. Inngangur er skUmerkilegur: fyrst ævi- ágrip Jóns i stuttu máli, gerö grein fyrir ritstörfum hans, verkúm þeim sem hann þýöir, tekið dæmi til samanburöar á þýöingu Jóns á Paradisarmissi, frumtexta og þýzkri þýöingu sem hann fór eftir. Lagt er mat á frumort kvæöi, sáima og veraldleg ljóð, form hans og stil og bókmenntalega stööu. Allt er þétta hófsamlega ritaö. Astæöa er til aö nefna að útgef- andi lætur fylgja stutt yfirlit um upplýsingastefnuna i Evrópu á átjándu öld. Þetta er þakkarvert svo langt sem þaö nær, enda hefur löngum á þaö skort að íslenzkar bókmenntir væru i umfjöllun nægjaniega settar isamband við hræringar i evrópsku menntalifi. Vonandi verður fordæmi Heimis fylgt i komandi útgáfum þessa bóka- flokks. Til aö átta sig á hvert nýja- bragö var af skáldskap Jóns Þorlákssonar á sinni tið verður að hafa i huga svipmót þess kveöskapar sem næstfór. Jón er til að mynda miklu liprari höf- undur en Eggert ólafsson. Hann haföi fullt vald á fornu skálda- máli en kveöskapur hans verður aldrei ofhlaöinn, stiröur eöa samanbarinn. Útgefandi oröar það svo að hann hafi „kunnað brögöin þótt hann beitti þeim sjaldan. Og einmitt i þvi dregur hann fremur dám af upplýs- ingastefnu en barokk, klassisma eöa jafnvel róman- tik. Hann velur sér fremur ein- faldan stil en flókinn”. Meöferð Jóns á fornyrðislag- inu er viöa með ágætum I Para- disarmissi. Bragur hans er I senn ljós og einfaldur, gæddur virðuleik og ljóðrænum þokka. Dæmi má taka úr fjórðu bók þar sem lýstersælureit hinna fyrstu hjóna i Eden: Fóðurfullir gripir um fold lágu, gnúöu kvöldjórtur, göptu munnum, þvi rás snarhallri rööull flýtti vi'öum ægis aö vestursölum og heiðar stjömur þær er húm boða hófust hvörvetna á himinmetum. Kveðskapur sem þessi er for- boöi þeirrar listar sem Jónas þreytti undir fornum bragar- háttum, raunar einnig eins og Jón Þorláksson I þýð ingum (sum ljóö Heine og Schillers). Þaö má rétt vera sem Jón Helgason sagði i ritgerö um Bægisárklerk fyrir liðlega þremur áratugum að hann verði ekki talinn i fremstu röð islenzkra skálda. Má þó hvert skáld vera fúllsæmt af sumum köflum Paradisarmissis. En hvað sem liður ströngu listrænu mati á þýöingum hans sem gjalda þess vitaskuld aö hann fór ekki eftir frumtexta ensku verkanna, mun þeirri niöur- stööu Jöns Helgasonar vart andmælt aö Jón á Bægisá sé aö einuleyti mestur allra islenzkra skálda: „Ég man ekki eftir neinu skáldi öðru sem ósigldur og sviptur öllu samneyti viö þá staöi þar sem æö menningarinn- ar sló hraöast, lifandi I sifelidri fátækt og basli, bókafár og jafn- vel stundum I pappirshraki, hafi glimt við stórvirki heimsbók- menntanna og þannig haldið sér vakandi og starfandi, án þess aö hafa I rauninni neina skynsam- lega von um aö sjá ávöxt fyrir- hafnarsinnar i annarri mynd en síhækkandi dyngju skrifaöra blaöa. Þannig veröur séra Jón okkur ímynd þess sem viö telj- um okkur helzt til gildis á liön- um öldum: hinnar ódrepandi seiglu aö fást viö andleg störf, jafnvel á timum þeirrar efna- hagslegrar vesaldar sem mest gat orðið.” Vissulega skuldum við slikum manni viröingu og þökk. Þaö er vel ef þessi útgáfa verður til að vekja endurnýjaöan áhuga á lífsstarfi Bægisárklerks. Væntanlega mun fram haidiö af fullum krafti útgáfustarfi á vegum Bókmenntastofnuar. Af nógu er aö taka. Gunnar Stefánsson bókmenntir STRANGARI REGLUR UM INNANLANDS- FLUTNINGA í NOREGI Samkvæmt grein I timaritinu Holland Shipbuilding i júli s.l. veröa brátt lögfestar I Noregi strangari og ákveönari reglur um mnanlandsvöruflutninga er gilt hafa þar i landi hingaö til. Veröur stefnt aö þvi aö færa vöruflutn- inga aftur I vaxandi mæli yfir til skipa og járnbrauta, m.a. vegna umhverfis- og/eða landverndar. Hagskýrsiur fyrir 1974 sýndu aö á þvi ári önnuöust skip kringum 59% vöruflutninga milli staða innanlands i Noregi, en járn- brautir aöeins 11%. Mismunurinn 30%, samsvarandi 14.500 milijónum tonn/km, var fluttur meö bilum. En frá sjónarmiði umhverfisverndar eru bilarnir viða taldir litlir. aufúsugestir vegna útblásturs og hávaöa, auk þess sem hinir þungu vörubilar feli I sér mikiö álag á vegakerfiö, sem sé dýrt aö stofnkostnaöi og i viöhaldi I hinu fjöllótta landi meö erfiða veöráttu. Eftir gildistöku hinna nýju laga, sem taka munu til allra venjulegara vöruflutninga innan- lands, mun hiö opinbera hafa meiri ihlutun um þaö en áöur, hvernig vörur eru sendar milli staöa I Noregi og val fólks á flutn- ingatækjum þvi minnka veru- lega. Þeim, sem halda uppi reglu- bundnum samgöngum sam- kvæmt fyrirframgerðum ferða- áætlunum, eru ætluö forréttindi umfram aöra. Nú gerir verksmiöja út ökutæki til flutninga á eigin framleiöslu, en komi I ljós, aö ökutækin séu miöur vel nýtt, er I hinum nýju lögum gert ráð fyrir aö hiö opin- bera geti fellt niður flutningaleyfi þeirra ökutækja. Heyrir þetta undir nýmæli og einnig þaö aö hleösla fyrir fleiri aöila, þótt þaö sé til aö fá fullfermi á bil, mun yfirleitt ekki leyfö nema aöilum, sem halda uppi skipulags- bundnum áætlunarferöum. Viröist hiö fyrirhugaöa skipu- lag flutninga I Noregi aö ýmsu leyti sniöiö eftir nýlegu fordæmi Vestur-Þjóöverja um takmörkun á og sumpart bann viö langieiöa- flutningi þungavarnings meö vörubilum um þjóövegi (hraö- brautir) landsins. En þar gilda m.a. slikar takmarkanir, aö u.þ.b. 89% af vörubilum landsins hafa ekki leyfi til aö aka lengra en 50 km út frá sínum skráningar- staö. 11% blla hafa heimild til lengri aksturs meö nánari tak- mörkunum, sem gilda og eru mestar fyrir þá bila, sem taka aö sér flutninga fyrir aöra en eig endur. A þaö skal bent, aö vegaskattur vörubila i Noregi meö disilvélum hefir aö undanförnu veriö miklu hærri en hér á landi, og þaö auö- vitaö faliö I sér opinbera stefnu- mörkun. T.d var vörubill i Noregi, allt aö 22ja tonna meö hlassi, sem ók 50.000 km., á s.l. ári ætlaö að greiöa n.kr. 28.400.00 meö gengi 3354/20 Isl. kr. 952.593.00 I vegaskatt, en hér á landi var samskonar vörubil meö jafnlöngum akstri á ári ætiaö aö greiöa vegaskatt sem hér greinir: 30.00km.á 5/80 kr. 174.000.00 15.000km. á 5/22 kr. 78.300.00 5.000 km. á 4/64 kr. 23.200.00 kr 275.500.00 Er þetta athyglisvert meö tilliti til samanburðar, sem Framkvæmdastofnun rikisins hefur nýlega birt um tölu bila á hvern km. vega á Islandi og ná- lægum löndum sem hér greinir: Bretland 43 bilar á hvern km. vega V-Þýzkaland 42 bilar á hvern km. vega Sviþjóð 27 bilar á hvern km. vega Danmörk 22bflaráhvernkm. vega Noregur 14 bilar á hvern km. vega Finnland 13bilaráhvernkm. vega Island 5bilar á hvern km. vega Ætti þessi samanburður aö sýna aö eigi gjöld af ökutækjum sjálfum og rekstrarvörum til þeirra aö standa undir vega- kostnaöinum i hlutaöeigandi löndum, þá eru t.d. rúmlega 8-falt fleiri bflar um hvern km. i Bret- landi og Þýzkalandi en á Islandi og nærri 3-falt fleiri I Noregi. En þegar á þaö er litiö, aö bilar, sem þyngstir eru á fóðrum I vegagerð og viðhaldi, borga 245% minni vegaskatt hér á landi en i Noregi, og hafa auk þess litt takmarkaðar langleiöaökuheimildir, þá er ljóst aö um mjög mismunandi stjórnarstefnur er aö ræöa. Hvor er réttari? Mér verður hugsaö til þess, aö gjaldmiöill Norömanna og Vestur-Þjóöverja stendur vel meöal mynta heims og virðist þaö yfirleitt benda til traustrar stjórnarstefnu I þessum löndum, meðan Islenzkur gjaldmiöill hrynur að verögildi sem i skriðu- föllum og er fyrir löngu oröinn einhver aumasti og ótryggasti gjaldmiöill á noröurhveli jarðar. En þessu fylgir hér á landi mjög óeölileg eignatilfærsla og gifur- legt ranglæti og upplausn innan þjóöfélagsins. Guöjón F. Teitsson

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.