Tíminn - 31.08.1976, Blaðsíða 11
10
TÍMINN
Þriðjudagur 31. ágúst 1976.
Þriöjudagur 31. ágúst 1976.
TÍMINN
11
Hér sjást hús sem standa I „fjörunni”. Mörg þeirra eru mjög merkilegog viröist fuli ástæöa til þess að varðveita þau.
TILLAGA UM
Séð niður Lækjargil. Við Lækjar-
götu eru mörg gömul og merkileg
liús.
Timamyndir Karl.
Elzta hús á Akureyri, Laxdals-
hús, sem er númer 11 við Hafnar-
stræti.
FRIÐUN GAM-
ALLA HÚSA Á
AKUREYRI
KS-Akureyri — Nýlega var borin
fram merkileg tiliaga i bæjar-
stjórn Akureyrar um friðun
gan.alla húsa i bænum. Flutn-
ingsmaður, GIsli Jónsson segir
m.a. i tillögu þar að lútandi:
— Ekki leikur á tveim tungun,
að á Akureyri eru mörg hús þess
virði að þau séu varðveitt i sem
upprunalegastri mynd. Nú þegar
hefur of margt glatazt af eldi og
vangeymslu.
Bæjarhlutar, eins og gamla
Akureyriog fjaran,eru gott dæmi
um heil hverfi sem ættu aö geym-
ast án þess að heildarsvipur
þeirra raskist. Með þessu er þó
ekki áttvið, að ekki megi rifa eitt-
hvað af þessum gömlu húsum né
byggja þar á ný, ef þess er gætt,
að þau hús sem varðveizlugildi
hafa, fái að standa og nýbygging-
ar spilli ekki heildarsvip hverfis-
ins.
Siðar segir i tillögunni: Varð-
veizla gamalla húsa getur verið
æði kostnaðarsöm, og er ekki von
til þess að t.d. einstaklingar, sem
slik húseiga, geti lagt fram mikið
fé til varðveizlu þeirra, ekki sizt
ef húsineru h'tteða ekki nothæf tii
ibúðar. Flutningsmaður hvetur
siðan igreinargerðopinbera aðila
til að styrkja félög og aðra þá, er
áhuga hafa á varðveizlu slikra
gamalla húseigna.
I viðtali við Timann um þetta
mál, sagöi Gisli, að málinu hefði
verið visað til bæjarráðs, sem
siðan sendi erindið áfram tii þjóð-
minjavarðar, sem lögum sam-
kvæmt er formaður húsfriðunar-
nefndar rikisins.
Jafnframt var tillaga þessi
send stjórn Minjasafnsins á
Akureyri til umsagnar. Um fjár-
mögnun húsfriðunarsjóðsins er
gert ráð fyrir að tekjúr hans,
verði annars vegar framlag frá
rikinu, en hins vegar framlag frá
Akureyrarbæ.
Um gömul og merkileg hús
sagði Gish að nefna mætti i þvi
sambandi Laxdalshús, sem byggt
var árið 1795 og elzta spitalann á
Akureyri, sem byggður var á ár-
unum 1830-1840. Einnig eru við
Aðalstræti mörg hús sem merki-
leg eru, og má i þvi tilfelli nefna
Nonnahús.
Gamla kirkjan á Svalbarði var
flutt til Akureyrar árið 1970.
Kirkjunni var valinn staður, þar
sem fyrsta kirkjan, sem reist var
á Akureyri, haföi staðið. Sval-
barðskirkja var byggð árið 1846
af Þorsteini á Skipalóni.
Aðalstræti 50 er byggt á árunum
milli 1840-1850. Þar bjó séra
Matthias fyrstu 17 árin sem hann
bjó á Akurcyri, og þar munu
væntanlega hafa orðiðtil mörg af
hans kunnustu verkum. wmm
Elzti spitalmn á Akureyri var
byggður á árunum milli 1830 og
1840 við Aöalstræti 14.
*
Gamalt hús við Aöalstræti 66A.
Nonnahús er eitt þeirra húsa sem
i „fjörunni” standa. Það mun
sennUega vera þekktast þeirra,
og árlega kemur margt manna til
þess að skoða húsið, sem er mjög
vel við haldið.'
p-