Tíminn - 31.08.1976, Blaðsíða 15

Tíminn - 31.08.1976, Blaðsíða 15
Þriðjudagur 31. ágúst 1976. TÍMINN 15 Þrótt- arar voru auðveld bróð VIKINGAR áttu ekki I vahdræð- um með áhugalausa Þróttara, þegar þeir leiddu saman hesta sina í 1. deildarkeppninni. Þrótt- arar töpuðu (0:3) og verða þeir þviað leika gegn Akureyrarliðinu Þór um aukasætið i 1. deildar- keppninni. Óskar Tómasson, Róbert Agnarsson — skaila, og Eirlkur Þorsteinsson skoruðu mörk Vikinga, sem þurftu ekki að taka á honum stóra sinum gegn slöku liði Þróttar. —SOS Örn skor- aði nú 2 MARKASKORARINN mikh frá Eyjum, örn Óskarsson, skoraði tvö mörk þegar Eyjamenn unnu sigur (5:1) gegn KA á Akureyri. Örn hefur nú skorað 25 mörk f 2. deildarkeppninni og er hann lang markahæstur. Sveinn Sveinsson, Siguriás Þorleifsson og Viðar Elíasson skoruðu hin mörk Eyja- manna, en Gunnar Blöndal skor- aði fyrir KA. Úrslit i 2. deildarkeppninni um helgina urðu annars þessi: KA-Vestmannaey..........1:5 Reynir-Völsungur........1:2 Seifoss-Haukar..........4:3 Hreinn Elliðason og Magnús Torfason skoruðu fyrir Völsung, en Jónas Gunniaugsson fyrir Reyni. Halldór Sigurðsson (2), Sumarliði Guðbjörnsson og Guð- jón Arngrimsson skoruðu fyrir Selfoss, en Sigurður Aðalsteins- son 2 og ólafur Torfason fyrir Hauka. 2. DEILD Vestm .ey..., ...15 13 2 0 62: 11 28 Þor ..14 9 4 l 37: 13 22 Armann ...15 6 4 5 25: 20 16 Völsungur.., ...15 6 4 5 23: 23 16 KA . . 16 5 4 7 29: :35 14 Haukar ... 15 4 3 8 24 :31 11 tsafjörður... ...14 3 5 6 16: :28 11 Selfoss ..15 4 3 8 25: ;48 11 Reynir A .... ..15 2 1 12 14: 46 6 Umsjón: Sigmundur O. Steinarsson F Danny Blanchflower's kemur til Reykjavíkur „Slær tvær flugur í Ég mun slá tvær flugur í einu höggi, með því að fara til Reykjavíkur, sagði Danny Blanchflower, einvaldur landsliðs N-lra í viðtali við enska stór- blaðið „ Daily Mirror". — Þar fæ ég gott tækifæri til að sjá alla mótherja N-írlands í HM-keppninni leika, íslendinga, Hollendinga og Belgíumenn, sagði Blanchflower. Blanchflower er væntanlegur hingað til landsins á laugardag- inn og mun hann dveljast hér i 6 daga til að „njósna” um landslið islands, Hollands og Belgfu. Danny Blanchflower, sem var á sinum tíma einn þekktasti knatt- spyrnumaður Bretlandseyja, tók fyrir stuttu við stjórninni á lands- liði N-Íra. einu Blanchflower, sem lék 54 lands- Ieiki fyrir N-lra á árunum 1950 — 1963, var fyrirliði Tottenham-liðs- ins á árunum eftir 1960, þegar Lundúnaliðið var nær ósigrandi. Undir stjórn Blanchflower’s vann „Spurs” það afrek að vinna „Double” 1961, eða bæði ensku 1. deildar- og bikarkeppnina. Þá varð Tottenham einnig bikar- Elías til Þórs ELÍAS Jónasson, hinn kunni handknattleiks m a öur úr Haukum, sem þjálfaði Haukaliðið sl. keppnistimabil með góðum ár- angri, er nú á förum til Akur- eyrar, þar sem hann mun þjálfa og leika með Þórsliðinu. Það er ekki að efa, að Elias mun styrkja liðiö mikið — bæöi sem leikmaður og þjálfari. —SOS meistari 1962, eða tvö ár I röð, sem er afar sjaldgæft I Englandi. — Ég er mjög bjartsýnn á, að N-trar komist nú i úrslitakeppn- ina i Argentinu 1978, en þá eru liö- in 20 ár siðan N-trland lék i úr- slitakeppni HM sagði þessi kunni leikmaður, sem lék einmitt með N-trum (fyrirliði) i HM-keppn- inni 1958 I Sviþjóð, þegar N-trar komust i 8-liða úrslit. — Holiend- ingar og Belgiumenn eiga nú ekki eins sterkum liðum á að skipa, eins og undanfarin ár, þar sem þeir eru nú að byggja upp nýtt landslið. Það ætlum við N-trar að notfæra okkur, sagði Blanchflow- er. — SOS BLANCHFLOWER...sést hér Tottenham-búningnum. » > Þorsteinn kvaddi með marki.... — og varð þar með fyrsti markvörðurinn, sem skorar mark í 1. deildarkeppninni ÞORSTEINN Ólafsson, markvörðurinn kunni frá Kefla- vík, sem er nú farinn til náms f Sviþjóð, þar sem hann mun dveljast næstu 2 árin, lék kveðjuleik sinn í íslenzkri knattspyrnu í Keflavíká laugardaginn. Þorsteinn kvaddi með gullfallegu marki — hann skoraði örugglega úr víta- spyrnu og tryggði Keflvíkingum jafntefli (2:2) gegn Skagamönnum þegar 10 minútur voru til leiksloka. MAÐIIR LEIKSINS: Sveinsson. Arni -SOS — Það er óneitanlega skemmtilegt að kveðja með marki, sagði Þorsteinn eftir að hann hafði skorað markið — hans fyrsta 1. deildarmark. Þorsteinn var þar með fyrsti markvörður- inn, sem skorar mark i 1. deildar- keppninni. Leikur Keflvikinga og Akurnes- inga var þokkalegur miðað við aðstæður. Skagamenn fengu óskabyrjun, þegar þeir skoruöu 2 mörk á aðeins tveimur minútum i fyrri hálfleik. Jón Alfreðsson opn- aði leikinn með óvæntu marki. ÞORSTEINN.... byrjaði að leika með Keflavikur-liðinu 1968. Jón gaf fyrir markið — knötturinn sveif i loftinu, yfir Þorstein ólafs- son, markvörö, sem var kominn út úr markinu, og hafnaði i net- inu. Stuttu siöar skoraði (2:0) Karl Þóröarson með viðstöðu- lausu skoti frá vítateig. Keflvik- ingar gáfust ekki upp — Gisli Torfason náði að minnka muninn (2:1) fyrir þá fyrir leikhlé, þegar hann skoraöi úr þvögu, sem myndaðist við mark Skaga- manna. Siðan skoraði Þorsteinn ólafsson jöfnunarmark (2:2) Keflvikinga rétt fyrir leikslok úr vitaspyrnu, sem var dæmd á Ein- ar Guðleifsson, markvörð Skaga- manna, sem hindraði Þóri Sig- fússon gróflega inni i vitateig. ramarar i unnu sigur á Blikunum í slökum leik Leikur Fram og Breiðabliks bar keim af þvi, að hann hafði engin áhrif á röð liðanna i isiandsmótinu. Framarar voru búnir að tryggja sér UEFA-sætið á næsta ári, og Breiöabliksmenn voru meira með hugann við bikarleikinn á móti Val i kvöld. Þeir hvildu þá Gisla Sigurðsson og Hinrik Þórhallsson, og Haraldur Erlendsson kom fyrst inn á er tæpur hálftimi var til leiksloka. UEFA — bikarkeppni Evrópu Framarar skoruðu fyrsta markið, eftir aðeins 5 minútna leik. Kristinn Jörundsson renndi knettinum til Rúnars Gislasonar, sem átti auðvelt meö að skora úr dauöafæri. Þaö sem eftir var hálfleiksins sköpuðu liöin sér fá færi, en sóknarlotur Breiðabliks voru þó beittari, en aldrei þurfti Arni I marki Fram að taka á við markvörzluna. Framarar fengu þó eitt gott færi, er Sigurbergur skallaði yfir markið úr dauðafæri eftir hornspyrnu frá Eggert. I seinni hálfleik léku Framarar undan vestan golunni og aðeins var liðin ein minúta, þegar knötturinn lá I marki UBK. Hár knöttur var gefinn inn I vltateig UBK, markvörðurinn missti knöttinn fyrir fætur Kristins Jörundssonar, sem þakkaöi fyrir gott boð. Eftir þetta buldu sóknarlotur Fram á vörn UBK, en Einar Þórhallsson átti sem fyrr góðan leik I vörninni, og lét fátt fara fram hjá sér. Vörn UBK var þó vlðs fjarri, er Gunnar Guð- mundsson komst einn og óáreitt- ur inn I vitateig UBK og skoraði með þrumuskoti I markhornið fjær. Þetta geröist á 62. mlnútu. Eftir þetta sköpuðu Framarar sér nokkur góð færi, sem öll fóru for- görðum. Tækifæri UBK I seinni hálfleik voru engin, þeir hugsuðu greinilega mest um það að kom- ast heilir frá leiknum, án þess að tapa mjög stórt. Hjá Fram reis enginn upp úr meðalmennskunni, það má samt segja að skástur hjá þeim hafi veriö Agúst Guömundsson, og Rúnar Gislason tók nokkra góða spretti, en sást varla á milli. I liði Breiðablika bar Einar Framhald á bls. 19. Njarð- vík- ingar til Skot- lands — í Evrópukeppni bikarhafa í körfuknattleik Njarðvíkingar, sem taka þátt f Evrópukeppni bikar- meistara I körfuknattleik, drógust gegn skozka liðinu Boroughmuir Barrs frá Edinborg I fyrstu umferð bikarkeppninnar. Edin- borgar-liðið er bezta félags- lið Skota, og hefur liðið fjöl- marga landsliðsmenn I her- búðum sinum. Njarðvikingar eru mjög ánægðir meðaðhafa dregizt gegn Skotunum, þar sc-m þeir eiga góða möguleika á að sigra og komast áfram i keppninni. —SOS.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.