Tíminn - 31.08.1976, Blaðsíða 13

Tíminn - 31.08.1976, Blaðsíða 13
Þriöjudagur 31. ágúst 1976. TÍMINN. 13 Victor Babin leika á tvö pia- nó „Concerto pathétique” i e-moll eftir Franz Liszt/ Hljómsveitin Fiiharmonia leikur Sinfóniu nr. 3 I a-moll op. 56 eftir Mendelssohn: Otto Klemperer stjórnar. 12.00 Dagskráin. Tónleikar. Tilkynningar. 12.25 Veðurfregnir og fréttir. Tilkynningar. 13.00 Við vinnuna: Tónleikar. 14.30 Miðdegissagan: „Leikir I fjörunni” eftir Jón Óskar. Hföundur les (4). 15.00 Miðdegistónleikar. Franz Holetschek og Barylli kammersveitin leika „Lit- inn pianókonsert” eftir Leos Janácek. Eileen Croxford og David Parkhouse leika á selló og pianó Sónötu op. 6 eftir Samuel Barber. Cieve- land sinfóniuhljómsveitin leikur „Tilbrigði” eftir Will- iam Walton um stef eftrir Hindemith: George Szell stjórnar. 16.00 Fréttir. Tilkynningar. (16.15 Veðurfregnir). 16.20 Popphorn 17.30 Sagan: „Sumar i Grænufjöllum” eftir Stefán Júliusson. Sigriður Eyþórs- dóttir les sögulok (8). 18.00 Tónleikar. Tilkynningar 18.45 Veðurfregnir. Dagskrá kvöldsins. 19.00 Frettir. Fréttaauki. Til- kynningar. 19.30 Bikarkeppni Knatt- spyrnusambands tsiands á Laugardalsvelli. Jón As- geirsson lýsir siðari hálfleik Vals og Breiöabliks. 20.15 Lög unga fólksins. Asta R. Jóhannesdóttir kynnir. 21.00 Dagskrá um Asatrú. M.a. flutt erindi um Æsi, lesið úr Gylfaginningu, kveðið úr Hávamálum. Einnig flutt tónlist af hljóm- plötum. Flytjendur: Svein- björn Beinteinsson, Dagur Þorleifsson, Sigurbjörg Guövarðsdóttir, Jón Kjart- ansson og Jörmundur Ingi. 21.50 Einsöngur I útvarpssal: Sigriður Eila Magnúsdóttir syngurlög eftir Leif Þórar- insson, GIsli Magnússon leikur á planó. 22.00 Fréttir. 22.15 Veðurfregnir. Kvöldsag- an: Ævisaga Sigurðar Ingj- aidssonar frá Balaskaröi. Indriði G. Þorsteinsson rit- höfundur les (3). 22.40 Harmonikulög. Garðar Olgeirsson og Bjarki Arnason leika. 23.00 A hijóöbergi. Meira úr skipsskjölum Kólumbusar um borð i Santa Maria árið 1492. George Sanderlin, Anthony Quayle, Berry Stranton, John Kane og fleiri lesa og leika. 23.40 Fréttir. Dagskrárlok. sjónvarp 20.00 Fréttir og veður. 20.20 Auglýsingar og dagskrá. 20.30 Columbo. Bandariskur sakamálamyndaflokkur. Morð eftir nótum. Þýöandi Jón Thor Haraldsson. 21.45 Skattarnir. Umræðu- þáttur, sem gera má ráð fyrir að standi i eina og hálfa klukkustund. Bein út- scnding. Meðal þeirra, sem taka þátt i umræöum þessum, eru fjármálaráð- herra, rikisskattstjóri, fv. skattrannsóknarstjóri, lög- fræðingur Skattstofunnar I Reykjavik, bankastjóri og fulltrúar Alþýðusambands tslands og Vinnuveitenda- sambands tslands. Hverju dagblaði verður boðið að senda tvo blaöamenn til að mynda spyrjendahóp, en umræðum stýrir Eiður Guðnason, fréttamaöur sjónvarpsins, og honum til aðstoöar er annar frétta- maður, Guöjón Einarsson. Stjórn útsendingar Sigurður Sverrir Pálsson. 23.15 Dagskrárlok. Er í JÖTUNHEIMUM FJALLANNA 55 flæmdir frá jarðnæði sínu. A þeirri skoðun var þorri Lappanna, sem voru í Marsf jöllunum á sumrin, og for- svarsmaður þeirra var Turri. Það hafði ekki verið af neinni undirhyggju, að hann fullyrti, að sér væri ekki kappsmál að fá aftur hreindýralöndin, sem bændur ' höfðu lagt undir sig. Ef til vill hefði þetta mál líka tekið nýja stef nu, ef Jónas hefði slegizt í f ylgd með Löppunum um haustið. Sú viðbára Turra, að hann vantaði hjarð- mann, átti ekki nema að litlu leyti við rök að styðjast, og honum var ekki heldur sérstakt kappsmál að gifta elztu dóttur sina, þótt hann teldi það eðlilegt úrræði til þess að koma á varánlegum friði við bændurna. Megintilgangur hans hafði verið að láta þá Jónas og Níels leiða saman hesta sína. Það hefði að vísu orðið blóðug senna, ef þeim hefði lent saman, en Turri hafði myndað sér skoðun um það, hvor þeirra myndi ganga með sigur af hólmi. Og hvernig sem endalokin yrðu, hlaut hættunni, sem stafaði af ófriði á hendur byggðamönnum, að verða bægt frá. Lægi Níels eftir í valnum, voru fylgismenn hans forustu- lausir, og yrði það Jónas, sem blæddi til ólífis.. Nú þá fékk Níels að sofa úr sér hefndarlöngunina bak við trausta fangelsismúra. Hver var Níels? Það hefði harðnað brúnið á Lars Pálssyni ef þeirri spurningu hefði verið beint til hans. Niels — hann var hinn gamli fjandmaður byggðarinnar í Marzhlíð... helj- armenni, semaldrei sást fyrir... Lappinn, sem reyndi að brenna þar inni fólkog fénað, þegar mönnum höfðu mis- tekizf önnur úrræði. Þegar Lars og kona hans settust að í Marzhlíð var Ní- els í f lokki Lappanna á Marzf jallinu. Hann var þá hjarð- maður hjá föður Vönnu, en burðir hans og óbugandi viljakraftur höfðu samt gert hann að forustumanni, og allt virtist benda til þess, að bæði Vanna og hreindýra- hjörð föður hennar yrði eign hans, þegar tímar liðu. En af því hjónabandi varð aldrei. Stjórnlaust hatur Níelsar á frumbýlingunum leiddi af sér atburð, sem fældi Vönnu f rá honum og loks tapaði hann leiknum til f ulls, er hann reyndi að tortíma Hlíðarfólkinu. Þegar Hans og Greta settust líka að í Marzhlíð, hafði Níels leitað á aðrar slóðir og gifzt stúlku, sem erfði hreindýrahjörð og rétt til hreindýrahaga langt norður í f jöllunum. Hatur Níelsar hafði aldrei rénað. Oll þessi ár hafði hann reynt að finna eitthvert úrræði, sem gerði honum kleift að koma fram hefndum við Hlíðarfólkið, og nú hafði hann loks fundið ráð, sem var bæði öruggt og á- hrifaríkt. Þótt hefndin bitnaði á öllum, sem bjuggu ofan við byggðatakmörkin — það skeytti hann ekki um. Frumbýlingarnir — burt með þá. Það var kannske Turri einn, sem hafði hugboð um, hvers vegna Niels sótti svona f ast að vinna aftur það land, sem f rumbýlingarnir höfðu numið. Níels minntist aldrei á nýbyggðina í Marzhlíð, þegar hann sat á þingum með kynbræðrum sínum og lýsti því ranglæti, sem þeir hefðu verið beittir, og hvernig hægt væri að kippa öllu í sama horf og verið hafði áður fyrr, ef þeir héldu bara saman og krefðust þess einhuga, að þeim yrði skilað aftur öllu landi fyrir ofan byggðasam- tökin. Nú virtist allt leika í lyndi fyrir Níelsi. Allt benti til þess, að Lapparnir fengju óskir sínar uppfylltar, þegar málið yrði lagt fyrir þingið. Það var ekki einu sinni víst, að málið yrði kannað að nýju. Þegar lögin um byggða- takmörkin voru sett, höfðu komið f ram margar sannanir fyrir því, að þessi landshluti var ekki fallinn til annars en hreindýrabeitar.Það nægði ef til vill að visa til þeirra Þingmennirnir suður í Stokkhólmi þóttust líka margir hverjir vita, hvers konar menn það voru er hrökklazt höfðu upp í þessar f jallaauðnir. Þeir álitu, að það væri nóg svigrúm fyrir allt heiðarlegt fólk, sem vildi vinna í sveita síns andlits, þótt ekki væri seilzt til harðbalanna ofan við byggðatakmörkin. Ekki var þó málstaður frumbýlinganna vonlaus með öllu. Væri það rétt, sem Aron sagði, að Lands- höf ðinginn ætlaði að koma á markaðinn í Ásahléi, gat átt sér stað, að hann myndi gefa löggjafarsamkomunni til kynna, að það væri ekki aðeins verið að hrekja fáeina ræningja og skógarmenn úr fylgsnum sínum, ef farið væri að vilja Lappanna. Það væri miklu fremur verið að ræna dugandi og eljusama menn réttinum til heimila sinna, er þeir höfðu fórnað líf i sínu og atorku í mörg ár. Ef landshöfðinginn léti málið afskiptalaust, var ekki á annað að treysta en það, sem sýslumaðurinn i Vilhjálms- stað gat til leiðar komið. Jónas komst hvorki á fætur næsta dag né þann þar næsta. En bræður hans komust heilu og höldnu í Ásahlé. HVELL G E I R I D R E K I K U B B U R Kgljj ,Þetta les OKKAR Dreki I’ 'dagbók langafa sins...' Til hvers er þá hin trumban?^ Ég sendi i tviriti! < Ég nota^ þessa til að senda ' skilaboð. á 2-4

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.