Fréttablaðið - 21.11.2005, Blaðsíða 4

Fréttablaðið - 21.11.2005, Blaðsíða 4
4 21. nóvember 2005 MÁNUDAGUR KJARAMÁL Halldór Ásgrímsson forsætisráðherra gerir ráð fyrir að á yfirstandandi þingi verði lagt fram og lögfest frumvarp um atvinnuleysisbætur í samræmi við nýtt samkomulag ríkisstjórn- arinnar og aðila vinnumarkað- arins. Atvinnuleysisbætur verði þar í fyrsta skipti tekjutengdar og 180 þúsund króna þak sett á þær í samræmi við nánari útfærðar reglur. Halldór segir að hér sé um grundvallarbreytingu að ræða. Um helmingur atvinnuleysis sé í þrjá mánuði að minnsta kosti og niðurstaða nefndar á vegum félagsmálaráðherra sé að þeir sem fyrir því verði geti notið allt að sjötíu prósenta launa fyrstu þrjá mánuðina. Halldór sagði jafnframt á fundi með blaða- og fréttamönnum í fyrradag að vilji væri til þess að samræma reglur um örorkubæt- ur úr almannatryggingakerfinu og lífeyrissjóðakerfinu. Fram kom að skipuð yrði nefnd á næstu dögum til þess að fara yfir málið. Halldór sagði að skýra þyrfti regl- ur, samræma og ef til vill herða þær. Sjálfur skipar hann formann nefndarinnar en ætlunin er að hún skili niðurstöðum sem fyrst. Kostnaður ríkisins vegna máls- ins verður í fyrstu 1,5 milljarðar króna en allt að tveir milljarðar árið 2009. Halldór taldi samningana í vikunni afar mikilvæga og þeir mörkuðu ákveðin tímamót. - jh www.lyfja.is - Lifið heil ÍS LE N SK A A U G L† SI N G A ST O FA N /S IA .I S L YF 2 95 05 09 /2 00 5 Líttu eftir húðinni! Garðatorgi - Grindavík - Keflavík - Kringlunni - Lágmúla - Laugavegi - Setbergi - Smáralind - Smáratorgi - Spönginni - Egilsstöðum - Höfn - Fáskrúðsfirði - Seyðisfirði - Neskaupstað - Eskifirði - Reyðarfirði - Ísafirði - Bolungarvík - Patreksfirði - Borgarnesi - Grundarfirði - Stykkishólmi - Búðardal - Húsavík - Kópaskeri - Raufarhöfn - Þórshöfn - Sauðárkróki - Blönduósi - Hvammstanga - Skagaströnd - Selfossi - Laugarási FEDTCREME® • Á þurra og sprungna húð • Inniheldur ekki ilm- eða litarefni REPAIR® • Á mjög þurra og illa farna húð • Inniheldur ekki rotvarnar-, ilm- eða litarefni GENGIÐ GENGI GJALDMIÐLA 18.11.2005 Gengisvísitala krónunnar 61,84 62,14 105,89 106,41 72,21 72,61 9,684 9,74 9,177 9,231 7,531 7,575 87,61 88,13 87,73 88,25 Bandaríkjadalur Sterlingspund Evra Dönsk króna Norsk króna Sænsk króna Japanskt jen SDR USD GBP EUR DKK NOK SEK JPY XDR HEIMILD: Seðlabanki Íslands KAUP SALA 102,0777 SKOÐANAKÖNNUN 82,3 prósent Íslendinga segja að það eigi að heimila samkynhneigðum konum í sambúð að eignast börn með því að gangast undir tæknifrjóvgun með gjafasæði. 17,7 prósent þeirra sem tóku afstöðu, voru því andvíg. Fyrir helgi kynnti ríkisstjórnin nýtt frumvarp til laga sem bæta á réttarstöðu samkynhneigðra til jafns við gagnkynhneigða. Í frumvarpinu felst meðal annars að samkynhneigðir geti fengið óvígða sambúð skráða í þjóðskrá, að samkynhneigðum verði heimilt að ættleiða börn og að kona, í stað- festri samvist með annari konu, hefur rétt til að gangast undir tæknifrjóvgun með gjafasæði líkt og gagnkynhneigð pör. Nokkur munur er á afstöðu karla og kvenna í skoðanakönnun Fréttablaðsins. Konur voru heldur jákvæðari gagnvart því að lesbíur í staðfestri samvist hefðu rétt á að gangast undir tæknifrjóvgun, og töldu 85,6 prósent þeirra að slíkt ætti að heimila. 14,4 prósent kvenna voru því andvígar. Hins vegar töldu 79 prósent karla að slíkt ætti að leyfa, en 21 prósent karla voru því andvígir. Þá var einnig munur á afstöðu þeirra sem búa á höfuðborgar- svæðinu og þeirra sem búa á landsbyggðinni. Þeir sem búa á höfuðborgarsvæðinu voru frekar jákvæðari gagnvart því að heim- ila lesbíum í sambúð að gangast undir tæknifrjóvgun, eða 86,1 prósent. 13,9 prósent íbúa höfuð- borgarsvæðisins voru því andvíg. 77,0 prósent íbúa landsbyggðar- innar vildu heimila lesbíum þenn- an rétt, en 23 prósent voru því andvíg. Hringt var í 800 manns 19. nóvember, og skiptust svarendur jafnt milli kynja og hlutfallslega eftir kjördæmum. Spurt var: Á að heimila lesbíu í sambúð að gangast undir tæknifrjóvgun með gjafasæði? 88,5 prósent þeirra sem spurðir voru tóku afstöðu til spurningarinnar. svanborg@frettabla- Mikill stuðningur við rétt til tæknifjóvgunar Samkvæmt skoðanakönnun Fréttablaðsins styðja rúm 82 prósent Íslendinga rétt lesbía í sambúð til að gangast undir tæknifjóvgun með gjafasæði. Konur eru því hlynntari en karlar. Á AÐ HEIMILA LESBÍU Í SAMBÚÐ AÐ GANGAST UNDIR TÆKNIFRJÓVGUN MEÐ GJAFASÆÐI? Skoðanakönnun Fréttablaðsins 19. nóvember 23 ,0 % Höfuð- borgar- svæðið Lands- byggðin 86 ,1 % JÁ NEI 77 ,0 % 13 ,9 % JÁ 79 ,0 % 21 ,0 % NEI 85 ,6 % 14 ,4 % NEI 17 ,7 % JÁ 82 ,3 % EFTIR KYNI Karlar Konur EFTIR BÚSETUALLS MIKIL JÁKVÆÐNI Mikill meirihluti Íslendinga er fylgj- andi því að lesbíur í sambúð eigi þess kost að eignast börn með tæknifjóvgun. NORDIC PHOTOS /GETTY IMAGES SVEITARSTJÓRNARMÁL Valgerður Sig- urðardóttir hefur ákveðið að gefa ekki kost á sér á lista Sjálfstæðis- flokksins í Hafnarfirði fyrir kom- andi sveitarstjórnarkosningar. Valgerður sóttist eftir að leiða flokkinn en mátti lúta í lægra haldi fyrir Haraldi Ólasyni í prófkjöri á laugardaginn. Þýðir þetta að átta efstu færast upp um eitt sæti. ■ Sjálfstæðismenn í Hafnarfirði: Valgerður mun draga sig í hlé STJÓRNMÁL Brýnt er að Reykja- víkurflugvöllur verði áfram í höf- uðborginni að mati framsóknar- manna í Norðausturkjördæmi, en kjördæmisþing þeirra var haldið á Akureyri og lauk í gær. Á þinginu voru samþykktar fjölmargar ályktanir, til dæmis að eðlilegt sé að við endurskoðun stjórnarskrárinnar verði opnað fyrir þjóðaratkvæðagreiðslur og skýrar reglur mótaðar þar um. Þá lagði þingið áherslu á áfram- haldandi uppbyggingu Háskólans á Akureyri og lýsti yfir stuðningi við stofnun framhaldsskóla við utanverðan Eyjafjörð. - bs Kjördæmaþing Framsóknar: Flugvöllurinn verði um kyrrt VALGERÐUR SIGURÐARDÓTTIR FRÉTTABLAÐIÐ / STEFÁN HALLDÓR ÁSGRÍMSSON FORSÆTISRÁÐHERRA Ráðherrann boðaði tekjutengingu atvinnu- leysisbóta. Nýtt frumvarp til laga um atvinnuleysisbætur í samræmi við nýgerða samninga: Grundvallarbreyting á bótakerfinu Útafakstur á Hellisheiðinni Bíll keyrði út af á Hellisheiði laust fyrir klukkan sjö í gærkvöldi. Er talið að ökumaður hafi misst stjórn á bílnum en töluverð hálka var á heiðinni. Var ökumaðurinn í bílbelti og varð það honum til happs en hann reyndist ómeidd- ur. Bíllinn er hins vegar mikið skemmdur ef ekki óökufær. LÖGREGLUFRÉTTIR VIÐSKIPTI Avion Group fékk afhenda viðurkenningu fyrir að vera annað framsæknasta fyrir- tæki Evrópu árið 2005 í Barcelona á laugardaginn. Meðal þeirra sem voru við- staddir voru þeir Al Gore, fyrr- verandi varaforseti Bandaríkj- anna, og Joseph Borrell, forseti Evrópuþingsins. Það var Magnús Þorsteinsson, stjórnarformaður Avion Group, sem veitti viður- kenningunni viðtöku og sagði meðal annars við þetta tilefni að stefnt væri að skráningu fyr- irtækisins á hlutabréfamarkað strax í upphafi næsta árs. -fgg Framsækin fyrirtæki í Evrópu: Avion Group í öðru sæti FRAMKVÆMDARSTJÓRN AVION GROUP Fyr- irtækið þykir annað framsæknasta fyrirtækið í Evrópu LISTI SJÁLFSTÆÐIS- FLOKKSINS Í HAFNARFIRÐI 1. Haraldur Ólason 2. Almar Grímsson 3. Rósa Guðbjartsdóttir 4. María Kristín Gylfadóttir 5. Bergur Ólafsson 6. Skarphéðinn Orri Björnsson 7. Gurún Jónsdóttir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.