Fréttablaðið - 21.11.2005, Blaðsíða 14

Fréttablaðið - 21.11.2005, Blaðsíða 14
14 21. nóvember 2005 MÁNUDAGUR HEILBRIGÐISMÁL Ný rannsókn leiðir í ljós að þeir sem stunda reglu- bundna hreyfingu á yngri árum njóta ekki hreyfingarinnar, með tilliti til hættu á hjartaáföllum síðar, hætti þeir að hreyfa sig. Til að minnka líkur á hjartaáfalli þarf að halda áfram að hreyfa sig. Þeir sem hafa verið kyrrsetumenn ungir, geta hins vegar minnkað líkurnar á hjartaáfalli með því að byrja að hreyfa sig reglulega. Rannsóknina gerði Hildur Thors, heilsugæslulæknir á Heil- brigðisstofnun Suðurlands, í meistaranámi í lýðheilsufræðum við Karolinska Institutet í Sví- þjóð. Hún skoðaði hvernig munst- ur hreyfinga hjá ákveðnum hópi breyttist yfir ævina. Í frétt Heilbrigðisstofnunar Suðurlands kemur fram að rann- sóknin hafi staðfest mikilvægi þess að hreyfa sig reglulega alla ævina. „Hún sýnir einnig að það er vandamál hvað margir hætta að hreyfa sig með hækkandi aldri og það hefur áhrif á tíðni hjarta- áfalla hjá þjóðinni. Við þurfum því að rannsaka nánar hvað veld- ur og hvernig hægt er að koma í veg fyrir þessa breytingu.“ Hópurinn sem Hildur skoðaði samanstóð af 3.696 einstakling- um, bæði konum og körlum, á aldrinum 45 til 70 ára. Allir gáfu upplýsingar um hve mikið þeir höfðu hreyft sig á mismunandi aldri. Hluti af hópnum hafði feng- ið hjartaáfall og var borinn saman við hina. Með hækkandi aldri minnk- aði hlutfall þeirra sem hreyfa sig reglulega, sérstaklega meðal karla. Á aldrinum 15 til 24 ára hreyfðu tæplega 60 prósent sig reglulega, jafnt þeir sem fengu hjartaáfall síðar og hinir. „Með hækkandi aldri lækkaði hlutfall þeirra sem hreyfðu sig reglulega jafnt og þétt en marktækt meira hjá þeim hópi sem fékk hjartaáfall síðar á ævinni.“ - óká DV HILDUR THORS Hildur er læknir við Heilbrigðisstofnun Suðurlands og gerði nýverið rann- sókn á sambandi hreyfingar og hjartaáfalla. MYND/GUÐFINNA ÓLAFSDÓTTIR, HSU Ný rannsókn á tengslum hreyfingarmunsturs og hættunnar á því að fá hjartaáfall: Ávinningur hreyfingar tapast VIÐSKIPTI Sigurður Einarsson, stjórnarformaður KB banka, hefur verið skipaður formaður nefndar sem á að skoða hvernig Ísland geti orðið alþjóðleg fjár- málamiðstöð. Halldór Ásgríms- son forsætisráðherra tilkynnti þetta í gær. Ekki er búið að skipa aðra nefndarmenn en samkvæmt upplýsingum Fréttablaðsins verður það væntanlega gert í næstu viku. Forsætisráðherra hefur í nokkurn tíma talað um þenn- an möguleika, meðal annars á viðskiptaþingi Verslunarráðs Íslands, sem þá hét, í febrúar síðastliðnum. „Ég á mér þann draum að í framtíðinni verði Ísland þekkt um víða veröld sem alþjóðleg fjármálamiðstöð,“ sagði Halldór í ræðu sinni. Sagði hann það tækifæri vera vegna þess að á Íslandi störfuðu kraftmikil alþjóðleg fyrirtæki, sem hefðu kosið að eiga hér höf- uðstöðvar vegna ákjósanlegra skilyrða af hálfu stjórnvalda. Einnig vegna mannauðs sem hér er og mikils og góðs stöðug- leika.■ FORSÆTISRÁÐHERRA Halldór talaði um alþjóðlega fjármála- miðstöð á Íslandi á síðasta flokksþingi Framsóknarflokksins. Sigurður Einarsson stjórnarformaður KB banka skipaður formaður nýrrar nefndar: Ísland verði alþjóða fjármálamiðstöð MEÐ STÆKKUNARGLER Í KALKÚTTA Þessi kristna nunna á Indlandi brá stækk- unargleri fyrir auga sér þegar hún hlýddi á messu í Kalkútta í gær. Innan við tvö prósent Indverja eru kristinnar trúar. MYND/AP HÁTÆKNISJÚKRAHÚS Jón Kristjáns- son heilbrigðisráðherra hefur skipað framkvæmdanefnd um byggingu hátæknisjúkrahúss. Alfreð Þorsteinsson framsókn- armaður mun veita nefndinni formennsku. Aðrir nefndarmenn eru Inga Jóna Þórðardóttir, Árni Gunnarsson, Magnús Pétursson, Kristín Ingólfsdóttir, Ragnheið- ur Haraldsdóttir og Björn Ingi Sveinsson. Nefndin er skipuð í kjölfar þeirrar ákvörðunar ríkisstjórn- arinnar að veita átján milljörðum af söluandvirði Landsímans til byggingar sjúkrahúss af þessu tagi. - saj Framkvæmdanefnd skipuð: Nefnd um bygg- ingu sjúkrahúss JÓN KRISTJÁNSSON Heilbrigðisráðherra hefur skipað framkvæmdanefnd um hátæknisjúkrahús. SJÁVARÚTVEGUR „Það vita það allir sem eru til sjós að það er varla nokkurt æti til fyrir fiskinn lengur, maður sér það best á því að allur sjófugl er alveg horfinn og svo er fiskurinn svo horaður að hann er ekkert nema hausinn,“ segir Níels Ársælsson, útgerðarmaður frá Tálknafirði. Hann er einn þeirra fjölmörgu Vestfirðinga sem hafa miklar áhyggjur af þessari þróun. Þeir benda á að varp sjófugla hafi að miklu leyti misfarist í sumar vegna fæðuskorts. „Það er greinilegt að það er mik- ill fæðuskortur því hrefnan sem við veiddum í sumar var horuð og vannærð og enginn sjófugl sjáan- legur nokkurs staðar. Miðin eru alveg líf- laus,“ segir Guðmundur Konráðsson, sjómaður frá Ísafirði. Hafrann- sóknarstofn- un rannsakar nú spiklag og mataræði hrefnanna sem veiddar hafa verið tvö síðustu sumur en ekkert hefur enn komið úr þeim rannsóknum og er niðurstöðu ekki að vænta fyrr en í vor. Ársæll segir skýringuna vera loðnuveiði manna undanfarin ár með flottrollum en ekki hringnót eins og áður tíðkaðist. „Með þess- um flottrollum tvístra þeir göng- unum og svo byrja þeir austast og þar með taka þeir sterkustu loðn- una og stráfella hana.“ Níels segir að þar sem þorskurinn hafi varla nokkra loðnu lengur á matseðlin- um hafi hann gengið á sandsílin sem nú séu að hverfa við landið og svo éti þorskurinn undan sér, það er að segja afkvæmi sín, og það hafi bitnað á nýliðuninni. Hann segir ennfremur að þessi loðnuveiði hafi orðið til þess að skelfiskveiði hafi lagst af í Breiðafirði og að innfjarðar- sem og úthafsrækja sé nú nær með öllu horfin. Aðrir sjómenn og útgerðar- menn sem Fréttablaðið hafði samband við segja fæðuskortinn stafa af hlýnun sjávar. Nefna þeir í því sambandi að ýsunni hefur stórfjölgað en hún sækir frekar í hlýrri sjó en þorskurinn. Einnig nefndu menn að skötuselurinn og annar fiskur sem venjulega fannst aðeins sunnan við land er nú orð- inn mun algengari fyrir norðan. jse@fettabladid.is Segja fiskimiðin vera dauð Vestfirskir sjómenn segja að varla nokkurt æti sé á miðunum fyrir fisk og fugl. Hvalur og þorskur eru vannærðir. Sumir telja þetta stafa af hækkun hitastigs sjávar. Aðrir kenna um loðnuveiðum í flottroll. AF MIÐUNUM Vestfirskir sjómenn segja æti svo lítið á miðunum að fuglinn láti ekki sjá sig þar og fiskurinn sé horaður og hvalurinn líka. NÍELS ÁRSÆLSSON. Stefán geimverkfræðingur svæfir stúlkur og nauðgar þeim Svefn- nauðgari gengur laus DV2x15 20.11.2005 20:47 Page 1
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.