Fréttablaðið - 21.11.2005, Blaðsíða 80

Fréttablaðið - 21.11.2005, Blaðsíða 80
 21. nóvember 2005 MÁNUDAGUR36 FÓTBOLTI Franski framherjinn Thi- erry Henry segist verða orðinn þreyttur á því að fjölmiðlar séu sífellt að orða hann við hin og þessi lið í Evrópu. Skal engan undra að sögusagnir séu á kreiki þar sem Henry á aðeins átján mánuði eftir af núverandi samningi sem hann er ekki búinn að framlengja. Barcelona er nýjasta liðið sem er orðað við Henry og það reyndar ekki í fyrsta skipti. Þjálfari Barca, Frank Rijkaard, er mikill aðdá- andi Henrys og talið er að Barca muni bjóða verulegar fúlgur í hann næsta sumar. - hbg Thierry Henry: Þreyttur á sögusögnunum THIERRY HENRY Mun ekki þagga niður í fjölmiðlum fyrr en hann framlengir við Arsenal. FÓTBOLTI Tyrkneski landsliðsmað- urinn Emre Belozoglu gagnrýndi Roberto Mancini, knattspyrnu- stjóra ítalska liðsins Inter Milan, harkalega í viðtali um daginn. Emre lék með Inter en er nú genginn í raðir enska liðsins New- castle. Hann sagðist spá því að Mancini yrði rekinn innan tíðar þar sem liðið hefði valdið miklum vonbrigðum. Mancini er ekki sátt- ur við þessi orð Emre. „Ég held að sumir leikmenn ættu að tala minna og hefðu frekar átt að sýna eitthvað inni á sjálfum vellinum. Ef þeir hefðu gert það væri staða liðsins allt önnur og betri. Emre er fínn leikmaður og frábær félagi en hann hefði mátt leggja meira á sig þegar hann spil- aði fyrir félagið,“ sagði Mancini. Mancini svarar Emre: Ætti að tala minna FÓTBOLTI „Þetta var leikur sem alla dreymir um að eiga, þetta var fullkomin frammistaða“ sagði besti knattspyrnumaður heims, Ronaldinho eftir 3-0 burstið á Real Madrid um helgina. Ronaldinho fór gjörsamlega á kostum og skor- aði tvö glæsileg mörk auk þess að sýna draumatilþrif út um allan völl. Ronaldinho var svo góður að stuðningsmenn Real stóðu upp og klöppuðu fyrir honum. „Það var mjög tilfinningarík stund fyrir mig og ég mun aldrei gleyma þessu. Þetta er ekki eitthvað sem maður býst við. Ég vissi ekki að þetta hefði bara gerst einu sinni áður hér en þá var klappað fyrir Maradona,“ sagði Ronaldinho. „Ronaldinho er besti leikmaður í heimi. Hann sýndi það í leiknum eins og hann gerir alltaf,“ sagði Carlos Puyol, fyrirliði Barcelona um Brasilíumanninn sem er hælt í hástert í fjölmiðlum á Spáni þessa dagana. Ronaldinho bindur enda á „galacticos“, sagði í fyrirsögn Marca sem gekk langt í gagnrýni sinni á Real Madrid um leið og þeir veðjuðu Spánarmeistaratitl- inum á Barcelona í nóvember. - hþh Ekki oft klappað fyrir Barcelona og Bernabeau: Ronaldinho og Maradona þeir einu RONALDINHO Stuðningsmenn Real klöpp- uðu fyrir honum á laugardag. SUND Sundkappinn Örn Arnarson gæti neyðst til að draga sig úr EM í sundi sem fram fer á Ítalíu í desember vegna lasleika. Örn þjáist af of örum hjartslætti en hann fór upp á spítala í gær í rann- sóknir en hvort þetta er alvarlegt ætti að skýrast fljótlega. Örn hætti þátttöku á meistara- mótinu á laugardaginn eftir 100 metra skriðsundið þar sem hann hampaði sigri en hann hefur verið kvalinn undanfarnar þrjár vikur og hefur gengist undir ýmsar rann- sóknir vegna kvillanna. Auk þess að vera með of háan púls er Örn með sviða í brjóstholi en þó eru einkenni Arnar ekki talin vera mjög alvarleg og eru bundnar vonir við að Örn muni verða búinn að ná sér þegar að Evrópumóti kemur. - hþh Örn Arnarson: Ekki með á EM? ÖRN ARNARSON Er með hjartakvilla og missir væntanlega af EM. SUND Meistaramót Íslands í sundi í 25 metra laug fór fram um helgina við glæsilegar aðstæður í Laugar- dalslaug. Anja Ríkey Jakobsdóttir í sundfélaginu Ægi, Ragnheiður Ragnarsdóttir í KR, Jakob Jóhann Sveinsson í Ægi og Örn Arnarson í Sundfélagi Hafnarfjarðar stóðu upp úr á mótinu og unnu sam- tals 21 grein en Anja og Jakob settu Íslandsmet á mótinu. Fram- undan hjá fjórmenningunum er Evrópumótið sem fram fer á Ítalíu aðra helgina í desember og gefur árangurinn á meistaramótinu þeim byr undir báða vængi fyrir mótið. „Ég er rosalega ánægð með mótið, þetta hefur verið frábært og búið að ganga vel hjá mér, ég trúi þessu varla sjálf,“ sagði Anja Ríkey við Fréttablaðið eftir meist- aramótið í gær. Anja synti til sig- urs í sex greinum og var að vonum ánægð með árangurinn. „Ég er ánægðust með 100 metra bak- sundið þar sem ég setti Íslands- met en annars var allt mótið gott en þetta stendur upp úr. Ég er búin að vera að bæta mig mikið í nokkrum sundum sem ég er mjög ánægð með og það er bara frábært og vonandi eru þetta góð fyrirheit fyrir Evrópumótið í desember. Ég stefni á að komast í 16-liða úrslit í 100 metra baksundinu og ég á að geta það. Allt annað er svo bara bónus,“ sagði sunddrottningin að lokum. „Þetta mót hefur gengið allt í lagi en fyrst og fremst er það góður undirbúningur fyrir Evr- ópumótið“ sagði Jakob Jóhann Sveinsson úr Sundfélaginu Ægi við Fréttablaðið í gær, en hann varð hlutskarpastur í fimm grein- um á mótinu. „Það var gott að ná Íslandsmetinu í 50 metra bringu- sundi og ég er búinn að vera að synda hratt á æfingum og litlum mótum að undanförnu og það á að geta skilað sér á Evrópumótinu þar sem ég stefni á að komast í úrslitin. Þetta verður mjög sterkt mót og maður verður að laða fram það besta í sér allan tímann. Í fyrra var það 59,90 á pallinn en sá tími dugir sennilega bara inn í 16-liða úrslitin í þessu móti sem sýnir styrk þess,“ sagði Örn sem á best 1.05 mínútur í 100 metra bringusundi. Afreksfólkið stóð upp úr Besta sundfólk landsins sankaði að sér verðlaunum á meistaramóti Íslands í sundi sem fram fór í Laugum um helgina. ANJA RÍKEY JAKOBSDÓTTIR Synti geysilega vel um helgina og var sátt að móti loknu. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.