Fréttablaðið - 21.11.2005, Qupperneq 10
10 21. nóvember 2005 MÁNUDAGUR
HERJÓLFSBÆRINN Hér má sjá tölvugerða mynd af Herjólfsbænum eins og hann mun líta út. Hugmynd félagsins er að húsið verði öllum opið. Safnvörður í Byggðasafni Vestmannaeyja
efast um gildi hússins og óttast um fornminjar sem eru órannsakaðar.
VESTMANNAEYJAR „Þetta er á órann-
sökuðu svæði. Það hefur ekki
farið fram endurmat á minjum í
dalnum en fornleifanefnd ríkis-
ins er komin í það mál,“ segir Hlíf
Gylfadóttir, safnvörður í Byggða-
safni Vestmannaeyja. Herjólfs-
bæjarfélagið vinnur nú að því
að reisa hús í Herjólfsdal í Vest-
mannaeyjum. Húsið er byggt eftir
hugmyndum um hvernig bygging-
ar litu út á landnámstíma.
Hlíf hefur ritað greinargerð þar
sem hún lýsir miklum efasemdum
um ágæti framkvæmdarinnar og
telur að hugsanlegar mannvistar-
leifar í Herjólfsdal kunni að vera
í hættu. Í greinargerðinni segir
Hlíf að sögulegt gildi hússins sé
ekki til staðar og fullyrðir að það
gefi svæðinu ekki aukið menning-
arlegt gildi.
„Það er rík ástæða til þess að
skoða Herjólfsdalinn nákvæm-
lega og fara vel yfir það hvort
þarna kunni að vera einhverjar
mannvistarleifar,“ segir Árni
Johnsen, en hann er forsvarsmað-
ur Herjólfsbæjarfélagsins. „Það
var gerð úttekt á svæðinu fyrir
átta eða níu árum og í kjölfarið
var gefið út deiliskipulag þar sem
samþykkt var að byggja á tveim-
ur reitum. Þetta er annar þeirra,“
segir Árni.
Árni segir að þegar farið var
út í jarðvegsskipti undir Herj-
ólfsbænum hafi ekkert komið
upp úr krafsinu annað en urð,
grjót og mold. „Því miður fund-
ust engar beinagrindur. Ef við
hefðum fundið einhverjar rústir
undir húsinu þá hefðum við nátt-
úrulega tilkynnt það og stöðvað
framkvæmdirnar,“ bætir hann
við.
Árni kveður hugmyndina að
bænum ekki vera nýja af nálinni.
Þarna eigi að byggja í anda þeir-
ra rústa sem fyrir eru í dalnum
sem hann segir vera einar af best
geymdu rústum landsins.
„Herjólfsbæjarfélagið er
áhugamannafélag samsett af ein-
staklingum og fyrirtækjum. Bær-
inn kemur þarna hvergi nálægt,“
útskýrir Árni. Hann er ekki til-
búinn til að gefa upplýsingar um
kostnaðinn við bygginguna að svo
stöddu. saj@frettabladid.is
Telur bæinn ógna fornminjum
Herjólfsbæjarfélagið byggir nú landnámsbæ í Herjólfsdal í Vestmannaeyjum. Formaður Byggðasafns
Vestmannaeyja finnur framkvæmdinni flest til foráttu og óttast að þarna geti glatast merkar fornminjar.
Árni Johnsen telur öllu óhætt, ekkert hafi fundist þegar farið var út í jarðvegsskipti undir landnámsbænum.
ÁRNI JOHNSEN Árni telur ríka ástæðu vera
til að rannsaka frekar Herjólfsdalinn en
bendir á að deiliskipulag hafi verið tilbúið
fyrir reitinn sem húsið er byggt á.
FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM
Á FLUGSÝNINGU Elísabet II Englands-
drottning fylgist með flugsýningu breska
flughersins á herflugvellinum Coltishall á
fimmtudag, en þá var þess minnst að 65 ár
voru síðan völlurinn var tekinn í notkun.
MYND/AP
TÆKNI Digital Ísland hóf
formlega útsendingar á Akureyri
síðastliðinn föstudag og var mikill
handagangur í öskjunni í verslun
Og Vodafone á Glerártorgi og
hjá Radíónausti við að afhenda
áskrifendum nýja myndlykla.
Útsendingar Digital Íslands á
Akureyri eru á UHF-tíðni og því
geta Akureyringar ekki nýtt sér
efni erlendra sjónvarpsstöðva
sem Digital Ísland dreifir en
samkvæmt lögum er bannað að
dreifa erlendu sjónvarpsefni á
UHF-tíðni.
Þær stöðvar sem standa Akur-
eyringum til boða til að byrja með
eru: Stöð 2, Stöð 2+, Stöð 2-Bíó,
Sýn, Sirkus, NFS og Rúv. - kk
365 ljósvakamiðlar:
Digital Ísland
á Akureyri
MYNDLYKILL AFHENTUR Bergsveinn Snorra-
son, rekstrarstjóri Og Vodafone á Akureyri,
afhendir óþreyjufullum viðskiptavini nýjan
myndlykil. FRÉTTABLAÐIÐ/KK
MENNTAMÁL Ólína Þorvarðardótt-
ir, skólameistari Menntaskól-
ans á Ísafirði, hefur fengið frá
menntamálaráðuneytinu und-
irskriftalista með nöfnum 22
starfsmanna skólans sem fylgdi
áskorun þeirra til ráðherrans um
að bregðast við stjórnunarvanda
skólans. Í niðurlagi áskorunar-
innar er ráðherra beðinn um að
gæta trúnaðar við undirritaða.
Frá þessu var greint á fréttavef
Bæjarins bestu í gær.
Í framhaldi af þessari áskor-
un skipaði menntamálaráðherra
nefnd sem nú gerir úttekt á
stjórnunarháttum menntaskól-
ans. - jse
Menntamálaráðuneytið:
Virðir
ekki trúnað
MENNTASKÓLINN Á ÍSAFIRÐI Hópur
kennara skoraði á menntamálaráðherra að
bregðast við stjórnunarvanda.
UPPLÝSINGATÆKNI Um þessar
mundir eru að minnsta kosti þrjú
ný afbrigði af Sober-tölvuormin-
um í umferð á internetinu. Sober
er sú tegund af óværu sem berst
í tölvupósti.
Ormurinn grefur sig í tölvuna
þegar notandi opnar sýkt við-
hengi sem borist hefur í tölvu-
pósti.
Björn Davíðsson, þróunar-
stjóri Snerpu á Ísafirði, segir
afbrigðin þrjú sem mest ber á
núna geta aftengt vírusvarnar-
forrit ef þau hafa ekki verið rétt
uppfærð með nýjustu upplýsing-
um um netóværu. „Því er rík
ástæða til að leggja áherslu á það
við tölvunotendur að þeir haldi
veiruvarnarforritum rétt upp-
færðum,“ segir hann og bætir
við að Kaspersky Lab veiruvarn-
arfyrirtækið hafi tilkynnt um
mikinn fjölda af sýktum pósti
sem hafi verið stöðvaður af hug-
búnaði þess, KAV Antivirus.
„Það hefur verið staðfest að sú
alda sem nú gengur yfir sé af
völdum Sober-ormsins, nánar
tiltekið afbrigða sem gefin hafa
verið nöfnin Sober.u, Sober.v og
Sober.w.“ - óká
Vírusvarnafyrirtæki varar við skaðlegri óværu sem berst í tölvupósti:
Sober aftengir varnir tölva
BJÖRN DAVÍÐSSON
Þróunarstjóri tölvuþjónustunnar Snerpu á
Ísafirði varar við skaðlegri netóværu.
DÓMSMÁL Prentsmiðjan Gutenberg
þarf að borga bílstjóra rúmar 7,3
milljónir króna í bætur vegna
ólögmætrar riftunar á samningi
við hann. Þetta var ákveðið með
dómi Hæstaréttar á fimmtudag.
Héraðsdómur Reykjaness hafði
áður dæmt manninum 1,7 milljón-
ir króna í bætur.
Upphaflegur samningur bíl-
stjórans var við prentsmiðjuna
Grafík í desember árið 2000, upp-
segjanlegur með þriggja mánaða
fyrirvara ef upp kæmi ágreining-
ur í samstarfi.
Í nóvember 2001 var samningn-
um sagt upp vegna þess að Grafík
væri að sameinast Gutenberg. Bíl-
stjórinn mótmælti og kvað engan
ágreining hafa verið uppi sem
réttlætti riftun. - óká
Gutenberg tapar dómsmáli:
Þarf að borga
milljónabætur
GVATEMALA Eitthvert hlé verður
gert á baráttu yfirvalda í Gvatemala
gegn sölu og smygli á fíkniefnum.
Æðsti yfirmaður stofnunar
þar í landi, sem sett var á fót
til að sporna við sölu og smygli
á fíkniefnum, var handtekinn í
Bandaríkjunum nýlega vegna
gruns um að hafa ætlað að smygla
tvö þúsund kílóum af kókaíni til
landsins.
Málið er hið vandræðalegasta
fyrir stjórnvöld í Gvatemala. Inn-
anríkisráðherrann hefur nú lofað
að opinber rannsókn muni fara
fram á málinu og að allt verði gert
til að svona muni ekki endurtaka
sig. ■
Spilling í Gvatemala:
Lögreglan stóð
í kókaínsmygli
GARÐABÆR Gunnar Einarsson, bæj-
arstjóri í Garðabæ, segir að þróun
Sjálandsskóla hafi gengið sam-
kvæmt áætlun og ánægja ríki með
skólann og skólastarfið. Húsnæðið
sé nýtt mjög vel og í samræmi við
áætlun. Það sé rangt að alltof fá
börn séu í skólanum. Það sé frekar
þvert á móti.
„Við sáum fyrir að fjölgunin
yrði mjög hröð og að það væri
hagkvæmt að byggja skólann eins
og við gerðum. Aðsóknin á fyrsta
ári er meiri en við reiknuðum með
og við reiknum með 130 börnum á
næsta ári. Það er að ganga eftir.
Það væri verra ef við værum
að byggja skólann núna á miðju
skólaári.
Fréttablaðið greindi frá því á
föstudag, að þriðjungi færri börn
væru í Sjálandsskóla en ættu að
vera. Nú eru tæplega 80 börn en
skólinn getur tekið við 240 börn-
um. Ástæðan er sú að mun færri
börn eru í hverfinu en búist hafði
verið við.
Sigurður Björgvinsson, bæj-
arfulltrúi Samfylkingarinnar í
Garðabæ og skólastjóri Víðistaða-
skóla í Hafnarfirði, staðfestir að
mun færri börn séu í Sjálands-
skóla en gert hafi verið ráð fyrir.
Hann segir að ástæðan sé meðal
annars sú að mörg börn fari úr
leikskóla Hjallastefnunnar sem
er í Sjálandshverfi í grunnskóla
stefnunnar á Vífilsstöðum. - ghs
Of fá börn í Sjálandsskóla í Garðabæ:
Börnin fara í Hjallaskóla
SIGURÐUR BJÖRGVINSSON Sigurður
Björgvinsson, bæjarfulltrúi Samfylkingar-
innar, segir að mörg börn haldi, eftir nám í
leikskóla Hjallastefnunnar, í grunnskólann
á Vífilsstöðum. FRÉTTABLAÐIÐ/PJETUR