Fréttablaðið - 21.11.2005, Síða 20
21. nóvember 2005 MÁNUDAGUR20
Geðklofi virðist vera sá sjúkdómur
sem hvað mestan ótta vekur miðað
við aðra geðsjúkdóma. En hvað
veldur þessum ótta? Þekkingarleysi.
Þessi sjúkdómur er líka þess eðlis
að viðkomandi er oft ekki fær um að
bera hönd fyrir höfuð sér og berjast
fyrir sjálfssögðum mannréttindum
og virðingu í samfélaginu.
Í Kastljósi þann 31. október síð-
astliðinn var viðtal við húsnæðis-
lausan rúmlega þrítugan mann sem
lifað hefur með geðklofa í tíu ár.
Það vakti athygli mína hvað þessi
maður kom vel fyrir. Ég ræddi
þetta við geðlækni sem var sama
sinnis, fannst viðkomandi koma öllu
mjög skýrt og vel frá sér, og bætti
við að ef hann hefði ekki vitað um
sjúkdóminn hefði hann ekki grunað
að viðkomandi væri greindur geð-
klofi. Þessi ungi maður er einmitt
gott dæmi um hversu góðan bata
einstaklingar með geðklofa geta
hlotið með sjálfshjálp, að þekkja
hættumerki sjúkdómsins, hjálp frá-
bærra lyfja, og viðeigandi meðferð-
ar fagaðila að ógleymdum stuðningi
fjölskyldunnar sem er einn stærsti
hlekkurinn í bataferlinu.
Alls konar ranghugmyndir og
fordómar viðhafast um þennan
geðsjúkdóm. T.d. að viðkomandi
sé margar persónur og sé ofbeldis-
hneigður svo eitthvað sé nefnt. En
báðar ofantaldar staðhæfingar eru
rangar. Þessir einstaklingar eru
ekki margar persónur né ofbeldis-
hneigðari en gerist meðal almenn-
ings samkvæmt rannsóknum. Þeir
einstaklingar sem greinast með
sjúkdóminn og eru hættulegir sér
og umhverfi sínu fá vistun á viðeig-
andi stofnun. En það eru mun færri
einstaklingar en þeir sem eru úti í
samfélaginu. Lesandi góður, ef þú
ert haldinn hræðslu eða fordómum
gagnvart geðklofa, þá er einfalt að
nálgast bæklinga á heilsugæslu-
stöðvum, í apótekum og víðar um
sjúkdóminn, auk þess er hægt að
fara inn á Internetið, t.d Netdoktor.
is o.fl. Því þekking eyðir ótta!
Undirrituð hefur verið í aðstand-
endahóp Geðhjálpar síðan í vor. 30.
október síðastliðinn var hann form-
lega stofnaður með yfirskriftinni
„Fram í dagsljósið“. Já, það er ein-
mitt eitt af þeim mikilvægu sporum
sem aðstandendahópur Geðhjálpar
ætlar að stíga í framtíðinni. Það
gladdi okkur að húsfyllir var á fund-
inum og það er augljóst að róttækra
aðgerða er þörf. Hópurinn starfar á
grundvelli 10. gr. laga Geðhjálpar.
MIKILVÆGUSTU MARKMIÐ
HÓPSINS ERU:
- Að berjast fyrir því að þeir sem
þjást af geðsjúkdómum og aðstand-
endur þeirra njóti sömu mannrétt-
inda og virðingar og aðrir í sam-
félaginu.
- Að vinna gegn fordómum og
vanþekkingu á geðsjúkdómum og
afleiðingum þeirra. Þetta þýðir að:
- Hópurinn berst fyrir bestu
þjónustu sem völ er á og endur-
hæfingu sem tekur mið af þörfum
hvers og eins;
- Hópurinn beitir sér fyrir fræðs-
lu um geðsjúkdóma og afleiðingar
þeirra fyrir þá sem af þeim þjást.
Til að fá aðild í aðstandendahóp
Geðhjálpar er skilyrði að ganga í
Geðhjálp þar sem hópurinn starfar
undir hatti félagsins. Við hvetjum
aðstandendur og áhugafólk til að
ganga til liðs við okkur. Áhugasamir
hafi samband við Geðhjálp, Túngötu
7 Reykjavík, sími 570 1700. Aðstand-
endahópur Geðhjálpar horfir fyrst
til búsetu- og endurhæfingalausna
auk fræðslu. Verkefnin eru mörg og
mikilvægt er að allir þeir aðilar sem
að úrræðum koma, að ógleymdum
notendum og aðstandendum, séu í
samráði og forgangsröðun.
Mig langar að færa öllu því góða
og frábæra fólki innan Geðhjálpar,
aðstandendahópnum og öðrum sem
hafa lagt ómælda vinnu í málaflokk-
inn og skapað umræðu; hjartans þakk-
ir. Sérstakar þakkir fá hæstvirtur
félagsmálaráðherra Árni Magnússon
og hæstvirtur heilbrigðisráðherra
Jón Kristjánsson fyrir að leggja sín
lóð á vogarskálarnar með auðsýnd-
um áhuga og skilningi að sögn tals-
manna okkar í aðstandendahópn-
um. Okkar frábæra leikkona, Edda
Heiðrún Backman, sagði nýverið í
viðtali í Ríkissjónvarpinu varðandi
MND-sjúkdóm sinn og hvernig hún
tækist á við hann, að hún liti á þetta
sem verkefni en ekki veikindi. Þetta
þótti mér falleg og uppbyggileg setn-
ing. Það er gott að það er til fólk eins
og hún, sjúkum og aðstandendum til
hvatningar í erfiðum sporum.
Ég ætla að hafa fallegu fleygu
setninguna hennar Eddu Heiðrúnar
að leiðarljósi og líta á veikindi míns
ástvinar sem verðugt verkefni,
horfa á styrkleika hans, því að það
er svo sannarlega gefandi. Ég leyfi
mér hér með að stíga fram í dags-
ljósið og er stolt af því. Fólk velur
sér nefnilega ekki sjúkdóma, en það
er samdóma álit hópsins að geðjúk-
dómar þurfa að fá sömu umfjöllun
og aðrir sjúkdómar.
Höfundur starfar með aðstand-
endahóp innan Geðhjálpar.
AF NETINU
UMRÆÐAN
GEÐKLOFI
VALA LÁRUSDÓTTIR
Okkar frábæra leikkona, Edda
Heiðrún Backman, sagði nýver-
ið í viðtali í Ríkissjónvarpinu
varðandi MND-sjúkdóm sinn
og hvernig hún tækist á við
hann, að hún liti á þetta sem
verkefni en ekki veikindi.
Höfðabakka 1 - sími 587 50 70
AFMÆLISTILBOÐ
Stór-afmæli
tveggja stærstu fiskbúða landsins
Aðeins eitt verð
890,-kr/kg
Allur fiskur á sama verði í dag!!
skötuselur, lúðusneiðar, lúðuflök, fiskréttir, marineraður fiskur,
rauðspretta, ýsuflök, siginn fiskur.
Gildir aðeins um nýjan og ferskann fisk.
Gildir aðeins í dag mánudag.
Pólitískt framhjáhald
Á mínum aldri kemur það fyrir að menn
láta freistast af háskalegum og spennandi
konum. Ég hélt að það myndi henda
alla aðra en mig. En ég er fallinn engill.
Dýrfirsku genin í ætt minni sofa lítið. Við
vökum á nóttunni. Ég les, sigli á Netinu,
pæli út hin efstu rök og bægi frá mér til-
vistarangistinni með því að leita huggunar
í ísskápnum. Við þann háska hafa freisting-
ar mínar staðnæmst hingað til og gert mig
að glaðlega vöxnum manni. Eina nóttina
eftir að hafa lesið bresku blöðin og Spieg-
el og pólitísku vefina datt ég inn á tæling-
arvef. Glæsilegar konur með stólpakjaft
og hættulegar skoðanir liðu um skjáinn.
Auðvitað hefði ég átt að slökkva strax. En
ég lét fallerast einsog hendir kalla einsog
og mig sem eru komnir á breytingaskeið-
ið. Þetta voru Tíkurnar. Tíkurnar eru vaskar
íhaldsstelpur sem halda úti kjaftforri síðu
og eru með lenínískt plan um að leggja
undir sig Sjálfstæðisflokkinn. Þær eru á
býsna góðri leið með það. Þær eru hægri
sinnaðir femínistar og vilja ekki að konur
komist til áhrifa í krafti kyns heldur eigin
verðleika.
Össur Skarphéðinsson á althingi.
is/ossur
Menningin blómstrar
Ég er að rembast við að lifa á stór-Reykja-
víkursvæðinu -lét samt veðrið koma í
veg fyrir það að ég færi í World Class í
Laugardalnum, fór bara í bókasafnið í
staðinn og fékk lánaða Blikktrommuna
eftir Gunter Grass, ein merkasta bók 20.
aldarinnar er mér sagt. Því miður get ég
ekki lesið hana á frummálinu þýsku af
neinu viti en hvað um það. Bókasafnið
okkar til hreinnar fyrirmyndar og á nátt-
úrulega Jón Sævar bókavörðurinn sem
Ólafur Áki rak lof skilið -mér er sagt að
allt í sambandi við uppbyggingu safnsins
lýsi fagmennsku hans. það ætti að hei-
ðra hann með einhverjum hætti þegar
fram líða stundir. Nú er safnið rekið af
miklum myndarskap af menningarfull-
trúanum Barböru Guðnadóttur og sam-
starsfólki Guðfinnu Karlsdóttur og Rögnu
Erlendsdóttur. Og menningin blómstrar.
Um þessa helgi sem nú fer í hönd getur
allur almenningur valið um jasstónleika,
hagyrðingakvöld og fjölskyldutónleika og
tónleika Kammerkórs Suðurlands. Það
var kominn tími til að við kæmum okkur
upp menningarnefnd og menningarfull-
trúa og skal hlutur menningarnefndar
ekki fyrir borð borinn en þar er í forsæti
Jóhanna Hjartardóttir.
Baldur Kristjánsson á baldur.is
Þekkingin eyðir ótta!
Fyrir skömmu birti The Economist
fréttir af því að flokksstarf banda-
rískra jafnaðarmanna væri lamað
vegna spillingar íhaldsmanna þar
í landi. Öll orka jafnaðarmanna
færi nú í að fjalla um og fordæma
spillinguna meðan mótun og boðun
stefnumála lægi öll niðri.
The Enonomist bendir réttilega
á að flokkar vinna ekki kosning-
ar vegna spillingar andstæðinga
sinna heldur vegna þess að þeir
sigra hugsjónastríðið og bjóða
upp á jákvæða framtíðarsýn. Bill
Clinton gerði það 1992 og Tony
Blair 1997. Nóbelsverðlaunahaf-
inn í hagfræði og fyrrum efna-
hagsráðgjafi Bills Clinton, Joseph
Stiglitz, hefur reynt að leiðbeina
bandarískum jafnaðarmönnum
út úr ógöngunum. Hann telur
fyrsta verkefni jafnaðarmanna
vera að útskýra fyrir fólki hvað er
rangt við hugsjónir íhaldsmanna.
Útskýra hvernig þessi ofurein-
falda hugsjón einstaklingshyggju
og græðgi byggir á goðsögnum en
ekki staðreyndum.
Þar sem íhaldsmenn eru einnig
búnir að sannfæra millistéttina
um að hún sé að verða yfirstétt sé
eina leiðin fyrir jafnaðarmenn til
að hjálpa þeim sem minna mega
sin með almennum aðgerðum sem
gagnast líka millistéttinni. Ein slík
aðgerð er t.d. ókeypis skólar. Jöfn
námstækifæri bæti jú lífskjör þar
sem mannauðurinn nýtist betur.
Jafnaðarmenn þurfa einnig að
benda á að þeir eru ekki eins tengd-
ir sérhagsmunahópum í atvinnu-
lífinu og íhaldsmenn. Þeir vilji lög
um fjármál stjórnmálaflokka og
telji að ríkisvaldið hafi hlutverki
að gegna í að verja bæði neytendur
og minni fjárfesta. Það á einnig að
vera forgangsmál jafnaðarmanna
að auka skilvirkni opinbers rekstr-
ar þar sem sum starfsemi sé betur
komin þar.
Íslenskir jafnaðarmenn eru í
svipuðum sporum og þeir banda-
rísku. Við höfum lagt svo mikla
áherslu á umfjöllun um spillingu
sjálfstæðis- og framsóknarmanna
að halda mætti að um nýtt fyr-
irbæri væri að ræða. Við höfum
þó eitt umfram bandaríska jafn-
aðarmenn sem er stefna. Stefna
sem skapað hefur bestu þjóðfélög
heims á Norðulöndum, stefna sem
vaxtarlöndin í Suður-Asíu taka mið
af. Gallinn er að allt of fáir utan
Samfylkingarinnar vita deili á
stefnunni, svo fáir, að halda mætti
að hún væri leyndarmál. Þrátt
fyrir að það sé helsta skylda kjör-
inna fulltrúa okkar að rökstyðja
og afla fylgis við stefnu okkar, er
alltof sjaldgæft að þeir geri það er
tækifæri gefst í fjölmiðlum.
Til dæmis þegar leiðtogi sjálf-
stæðismanna kallaði okkur dótt-
urfélag auðhrings gafst kjörið
tækifæri til að kynna hvernig Sam-
fylkingin vill styrkja samkeppni.
Að við viljum Samkeppnisstofnun
sem tekur ákveðið á samkeppn-
isbrotum eins og samráði olíufé-
laganna, við viljum samkeppni
um veiðiheimildir, við viljum fjöl-
miðlalög og inngöngu í Evrópu-
sambandið. Í staðinn var tækifær-
inu eytt í hárrétta sálgreiningu á
leiðtoga Sjálfstæðismanna.
Höfundur er verkfræðingur.
Leyndarmál
jafnaðarmanna
UMRÆÐAN
STJÓRNMÁL
GUÐMUNDUR ÖRN JÓNSSON