Fréttablaðið - 21.11.2005, Page 58

Fréttablaðið - 21.11.2005, Page 58
 21. nóvember 2005 MÁNUDAGUR36 ...að sú krafa er gerð að fasteignasali skuli sitja alla þá fundi þar sem skjöl eru undirrituð í fasteignaviðskiptum þínum. Hafðu þinn rétt á hreinu og njóttu leiðsagnar og vinnu fasteignasala á þeim fundum þar sem þú þarft að undirrita hvers konar skjöl – enda er þar margs að gæta. Sé þessi háttur ekki hafður á er verið að brjóta gegn rétti þínum ! VISSIR ÞÚ... Úr lögum um sölu fasteigna, fyrirtækja og skipa 15 gr. Fasteignasali skal gæta hagsmuna kaupanda og seljanda. Fasteignasali skal í hvívetna leysa af hendi störf sín svo sem góðar viðskiptavenjur bjóða. Hann skal liðsinna báðum aðilum, seljanda og kaupanda, og gæta réttmætra hagsmuna þeirra. Hann skal einnig gæta þess að aðila séu eigi settir ólögmætir, ósanngjarnir eða óeðlilegir kostir í samningum. 16. gr. Samnings- og skjalagerð. Fasteignasala er skylt að annast alla skjalagerð við sölu fasteigna og skal geta þess í skjölunum, þar á meðal söluyfi rliti, kauptilboði, kaupsamningi, afsali, veðbréfi og skuldabréfi , hver samið hafi . Skal nafn fasteignasala koma fram svo eigi verði um villst. Öll skjalagerð og samningsgerð skal vönduð og svo úr garði gerð að hagsmunir beggja aðila séu tryggðir og réttarstaða hvors um sig sé glögg. ����� �������������

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.