Fréttablaðið - 21.11.2005, Síða 71

Fréttablaðið - 21.11.2005, Síða 71
MÁNUDAGUR 21. nóvember 2005 27 Á miðvikudaginn kemur heldur Lúðrasveit Reykjavíkur tónleika í Neskirkju. Þessi 83 ára gamla lúðra- sveit skartar á þessum tónleikum einleikara úr eigin röðum, Sóleyju Þrastardóttur, sem leikur einleik á þverflautu í verkinu Divertimento for Flute eftir Alfreed Reed. Auk flautukonsertsins verða leikin tvö önnur verk eftir Alfred Reed, Wapawekka (White Sands) og Russian Christmas Music sem er, eins og nafnið gefur til kynna, syrpa af eldri jólasöngvum frá Rússlandi, upprunalega samið 1944. Alfred Reed var mikilhæfur tónsmiður og stjórnandi sem er nú nýlega látinn. Önnur verk sem verða flutt á tónleikunum á miðvikudag eru Tri- colore eftir hollenska tónskáldið, básúnuleikarann og útsetjarann Peter Kleine Schaars, en LR hefur varla haldið svo tónleika að ekki beri fyrir eitt af verkum hans eða útsetningum. Einnig verður flutt Overture to „Candide“ eftir tón- skáldið og stjórnandann Leonard Bernstein í útsetningu Walters Beeler og Nuoveo Cinema Paradiso eftir Ennio Morricone í útsetningu Peters Kleine Schaars. Sóley hóf þverflautunám í skóla- lúðrasveit í Bandaríkjunum, 10 ára gömul, en hefur síðan haldið áfram námi sínu hér á landi. Hún stundar núna þverflautunám í Listaháskóla Íslands hjá Martial Nardeau og stefnir að því að útskrifast í vor. Hún hefur verið meðlimur í Lúðrasveit Reykjavíkur frá haust- inu 2000. Auk þess hefur hún spilað með Kammerhljómsveit Austur- lands, Óperustúdíói Austurlands, Norrænu blásarasveitinni, Íslenska flautukórnum og Sinfóníuhljóm- sveit unga fólksins. Stjórnandi sveitarinnar er Lárus Halldór Grímsson en hann hefur sveiflað sprota fyrir Lúðrasveit Reykjavíkur síðan 1998. Aðgang- ur að tónleikunum á miðvikudags- kvöldið er ókeypis og öllum frjáls meðan húsrúm leyfir. Lúðrar þeyttir í Neskirkju LÚÐRASVEIT REYKJAVÍKUR Fimmtíu manna rúmlega áttræð hljómsveit verður í rokna stuði í Neskirkju. NÝJAR BÆKUR Bjargið okkur nefnist ný bók eftir Hugleik Dagsson, sem JPV ÚTGÁFA er að senda frá sér. Í bókinni er að finna yfir 200 nýjar myndasögur Hugleiks. Bjargið okkur er fjórða myndasögubók hans, en áður hafa komið út Elskið-, Drepið- og Ríðið okkur sem JPV gaf út í haust í einni bók sem ber heitið Forðist okkur. Leikrit byggt á Forðist okkur var frumsýnt í októ- ber og var uppselt á allar sýningar. Myndasögu-bókin Rakkarapakk – Með kveðju frá jólasveina- fjölskyldunni, eftir Sigrúnu Eddu Björns- dóttur og Jean Pozok, er komin út hjá JPV útgáfu. Þar er að finna nýjustu fréttir, nýjasta slúðrið og nýjustu myndirnar af jólasveinafjöl- skyldunni. Hjá Vöku Helgafelli er komin út bókin Skugga- börn eftir Reyni Traustason. Höfundurinn gekk með skuggabörnum niður í dýpstu myrkur þar sem neysla fíkniefna leiðir til glæpa. Hjá Iðunni er komin út Heimur hryggleysingj- anna, ný bók eftir Sir David Attenborough í þýðingu Höllu Sverrisdóttur. Smágerðir hryggleysingj- arnir byggðu jörðina áður en mennirnir komu til og þeir munu verða hérna áfram þó að mannskepnan líði undir lok. Bókaútgáf-an Hólar hefur sent frá sér sænsku spennusöguna Svik eftir Karen Alvtegen. Bókin var tilnefnd sem besta sænska glæpasagan árið 2003. ����������� �� ����������������� �������� ��� ��������� 550 5000 AUGLÝSINGASÍMI
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.