Fréttablaðið - 21.11.2005, Side 76

Fréttablaðið - 21.11.2005, Side 76
[ TÓNLIST ] UMSÖGN Á síðustu níu árum hefur Super Furry Animals frá Wales gefið út sjö breiðskífur. Allar þeirra hafa verið vel yfir meðallagi, en engin þeirra á heldur eftir að teljast klassík, sem er synd, þar sem þessi sveit er án efa með athyglisverð- ari sveitum Breta síðustu ár. Með- limir hennar eru algjörlega með sinn eigin stíl, koma þó úr svipaðri tilraunastofu og The Beta Band, og síðustu plötur þeirra hafa verið eyrnakonfekt. Góðar lagasmíðar, frábærlega fjölbreyttar útsetning- ar þar sem ólíklegustu áhrifum er blandað saman. Allt frá The Beach Boys, The Stone Roses og The Orb til Sigur Rósar og Gil Scott- Heron. Aldrei leiðinlegt, en aldrei heldur nægilega magnað til þess að sprengja á manni heilann og skilja mann eftir volandi eins og smákrakka, blótandi guðunum yfir því hversu undarlega hann kaus að skvetta hæfileikagenunum. Það er eins með þessa nýju plötu, Love Kraft. Super Furry Animals er löngu orðin uppáhald allra freðhausa í Bretlandi. Þeir vita líka vel af því og helmingur „tilrauna“ þeirra í tónlistinni er undarleg eða fyndin hljóð ætluð til þess að framkalla bros á vörum manna með fjarrænt augnaráð. Hér eru þeir í ballöðufílingn- um og kasta öllu til þegar þarf. Strengjum, klukkuspili og karla- kórum. Söngvarinn Gruff Rhys minnir mig svolítið á hinn andlega þreytta og þjáða Dennis Wilson, trommara The Beach Boys. Söng- upptökur hans hljómuðu alltaf eins og þær væru gerðar klukkan sjö að morgni eftir langt djamm, sem þær líklegast voru. Magnaðasta lagið á þessari nýju Super Furry plötu er látið bíða þar til næstsíðast. Cloudberries, sem hljómar eins og stutt ferðalag um ævintýraheim skýjanna. Það er greinilegt að Super Furry Animals hefur mjög gaman af því að búa til plötur, og sveitin er bara helvít góð í því. En það væri kannski ekki slæm hugmynd að skapa einhverja heildarhug- mynd áður en vaðið verður í gerð næstu plötu. Því þessi plata er eins og svo margar aðrar frá loðdýrun- um, það vantar bara herslumuninn til þess að hér sé meistaraverk á ferð. Efniviðurinn er til staðar, en hann er ekki nægilega vel nýttur. Mjög gott, en... SUPER FURRY ANIMALS: LOVE KRAFT Niðurstaða: Sjöunda breiðskífa Super Furry Animals er eins og flestar hinar, mjög góð en ekki nægilega magnþrungin til þess að teljast til meistaraverka. Ef sveitin fer ekki að passa sig á hún eftir að hverfa inn í sinn eigin draumaheim og falla í gleymsku. FRÉTTIR AF FÓLKI Angelina Jolie segir að móður-hlutverkið sé það besta sem hafi nokkurn tímann komið fyrir hana. Jolie sem á soninn Maddox og dótturina Zahara sem bæði voru ættleidd. Hún segist einnig vera nokkuð viss um að hún eigi eftir að ættleiða fleiri börn í framtíðinni. ,,Börnin eru það mikilvægasta í lífi mínu þessa stundina“ segir þessi geðþekka leikkona. Kvikmyndaleikkonan undurfagra Jennifer Aniston hefur að undan- förnu grínast með það að hún muni senn gefa út þriggja diska sett með nafninu ,,Eitt ár í lífi mínu“. Að sögn hennar finnst henni sem titlar myndanna sem hún hefur leikið í undanfarið ár hafi endur- speglað líf hennar seinustu ár að nokkru leyti. ,,Stundum hef ég á tilfinningunni að einhver sé að elta mig. Þá meina ég ekki í venju- legum skilningi slúðurljósmynd- ara og æsifréttamanna. Ég meina, ef við horfum bara á titla þriggja seinustu mynda sem ég birtist í þá kom fyrst Derailed. Síðan var það The Break Up og loks kom Rum- our has it. Ef þetta er ekki undar- legt þá veit ég ekki hvað.“ Sögusagnir hafa verið í gangi undanfarið um að Jennifer hafi verið að slá sér upp með leikar- anum góðkunna Vince Vaughn en þær fregnir hafa ekki fengist staðfestar af þeim. Fyrrverandi eiginmaður Jennifer, Brad Pitt, hefur að undanförnu sést oft í fylgd með leikkonunni Angelinu Jolie eins og frægt er orðið. ■ Listin hermir eftir lífinu JENNIFER ANISTON Söngkonan Christina Aguilera gekk að eiga tónlistarframleiðand- ann Jordan Bratman á laugardag. Athöfnin fór fram við sólsetur í Napa-dalnum í Kaliforníu á laugar- dag. Brúðurin klæddist dýrðlegum brúðarkjól sem hannaður var af hinum fræga franska tískuhönnuði Christian Lacroix. Að sögn hófust veisluhöldin strax á föstudags- kvöld með viðhafnarkvöldverði þar sem Aguilera og Bratman hvöttu gesti sína til þess að gefa í sjóð til styrktar fórnarlömbum fellibyljanna Katrínu og Ritu. Bratman og Aguilera trúlofuð- ust í bænum Carmen í Kaliforníu þann 11. febrúar á þessu ári. Sam- kvæmt áreiðanlegum heimildum tímaritsins People bað Bratman hennar inni á hótelsvítu sem hann hafði fyllt af rauðum rósum og alls kyns gjöfum til hennar. Christina bjóst alls ekki við bón- orði. ,,Ég var í þann mund að fara að opna síðustu gjöfina og þá sá ég að í pakkanum var hringur. Hann spurði mig hvort ég vildi gera honum þann heiður að gerast eig- inkona hans. Auðvitað sagði ég já. Ég hef í rauninni verið í skýjunum síðan.“ Parið hittist fyrst árið 2002 þegar Bratman vann hjá plötu- fyrirtæki í hennar eigu. Þetta er fyrsta hjónaband beggja. ■ Christina Aguilera gengur í hjónaband CHRISTINA AGUILERA Nicole Kidman, fyrrverandi eig- inkona leikarans Tom Cruise, hefur sagt að hún voni að sam- band Toms og Katie Holmes gangi upp. ,,Þegar maður hefur verið í sambandi með einhverjum jafn lengi og ég og Tom vorum saman þá vill maður auðvitað að sá aðili finni hamingjuna þrátt fyrir að hann hafi valdið manni sárindum. Maður verður að hegða sér eins og fulloðin manneskja, sérstaklega ef maður á börn. Þau þurfa að vita að maður styðji pabba þeirra þó að við séum ekki saman lengur. Sem betur fer höfum við bæði náð að komast yfir sambandslit okkar og haldið áfram að lifa okkar lífi eins og við getum best“. ■ Óskar Tom og Katie velfarnaðar NICOLE KIDMAN Kvikmyndaleikstjórinn Guy Richie hefur sagt skilið við gerð glæpa- mynda og ætlar í framtíðinni að einbeita sér að öðrum verkefn- um. Leikstjórinn er að sögn að undirbúa mynd sem hann segir vera ævintýra- mynd fyrir full- orðna. Seinustu myndir þessa hæfileikaríka leikstjóra hafa ekki gengið sem skyldi. Leikarinn góðkunni Johnny Depp, hefur bannað börnum sínum tveimur, hinni sex ára gömlu Lily og hinum þriggja ára gamla Jack að horfa á kvikmyndina The Libertine næstu tuttugu árin. Depp, sem leikur aðalhlutverk mynd- arinnar, segir að börn sín verði að fá að halda í sak- leysið í eins langan tíma og mögulegt er án þess að hinir vondu hlutir tilverunnar trufli bernsku þeirra og uppeldi. Leikar- inn Russell Crowe hefur játað að hafa hent síma í móttöku- stjóra hótels í New York á dögunum. Var hann dæmdur til þess að greiða málskostnað og má hann ekki verða handtekinn í Bandaríkjunum næsta árið, annars á hann á hættu að missa atvinnuleyfi sitt þar í landi. Hafði hann áður borgað móttökustjóranum rausnarlegar bætur. 550 5000 AUGLÝSINGASÍMI HUGSAÐU STÓRT SÍMI 564 0000 Þetta var hið fullkomna frí þangað til þau fundu fjársjóðinn! Sjóðheit spennumynd með ofurtöffaranum Paul Walker og hinni stórglæsilegu Jessicu Alba. Sýnd kl. 5.30, 8 og 10.20 B.i. 14 ára Sýnd kl. 8 og 10.40 B.i. 12 ára Sýnd kl. 5, 8 og 10.40 B.i. 16 ára Sýnd í Lúxus kl. 5, 8 og 10.40 Sýnd kl. 5, 8 og 10.40 B.i. 16 ára ��� -MMJ Kvikmyndir.com Sýnd kl. 5.20 FÓR BEINT Á TOPPINN Í BANDARÍKJUNUM! ÞAÐ SEM KOM FYRIR EMILY ROSE ER ÓHUGNANLEGRA EN NOKKUÐ SEM ÞÚ GETUR ÍMYNDAÐ ÞÉR ��� - HJ MBL Þau eru góðu vondu gæjarnir Frá höfundi Buffy the Vampire Slayer. Ótrúlegar brellur og svöl átakaatriði. SÍMI 551 9000 400 kr. í bíó! Gildir á allar sýningar merktar með rauðu Sýnd kl. 10 B.i. 16 ára Sýnd kl. 5.30, 8 og 10.30 B.i. 14 ára ��� “Frábær kvikmynd, áhugaverðari og fyndnari en flestar þær sem boðið hefur verið upp á undanfarið” -MMJ Kvikmyndir.com Sýnd kl. 5.30, 8 og 10.30 Þetta var hið fullkomna frí þangað til þau fundu fjársjóðinn! Sjóðheit spennumynd með ofurtöffaranum Paul Walker og hinni stórglæsilegu Jessicu Alba. Sýnd kl. 6 og 8 Ný íslensk heimildarmynd sem hefur farið sigurför um heiminn“MEISTARASTYKKI” H.E. Málið ���� DV Sýnd kl. 5.30, 8 og 10.30 B.i. 16 ára FÓR BEINT Á TOPPINN Í BANDARÍKJUNUM! ÞAÐ SEM KOM FYRIR EMILY ROSE ER ÓHUGNANLEGRA EN NOKKUÐ SEM ÞÚ GETUR ÍMYNDAÐ ÞÉR ��� „Nokkurs konar Beðmál í Borginni í innihaldsríkari kantinum.“ „...leynir víða á sér og er rómantísk gamanmynd í vandaðri kantinum.“ - HJ MBL

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.