Tíminn - 13.10.1976, Síða 7
Miðvikudagur 13. október 1976
TIMINN
7
■ 'TSf
AAEIRI KJÖT-
BIRGÐIR TIL EN
AAÖRG UNDAN-
FARIN ÁR
1 upphafi sláturtiðar f haust
var meira til af diikakjöti en
mörg undanfarin ár, segir I
frétt frá Upplýsingaþjónustu
landbúnaðarins.
Samtals voru birgðir af
dilkakjöti 1. september 1.200
tonn en af kjöti af fullorðnu
voru til 700 tonn.
Nokkuð hefur gengið á
birgðir af hrossakjöti siðustu
mánuði, en 1. september voru
til um 100 tonn af því.
Nautakjötssala hefur verið
nokkuð jöfn og 1. september
var tiltölulega litið til af 1. fl.
nautakjöti, en samtals voru til
um 600 tonn, aðallega var það
kýrkjöt.
Talið er, að nokkru minna
framboð verði á ungnautakjöti
i haust en verið hefur siðast-
liðin tvö ár. Þó má reikna
með, að það verði fullnægj-
andi fyrir innlenda markað-
inn.
Aftur á móti mun draga
verulega úr framboði á ung-
nautakjöti á næstu þrem ár-
um, þegar tekið er tillit til þess
fjölda ungkálfa, sem slátrað
var i sumar.
Spari-
sjóður
Dala-
sýslu
85 óra
LAUGARDAGINN 2. þ.m. var
aðalfundur Sparisjóðs Dalasýslu
haldinn f félagsheimilinu Dalabúð
i Búðardal. Voru þá liðin 85 ár frá
stofnun sjóðsins. Fyrsti fundur
hans var haldinn I Hjarðarholti 2.
okt. 1891. Þar voru samþykktir
sjóðsins undirritaðar . af 21
ábyrgðarmanni úr Dalahéraði.
Fyrsti formaður sjóðsstjórnar
var Björn Bjarnarson, sýslumað-
ur i Sauðafelli, en með honum i
stjórn voru séra Kjartan J.
Helgason i Hvammi og Kristján
Tómasson hreppstjóri á Þor-
bergsstöðum.
Sögu sjóðsins fyrstu 50 árin
skráði séra Asgeir Ásgeirsson
fyrrum prófastur i Hvammi.
Birtist hún i timariti Breiðfirð-
ingafélagsins, Breiðfirðingi, 1947.
Aðsetur sjóðsins var mjög lengi i
Asgarði, en frá 1956 i Búðardal.
Arið 1965 stofnsetti Búnaðarbanki
Islands útibú i Búðardal i sam-
vinnu við sparisjóðinn. Hætti
sjóðurinn þá inn- og útlánastarf-
semi, en ábyrgðarmenn hans
geyma varasjóðinn á vöxtum i
útibúi bankans. Koma þeir saman
árlega og ráðstafa vöxtunum.
Með þeim hætti eru ýmis fram-
faramál styrkt, sem til heilla
horfa i sýslunni. Nefna má sem
dæmi, að fé hefur verið veitt til
kaupa á sjúkrabil, til skóla, fé-
lagsheimila og sundlaugar, tón-
listarmála og kirkjubygginga. En
hæsta fjárveitingin hefur runnið
til heilsugæzlustöðvar i Búðardal,
sem nú er i byggingu.
Afmælisfund þennan sóttu 17
ábyrgðarmenn, en þeir eru nú
nær 30. Reikningshaldari sjóðsins
er Skjöidur Stefánsson, útibús-
stjóri, en stjórn hans skipa al-
þingismennirnir Friðjón Þórðar-
son og Asgeir Bjarnason, ásamt
Ólafi Jóhannssyni, bónda á
Skarfsstöðum.
Leiðrétting
Missögn varð i myndatexta á
baksiðu blaðsins i gær. Var það
reyndar Elías Jónsson, löggæzlu-
maður á Höfn i Hornafirði sem á
myndinni sást bregöa sér á leik
við háhyrninginn. Frakkinn var
hvergi nærri. Beðið er velvirðing-
ar á þessum mistökum.
BEO
SYSTEM
1800
Hljómtæki sem allir vilja eignast
Útvarp meö FM stereo, 4 stöðvar fast-
stillanlegar, Mjög hagkvæmt þegar
jarðstöð kemur. Magnari 2x22 sín vött.
Bjögun minni en 0,5%.
Plötuspilarinn er með Magnesium
armi, sem er léttari, en aluminum, og
gæðin eru einstök, með léttasta tón-
haus í heimi.
2 Uni-Phase hátalarar fylgja. Kynnið
yður hvað Uni-Pase er.
Verð 219.965.
BUÐIRNAR
NÓATUNI, SÍMI 23800
KLAPPARSTÍG 26, SÍMI 19800