Tíminn - 15.10.1976, Blaðsíða 1
40 félög með hlutafjarundanþágur
:#
Siá bls. 6
ÆNG/RF
Aætlunarstaðir:
Bildudalur- Blönduós-Búðardalur
Flateyri-Gjögur-Hólmavík
Hvammstangi-Rif-Reykhólar
Sigluf jörður-Stykkishólmur
Súgandaf jörður
Sjúkra- og leiguflug
um allt land
Símar:
2-60-60 og 2-60-66
t3
232. tölublað_Föstudagur 15. október—60. árgangur
mflagnlr
í virkjanir — hús
verksmiðjur — skip
SAMVIRKISr
Skemmuveqi 30 _ , r-/zR
Kópavogi
,,Við höfum ekkert við EBE
að tala meðan það er stefnu
laust í fiskveiðimálum"
— segir Einar Ágústsson, utanríkisráðherra
Gsal-Reykjavik. — Bretar hafa falið Efnahagsbandalagi Evrópu að koma
f ram fyrir sína hönd í samningaviðræðum við aðrar þjóðir um f iskveiðiréttindi
innan lögsögu annarra þjóða. EBE hefur enn ekki komið sér saman um neina
ákveðna samræmda stefnu í fiskveiðimálum, og það er kannski kaldhæðni ör-
laganna, að það eru einmitt Bretar, sem þar eru kröf uharðastir um landhelgi
fyrir sjálfa sig. Meðan bandalagið hefur enga stefnu í fiskveiðimálum og
hefur ekki fært út eigin fiskveiðilögsögu, er náttúrulega Ijóst, að við höfum
ekkert við bandalagið að tala, því það hef ur ekkert f ram að færa.
Þannig fórust Einari
Ágústssyni utanrikisróöherra
orð, þegar Timinn ræddi við
hann i gær, og innti hann eftir
þvi, hvað við tæki, þegar nú-
gildandi samningur við Breta
innan islenzkrar fiskveiðilög-
sögu félli úr gildi 1. desember
nk.
— Þau fiskveiðiréttindi út-
lendinga, sem til greina kæmu
innan 200 milna i framtiöinni,
hljóta að minum dómi að
byggjast á gagnkvæmisrétt-
arsjónarmiðum.
Einar Ágústsson sagði, að
sarnningurinn við V-Þjóöverja
væri enn i gildi, og Efnahags-
baiulalagið ætti eftir að greiöa
islendingum fyrir þann samn-
ing. — Við getum byrjað á þvi
að ræða það við EBE, hvað
það vill láta okkur fá i staðinn,
þegar það hefur einhverja
stefnu fram að færa.
Sjá viðtal við Ein-
ar Ágústsson á
baksiðu.
„Gæzlan við öllu
búin 1. desember"
segir Pétur Sigurðsson
Gsal-Reykjavik. — Við stefnum að því að hafa
allt til taks 1. desember næstkomandi, þegar
samningurinn við Breta rennur út, sagði Pétur
Sigurðsson forstjóri Landhelgisgæzlunnar i
samtali við Timann i gær.
Pétur kvaðst allt eins gera ráð fyrir þvi, að
Bretar gerðu kröfur um það að fá frekari veiði-
réttindi við tsland, og ef það kæmi á daginn, yrði
Landhelgisgæzlan við öllu búin.
— Viðgerð er lokið á Öðni, Ægi, og Arvakri og
Albert er til reiðu, en Þór er i slipp og Týr er i
Árósum. Bæði Þór og Týr verða þó tilbúnir til
landhelgisgæzlustarfa fyrir 1. desember.
Sjá viðtal við Pétur Sigurðsson á bak-
síðu.
Glaepamvndir í siónvarpi hafa áhrif
á börn allt niður að 2-3 ára aldri
AÞ-Reykjavik. —
Ólafur Jóhannesson
dómsmálaráðherra
gerði efnisval ís-
lenzka sjónvarpsins
að umtalsefni, þeg-
ar rætt var um
frumvarp um rann-
sóknarlögreglu
ríkisins í neðri deild
Alþingis í gær. Kvað
ráðherrann það
hafa miður heppileg
áhrif, þegar sjón-
varpið f lytti glæpina
inn á heimilin með
sýningu slíks efnis í
óhóflegum mæli.
Sighvatur Björgvinsson
þingmaður Alþýðuflokks-
ins tók undir þessi orð
dómsmálaráðherra og
benti á dæmi þess, aö
glæpamyndir i sjónvarpi
hefðu áhrif á börn allt
niöur að 2-3 ára aldri.
Miklar umræöur urðu
um frumvarpið, sem nú
er endurflutt, og hlaut
það góðar undirtektir. Er
stefnt að þvi, að það vet ði
aígreitt fyrir áramót.
Aðalatriðið sem i frum-
varpinu felst, er að yfir-
sakadómarinn i Rcvkia-
vík verði ekki lengur yfir-
maður rannsóknarlög-
reglunnar i Reykjavik,
eins og nú er. Er þar með
stigið spor i þá átt að að-
skilja dómsvald i opin-
berum máium og iög-
reglustjórn.
Þingmennirnir Sig-
hvatur Björgvinsson (A),
Tómas Árnason (F),
Friðjón Þórðarson (S),
Ingólfur Jónsson (S),
Svava Jakobsdóttir (Ab)
og Karvel Pálmason tóku
þátt i umræðunum, auk
dómsmálaráðherra.
Fyrstu umræðu um máliö
lauk i gær, en atkvæða-
greiöslu var frestað.
Vilja Karvel úr fjárveitinganefnd — Sjá „Á víðavangi"