Tíminn - 15.10.1976, Blaðsíða 8

Tíminn - 15.10.1976, Blaðsíða 8
8 TÍMINN Föstudagur 15. október 1976 Ög ri RE aflahæstyr stærri skuttoggra t. með 3.322 tn. að brúttóverðmæti 167.4 milljónir gébé Rvík. — Skuttogarinn ögri RE 72 varö aflahæstur skuttogara af stærri gerð á tfmabilinu frá 1. janúar til 15. september sl. ögri landaði alls 3.322 tonnum i 16 löndum, og varö brúttóverðmætið 167,4 milljónir króna. (Jthalds- dagar voru alls 256, en meðal- skiptaverðmæti pr. úthaidsdag, var 556 þúsund krónur, AIls varð skiptaverðmæti 142,345 millj. kr. — Af minni skuttogurum var það Guðbjörg 1S 46, sem varð afiahæst á fyrrnefndu timabili. Guðbjörg landaði alls 27 sinnum samtals 3.055 tonnum að brúttó- verðmæti 174.013 milljónir króna. (Jthaldsdagar voru 240, en meöal- skipta verðmæli pr. úthaldsdag var 656 þúsund kr. Heildar- skiptaverðmætið varð 157.409 millj. kr. Fyrrgreint er tekið úr skýrslu Landssambands isl. útvegs- manna úr yfirliti yfir aflamagn, aflaverðmæti og úthaldsdaga tog- ara á tímabilinu 1. jan. til 15. sept. 1976. Meðalafli ögra RE pr. úthalds- dag var 13 tonn, og meöalskipta- verðmæti pr. kg. var 50,90 kr., en meðalafli Guðbjargar 1S pr. út- haldsdag var 12,7 tonn. Af minni skuttogurunum var Framnes 11S 708 með hæsta með- alskiptaverömæti, eða kr. 54,80. Aflamagn annarra stórra skut- togara sem öfluðu yfir 3 þús. tonn var: Ingólfur Arnarson RE með 3.122 tonn, Vigri RE með 3.036 tonn og Snorri Sturluson RE með 3.024 tonn. ögri RE 72 er aflahæstur stærri skuttogaranna það sem af er þessu ári. Af smærri skuttogurunum komust þessir næstir Guðbjörgu: Sólberg ÓF með 2.854 tonn, Bessi fS með 2.849 tonn og Guðbjartur 1S með 2.827 tonn. Er loðnuvertíð að Ijúka — þrjú skip hætta veiðum og eru þá 0 þrjú ennþá við veiðar gébé Rvfk. — Litið hefur veriö um veiði hjá loðnuskipunum að undan- förnu vegna lélegs veðurfars, sagöi Andrés Finnbogason hjá Loðnu- nefnd í gær. Þrjú þeirra skipa, sem að undanförnu hafa stundað loðnu- veiöar, munu sennilega vera hætt, og eru það því aðeins þrjú skip, sem veiðarnar stunda nú, og eru reyndar aðeins tvö á loðnumiðunum fyrir vestan eins og er, Guðmundur RE og Hrafn GK. 1 vikunni lönduðu þrjú skip loðnuafla, Sigurður RE i Vest- mannaeyjum 650 tonnum. Börkur NK 370 tonnum á Neskaupstaö og Súlan EA 340 tonnum á Krossa- nesi við Eyjafjörð. öll þessi skip munu sennilega hætt loðnuveið- um að sinni. Fyrirhugaðar eru breytingar á Sigurði RE, m.a. að byggja yfir skipið, en Börkur NK og Súlan EA, sem bæði hafa sild- veiðileyfi fyrir Suðurlandi, munu halda á síldveiðar. Andrés Finnbogason sagði, aö sennilega myndi Ársæll Sigurðs- son GK halda á loðnumiðin strax og veður leyfir, en fyrir vestan hefur verið bræla að undanförnu og bfða bæði Hrafn GK og Guð- mundur RE i vari eftir að veður lægi, en útlit var i gær fyrir batn- andi veður. Rannsóknarskipið Bjarni Sæ- mundsson fann nokkuð af loðnu i fyrrinótt, en vegna veðurs gat eina veiðiskipið, sem var á mið- unum, ekkert kastað. — Þó að þetta sé komið fram á haustið, er ekki óliklegt, að enn geti komið góðir góðviðriskaflar, þannig að skipin geta veitt nokk- uð ennþá, en það er von, að menn verði þreyttir á þvi, þegar ekkert fæst i lengri tima, og hætti, sagði Andrés Finnbogason. Það er al- gjörlega undir veðráttu komið, hve lengi loðnuveiðarnar verða stundaðar i haust. Heildarloðnuveiðin er orðin tæplega 77 þúsund tonn. Enginn vafi leikur á þvi, að þetta er orð- inn mjög dýrmætur afli, og menn eru yfirleitt ánægðir með þessa sumarloðnuvertið, sem virðist hafa verið mjög hagstæð. Erfitt er að segja um hvert útflutnings- verðmæti aflans er, en þó má slá þvi föstu, að það er orðið hátt i annan milljarð króna. Aflaskipið Sigurður RE, er nú hættur loðnuveiöum, em gera á gagn- gerar breytingar á skipinu á næstunni. — Timamynd: Gunnar. SAMVINNA BSRB OG ASI? gébe-Rvik. — 30. þingi Bandalags starfsmanna rikis og bæja lauk i lauk i gærdag. Þar var m.a. á- kveðiö að sækja um aöild að Al- þýðusambandi Norðurlanda og Alþýðusambandi Evrópu. — Ég tel þetta þýölngarmikið spor I átt til þess að BSRB og ASt sem þegar er aðili að fyrrnefndum samböndum, komi sér upp þýð- ingarmikilli samvinnu, eins og ég tel og aö þurfi að vera i fleiri mál- um, sagöi Kristján Thorlacius, en hann var endurkjörinn formaður BSRB á þinginu. Björn Jónsson, forseti ASt sagði i ávarpi sinu á þinginu, að hann teldi þörf á að þessi tvenn samtök, BSRB og ASt ættu að „snúa bökum saman i kjarabaráttunni”. Fjölmargar ályktanir voru samþykktar á þessu 30. þingi BSRB, en sæti þar áttu 233 full- trúar frá aðildarfélögum þess. 1 gær, á siðasta degi þingsins, var ný stjórn kosin, svo og varastjórn og samþykktu þingfulltrúar til- lögur kjörnefndar, en i stjórn næsta kjörtlmabil, þ.e. 3 ár eiga eftirtaldir sæti: Kristján Thorlac- ius formaður, Hersir Oddsson varaformaður, Haraldur Stein- þórsson annar varaformaður. Meðsjórnendur eru: Agúst Geirs- son, Einar Ólafsson, Guðrún Helgadóttir, Jónas Jónasson, Kristin Tryggvadóttir, Sigurveig Sigurðardóttir og örlygur Greipsson. Varastjórn skipa eftirtaldir: Vilborg Einarsdóttir, Asgeir Ingvarsson, Magnús Björgvins- son, Páll R. Magnússon, Helga Haröardóttir, Helga Guðjónsdótt- ir og Bergmundur Guðlaugsson. — Það voru aö sjálfsögðu kjaramálin sem hæst bar á þessu 30. þingi BSRB. Það er stórkost- legur fjarhagslegur vandi á heimilum launafólks 1 landinu og mál dagsins i dag, er aö úr þessu verði bætt nú á næstu dögum og vikum,sagöi Kristján Thorlacius, formaöur BSRB, en hann var endurkjörinn formaður BSRB á þinginu, sem slitið var seinni hluta dags I gær. — Það er mikil nauðsyn, að skorin verði upp her- ör meðal almennings. Nauðsyn- legt er, að stjórnvöld og alþingi geri þegar efnahagsráðstafanir, eða að beinar kauphækkanir verði og komið þannig á móts við opinbera starfsmenn og annað launafólk, sagði hann. Ég er ekki i vafa um að fólk biður eftir þvi, að ráðamenn þjóðarinnar geri slikar ráðstafanir, og við höfum jafnvel heyrt raddir frá atvinnu- rekendum um að þeim þyki laun of lág. Þar sem samningar eru bundnir fram á næsta ár, er ekki um annað að ræða, en að alþingi taki ákvarðanir fljótlega. — Við vonum, að rikisvaldið sýni skilning á kjaramálum opin- berra starfsmanna, en ef ekki verður um annaö að ræöa, þá verður verkfallsréttinum beitt, ef ekki er hægt með öörum hætti að gera leiðréttingu á lifskjörum op- inberra starfsmanna, sagöi Kristján Thorlacius. „Jóhanna"í læknisskoðun F.I. Rykjavik. — Við tókum hann upp i dag og sendum hann i læknisskoðun, sagði Konráð Júliusson, skipstjóri á Sigurvon, er við forvitnuð- umst um liðan háhyrningsins „Jóhönnu” i gær. Tekin voru úr henni blóðsýni og sprautað í hana vítaminum, og er læknir- inn bara ánægður með hana. Þetta virðist ætla að lukkast, enda hópast Frakkarnir hér að. Þeir eru nú orðnir fimm að tölu, og þar á meðal er sér- þjálfaður hvalatemjari, sem skal kenna honum 'átið. Ekki veitir af, þvi að við kunnum svo sem ekkert með þessar skepnur að fara. Fjörutíu hlutafélög hafa fengið undanþdgur til hlutafjóreignar umfram 10% af hlutafé Timanum barst i gær yfirlit frá viðskiptaráðuneytinu, sem sýnir, að fjörutiu hlutafélög hafa fengið undanþágur hjá ráðuneytinu (atvinnu- málaráðuneytinu áður) tilaðeiga meira en þau 10% hlutafjár, sem lög kveða á um, nema ráðherra leyfi annað. Samkvæmt 2. mgr. 28. gr. laga nr. 77/1921, um hlutafélög, má hluta- félag ekki eiga sjálft meira en 10% af greiddu hlutafé sinu, nema at- vinnumálaráðherra (nú viðskiptaráðherra) leyfi. A tlrhabilinu 11/2 1966-16/7 1976 (atvinnumálaráðuneytið til 1. jan. 1970 — og viðskipta- ráðuneytið frá þeim tima) hafa eftirtaldar 40 heimildir verið veittar: Útgáfudagur Nafn hlutafélags Hundraðshluti heimildar heimilaðrar eigin hlutafjáreignar 11/2 1966 Netagerð Höfðavíkur h/f............................30% 17/2 1966 Málning h/f, Kópavogi............................21.5% 18/2 1966 Desah/f, R.........................................30% 12/4 1966 Bræðslufélag Keflavfkurh/f.......................21.2% 27/6 1966 Blikk & Stál h/f, R.............................21.2% 2/8 1966 Fiskveiðihlutafélagið Venus h/f Hafnarfirði.......................................21% 21/10 1966 Harald Faabergh/f,R...............................25% 19/1 1967 Fiskiðjan h/f, Vestm.eyjum.........................25% 20/2 1967 Johan Rönning h/f, R............................22.5% 4/4 1967 Vélsm. Magnih/f, Vestm.eyjum......................30% 23/12 1967 Landh/f, R........................................30% 4/1 1968 Trésm. Borgarfj.h/f,Borgarnesi....................30% 4/12 1968 Verðandih/f, R........:...........................30% 16/5 1969 Vélsm. Kristján Gislas. h/f, R.....................20% 21/5 1969 Torfnes h/f, ísafirði.............................25% 22/7 1969 S.O. Ólafsson & Co. h/f, R........................30% 7/11 1969 Völur h/f, R......................................20% 15/4 1970 Verzlunarfél. Siglufj. h/f........................20% 7/1 1971 Hvalurh/f.........................................30% 25/5 1971 Bergur h/f, Vestmannaeyjum........................30% 13/7 1971 Vélsm. Þórh/f, Isafirði...........................30% 22/12 1971 MálmsteypanHellah/f, R............................20% 19/5 1972 ísaga h/f, R......................................30% 16/8 1972 Iðnver h/f, Kópavogi..............................25% 4/12 1972 Keflavik h/f, Keflavik...........................30% 29/5 1973 Plastiðjanh/f,Eyrarbakka..........................30% 9/10 1973 Röst h/f, Keflavlk................................30% 22/10 1973 Mjöll h/f, R......................................30% 26/2 1974 Verktækni h/f, Hafnarfirði........................30% 9/5 1974 Breiðholth/f,R....................................30% 8/5 1974 BP á íslandih/f, R................................20% 23/10 1974 Eskey h/f, Höfn, Hornaf...........................20% 22/11 1974 Völur h/f, R......................................30% 6/12 1974 Skjöldurh/f,Patreksf.............................30% 30/12 1974 Vélsm. Hafnarfj.h/f, H............................30% 11/4 1975 Járniðnaðar- og pipulagningarverktakar Keflavlkurh/f, Keflavik...........................30% 21/1 1976 Ármannsfellh/f, R.................................30% 20/4 1976 Eyri h/f, Eskifirði ..............................30% 24/6 1976 Rekan h/f, Keflavlk...............................30% 16/7 1976 Vængir h/f, R.....................................30%

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.