Tíminn - 15.10.1976, Blaðsíða 3
Föstudagur 15. október 1976
TÍMINN
3
SFV LOGÐ NIÐUR
SEM LANDSSAMTÖK
HV-Reykjavík. — Fram-
kvæmdastjórn Samtaka
frjálslyndra og vinstri
manna hefur lagt niður
störf sín og aflýst lands-
fundi samtakánna, sem
halda átti í lok þessa mán-
aðar.
A fundi framkvæmdastjórnar
samtakanna þann 12. október síð-
astliðinn fluttu þeir Ólafur Ragn-
ar Grimsson, Karvel Pálmason
og Magnús Torfi Ólafsson tillögu,
þess efnis, að vegna þess hve
skoðanir væru skiptar um leiðir
til að vinna'að upphaflegu mark-
miði samtakanna, beri að leggja
þau niður sem landssamtök, en
þess i stað verði nverri einingu
þeirra — þingflokki, kjördæma-
samböndum. flokksfélögum og
einstaklingum — gefið sjálfdæmi
um það hverjar leiðir hún velji i
starfi sinu.
1 samræmi við þetta myndi
framkvæmdastjórn fela þing-
flokki meðferð sameiginlegra
verkefna, sem sinna þarf. visa
sérmálum til einstakra skipu-
lagseininga, leggja niður störf sin
sjálf og aflýsa fyrirhuguðum
landsfundi.
Tillaga þessi var samþykkt ein-
róma af öllum framkvæmda-
stjórnarmönnum, og þvi hafa
samtökin verið lögð niður sem
landssamtök.
Auk flutningsmanna tillögunn-
ar, Olafs Ragnars Grimssonar,
Karvels Pálmasonar og Magnús-
ar Torfa Ólafssonar, áttu eftir-
taldir menn sæti i framkvæmda-
stjórnSFV: Andrés Kristjánsson,
Arnór Karlsson, Elias S. Jónsson,
Eyjólfur Eysteinsson, Halldór S.
Magnússon. Haraldur Henrýsson,
Herdis Olafsdóttir, Jón Helgason,
Kristján Bersi Ólafsson og Stein-
unn Finnbogadóttir. Friðgeir
Björnsson og Sigurjón I.
Hillariusson, sem kosnir voru i
framkvæmdastjórnina á lands-
fundi 1974, hafa dvalið langdvöl-
um erlendis, segir i frétt SFV.
Magnús Torfi Ólafsson:
Minn vettvangur
er samtökin
— og á því verður engin breyting.
HV-Reykjavik. — Að mínu áliti þýðir þetta ekki, að Sam-
tökin séu að leggja upp laupana, sagði AAagnús Torfi
Ólafsson, formaður þingf lokks Samtaka frjálslyndra og
vinstri manna, í viðtali við Timann í gær.
— Það, sem gerðist, sagði
Magnús, var að framkvæmda-
stjórn flokksins komst i raun að
þeirri niðurstöðu, að eins og sakir
standa sé hún, vegna ágreinings
um megin mál, ekki fær um að
gegna þvi hlutverki að móta sam-
eiginlega stefnu flokksins, og á-
kvað þvi að leggja niður störf.
Framtiðin verður svo að sýna,
hvað á eftir fer, en ég, fyrir mitt
leyti, er siður en svo á þeim bux-
unum, að samtökin hverfi úr sög-
unni, og tel ég að fjöldi samtaka-
fólks sé sama sinnis.
Nú standa málin þannig, að
hver flokkseining mun starfa á-
fram á sinum grundvelli og á sinu
svæði, en fyrir hendi verður ekki
að sinni nein stofnun, sem annast
mótun sameiginlegrar stefnu.
Áfram er þó við lýði flokksstjórn,
sem komið getur saman, þegar á
þarf að halda, þannig að þetta
þarf ekki að þýða, að flokkurinn
hafi ekki sameiginlega stefnu i
þeim málum, sem upp kunna að
koma.
Aðspurður um það, hvort ein-
hverra breytinga væri að vænta á
starfsvettvangi hans sjálfs i ljósi
þessara sviptinga, sagði Magnús
Torfi:
— Minn starfsvettvangur i
stjórnmálum hefur verið samtök-
in og á þvi verður engin breyting.
Ég hef látið það i ljós á öðrum
vettvangi, að of litið hefur miðað i
þá átt, sem miðin voru sett á i
upphafi, en ég tel þó þróun mála á
þvi þingi, sem nú situr, benda til
þess, að bilið milli þeirra flokka,
sem skiða sér á vinstri væng i is-
lenzkum stjórnmálum, hafi
minnkað. Tel ég, að málaflutn-
ingur og starf samtakanna hafi
átt sinn þátt i þeirri þróun.
Annars gildir það nú, sem svo
oft áður, að um óorðna hluti er
bezt að hafa engin orð að sinni,
sagði Magnús Torfi að lokum.
Magnús Torfi ólafsson
Hannibal:
Hættur
í orði
?g *
borði
FJ-Reykjavik. Timinn haföi
i gær samband við Hannibal
Valdimarsson, fyrrverandi
aiþingismann og ráðherra og
aðalhvatamann að stofnun
Samtaka frjálslyndra og
vinstri manna, og spurði
hann álits á samþykkt fram-
kvæmdastjórnar SFV.
Hannibal svaraði þvi til, að
hann væri hættur i stjórn-
málum bæði i orði og á borði
og þvi vildi hann ekkert láta
hafa eftir sér um þetta mál.
Karvel Pálmason:
MÍNAR SKOÐANIR
ERU EKKI FALAR
— en öllum má vera Ijóst, að við leitum til Alþýðuflokksins
Karvel Pálmason
HV-Reykjavik. — Það eina, sem
gerzt hefur, er aö framkvæmda-
stjórn Samtakanna hefur lagt
niður stör-f sin. Þetta þýðir engan
veginn, að Samtökin sem slik hafi
verið lögð niður, sagði Karvel
Pálmason, formaður þingflokks
Samtaka frjálslyndra og vinstri
manna, i viðtali við Timann i gær.
— Við töldum einungis æski-
legt, sagði Karvel ennfremur, að
hver eining flokksins fengi sjálf-
dæmi um starf sitt, þar sem við
teljum æskilegt, að einingarnar
geti valið þær leiðir, sem hver og
ein telur farsælastar til að vinna
að upprunalegum markmiðum
samtakanna.
Hvort þetta endanlega leiðir til
þess, að samtökin leysist upp,
verður framtiðin að skera úr um,
en út af fyrir sig gerir þetta mál
það ekki, þvi framkvæmdastjórn
hefur einfaldlega ekki völd til að
leggja flokkinn niður. Reynslan
verður einnig að sýna, hvort ein-
hverjar einingar flokksins taka
sig út úr.
Telur þú sjálfur, Karvel, að
þetta muni leiða til þess, að sam-
tökin lognist út af?
— Ég hef að sjálfsögðu minar
Framhald á bls. 19.
Heildar-aflinn
fyrstu 9 mánuði
ársins:
gébé Rvik. — Heildarfiskafli
islenzka fiskiskipaflotans fyrstu
niu mánuði ársins, var 840.881
lest, eða tæplega fjögur þúsund
lestum meira en á sama tima i
fyrra. Botnfiskafli bátaflotans er
injög svipaður og á sama tima i
fyrra, en togaraaflinn er heldur
meiri nú. Hins vegar er afli á
rækju, hörpudiski, humri, kol-
Rúmum i
meiri en
munna og spærlingi mun meiri en
á sama tima i fyrra. Allar tölur
eru fengnar hjá Fiskifélagi ís-
lands.
Botnfiskafli bátaflotans skiptist
niður á landshluta sem hér segir:
Hornafjörður/ Stykkishólmur:
148.941 lest, Vestfirðir, 27.529 lest-
ir, Norðurland, 16.818 lestir, og
Austfirðir 14.613 lestir.
iþúsund
í fyrra
Þann 30. september sl. höfðu is-
lenzk skip landað bæði erlendis og
innanlands alls 8.608 lestum af
sild. Loðnuaflinn á sama tima var
i heild orðinn nú i ár, 442.857 lest-
ir, en var i fyrra 456.900 lestir.
Rækjuaflinn fyrstu niu mánuði
ársins var 4.362 lestir ■ i var 3.147
lestir á sa>- i tima i í. , 2.298
tonnum
lestir höfðu veiðzt af hörpudiski,
en 1.758 lestir á sama tima i fyrra
og humaraflinn i ár varð 2.757
lestir, en var. 2.357 á sama tima i
fyrra. 628 lestir veiddust af kol-
munna i ár, en ekkert i fyrra. Af
öðrum tegundum, svo sem spær-
lingi og öðrum, var aflinn samtáls
12.779 lestir nú, en var aðeins 214
lestir i fyrra.
áviðavangi
Vilja flæma
Karvel úr
nefndinni
Dálitiö sérstætt mál er kom-
iö upp á Alþingi {sambandi viö
fjárveitinganefnd, en
kosningu nefndarinnar var
frestað i fyrradag sökum á-
greinings milli Alþýöubanda-
lagsins og Samtakanna (rang-
hermt var i blaöinu i gær, að
kosning nefndarinnar heföí
fariöfram). Máliö er þaö, aö á
sinum tima var gerö laga-
breyting og nefndarmönnum
fjölgaö úr níu I tiu. Var þessi
breyting gerð til aö auövelda
þaö, aö allir flokkar gætu átt
fulltrúa i ncfndinni.
Alþýðu-
bandalagið og
Samtökin
hafa siöan
boðið frain
samciginleg-
an lista, sem
tryggöi það,
að fulltrúi
Samtakanna, Karvel Pálma-
son, kæmist i nefndina. En eft-
ir Vestfjaröayfirlýsingu Sam-
takanna, þar sem Karvel hall-
aði sér aö Alþýöuflokknum,
hafa kærleikar kólnaö milli
hans og Alþýöubandalagsins.
Og nú er svo komiö, aö Al-
þýöubandalagiö vill ekki kosn-
ingabandalag viö Karvel I
sambandi við kosningu l fjár-
veitinganefnd, heldur ætlar
sjálfu sér tvo fulltrúa I nefnd-
ina I staö eins áöur. Stjórnar-
flokkarnir hafa átt sjö fulltrú-
a, Sjállstæöisflokkur 4 og
Framsóknarflokkur 3, en
stjórnarandstööuflokkarnir
þrir einn fulltrúa hver.
Ekki er ljóst, hvernig þessu
máli munu lykta, cn aö öllum
likindum veröur Karvel
flæmdur úr fjárveitinganefnd
af fyrrverandi vinum sinum i
Alþýöubandalaginu.
Agaleysið í
þjóðfélaginu
N'ýlega birtust hugleiðingar
i blaöinu Degi á Akureyri um
agaleysiö i þjoðfélaginu. Þar
segir m.a.:
,,Ein:: úr hópi
alþingis-
manna, Eyj-
ólfur Konráð
Jónsson, til-
kynnti virðu-
legum ráöu-
neytum þá á-
kvöröun sína,
aö hann meö byssu I hönd ætl-
aöi sjálfur aö hefja slátrun á
Sauöárkróki, hvort sem leyfi
yfirvalda til slátrunar I því
sláturhúsi væru veitt eöa ekki.
Því er þessi siðlausa fram-
koma þingmannsins gerö aö
umtalsefni, aö hún er I beinu
framhaldi af þvi agaleysi og
uppivöðslu i þjóöfélaginu sem
nú einkennir það öörum tím-
um fremur. Ekkert væri viö
þaö að athuga, þótt þingmaö-
urinn vildi skipta uni atvinnu
og færi aö vinna i siáturhúsi,
jafnvel aö aflifa skepnur, ef
einhver treysti honum til þess.
Hitt er injög vafasamt, hvort
hann á nokkurn siöferöilegan
(eða lagalcgan) rétt til aö sitja
á Alþingi eftir aö hafa opin-
berlega tilkynnt ákvöröun
sina um skýlaust lagabrot
meö drápsvopn i hönd.”
— a.þ.