Tíminn - 15.10.1976, Blaðsíða 7

Tíminn - 15.10.1976, Blaðsíða 7
Föstudagur 15. október 1976 TtMINN 7 Norræn menningar- vika í Kópavogi Á morgun hefst i Kópavogi nor- ræn menningarvika. Aödragandi vikunnar er sá, segir i frétt frá framkvæmda- nefndi að á sl. ári bauö Nor- ræni menningarsjóöurinn I Kaup- mannahöfn fram styrk meöal sveitarfélaga á Norðurlöndum, til þess aö efla kynningu á sviöi menningarmála þeirra á milli. Hlaut Kópavogskaupstaöur styrk frá sjóönum til þessa, og fól bæjarstjórn Kópavogs fulltrúum frá Leikfélagi Kópavogs, Lista- og menningarsjóði Kópavogs, Norræna félaginu i Kópavogi og Tómstundaráöi Kópavogs aö ann- ast framkvæmd og skipulagningu vikunnar, ásamt bæjarstjóranum i Kópavogi. SU hugmynd kom fljótlega fram, aö bjóöa vinabæjum Kópa- vogs á Noröurlöndum þátttöku i vikunni, og þáöu þeir allir boöiö, en þeir eru Angmagssalik á Grænlandi, Klaksvik i Færeyjum, Mariehamn á Álandseyjum, Norrköping i Sviþjóö, Odense i Danmörku, Tampere i Finnlandi og Þrándheimur i Noregi. Meginþættir menningarvikunn- ar verða sýning aö Hamraborg 1 frá fyrrnefndum vinabæjum og ráðstefna i Félagsheimili Kópa- vogs um tómstundamálefni og hlutdeild sveitarfélaga i þeim. Veröa fyrirlesarar frá öllum vinabæjunum og kynna þeir framlag sinna sveitarfélaga til tómstundastarfsemi. Til ráö- stefnunnar er boöiö fulltrúum allra félaga i Kópavogi, auk ýmissa annarra. Ráöstefnan, sem er opin almenningi til áheyrnar eftir þvi sem húsrúm leyfir, verður á sunnudag. Grafik sýning verður aö Hamraborg 1 (neðri sal) meö verkum eftir listamenn frá Norr- köping, Odense og Islandi. Sýning þessier tilkomin vegna samvinnu Lista- og menningarsjóðs viö Norrköpings Museum og Fyns stiftmuseum i Odense og hafa verkin verið sýnd á þeirra vegum i Norrköping og Odense. Ýmislegt annaö veröur um aö vera i vikunni i Félagsheimili Kópavogs. Laugardaginn 16. október frum- sýnir Leikfélag Kópavogs verk Williams Heinesens, „Glataöir snillingar”. Sunnudaginn 17. október verður norræn kvöldvaka meö dagskrá um Angmagssalik, Klaksvik, Mariehamn og Kópavog. Mánudaginn 18. október verður kvikmyndasýning og sýnd danska myndin „Mansku’være noget ved musikken”. Þriöjudaginn 19. október veröur norræn kvöldvaka meö dagskrá um Norrköping, Odense, Tamp- ere og Þrándheim. Miövikudaginn 20. október sýnir leikflokkur Þjóöleikhússins Inúk. Fimmtudaginn 2l.októberveröur önnur sýning Leikfélags Kópa- vogs á Glötuöum snillingum eftir William Heinesen. Föstudaginn 22. október veröur seinni sýningin á dönsku kvik- myndinni „Man sku’være noget ved musikken”. Mánudaginn 18. október flytur Clifford Long fornleifafræðingur erindi á vinabæjarsýningunni að Hamraborg 1 um fornleifaupp- gröft i Þrándheimi. 1 tengslum viö menningarvik- una efnir Norræna félagiö i Kópa- vogi til ritgeröarsamkeppni um vinabæina meöal skólanema i Kópavogi frá 11 ára aldri. Einstaklingar og félög hafa gert sitt til aö gera „Norrænu menningarvikuna” i Kópavogi mögulega. Þaö er von þeirra, sem aö vikunni standa, aö hún megi veröa til aö stuöla aö auknum kynnum og vaxandi samvinnu hinna norrænu þjóða, og er þvi ástæöa til aö hvetja sem flesta til aðkynna sér þaö, sem þar er boö- iö fram. 1 framkvæmdanefnd Norrænu menningarvikunnar eru: Björgvin Sæmundsson frá Bæjarstjórn Kópavogs. Björn Magnússon frá Leikfé- lagi Kópavogs Hjálmar ólafsson frá Norræna félaginu i Kópavogi Jón Guölaugur Magnússon frá Lista- og menningarsjóöi Kópa- vogs Pétur Einarsson frá Tóm- stundaráöi Kópavogs Framkvæmdastjóri vikunnar er Einar Ingi Sigurösson. SMIDJUVI 'GI 6 SIMI 44544 Verðlækkun Vegna hagræðingar og betri aðstöðu í nýjum húsakynnum að Smiðju vegi 6 hefur okkur tekist að lækka framleiðslukostnaðinn verulega: Bergamo Sófasettið hefur nú lækkað í verði um kr. 53.000 Staðgreiðsluverð í dag kr. 186.000.— Bergamo er nýtízku sófasett í „Airliner” stíl. Traustbyggt, afburða þægilegt og fallegt. Meiri framleiðsla — betri vara — lægra verð Opið til kl. 19 föstud. kl. 12 laugard. Verksmiðiu SIÐASTI DAGUR! Verksmiðjuútsölunni í Iðnaðarhúsinu, Hallveigarstíg 1, lýkur á morgun OPIÐ KL. 9-12 Seldar eru lítið gallaðar vörur frá verksmiðjum okkar á Akureyri, Borgarnesi og í Reykjavík SÍÐASTA TÆKIFÆRI TIL AÐ KAUPA GÆÐAVÖRU Á GJAFVERÐI Iðnaðardeild Sambandsins Auglýsmgndeild

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.