Fréttablaðið - 21.11.2005, Síða 86
21. nóvember 2005 MÁNUDAGUR42
Ari Alexander Ergis var nýkom-
inn heim frá Los Angeles þegar
Fréttablaðið náði tali af honum.
Þar hefur hann dvalist í tvær
vikur og tekið þátt í AFI-hátíðinni
með heimildarkvikmynd sinni
Gargandi snilld. „Ég á reyndar
að vera í Newcastle en gat ekki
meir,“ viðurkennir hann en gat þó
ekki farið leynt með ánægju sína
yfir ferðinni til kvikmyndaborgar-
innar. „Ég fór reyndar til Rómar í
millitíðinni en það var svona til að
blanda geði við ýmsa aðila,“ segir
hann en gefur ekkert meira uppi
um þá ferð.
Ferðalögunum er þó hvergi
nærri lokið því á föstudaginn held-
ur leikstjórinn til Amsterdam þar
sem hann tekur þátt í einni stærstu
heimildarmyndahátíð heims. „Það
krefst jafn mikillar orku að búa til
mynd og kynna hana,“ segir Ari
en grætur eflaust ekki allt heims-
hornaflakk þessa árs. Það er enda
talað um að stærstur hluti ferils
kvikmyndaleikstjóra fari í hand-
tök og kynningar.
Ferðin til L.A var að sögn Ara
ógleymanleg en þetta var í fyrsta
skipti sem hann heimsótti borg-
ina. „Ég fann nánast lyktina af
möguleikunum,“ segir hann en
fannst sum augnablik vera hálf
súrrealísk. „Maður stóð kannski
allt í einu við hliðina á Johnny
Depp,“ útskýrir hann en hápunkt-
urinn hafi þó verið hádegisverð-
ur með Andy Garcia. „Hann er
mikill áhugamaður um tónlist og
ég stóðst ekki mátið og smellti
mynd af okkur saman,“ segir Ari
og hlær hálf skömmustulega. „Ég
hef alltaf verið mikill aðdáandi
hans,“ bætir hann við.
Gargandi Snilld gekk mjög vel
og var valin ein athyglisverðasta
myndin á hátíðinni. „Þetta var
rosalegt skipulag og það var haldið
vel utan um okkur. Búið var að setja
saman dagskrá frá átta á kvöldin
til miðnættis þannig að þetta var
ekki bara partístand,“ segir Ari.
„Þarna er alltaf verið að fylgjast
með nýjum nöfnum í von um að
uppgötva næstu stjörnu.“ - fgg
Snæddi hádegismat með átrúnaðargoðinu
ARI ALEXANDER
Gísli Örn Garðarson hefur verið
ráðinn í aðalhlutverk hjá Knee-
high-leikhópnum en hópurinn
ætlar að segja upp leikgerð eftir
bók Angelu Carter „Nights at the
Cirkus“ hjá Lyric Hammersmith
leikhúsinu í London. Hópurinn var
nú síðast með Tristan & Isold sem
var á fjölum Þjóðleikhússins ekki
alls fyrir löngu.
Gísli heldur út til æfinga 12.
desember en frumsýning á verkinu
verður í janúar. „Ég skrifaði undir
samning til apríl,“ segir Gísli sem
segist þó ekki vita mikið út í hvað
hann er að fara. „Mér skilst að leik-
hópurinn sé meðal þeirra virtustu
í leikhúslífi Breta og að höfund-
urinn sé mjög mikilvægt skáld,“
útskýrir leikarinn. Lyric Hamm-
ersmith leikhúsið er aðeins fyrir
utan miðborg Lundúna og tekur
um sjö hundruð manns í sæti.
Árið hefur verið mjög anna-
samt hjá Vesturporti en leikverkið
Brim hefur verið á ferð og flugi
að ógleymdri sigurför Woyzeck
í London. „Við stöndum í samn-
ingaviðræðum um að það fari
til Ludwigshaven í Þýskalandi,“
segir Gísli og reiknar ennfremur
með því að Rómeó & Júlía verði
sett upp hjá St. Pauli leikhúsinu í
Hamborg.
Gísli getur ekki neitað því að
árið hafi verið mjög strembið og
viðurkennir að hann hlakki til að
fá bara að vera leikari í London.
Hann er nýbúinn að kveðja Nick
Cave sem dvaldist hér um nokk-
urra daga skeið. „Hann var mjög
ánægður með ferðina og var mjög
hrifinn af snjónum og kuldanum,“
segir Gísli en meðal þess sem Cave
gerði var að fara í útreiðartúr sem
hann hreifst mjög af. „Hann ætlar
að koma hingað aftur í desember
og þá með alla fjöskylduna.“ Þrátt
fyrir kvikmyndina Kvikyndi, upp-
setningar og leik á sviði segist
Gísli ekkert vera að kvarta. „Þetta
er mjög gjöfult og við erum að
gera það sem við viljum gera.“
freyrgigja@frettabladid.is
GÍSLI ÖRN: HLAKKAR TIL AÐ VERA BARA LEIKARI Í LONDON
Stígur á svið með einum
virtasta leikhópi Breta
GÍSLI ÖRN Mun leika aðalhlutverkið í uppfærslu Kneehigh-leikhópsins á bók Angelu Carter, Nights at the Cirkus.
SÉRFRÆÐINGURINN SNÆFRÍÐUR INGADÓTTIR KANN FRAMANDI RÉTTI 13 ÞJÓÐLANDA
Kolkrabbi og langvinn pólsk eldamennska
Á Íslandi búa nú einstaklingar frá 140 þjóðlöndum sem
allir hafa gert Íslendinga ríkari þegar kemur að framandi
menningu og siðum sinna heimalanda. Snæfríður Inga-
dóttir rithöfundur er ein þeirra heppnu sem á árinu fékk
persónulegt heimboð í eldhús þrettán nýrra Íslendinga
frá öllum heimsálfunum, en afraksturinn er matreiðslu-
bókin Opið hús - menning og matur á Íslandi nútímans,
sem Snæfríður vann í samvinnu við Þorvald Örn Krist-
mundsson ljósmyndara.
„Það voru algjör forréttindi að skrifa þessa bók því
ég er búin að vera í standandi matarveislu mánuðum
saman,“ segir Snæfríður, en bókin geymir auk uppskrifta
ástarsögur og örlög fólksins í eldhúsinu.
„Þegar kemur að framandi eldamennsku er Asía
auðvitað mest framandi heimsálfan, en þó hefur mat-
armenning hennar hvað lengst verið við lýði hjá Íslend-
ingum, enda til mikið af austurlenskum matsölustöðum
hérlendis. Hins vegar er Íslendingum enn framandi sá
siður Asíuþjóða að fá sér heita kjötrétti í morgunmat, en
víða eru bornar kjötkássur á borð um leið og menn eru
risnir úr rekkju að morgni dags,“ segir Snæfríður og telur
landsmenn einna ókunnasta matreiðsluháttum Pólverja
og þjóða af Balkanskaganum.
„Í bókinni er til dæmis pólskur réttur sem tekur hvorki
meira né minna en fjóra daga að útbúa. Það er án efa fyr-
irferðarmesta eldamennskan, en þennan klassíska rétt,
Bigos, hafa Pólverjar eldað allt frá fimmtándu öld,“ segir
Snæfríður sem efar að hún leggi í slíka eldamennsku sjálf
í bráð.
„Rétturinn er eldaður í tilefni þess að súrkálsupp-
skera er komin í hús og veiðimenn búnir að skjóta bráð
sína. Því er blandað saman nauta-, svínakjöti og villibráð
ásamt ýmsu grænmeti en ekki síst súrkáli,“ segir Snæfríð-
ur sem þótti einna mest framandi að gæða sér á spænsk-
um kolkrabba.
„Mér fannst óskaplega spennandi að smakka loksins
risakolkrabba. Hann er eldaður í heilu lagi með örmum
og öllu saman, en hægt er að kaupa þannig skepnu
frosna hjá Snæfiski. Kolkrabbanum er skellt í pott og soð-
inn í heilu lagi, armar skornir af og í bita sem hellt er yfir
olía, salt og paprikuduft. Með rauðvíni
og brauði er þetta herramannsmatur,
og minnti mig eilítið á beikon,“ segir
Snæfríður hláturmild.
„Það stingur líka í stúf við
okkur Íslendinga hvað eldabusk-
ur þessara þjóða eru hagsýnar í
innkaupum og kaupa stórt inn af
öllu. Það er eitthvað sem maður
getur lært mikið af,“ segir Snæ-
fríður ákveðin í bragði, þar sem
hún gengur um í framandi
angan erlendra veitingastaða í
miðborg Reykjavíkur.
Ofurtala
12 18 26 28 32
13 15 25 40 42 44
33 39 22
9 3 5 4 8
9 9 3 8 7
19. 11. 2005
16. 11. 2005
Þrefaldur 1. vinningur
næsta laugardag
Einfaldur
1. vinningur næsta
miðvikudag
Fyrsti vinningur gekk ekki út.
Fyrsti vinningur gekk ekki út.
6
HRÓSIÐ
... fær Steinunn Sigurðardóttir
fyrir að klára loks skáldsögu sína
Sólskinshest eftir margra ára
vinnu.
FRÉTTIR AF FÓLKI
Sturla Böðvarsson, samgöngu-ráðherra, verður sextíu ára þann
23. nóvember og af því tilefni bauð
hann til glæsilegrar
afmælisveislu á
Hótel Stykkishólmi
á laugardaginn. Þar
var vitaskuld múgur
og margmenni,
ekki síst drjúgur
hluti þingheims
en Halldór
Ásgrímsson,
forsætisráðherra,
og Einar Oddur
Kristjánsson, flokksfélagi Sturlu,
settu svip sinn á samkvæmið. Eins og
við var að búast var töluvert um ræðu-
höld yfir afmælisbarninu en Hrafn
Jökulsson, forseti skákfélagsins
Hróksins, var í hópi þeirra sem tóku til
máls og þakkaði samgönguráðherra fyrir
stuðninginn sem hann hefur sýnt skák-
vakninguni á Íslandi. Hrafn og Helgi
Árnason, skólastjóri í Rimaskóla,
notuðu svo tækifærið og færðu ráðherr-
anum forláta skáksett að gjöf.
Mörður Árnason kveður Alfreð Þorsteinsson á heimasíðu
sinni um helgina þó enn sé nokkuð í að
Alfreð hverfi af vettvangi borgarstjórn-
málanna. „Þótt hann sitji kyrr fram á
næsta vor er núna við hæfi
að kasta kveðju á
Alfreð Þorsteinsson
eftir árin tólf sem
hann að lokum
hefur setið sem
borgarfulltrúi
okkar sem studd-
um Reykjavíkurlist-
ann 1994, 1998
og 2002,“ segir
Mörður og bætir
við að Alfreð
hafi „allan þann
tíma verið lykil-
maður í samstarfinu og staðið sig með
prýði við ráðsmennskuna á þeim hluta
búsins sem í hans hlut kom. Og var ekki
sísti jarðarparturinn. Að loknum löng-
um pólitískum ferli tekur
hann við mikilvægu
verkefni fyrir borgar-
búa og landsmenn:
Að koma Landspít-
alanum fyrir í nýju
húsnæði og þar þarf
einmitt krafta manns
af tagi Alfreðs.“
LÁRÉTT: 2 munaður 6 kringum 8
hversu 9 ögn 11 rykkorn 12 mat-
arílát 14 tákn 16 í röð 17 tillaga 18
umhyggja 20 tveir eins 21 halda
brott.
LÓÐRÉTT: 1 im 3 tveir eins 4 ógæt-
inn 5 fjór 7 gera upp á milli 10 gerast
13 dýrahljóð 15 innyfla 16 frestur 19
númer.
LAUSN
1
5 6
87
9
12
15
10
13
16 17
11
14
18
2 3 4 1
6 7 8
10
13
119
12
15
16
18
21
20
17
14
19
2 3 4 51
6 7
98
10
12 13
1514
16
18
17
11
2 3 4 5
A B C
LÁRÉTT: 2 óhóf, 6 um, 8 hve, 9 fis, 11 ar,
12 askur, 14 merki, 16 tu, 17 ráð, 18 önn,
20 rr, 21 fara.
LÓÐRÉTT: 1 gufa, 3 hh, 4 óvarkár, 5 fer,
7 mismuna, 10 ske, 13 urr, 15 iðra, 16 töf,
19 nr.
[ VEISTU SVARIÐ ]
1 Haraldur Ólason.
2 Bradford.
3 óna Hrönn Bolladóttir.
550 5000
AUGLÝSINGASÍMI