Tíminn - 26.10.1976, Síða 1

Tíminn - 26.10.1976, Síða 1
 ■; TÆNGIRf Aætlunarstaðir: Bíldudalur-Blönduós-Búðardalur Flateyri-Gjögur-Hólmavík Hvammstangi-Rif-Reykhólar Sigluf jörður-Stykkishólmur Súgandaf jörður Sjúkra- og leiguflug um allt land Símar: 2-60-60 og 2-60-66 t? forsætisráðherra Sjá bls. 241. tölublað—Þriðjudagur 26. október—60. árgangur. j raflagnlr í virkjanir — hús verksmiðjur — skip SAMVIRKIS4 iKö^vogt e!" Mannshvarfið í Frankfurt: Interpol biður um upplýsingar — fjármál hans m.a. könnuð Gsal-Reykjavik — Fyrir helgina sneri aiþjóðalögregl- an, Interpol, sér til fulltrúa sins á isiandi, dómsmála- ráðuneytisins, ineð ósk um það, að ráðuneytið léti taka saman uppiýsíngar um Gunnar Elisson, sem hvarf i Frankfurt i Þýzkalandi fyrir hálfum inánuði. Dómsmálaráðuneytið fól Sakadómi Reykjavikur að inna af hendi þessa upplýs- ingasöfnun og vinnur Njörð- ur Snæhólm rannsóknarlög- reglumaður að henni. t sam- tali við Njörö i gær kom fram, að enn hefði ekki tekizt að fá upplysingar um þá fjármuni, sem Gunnar er talinn hafa verið með, er hann hvarf frá hótelinu i Frankfurt, en talið er, að hann hafi þá veriö með 20-25 þúsund þýzk mörk. Gunnar Elisson mun ekki hafa fengið neina gjaldeyris- yfirfærslu aðra en venjuleg- an ferðamannagjaldeyri, er hann fór frá tslandi, en hann starfaði hér á landi sem framkvæmdastjóri Byggung i Kópavogi, byggingarsam- taka ungra Sjálfstæðis- manna. Hjá utanrikisráðuneytinu fengust þær upplýsingar i gær, að enn hefði ekkert komið fram við rannsókn þýzku lögreglunnar og Inter- pol, sem varpað gæti ljósi á hvarf Gunnars, en mjög itar- leg rannsókn fer nú fram á hvarfi hans og hafa m.a. ver- ið birtar myndir af honum i blöðum. r Asgeir Ingólfsson viðurkennir inn- brotið í Héðin Gsal-Reykjavík — Ásgeir Ingólfsson, maðurinn sem myrti konuna i íbúðinni að Miklubraut 26 í síð- asta mánuði, hefur nú játað á sig innbrotið í vél- smiðjuna Héðin í Reykjavík að kvöldi 27. nóvember i fyrra. Ásgeir var á sínum tima úrskurðaður i gæzluvarðhald vegna þessa innbrots og sat í varð- haldi í sjö sólarhringa, en neitaði þá staðfastlega sakargiftum. peningum, ávisunum og öðr- um pappiruni I eigu fyrir- tækisins. Einn þessara kassa fannst morguninn eftir, og i honum fjöldi ávisana. Hinir kassarnir fundust ekki. Ásgeir hefur nú játað á sig þennan glæp, og kveðst hann hafa farið með kassana tvo niður á Skúlagötu strax eftir innbrotið og hent þeim þar i i siðustu viku óskaði hann eftir þvi, að rannsóknarlög- reglumaður kæmi til sin, og játaði hann þá innbrotið. Mál- ið var síðan dómtekið I gær- dag. Það var að kvöídi 27. nóvember að brotizt var inn i vélsmiðjuna Héðin og þaðan fluttir á brott þrir kassar með uppfyllingu vestan við BP- stöðina, sem þá var verið að vinna að. Hann segir ennfrem- ur, að hann hafi aðeins hirt peninga úr kössunum, en látið ávisanir, vixla og aðra pappíra eiga sig. Samkvæmt bókhaldi Héðins var stolið tæpum 712 þúsund krónum i reiðufé, en Asgeir telur upphæðina ekki svo háa. Mun skýringin vera sú, að As- geir hafi ekki leitað nægilega vel I kössunum tveimur áður en hann henti þeim, og þvi hafi eitthvað af peningum orðið þar eftir. Asgeir komst yfir lykla að skrifstofum Héðins áður en hann fór þangað i leit að verð- mætum. Smygl i Brúarfossi — skipið stöðvað gébé Rvik — Tollverðir komu upp um smygl I Brúarfossi, er skipið kom til Iteykjavikur, s.l. sunnudag. — Yfirhcyrslur standa yfir, og á þcssu stigi málsins er ekki hægt að gefa upp magn smyglvarnings né heldur hverjir eigendur hans eru, þar sem slíkt getur spillt fyrir rannsókn, sagði Kristinn Ólafsson, tollgæzlustjóri við Timann i gærkvöldi. Sagði Kristinn þó að hér væri um nokkuð magn af vodka og tóbaki að ræða. Brúarfoss átti, samkvæmt áætlun, að sigla frá Rcykjavlk i gær, en skipið var stöövað um óákveðinn tima, eftir þvi sem nauðsyn þykir til, meðan unniö er að rannsókn málsins, aö sögn Kristins Ólafssonar. Brúarfoss leggst upp að á sunnudaginn. Tfmamynd: G.E. FJARMAL ALÞÝÐU- FLOKKSINS: AÞ-Reykjavik. — Fjármál Alþýðuflokksins voru aðalmál 37. þings Alþýðuflokksins, sem haldið var á Loftleiða- hótelinu um helgina. Snerist ræða formanns flokksins, Bénedikts Gröndal, eingöngu um fjármál Alþýðuflokksins, og kom fram I ræðu hans, að gamlar skuldir flokksins, vegna útgáfu Alþýöublaösins, næmu rúmum 8 millj. kr. Skuldir vegna hinna ýmsu útgáfufyrirtækja eru ekki meðtaldar hér. Var á þinginu dreift lista yfir skuldir og eignir flokksins, en eignir flokksins eru m.a. I fyrirtækj- um og húseignum. Þá voru lagðir fram til samþykktar rekstrar- og efnahags- f Þrótt fyrir naerri tug- milljón kr. skekkju — var reikningurinn samþykktur samhljóða reikningur Alþýðuflokksins fyrir undanfarin 2-3 ár. Mjög hörð gagnrýni kom fram hjá sumum fundar- mönnum, sem bentu á, að reikningarnir væru rangir. Var Hrafnkell Asgeirsson hæstaréttarlögmaður einn þeirra. Bent var á veigamikið misræmi, sem fram kæmi i efnahagsreikningi, miðað við skuldalista, sem dreift var á þinginu. Þannig koma skuldir þær, sem greindar eru á skuldalista, en það eru skuldir við Búnaðarbanka 2,7 millj., tJtvegsbanka 3,0 millj., Iðnaðarbanka 270 þús., Verzlunarbanka 637 þús. og Landsbanka 1,8 millj., hvergi fram á skuldahliö efnahags- reikningsins. Annað hvort er skuldalistinn rangur, eða hér er um að ræða alvarlegt bók- haldslegt misræmi. Þá var á það bent á flokks- þinginu af þingfulltrúum, aö i efnahagsreikningi væri hvergi getið um eign flokksins I Blaðaprenti, sbr. skrá yfir eignir og skuldir Alþýðu- flokksins. Þá eru tölur i efna- hagsreikningi og skrá um eignir ósamhljóða, sbr. hluta- bréf i Alþýðubrauðgerðinni. Enn fremur var vakin athygli á þvi, aö eignir þær, sem gefn- ar eru upp á sama lista, þ.e. hlutabréf I Alþýðuprentsmiðj- unni, Alþýðubrauögeröinni og Alþýðuhúsinu h.f., hefðu ekki verið tilgreindar i efnahags- reikningi flokksins á fyrri þingum Alþýðuflokksins. Ýmislegt var fundið aö rekstrarreikningi, m.a. spurzt fyrir um það, hvaða aöilar • Teitur búinn að skrifa undir — Sjá íþróttir hefðu gefið til flokksins, en engin svör fengust við þvi. Þrátt fyrir aö reikningar flokksins væru jafn stórkost- lega rangir, eins og bent var á, voru þeir engu aö siður sam- þykktir samhljóða, en nokkrir sátu hjá!! Skekkjan i reikningnum nemur nærri ein- um tug milljón króna. Reikningarnir voru endur- skoöaðir af Jóni Brynjólfssyni og Aðalsteini Halldórssyni. Sjá nánar frá flokksþingi Alþýöuflokksins á bls 10. Ws&n wmm

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.