Tíminn - 26.10.1976, Blaðsíða 3

Tíminn - 26.10.1976, Blaðsíða 3
Þriðjudagur 26. október 1976 TÍMINN 3 Í5£' • • -i ■ ....................• -............. /';ᥠ“ 53ja ára Portúgali ferst við Sigöldu Gsal-Reykjavik. Fimmtiu og þriggja ára yfirmaður portú- gaisks verktakafyrirtækis við Sigöldu, Julio Cesar Margues Ouofre Rod- rigues, lézt, er hann bakkaði jeppa fram af 20-25 metra háum vegarkanti fyrir ofan stöðvarhúsið við Sigöldu á sunnudagsmorgun. Rodrigues var aö ná i vinnuflokk sinn ■ kaffi, er slysið varð, cn portúgalska verktakafyrirtækið hefur annazt uppsetningu á sog- rörum og lokum við Sigöidu- virkjun. Tíu handteknir vegna fíkniefna við Sigöldu Gsal-Reykjavik. — Tiu starfs- menn við Sigölduvirkjun hafa ját- að á sig dreifingu og neyzlu á fikniefnum. Menn þessir voru handteknir við Sigöldu um helg- ina, en iögregian á staönv m vann þá að rannsókn á meintri fikni- efnaneyzlu starfsmanna þar efra, i samvinnu við fikniefnadeild lög- reglunnar, og voru mennirnir handteknir i kjölfar þeirrar rann- sóknar. Asgeir Friðjónsson sakadómari fikniefnadómstólsins sagði i sam- tali við Timann i gær, að rann- sókn þessi hefði verið gerð að frumkvæði löggæzlumanna við Sigöldu, en málið væri tengt hinu umfangsmikla fikniefnamáli, sem fikniefnadómstóllinn væri að vinna að. Kjartan Guðmundsson varð- stjóri lögreglunnar við Sigöldu sagði i samtali við Timann, að þrir menn af þessum tiu, hefðu játað á sig dreifingu fikniefn- anna, og sagði hann, að þeir hefðu ýmist keypt fikniefnin i Reykja- vik eða fer.gið þau send upp I Sig- Öldu. Þeir munu, að sögn Asgeirs Friðjónssonar, hafa keypt fikni- efnin af þeim hóp manna, sem nú situr i gæzluvarðhaldi i Reykja- vik. — Rannsókn þessa máls er engan veginn lokið, þótt játningar liggi fyrir, og ekki er ósennilegt, að fleiri aðilar eigi eftir að drag- ast inn i málið, sagði Kjartan Guðmundsson. Sakadómsrannsókn kom í veg fyrir umræður um „hneykslismólin" HV-Reykjavik. — Lausafjár- skortur Alþýðubankans er al- varlegur og þótt hann eigi vel fyrir skuldum, þá verður að koma til talsverð aukning irin- lána, ef hann á að geta veitt þá þjónustu sem verkalýðsfélög og almenningur ætlast til af hon- um, sagði Stefán M. Gunnars- son, bankastjóri Alþýðubankans i viðtali við Timann i gær. 1 gær var haldinn hluthafa- fundur Alþýðubankans, sem aðalfundur hans hafði ákveðið að boðað skyldi til, ekki siðar en i októbermánuði. t ræðu for- manns bankaráðs, Benedikts Daviðssonár, kom fram að fundur þessi var i upphafi ætl- aður til viðræðna um hneykslis- mál þau sem komið hafa upp við bankann, en þar sem rannsókn sakadóms á þeim er ekki enn lokið og lýkur trúlega ekki fyrr en einhvern tima á næsta ári, voru mál þessi ekki á dagskrá. Jón Hallsson, fyrrverandi bankastjóri Alþýðubankans,tók til máls á fundinum. í viðtali við Timann i gær kvaðst Jón ekki reiðubúinn til að láta neitt fara frá sér opinberlega um málin, meðan rannsókn stæði enn yfir og yfirheyrslum væri ólokið. Stefán Gunnarsson, banka- stjóri, sagði einnig i gær, i við- tali viðTimann, að reynt yrði að auka lausafé bankans með þvi að fá verkalýðshreyfinguna til þess að leggja sjóði sina þar inn i auknum mæli, meðal annars lifeyrissjóði. Engar formlegar viðræður hefðu farið fram um það mál, en þeim hefði verið sent hvatningarbréf. — Stefnan i framtiðinni verð- ur fleiri útlán, en smærri og til skemmri tima en veriö hefur, Örbylgjusamband á símann milli Akur- eyrar og Reykjavíkur — getur flutt allt að níu hundruð og sextíu rásir og eykur öryggi og vaimöguleika til mikilla muna HV-Reyk|avík. — Á næstu vikum verður tekið í notkun nýtt örbylgjukerfi ásímasambandinu milli Reykjavíkur og Akureyrar< sem bæta mun verulega öryggi sam- bandsins auk þess sem valmöguleikar aukast til muna. Radíósamband þetta vinnur á tíðnisviðinu 7.000 til 7.800 Megarið og getur borið allt að níu hundruð og sextíu rás- ir, þótt til að byrja með verði ekki teknar i notkun nema eitt hundrað og tuttugu rásir frá Reykjavík til Akureyr- og sextíu rásir til Stykkishólms. ar Að sambandið geti borið niu hundruð og sextiu rásir þýðir, að i gegnum það geta farið fram niu hundruð og sextiu samtöi á sama tima, án þess að þau trufli hvert annað, þar sem þau eru send á mismunandi tiðni. Þetta nýja örbylgjukerfi mun auka öryggi sambandsins milli þessara staða einkum að þrennu leyti. 1 fyrsta lagi að þvi leyti, að þótt rafmagn fari af öllum svæð- um, sem það fer um (þar sem sendar eru) hefur það engin áhrif, þar sem allt kerfið er rekið á raf- geymum. t öðru lagi eru ör- bylgjusambönd sjónlínusambönd og þola þvi betur breytingar á út- sendu merki en þau radió- sambönd, sem rekin eru á lægri tiðni. í þriðja lagi eru öll tæki, bæði senditæki, fjölsimar og ann- að, ný og þvi bilanatiðni mun minni. A mynd þessari sést ioftnet örbylgjusambandsins milii Reykjavikur og Keflavikur, það er loftnetið i Keflavik. Neðst á mastrinuer loftnetið sjálft, sem sendir geislann upp i spegilinn, ofarlega I mastrinu, en þaðan endurkastast hann tii viðtökumasturs, sem er útbúið á svipaðan hátt. Ekki er þó i öllum tilvikum spegill og loftnet á sama mastri, því sums staðar er spegillinn uppi i fjalli en loftnetið niðri i byggö. Aðalatriöiö er að hvort sé i sjónlinu frá hinu, það er að sendispegill sé i sjóniinu frá ioftneti, móttökuspegill i sjóniinu frá sendispegii og móttökufoftnet á sama hátt I sjónlinu frá mót- tökuspegli. örbylgjusambönd á sima eru þegar komin upp á fáeinum stöð- um hér á landi, það er milli Reykjavikur og Keflavikur, þar sem möguleiki er á tvö hundruð og fjörutiu rásum, en hundrað og tuttugu eru nú notaðar, milli Reyðarfjarðar og Fáskrúðsfjarð- ar, þar sem möguleikar eru á þrjú hundruð rásum, en sextiu eru notaðar i dag og fyrirsjáan- legt, að sextiu til viðbótar verða teknar til notkunar i náinni fram- tið, svo og milli Reykjavikur og Akraness þar sem möguleikar eru á þrjú hundruð rásum, en hundrað og áttatiu eru nýttar i dag. Þá er áætlað, að á næstunni verði komið á örbylgjusambandi milli Reykjavikurog Hvolsvallar, sams konar og þvi, sem veröur til Akureyrar, eða niu hundruð og sextiu rása. Þrjú hundruð rásir verða svo teknar áfram til Vest- mannaeyja á sama tima. 1 fyrstu verða nýttar sextiu rásir milli Reykjavikur og Hvolsvallar og aðrar sextiu til Vestmannaeyja, en siðar verður sambandið tengt áfram til Vikur i Mýrdal og allt til Hafnar i Hornafirði. Framhald á bls. 23 Aumastur allra I Timanum sl. sunnudag birtist grein, þar sem þvi var lýst, hvernig Jónas Kristjáns- son, ritstjóri Dagbiaðsins, sem jafnframt er formaður fræðsiuráðs Reykjanesum- dæmis, hefði greitt atkvæði, þegar fræösluráöiö fjallaði um umsókn dr. Braga Jós.epsson- ar og fieiri um fræðsiustjóra- stööu í umdæminu. Kynntar voru blákaidar staðreyndir og vitnað i gjörðabók fræðslu- ráðsins, þar sem íram kemur, að Jónas Kristjánsson studdi alit annan mann en dr. Braga. Þessi aukastörf sin i fræösluráöinu hefur Jónas Kristjánsson ekki kynnt fyrir lesendum Dagblaðsins ennþá. Lesendur Dagblaðsins standa enn i þeirri trú, að Jónas Kristjánsson sc einn dyggasti stuöningsmaöur Braga.En þaö er kannski ofur cðliiegt, að Jónas vilji ekki segja frá þessu, því hvað skyidu lesend- ur hans scgja, ef þeir vissu sannieikann? Þeir myndu ekki aöeins tala um aumingjann, svo notaö sé orðalag Jónasar sjálfs, í fræðsluráöi Reykja- nesumdæmis, hcldur um rit- stjórann, sem aumastur er ailra. Lýðræðið í Alþýðuflokknum Mjög fróölegt var aö fylgj- ast meö flokksþingi Alþýðu- flokksins, sem haldið var um heigina. Uppáhaldsorð krata- foringjanna Gylfa Þ. og Bene- dikts var iýðræöi, sem hvergi átli aö vera mcira en einmitt i Alþýðufiokknum. Ekki voru þó allir, sein sátu þingið, þcirrar skoðunar, að lýðræðisástin væri sérstak- lega i hávegum höíö i Alþýðu- flokknum, m.a. sagði Gunn- laugur Stefánsson, einn af for- ystumönnum ungra jafnaðar- mánna, sögu af þvi, hvcrnig þeir Gylfi og félagar einmitt þverbrutu lýðræðislcgar leik- reglur á sjálfu flokksþinginu. Lngir jafnaðarmenn höfðu beitt sér fyrir frekar róttækri tilliigu I varnarmálunum. sem samþykkt var i stjórnmála- nefndinni. Var þeirri tillögu siöan dreift meöal þingfull- trúa. Attu menn ekki von á öðru en sú tillaga yröi rædd sem tiliaga stjórnmálancfnd- arinnar, Að sögn Gunnlaugs geröist það hins vegar, eftir að Gylfi og aörir forystumenn flokksins, höföu séð tillöguna, aö þeir boöuðu i snatri til nýs fundar i stjórnmálanefndiuni. Þar mættu þeir sjálfir, for- ingjarnir, og voru heidur brúnaþungir. Skipuðu þeir tvcim þingmönnum, Jóni Arm. Héðinssyni og Sighvati Björgvinssyni, sem báöir höföu þó staðiö aö fyrri tillög- unni, aö cndurseinja tillöguna i anda flokksforystunnar, og siðan var þessari nýju tillögu dreift á þiuginu sem tillögu stjórnmálanefndar!! „Hver er lýöræðisást þess- ara manna?” spuröi Gunn- laugur Stefánsson eftir að hafa lýsl þessuni vinnuhrögö- um. „Við trúðum þvi. að það væri aö birta til i Alþýðu- flokknum, en þaö er stutt i hnefahöggin," sagði hann. „Þetta er sama ástkæra hræsnin. Við erurn orönir þreyttir á skjallinu." -a.þ.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.