Tíminn - 29.10.1976, Blaðsíða 2

Tíminn - 29.10.1976, Blaðsíða 2
2 TÍMINN Föstudagur 29. októbcr 1976 erlendar fréttir. Uppþot í brezka þinginu! Reuter, London. — Mikil ólga varð meðal þingmanna i neðri dcild brezka þingsins i gær, þegar i ljós kom, aó á áhorf- cndapöllunum var staddur sovézki sendifuiltniinn Boris Ponomaryov. Nokkrir þing- menn kröfbust þcss þegar, að hann yfirgæfi staðinn, cn á meðan hinir fhaldsömu Bretar greiddu atkvæöi um máliö, kom Ponomaryov sér i burtu. Þegar atkvæöin höfðu loks verið taiin, kom i Ijós, að að- eins 80 vildu, að Sovétmaður- inn yfirgæfi staðinn, en 192 voru á móti. Boris Pono- maryov er formaður sovézkr- ar visindanefndar, sem boðið var til London. Og loksins hófst róðstefnan! Reuter, Genf. — i gær hófst ráöstefna í Genf um framtið Kódesiu, en hún hófst tveim klukkustundum seinna en á- ætlnð var, vegna ágreinings um hver ætti að sitja i forsæti ráðstefnunnar. Eftir aö for- maður ráðstefnunnar, hinn brezki Ivor Ilichard, hafði flutt tuttugu minútna langa ræðu iagöi hann til, að ráð- stefnunni og umræðum öllum yrði frestað til morguns, vegna þess hve setning hcnnar heföi dregizt. — Þá inun ráö- stefnan hefjast á ræðum blakkra og hvitra leiötoga Ródesiu, þar sem þeir munu skýra sjónarmiö sin, skoðanir og framtfðaráætlanir. — And- rúmsloftið I ráðstefnusalnum I gær var taliö, svo ekki sé meira sagt, mjög þvingað, og menn fullír óvildar og grun- semdar hver á öðrum. Langan llma hefur tekið að koma þessari ráöstefnu á, og viröíst nú þegar jafnvel áður en ráö- stefnan hefst iita út fyrir, að árangur verði ekki ýkja mik- ill. Timann vantar fólk til blaðburðar i eftirtalin hverfi: Skjólin Bogahlíð Bólstaðahlíð Túnin Langagerði Suðurlands- síldin: Útflutn- ingur að hefjast gébé Rvik. —í byrjun næstu viku- mun hefjast lestun til útflutnings á fyrstu Suðurlandss ildinni, framleiddri á yfirstandandi vert- ið, og er yfirtaka á þeirri sild þeg- ar liafin. Tvö skip hafa verið leigð til þessara flutninga og munu þau lesta á sex til sjö höfnum á svæð- inu frá Fáskrúðsfiröi til Akra- ness. Er hér um að ræða 7.150 tunnur af venjulegri saltsild og 2.200 tunnur af sérverkaðri sild, eða samtals 9.350 tunnur af fyrstu sildinni, sem verkuð var af þess- um tegundum á vertiðinni, segir i upplýsingabréfi Sildarútvegs- nefndar. A efri myndinni sjáum við ensk-franska tamningamanninn og dýralækninn Martin Padiey leggja sið- ustu blessun sina yfir Jóhönnu. 1 baksýn sést aðeins litið brot af mannfjöldanum, sem viðstaddur var brottförina, en börn og unglingar áttu friiskólum. A ncðri myndinni eru iroskmennirnir f jórir aö glima við Jóhönnu. Timamyndir Sverrir Aðalsteinsson. loðnuveiði — ef hægviðrið helzt, er útlitið gott, þvi nóg er af loðnu gébé Rvik. — ilelga II fékk full- fermi á ioðnum iöunum í fyrrinótt, 350 tonn, og Helga Guðmunds- dóttir og Hrafn fengu einnig góð köst, en fylltu sig ekki alveg, en ættu að vera búin að fá fullfermi fyrir miönætti, sagði Andrés Finnhogason hjá Loönunefnd I gær. Andrés sagði ennfremur, að Gisli Árni væri væntanlegur á „Jóhönnu" fylgt úr hlaði.... — með pomp og prakt Svavar Markússon lótinn AÞ-Reykjavik. —1 gær lézt í Keykjavik Svavar Markús- son, aöstoðarhankastjóri við Búnaðarbankann. Hann var aðeins 41 árs að aldri, en hafði átt við alvarleg veik- indi að striða um nokkurt skeið. Svavar Markússon haföi að baki sér nærri tuttugu ára starfsferil hjá Búnaðar- bankanum. Hann starfaöi lengst af við vixladeild bank- ans, en var skipaður aðstoð- arbankastjóri 26. ágúst s.l. Svavar Markússon var um skeið einn kunnasti frjálsi- þróttamaður landsins. Hann setti fjölmörg met og Is- landsmet hans i 1500 m hlaupi stóö óhaggað i 16 ár, unz það var slegið á þessu ári. Svavar tók þátt i Olympiuleikunum i Róm 1960 og Evrópumeistaramót- inu i Stokkhólmi 1958, þar sem hann komst i undanúr- slit. Svavar vann mjög mikið aö félagsmálum eftir að i- þróttaferli hans lauk og var gjaldkeri Frjálsiþróttasam- bands tslands s.l. 10 ár. Eftirlifandi kona Svavars er Kristin Pálmadóttir. Þeim varð tveggja dætra auðið. Svavars Markússonar verður minnzt i íslendinga- þáttum Timans siðar. F.I. Reykjavik. — Háhyrningur- inn „Jóhanna" yfirgaf okkur hér á Höfn kl. tiu minútum fyrir eitt i dag og er nú farsællega á leiö til Marinelands sædýrasafnsins i Nizza f Frakklandi, sagöi Svcrrir Aðalsteinsson, fréttaritari Tim- ans á Höfn i Hornafirði.i gær. Hún undi vist sinni vel, át fleiri tugi kilóa af sild á dag og lék á als oddi. En um kl. 8.30 i morgun lenti vél frá Iscargo hér á vellinum, og var þá þegar hafizt handa við að na háhyrnunni úr giröingunni. Lögðu fjórir froskmenn til atlögu viö hana, og gafst hún ekki upp fyrr en i fulla hnefana, eða eftir tvo tima. Tókst þá Konráöi Júli- ussyni, skipstjóra á Sigurvon, Roger de la Grandiere, ásamt gébé Rvik. — A miðnætti aðfara- nótt 24. október s.l. nam heildar- söltun Suðurlandssildar samtals 65.883 tunnum, en á sama tlma I fyrra nam heildarsöltunin 35.422 tunnum. Samkvæmt siðustu fitu- mælingum, sem Kannsóknastofn- un fiskiðnaöarins hefir gert fyrir Sfldarútvegsnefnd, hcfir komið i Ijós, aö fituinnihald sildarinnar hefur farið heldur minnkandi sið- ustu dagana og er nú um 16-17% i tveimur aðstoðarmönnum að koma henni i segldúk, en krana- bill annaðist frekari flutning upp úr girðingunni. Búrið, sem Jóhanna var send i til Frakklands, var útbúið á Höfn. Var það 5,20 m að lengd, yzt voru járngrindur, þá komu vatnsheld- ar spónaplötur og I botninum var 60 cm þykkur svampur. Sérstök- um rafknúnum úðara var auk þess ætlað að halda Jóhönnu rakri alla leiö, en áætlaður flugtimi var sjö og hálf klukkustund. Mikið fjölmenni var viðstatt brottför Jóhönnu, og voru á staðnum, auk ibúa Hafnar, fréttamenn, fulltrúar frá utanrik- isráðuneytinu, sjávarútvegsráöu- neytinu og franski sendiherrann. I. og II. stæröarflokki, cn yfir 20% i Ill.stærðarflokki. Mjög litið hef- ur veiðzt I siðastnefnda flokknum aö undanförnu. Engin síldarskip voru á miöunum i gær, en alls liafa 45 af 51 skipi, sem fengu ieyfi til sildveiöa i hringnót, hafið veið- ar, en um 34 hafa þegar fyllt kvóta sinn. Mesthefur verið saltað af Suð- urlandssild á Höfn I Hornafiröi, loönumiöin i kvöld, en vissi ekki um fieiri báta, sem færu til veið- anna. Stórar og failegar loðnu- torfur fundust i fyrrinótt út af Straumnesi og virðist þvi nóg um loönuna, en veðrið liefur hamlaö allri veiði að undanförnu. — Ef veöurútlit verður gott, fara tvimælalaust fleiri bátar til loðnuveiðanna, en það er allt und- ir þvi komið að bátarnir geti veitt, enda virðist nóg til af loðnunni. NÝTT VERÐ d kolmunna og spærlingi gébé Rvik. — A fundi Verðlags- ráðs sjávarútvegsins I gær var á- kveðið nýtt lágmarksverö á spærlingi og kolmunna til hræðslu. Gildir verðið frá 1. nóv- ember til 31. desember 1976 og er kr. 8,25 hvert kg. eöa samtals 13.688 tunnur, en Vestmannaeyjarfylgja fast á eft- ir, en þar hefur verið saltað i 12.285 tunnur. 1 Reykjavik hafa verið saltaðar 6.752 tunnur, 6.425 tunnur i Keflavik og i Grindavik nemur heildarsöltuni n 5.551 tunnu. Þessar tölur eru allar frá 24. október s.l., og eru fengnar úr upplýsingabréfi Sildarútvegs- nefndar.. Um66þúsund tunnur saltaðar af síld. . . — saltað hefur verið um 30 þús. tunnum meira af sild i ár en í fyrra

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.