Tíminn - 29.10.1976, Page 5

Tíminn - 29.10.1976, Page 5
Föstudagur 29. október 1976 TÍMINN 5 ':Einhver á hér heima^l og vinnur hér, ábyggilega sá sami sem Quimper stal bókinniaf... Og þaö er greinilegt aö eigandinn hefur fundiðgull!, komst að nákvæm a sömu niöurstööu!! t \V Ég lega Ný bók eftir Steinþór Jóhannsson VSReykjavik Steinþór Jóhanns- son hefur sent frá sér bók, sem heitir Ohnepptar tölur. Þetta er önnur bók höfundar, hin fyrri, Hvert eru þinir fætur að fara, kom út i mai 1975. 1 þessari nýju bók eru tuttugu og fjögur prósaljóð. Efnisyfirlit er ekkert, og ekki heldur blaö- siðutal. Allmargar myndir eru i bókinni, gerðar af Kristjáni Kristjánssyni. Höfundurinn gefur bók sina út sjálfur, en Letur fjöl- ritaði hana. Lands- þing FÍB Mó-Reykjavik — Niunda lands- þing Félags islenzkra bifreiða- eigenda verður haldið á Hótel Esju um næstu helgi. Þingið verður sett kl. 9.30 á laugardag, en lýkursfðdegis á sunnudag. Um 50fulltrúar víðs vegar að af land- inu munu sækja þingið. Meðal mála, sem rædd veröa á þinginu, eru hugmyndir um breyttar skráningarreglur öku- tækja. Guöni Karlsson forstöðu- maður bifreiðaeftirlits rikisins mun flytja framsögu um málið. Auglýsið í Tímanum DENNi DÆMALAUSI Hvernig stendur á þvi, aö þú lest aldrei fyrir rnig urn hver sé réttur rninn, eins og Magga segir aö þú eigir aö gera. Iðnaðardeild Sambandsins: Það áaðvera unnt að tvö -þrefalda útflutnings- verðmæti gærunnar Vegna skrifa um gærumál i nokkrum dagblööum nú siðustu dagana, óskar Iðnaðardeild Sambandsin eftir, að sjónarmið deildarinnar komi fyrir al- menningssjónir. Iðnaöardeild Sambandsins rekur nú þrjár verksmiðjur, sem vinna Ur islenzkum gærum, þ.e. Sútunarverksmiðjuna Ið- unni á Akureyri, sem hálf- og fullvinnur skinnin, Fataverk- smiðjuna Heklu, Akureyri, sem kaupir fullunnin mokkaskinn og saumar úr þeim mokkakápur og mokkajakka til sölu hérlendis og erlendis, og verksmiðjuna Hött i Borgarnesi, sem fram- leiðir loðhúfur, lúffur og mokka- jakka, allt úr fullsútuðum loð- skinnum frá Sútunarverksmiðj- unni Iöunni á Akureyri. Sútunarverksmiðjan Iðunn er eina verksmiðjan á Islandi, sem hefur tæknilega getu til að full- vinna mokkaskinn til fatagerö- ar. Iðunn var byggð árið 1969 með tækniaðstoð finnsks fyrir- tækis og var megintilgangurinn með byggingu verksmiðjunnar aö fullvinna gærur, sem þangað til höfðu i ótalin ár veriö fluttar út lltið eöa óunnar. Frá 1969 hefur siðan veriö unniö mark- visst að þessum málum, og er nú svo komið, aö fullvinnsla Iö- unnar tvöfaldast á ári hverju. Þessi þróun er ómetanleg fyrir landið, þar sem óviöunandi er, að úr landinu séu seld hráefni, sem skapa má mikil verömæti úr hér innanlands með fullvinnslu i loöskinn og fatnað. Það var augljóst mál frá upphafi, eöa frá þvi nýja sút- unarverksmiöjan hóf rekstur, að til þess að fullnýta afköst hennar þyrfti verksmiðjan að fá nær allt það hráefni, sem til Bú- vörudeildar Sambandsins fellur á hverju ári. Þegar ákvöröun um stærð verksmiðjunnar var tekin 1969, varð niðurstaðan, aö verksmiðjan fullnýtt þyrfti að taka til vinnslu um 600 þús, skinn til að vera samkeppnisfær á alþjóðamörkuðum. Frá 1969 hefur stöðugt verið unnið að þvi að ná þessu mark- miöi, m.a. með þjálfun starfs- fólks og tæknilegri reynslu. Nú ertaliö, að Sútunarverksmiðjan Iöunn sé ein fullkomnasta verk- smiðja sinnar tegundar i Evrópu. Talið er, aö 2-3 falda megi út- flutningsverðmæti islenzku gærunnar, ef þessari þróun er haldiö áfram, og má vera ljóst, að hér er um mikið hagsmuna- mál fyrir landið að ræða. Um 160 manns hafa nú atvinnu hjá Iðunni á Akureyri, auk þess sem margar verksmiðjur vlðs vegar um landið vinna fatnað úr fullverkuðum skinnum frá Iðunni, bæöi á vegum einkaaðila og Sambandsfyrirtækja, og selja siðan hérlendis og erlend- is. A þessu ári var t.d. afkasta- geta Fataverksmiöjunnar Heklu I mokkakápuframleiðslu margfölduð, og er langmestur hluti framleiöslunnar fluttur úr landi.

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.