Tíminn - 29.10.1976, Qupperneq 7
Föstudagur 29. október 1976
TÍMINN
7
Þegar kolmunninn
Lengi hafa einstakir menn rek-
ið þann áróður, að landbúnaður á
Islandi væri heimska, og slik at-
vinna væri dragbitur á hagvexti,
sport fyrir idióta o.s.frv.
Stærri spámenn
og smærri
t seinni tið hafa þeir Gylfi Þ.
Gislason, doktor og prófessor i
hagfræði, og Jónas Kristjánsson
ritstjóri verið stóru spámennirnir
i þessu trúboði. Nú hefur veriö
vakinn upp nýr spá’maður þeim
til liðs þar sem er Svarthöföi Vis-
is, sem Alþýðublaðið kallar raun-
ar Kolmunna.
Stóru spámennirnir hafa löng-
um kveðið svo að orði, að við ts-
lendingar borguöum útlendingum
með þvi kjöti, sem þeir keyptu af
okkur, — við blátt áfram borguð-
um þeim fyrir að éta það. Nú hef-
ur það sýnt sig, svo að ekki er um
að villast, að til er svo einföld og
hrekklaus sál, að þessu er trúað i
blindni. Hrópyröahöfundur Al-
þýðublaðsins segir i dálkum sin-
um 20. október um það fé, sem fer
til að verðbæta útflutt kjöt:
„Þetta eru krónur, sem við
kveöjum i siðasta sinn um leið og
þær eru af höndum reiddar.”
Svona er það hættulegt að taka
stóru spámennina alvarlega. Það
má enginn gera. Auðvitaö hélt
þessi blaðamaður, að útlending-
um væri beinlinis borgaö meö
kjötinu. Þetta væri bein gjaldeyr-
iseyðsla, eins og sólarferðir. Þó
ættu nú flestir þeir, sem nálgast
almennt greindarstig, aö átta sig
á þvi, þegar þeir gæta sin, að þeir
peningar, sem ganga til að verð-
bæta innlenda framleiðslu, eru
alls ekki sendir úr landi fremur
en t.d. vinnulaun blaðamanna og
alþingismanna. En það er hætt
við, að hrökkvi vanhugsuö orð,
þar sem stóru spámennirnir eru
teknir alvarlega.
Landbúnaðarframleiðsla er
verðmætasköpun, enda þótt
stundum þurfi að taka af kaupi
kolmunnanna til þess að verð-
bæta einstaka liði hennar.
250 dilkar —
einn málsveröur.
Er það nú alveg dæmalaust i
þjóðarbúskap okkar tslendinga,
að fært hafi verið milli manna?
Hefur aldrei þurft að verðbæta
neitt annað en landbúnaðarvör-
ur?
Enu sinni keypti ég mér lifsá-
byrgð. Tryggingarfjárhæðin var
og er 2500 krónur. Það var þá
andvirði 250 góðra dilka. Iðgjald-
ið fyrsta árið var 7 dilkar. Ég fékk
skrautlegt bréf upp á þessa
samninga. Tryggingafélagið lof-
aði að reka 250 dilka heim til fjöl-
skyldu minnar, ef ég félli frá —
eða sama sem það — ef ég stæði
við það að færa þvi mina 7 dilka
árlega meðan ég entist. Reyndar
var samið um krónur, en ekki
dilka, og þvf fór sem fór.
Nú vantar mig 249 dilka og 3/4
að auki. Hvaö er orðið af þessum
lömbum minum?
Þvi er fljótsvaraö. Það hefur
aftur og aftur verið gripið til
þeirra til aö borga með sjávaraf-
urðum. A máli stóru spámann-
anna þýöir það að útlendingum
hafi verið gefin lömbin min fyrir
að éta fiskinn okkar, — en fjarri
sé það mér að mæla á þeirra
tungu, enda segir i helgum ritum,
að lygavarir séu andstyggö. En
hver skyldi hafa trúað því 1932, að
250 vænir dilkar yröu ekki nema
einn málsverður fyrir mig á sjö-
tugsaidrinum? Svona hefur samt
Gylfi Þ. Gislason og fleiri góðir
menn stjórnað málum okkar.
Kannske hefur samt stundum
rekið stjórnlaust.
Nú veit ég vel, að þetta dæmi
um trygginguna segir ekki alla
söguna. Þó að i fyrstu þyrfti sjö
dilka i iðgjaldið, dugöi hluti úr
pundi áður en lauk. Þetta er ekki
nema einn þáttur af viðskipta-
sögu minni i þjóðarbúskapnum.
Samt sem áður sýnir sá þáttur
glöggt og greinilega hvilikar til-
færslur hafa verið gerðar.
Það hefur verið sagt til
skamms tima, að skógarhögg
væri lakast borguð atvinna á
Norðurlöndum. Þó er það skógur-
inn, sem öllu öðru fremurhefur
veður
gert Svia eina rikustu þjóð ver-
aldar, og hann hefur verið Norð-
mönnum meiri auðsuppspretta en
fiskimiöin. Það er stundum mis-
ræmi i skiptagjörð.
Landvernd og
mannvernd
Svo er okkur sagt, að sauökind-
in éti landið okkar.
Ekki er þvi að neita, aö ofbeit
getur valdið landskemmdum. Þó
eigum við margt ólært i þeim efn-
um, og er þvi mikið fagnaðarefni,
að nú er unnið að rannsóknum á
beitarþoli lands og gróðurs.
Aldrei vissi ég uppblástur mynd-
ast i „hestarjóörunum” — blett-
unum þar sem hestar voru
tjóðraðir, svo að landið var rót-
nagað fram á haust ár eftir
ár.Ekki hef ég séö annað en grói
fljótt og vel upp úr aurskriöunum
vestra, þó að kindur taki þar
hvert strá jafnóöum og þaö vex
nokkur fyrstu árin meðan græni
liturinn er dekkstur og frjóefnin i
aurnum mest og bezt. Hinsvegar
sé ég ekki, að mikið gerist sums
staðar i Heiömörkinni, þó að
landið sé variö fyrir sauðfé.
Það er öröugt að meta i heild
hvað vinnst og tapast i gróðurriki
landsins, — einkum hvað vinnst,
— þvi aö það fer jafnan hægara.
En það ætti ekkert aö tapast og að
þvi skal stefnt.
Sumir áhugamenn um land-
vernd halda, aö sauðkindin sé
mikill vágestur og bezt væri að
útrýma henni. Við höfum lika
heyrt, að það ætti að leggja fiski-
skipum, svo að fiskinum mætti
fjölga i sjónum. Þetta eiga að
vera róttæk ráð, en þar sem við
þurfum að lifa — og viljum lifa
vel — dugar ekki að hætta fram-
leiöslunni. Hér er vandinn sá að
nýta land og sjó án þess aö spilla
lifsskilyrðum seinni tima. Að þvi
er mannsbragur. Það verðum við
aö læra. Og til þess höfum við
rannsóknir á sjó og landi.
Kenningar
kolmunnanna
Það eru fleiri en stóru spá-
mennirnir tveir og svarti kol-
munninn i Visi, sem deila á land-
búnaðinn Til einföldunar nota ég
samheitið kolmunnar. Einn kol-
munninn hefur einkennisstafina
II.H. Hann langar til að hafa vit á
hlutunum. Hann heldur, að niöur
greiöslurá vöruverði innanlands
séu ekki gerðar fyrir almenning
og ekki fyrir atvinnuvegina. Þeg-
ar kjöt og mjólk er greitt niður til
að halda visitölu ögn i skefjum og
þar með minnka framfærslu-
kostnað og allan reksturskostnaö,
þá heldur þessi manneskja, að
það sé einungis framlag til land-
búnaðar. Trúlega fer hann rétt
með tölur og kann bæði margföld-
un og deilingu, en skilningur hans
þar umfram er ekki á marga
fiska. Að útgerö og iðnaöur og
aörir atvinnuvegir eigi nokkuð
undir þvi hver framfærslukostn-
aður og kaupgjald er, skilur hann
ekki. Þangað gripur ekki hans
skynbragð.
Kolmunnarnir segja, að öll
framleiðsla landbúnaöarafuröa
umfram það, sem selst innan
lands, sé neikvæð og þjóðfélags-
leg byrði. Einhver kastaði tölu á
óþarfa féð og taldist það vera um
350 þúsund. Og þegar verðbætur á
útfluttar afurðir væru áætlaðar
1800 milljónir króna, fannst hon-
um miklu kostað til fyrir þessa
5000 bændur, sem til væru i land-
inu.
Það er ekki nema eftir öðru, þó
að kolmunnarnir slái þvi föstu i
reikningsbókum sinum, að allir
bændur séu konulausir einyrkjar!
Þeir reikna meö einstaklingum
en ekki fjölskyldum.
Þá er heldur engin von til þess,
að þeir gæti þess, að það er fjöldi
manna, sem hefur atvinnu sina og
framfæri, vegna þess aö búskap-
ur er stundaöur, þó að ekki reki
þeir búskap. Ýmsir hafa talið, aö
óhætt muni vera aö reikna þar
með einni fjölskyldu fyrir hverjar
tvær bændafjölskyldur.
Ekki gera kolmunnarnir ráð
fyrir þvi, að rikissjóður hafi nein-
ar tekjur af þeirri framleiðslu,
sem hann verðbætir, þegar hún er
flutt úr landi. Þvi gætu þeir ef til
vill sleppt,ef þeir væru viðbúnir
að visa öllu þvi fólki, sem þar
vinnur, á önnur arðbær og þjóö-
nýt störf — en þaö geta þeir ekki á
stundinni. Þeir virðast hugsa sem
svo, aö tekjur af atvinnu manna
og framfærslu komi sjálfkrafa i
rikissjóðinn, hvort sem þeir hafi
nokkra atvinnu eða ekki. Þetta er
ekki sagt út i bláinn, þar sem viö
framfærum fólk á atvinnuleysis-
styrkjum. Hvort er neikvæðara
fyrir þjóðarbúskapinn, útflutn-
ingsuppbætur eöa atvinnuleysis-
bætur?
Enn um kolmunnafræði
Það er til marks um hve hugar-
heimur kolmunnanna er fjarlæg-
ur og óháður veruleikanum, aö
þeirtala um sjálfdæmi bænda um
verðlag á afurðum. Þó er þaö
gerðardómur, sem ákveður verð-
lagið. Fulltrúar bænda skipa
þann dóm aö hálfu. Fari málið i
yfirdóm, eiga bændur þar ekki
nema einn fulltrúa i þriggja
manna dómi. Hvernig eru þeir
innréttaðir i höföi, sem kalla slikt
sjálfdæmi bænda?
Jafnréttishugmyndir kolmunn-
anna birtast meðal annars i þvi,
aö þeim finnst fráleitt, að bændur
fái kauphækkanir eins og annað
fólk. Þegar allt kaup i landinu
hækkarum 3%, segja þeir, að nóg
sé að afurðir bænda hækki sem
svari auknum vinnsiukostnaði i
mjólkurbúi. Dreifingarkostnaði
má sleppa. Bændur geta vist tekið
hækkun hans á sig sjálfa án þess
að fá nokkra kauphækkun til aö
mæta henni. Svo tala þeir um, aö
þetta sjái hver heilvita maður.
Samvinnuhugsjónin
sigrar og byggir upp
Það er sök sér þó að sumum
kolmunnunum gangi illa að átta
sig á jafn flóknum hlutum og
þeim, að i sambandi við fram-
leiðslu á dilkakjöti fellur til ull og
gærur. Vist þurfum við að taka
okkur fram i meöferð og nýtingu
þeirra afurða, en ef við litum
nokkur ár aftur i timann, sjáum
við einn af glæsilegri þáttum
þjóðarsögunnar i sambandi við
þessar afurðir. Þar koma einkum
við sögu samvinnufélög bænda,
sem aðrir kolmunnar svivirða og
kalla hugsjónalausa auðhringi.
Þar er þó nú skapaö fordæmi,
sem gefur ungum mönnum bjarta
trú á land sitt og þjóö, þvi að þar
sést hvernig nýta skal islenzk
hráe ni og hvernig sjálfstæð þjóð
á aö -ækja skyldur viö land sitt og
mannkyn allt. A þeim grundvelli
verður byggt, starfað og lifað
lengi eftir að kolmunnarnir eru
þagnaðir og gleymdir eins og
hver önnur ýlustrá.
Sigurganga framundan
Rikissjóður er ekki skuldbund-
inn til að verðbæta útfluttar land-
búnaðarafurðir nema að vissu
marki. Þau takmörk eru við 10%
heildarframleiðslunnar. Þetta
veldur þvi, að reynt er að fara
ekki yfir þessi mörk, þó að sér-
stakt góðæri verði. Þessi tak-
mörkun veitir aðhald og þrýstir á,
að reynt sé að stjórna fram-
leiðslumálum i samræmi við þaö.
Stærstu verkefnin, sem nú
liggja fyrir i landbúnaði Islend-
inga, eru að gera heyverkun
öruggari og óháðari veöráttu og
færa jafnframt kjarnfóðurfram-
leiösluna inn i landið. Það er
raunar drjúgum meira mál en
veröbætur á útflutningi. Kol-
munnarnir tala um hugsjóna-
leysi, þegar bændastéttin beitir
samtakamætti sinum að þessum
verkefnum. Hvaö vita þeir um
hugsjónir? Grasræktin mun auk-
ast, heyverkun verða örugg, mis-
æri frá náttúrunnar hendi verða
bætt og jöfnuð með geymslu hey-
köggla milli ára og flutningi milli
landshluta, og hey I einhverju
formi verður sennilega útflutn-
ingsvara, a.m.k. sum árin.
Þessari sigurgöngu verður
haldið áfram þar til marki er náö,
svo framarlega sem þjóðin ber
gæfu til að taka ekki meira mark
á kolmunnunum en veriö hefur.
H.Kr;
Axel Kristjansson, framkvæmdastjóri.
RAFHA 40 ára:
Hefur framleitt
tæplega 50.000
heimiliseldavélar
RAFHA — h. f„ raftækjaverk-
smiöjan i Hafnarfiröi, er 40 ára i
dag, en á þessum árum hafa verið
framleidd tæplega 110.000 raf-
magnstæki I verksmiöjunni, þar
af tæplega 50.000 heimiliseldavél-
ar.
1 dag eru framleiðsluvörur
RAFHA eins og i byrjun, aðallega
eldavélar. Auk þess annast
RAFHA alls konar sérsmiöi, s.s.
á stórum eldavélum, steikara-
pönnum, hitaskápum, afgreiöslu-
boröum fyrir mötuneyti o. fl„
lömpum og ýmsum tækjum fyrir
skip, einnig framleiðir RAFHA
málmglugga og hurðir segir i
frétt frá fyrirtækinu.
Gætt hefur þess misskilnings
segir f fréttinni, aö flestar af
framleiðsluvörum RAFHA séu
innfluttar og fari samsetningar
aðeins fram hér á landi. Slikt er
mikill misskilningur. Einungis
hellur, rofar og ýmsir smáhlutir
eru aökeyptir i eldavélafram-
leiðsluna, en slika hluti kaupa
flestar raftækjaverksmiðjur að,
hvar sem þær starfa i heiminum.
Hjá RAFHA starfa nú 65—70
manns. Yfirstjórn verksmiöjunn-
ar eru i höndum framkvæmda-
stjóra en stjórn framleiöslu ann-
ast tæknifræðingur og verkstjór-
ar. Undirþeirra stjórn eru reknar
eftirtaldar deildir: vélasalur,
emalering, málningardeild,
lampadeild, sérsmiöadeild,
málmgluggadeild og samsetning-
ardeild.
20 umboðsmenn fyrirtækisins
starfa viðsvegar um landiö, en
RAFHA rekur eina söludeild við
Óðinstorg I Reykjavik.
Salarkynni verksmiöjunnar i
Hafnarfirði eru nú 6000 fermetrar
að gólffleti en 24000 rúmmetrar
að stærð. Flest af verksmiðju-
fólkinu er iðnverkafólk, en þar
starfa auk þess sérmenntaðir
verkstjórar og iönlæröir rafvirkj-
ar og járniðnaðarmenn
Kvenfélagið Hringurinn heldur
handavinnu- og
kökubazar
að Hallveigarstöðum laugar-
daginn 30. október kl. 2.
Allur ágóði rennur til Barna-
spitalans.