Tíminn - 30.10.1976, Síða 6

Tíminn - 30.10.1976, Síða 6
6 TÍMINN Laugardagur 30. október 1976 Af 2. tónleikum Sinfóníuhljómsveitar íslands Efnisskrá: Samuel Barber: Adagio fyrir strengjasveit Sergi Rachmanin- off: Pianókonsert nr. 3 i d-moll óp. 30. Pjotr Tsjækovski: Sinfónía nr. 4 i f-moll óp. 36. Tónleikar þessir voru haldnir 21. október i Háskólabiói undir stjórn Paul D. Freeman frá Bandarikjunum. Freeman kom hér i fyrra og stjórnaöi Sinfóniu- hljómsveitinni i upphafskonsert Listahátióar 1976, og luku gagn- rýnendur þá lofsoröi á frammi- stööu hans. Freeman læröi hljómsveitarstjórn hjá Pierre Monteaux, og er frægöarferill hans markaöur stórum tölum: Hann hefur stjórnaö 22 hljóm- sveitum i 10 Evrópulöndum og 18 af 30 þekktustu hljómsveitum Bandarikjanna (en hann er fastur stjórnandi hljómsveitar- innar i Detroit). 1 upphafi tónleikanna lék hljómsveitin „Adagio fyrir strengjasveit” tií minningar um Einar B. Waage, aöalbassaleik- ara hennar, sem látizt haföi skömmu áöur. Éinar haföi leikiö með hljómsveitinni allt frá stofnun hennar, og verið frá unglingsaldri einn af máttar- stólpum islenzks tónlistarlifs, eins og segir i tónleikaskránni. betta Mahleriska verk Barbers var samiö upp úr strengja kvartett, og er einna þekktast af tónlist skáldsins. Uppskerutíð? Einu sinni sá ég þess spurt i lesandabréfi timarits nokkurs i Bandarikjunum, hvort ástæöan fyrir þvi að Bandarikjamenn séu gáfaöri en annaö fólk gæti verið sú aö... Svona fásinna kemur mörlöndum á óvart, sem vonlegt er, þvi þeir vita mæta vel hverjir eru gáfaöastir. En nú hafa Bandarikjamenn leikið þaö fyrstir þjóöa aö taka öll Nóbelsverðlaunin, og jafnframt skolar upp á vorar fjarlægu strendur lykilfólki þessara sin- fóniutónleika, stjórnandanum og einleikaranum (auk þess sem Barber (f. 1910) er banda- riskur). Bandarikjamenn hafa allar aöstæöur til þess að ná árangri i visindum og listum: mikla peninga, mikið mennta- kerfi, marga gyöinga, og lifandi og ólgusamt þjóðfélag. Um ágæti bandariskra visinda og tækni efast fáir, en hitt sætir furöu hve seint Islendingar (og Sviar) ætla aö átta sig á þeirri dæmalausu grósku, sem er i bókmenntum þar — enda geröi Flosi Ólafsson fáheyrðan hlut og góðan, þegar hann þýddi Bjarg- vættinn (sic!) i grasinu. Af tónlistarmálum þar vestra er margt aö frétta: þar eru a.m.k. 5 jafnbeztu sinfóniuhljómsveitir heims, þar eru mörg tónskáld og sum góö, og tónlistar- menntun meö ágætum, eins og m.a. má marka af kunnáttu þeirra Islendinga, sem þar hafa numið hljóöfæraleik og tón- skáldskap. Frelsarinn benti á það, að menn uppskeri svo sem þeir sá, 'og þaö er hald vort, að nú fari i hönd sú tiö, er meira fréttist af listrænum afrekum Bandarikjamanna en veriö hefur. Kvenleg túlkun Píanókonsert Rachmaninoffs er ægilega langur og „hefur ætið þótt eitt erfiðasta verkefni pianóleikara”, eins og skráin segir. Hann var frumfluttur i New York árið 1909, og saminn i tilefni af fyrstu tónleikaför Rachmaninoffs til Bandarikj- anna, en skáldiö lék einleiks- hlutverkið sjálft. Rússar eru sagðir hafa mikið dálæti á hinu stórbrotna: löngum og erfiðum skáldsögum og tónverkum, stórum lúðrasveitum og miklum hersýningum (svo eitt- hvað sé nefnt), en tónlistar- gagnrýnandi Timans hefur minna þol og þótti nóg komiö þá konsertnum lauk. Einleikarinn, Barbara Nissman, framdi af- reksverk viö pianóiö og lék afarvel, en það þótti undir- rituðum merkilegast sem pianisti sagði á eftir, áð leikur hennar hefði veriö sérlega kvenlegur. Og liklega er þetta alveg rétt — i tónlist sem og annars staðar i hinni æöri til- veru er kynskipting. Taugaveiklun i trénu Siöast á efnisskránni var 4. sinfónia Tsjækovskis sem er, eins og tónleikaskráin segir „verk mikilla örlaga, mikilla tilfinninga, mikils sigurs, meistaralega smiðaö”, enda hafi tónskáldiö sannað meö henni, að hann væri óumdeilan- lega mikið sinfóniskt skáld. Verkið var frumflutt i St. Pétursborg árið 1878, vinir tón- skáldsins og kollegar fögnuöu henni flestir, en gagnrýnendur tónlist minntust varla á hana nema þá til að telja hana hversdags- lega. Tónskáldið Tanejef skrifaði Tsjækovski bréf þar sem hann taldi fyrsta kaflann alltof langan, var sáttur viö Andantino-kaflann, fannst Scherzóið minna um of á ballet- tónlist, og þótti lokaþátturinn slæmur. í flutríingi Sinfóniuhljóm- sveitarinnar nú, skeöi það, sem sjaldgæft má teljast, aö streng- irnir voru mun betri en blásararnir, og i fyrsta og öðrum þætti gætti einhverrar undarlegrar taugaveiklunar hjá tréblásurunum, sem olli tætingslegu yfirbragði á við- kvæmum stöðum. Annars rikti mikil stemning á tónleikunum, ef marka má við- tökur áheyrenda, sem fögnuðu með dæmafáum ákafa bæði ein- leikara og stjórnanda. Þess hefur áður verið getið á þessum siðum, og skýring gefin á, að hljómleikagestir fagni sérlega innilega, þegar löngum verkum lýkur. Og án þess að sérstaklega sé út af þvi lagt, hlýtur það að viðurkennast, að 1. kaflinn er i allra lengsta lagi, eins og Tanejef benti á. 27.1 l.Sigurður Steinþórsson Dagur iðnaðarins JK Egilsstöðum.— Dagur iðnað- arins var haldinn á Egilsátöðum i gær. Dagskráin hófst með þvi, að dreginn var að húni við Vala- skjálf fáni islenzkrar iðnkynning- ar, og skólabörn frá Egilsstöðum, Eiðum og Hallormsstað komu til þess að skoða iðnsýningu, sem haldin er i félagsheimilinu Vala- skjálf. Einnig heimsóttu skóla- börnin iðnfyrirtæki á staðnum. Iðnaðarráðherra, Gunnar Thoroddsen, kom til Egilsstaða á hádegi á fimmtudag ásamt ýms- um forystumönnum iðnaðarins i landinu, og skoðuðu gestirnir fyrirtæki á Egilsstöðum i gær fyrir hádegi. Þeir snæddu hádeg- isverð i Valaskjálf i boði Egils- staðahrepps ásamt heimamönn- um. Eftir hádegi var iðnsýningin skoðuð, og luku gestir upp einum munni um það, að hún væri at- hyglisverð, og vakti margt af þvi, sem fyrir augu bar, óskipta at- hygli, enda var fjölbreytni sýn- ingarinnar meiri en menn áttu von á. Um 25 iðnfyrirtæki á staðnum eru með bása á sýningunni. Kl. 14 i gær hófst fundur um iðnaðar- mál, og var margt manna þar samankomiö. Fundurinn hófst á ávarpi iðnaðarráðherra, Gunnars Thoroddsen. Hann lýsti yfir á- nægju sinni með iðnsýninguna á Egilsstöðum, sem sýndi vaxandi þátt iðnaðarins i atvinnulifinu á staðnum. Lét hann i ljós þá ósk, að sýningin mætti verða til þess að efla þann iðnað, sem hér hefur þróazt, þrátt fyrir erfiðar aðstæð- ur. Ráðherra minntist á orkumál- in, og sagði að stefnt yrði að lagn- ingu háspennulinu frá Kröflu á næsta ári og rannsóknum á virkj- un Bessastaðaár yrði haldið á- fram. Ráðherra sagði, að banni Raf- magnsveitna rikisins á veitingu húshitunarleyfa á Austurlandi myndi verða aflétt. Þá léthann og i ljós þá skoðun, að aukin fyrir- greiðsla á húsnæðismálum frá hendi hins opinbera og sveitarfé- laga þyrfti að eiga sér stað i sam- bandi viö uppbyggingu iðnaðar með þeim hætti, að þessir aðilar byggðu iðnaðarhúsnæði. Þá töluðu framsögumenn. Fyrstur talaði Erling Garðar Jónasson, oddviti Egilsstaða- hrepps. Hann rakti fornan iðnað og verkkunnáttu hér á Héraði og lét i ljós þá skoðun, að aldagömul verkkunnátta komi fram i vönd- uðu handbragði á iðnaðarvöru hér. Hann ræddi möguleika iðn- aðar á Fljótsdalshéraði og lét i ljós þá skoðun, að hann þyrfti fyrst og fremst að byggjast á þeim hráefnum, sem hér eru fyrir hendi til lands og sjávar. Mennt- un iðnaðarmanna væri einnig mjög mikilvægt atriði fyrir þróun iðnaðar hér, eins og annars staö- ar. Björn Bjarnason, formaður Landssambands iðnverkafólks, talaði næstur framsögumanna. Hann ræddi vantrú á gildi iðnað- arins á fyrstu dögum hans og sú vantrú væri fyrir hendi enn i dag. Hins vegar veki viðurkenning valdhafa nú á gildi iðnaðarins, a.m.k. i orði, vonir um batnandi hag þessarar atvinnugreinar. Björn minntistá þátt stóriðju i at- vinnulifinu, og sagði hann, að nauðsyn bæri til að renna undir iönaðinn fleiri stoðum, og stóriðja væri sjálfsögð, ef farið væri að með gát og sá iðnaður væri i sátt við umftverfi sitt. Miklar umræður urðu á fundin- um, og luku menn upp einum munni um það, að iðnaðinn bæri að efla og jafnræði væri með hon- um og öðrum atvinnugreinum, fjárhagslega. I frjálsu umræðun- um kom einnig fram hjá ráð- herra, að leitað hefur verið eftir þvi af hálfu iðnaðarráðuneytisins við fjármálaráðuneytið, að fella niður söluskatt af einingarhúsum, sem unnið er við á verkstæðum, en ekki er greiddur söluskattur af húsum, sem reist eru á bygging- arstað. Einnig kom fram, að rætt hefur veriö við Seðlabankann um breytt fyrirkomulag á útborgun húsnæðisstjórnarlána, þannig að útborgunum verði fjölgað frá þvi sem nú er. Iðnaðarráðuneytið hafði boð i Valaskjálf klukkan fimm i gær og voru þá heiðraðir þeir iðnaðar- menn á staðnum, sem lengst hafa unnið i þessari atvinnugrein. Iðn- aðarráðherra og aðrir gestir héldu til Reykjavikur i gærkvöld, en iðnsýningin verður opin i dag, laugardag, kl. 13-19 og sunnudag á sama tima. Hvammstangi Benzinafgreiðslu- og söluskáli oliufélag- anna á Hvammstanga er til leigu. Umsóknir sendist til Oliufélagsins Skelj- ungs h.f., Suðurlandsbraut 4, Reykjavik, sem jafnframt veitir frekari upplýsingar varðandi fyrirhugaða starfsemi.

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.