Tíminn - 30.10.1976, Síða 7

Tíminn - 30.10.1976, Síða 7
Laugardagur 30. október 1976 TlMlNNl 7 iisisÉmi Útgefandi Framsóknarflokkurinn. Framkvæmdastjóri: Kristinn Finnbogason. Ritstjórar: Þórarinn Þórarinsson (ábm.) og Jón Helgason. Ritstjórn- arfuiltrúi: Freysteinn Jóhannsson. Auglýsingastjóri: Steingrfmur Gislason.Ritstjórnarskrifstofur I Edduhúsinu viö Lindargötu, símar 18300 — 18306. Skrifstofur I Aöal- stræti 7, simi 26500 — afgreiöslusími 12323 — auglýsinga- simi 19523. Verö i lausasölu kr. 60.00. Áskriftargjald kr. 1.100.00 á mánuöi. Blaöaprenth.f. Örlagaríkur atburður Þegar rætt er um störf núverandi rikisstjórnar, gleyma stjórnarandstæðingar jafnan þvi, að hún tók við slæmu efnahagsástandi, eða sem svaraði rúmlega 50% verðbólgu á ársgrundvelli. Hins vegar er rangt að færa þetta erfiða ástand á reikning vinstri stjórnarinnar. í árslok 1973 var staða þjóðar búskaparins og atvinnuveganna i bezta lagi, enda mjög hagstætt verzlunarárferði á árinu 1973. En fljótlega eftir áramótin 1973-1974 hófust erfið- leikarnir vegna siversnandi viðskiptakjara og við það bættust svo hinir óraunsæu kjarasamningar i febrúarmánuði 1974. Þá strax þurfti að veita öflugt viðnám, enda hófst ólafur Jóhannesson, sem þá var forsætisráðherra, handa um það á myndarlegan hátt. Hann lagði mjög ákveðnar viðnámstillögur fyrir þingið og hefðu þær verið samþykktar, væri ástand efnahagsmála nú annað og betra en það er. Ingvar Gislason vék að þessu i útvarpsræðu sinni á þennan hátt. „Vegna óeiningar og klofnings i þáverandi sam- starfsflokkum Framsóknarflokksins og vegna óbil- girni valda- og áhrifaafla utan Alþingis og loks vegna óábyrgrar stjórnarandstöðu var komið i veg fyrir, að viðnámstillögur þáv. forsætisráðherra, ólafs Jóhannessonar, næðu fram að ganga. Mátti segja, að á þessu timabili stæði Framsóknar- flokkurinn einn gegn öllum i þvi, að vilja stöðvun þeirrar holskeflu verðbólgu og dýrtiðar, sem blasti við á næsta leiti. Þvi miður stóðst vinstra samstarf- ið ekki þessa erfiðu prófraun. Ef farið hefði verið eftir ráðum Ólafs Jóhannessonar og Framsóknar- flokksins fyrra hluta árs 1974, þá hefði verðbólgu- og dýrtiðarástandið ekkjl komizt á það stig, sem var hér á landi, þegar núverandi rikis- stjórn tók við völdum siðsumars 1974. Verðbólgu- aukningin 1974 var 53%, sem er bæði íslandsmet og Evrópumet i verðbólgu á siðustu mannsöldrum. Þessi viðskilnaður i verðbólgu- og dýrtiðarmálum setti ævarandi blett á vinstra samstarfið 1971-1974, og þess mætti Ragnar Arnalds minnast manna helzt.” Vissulega mættu stjórnarandstæðingar eins og Ragnar Arnalds minnast þessa, en rétt er þó að geta þess, að á þessum tima var afstaða Alþýðubanda- lagsins miklu ábyrgari en hún er nú, en það studdi þá öll meginatriðin i tillögum ólafs Jóhannessonar. En þær fengu samt ekki nægan stuðning og þvi fékkst ekki nægilegt viðnám gegn hinni stórfelldu verðbólguöldu, sem var að risa. Af þvi súpum við seiðið nú. Segir Jónas af sér? Timinn þarf vissulega ekki að kvarta undan þvi, þótt farið sé um hann illum orðum i hinu nýja sorp- blaði afturhaldssömustu aflanna i Sjálfstæðis- flokknum, Dagblaðinu. Þannig hafa afturhaldsblöð- in skrifað um Timann frá fyrstu tið. Ástæðan til þess, að þessi æsingaskrif Dagblaðsins er óvenju- lega fyrirferðarmikil nú, er annars sú, að Timinn hefur flett ofan af furðulegri tvöfeldni Jónasar Kristjánssonar. Jónas hefur mánuðum saman birt hverja niðgreinina á fætur annarri um mennta- málaráðherra fyrir að veita ekki dr. Braga Jóseps- syni embætti. Nú er hins vegar upplýst, að Jónas á sæti i fræðsluráði Reykjanesumdæmis og átti þar kost á að mæla með Braga sem fræðslustjóra og tryggja honum meirihlutafylgi. En Jónas hafnaði Braga og studdi annan mann, sem er flokksbróðir hans, en það er Bragi ekki. Ef Jónas væri sam- kvæmur skrifum sinum um menntamálaráðherra, ætti hann ekki aðeins að skammast sin, heldur að segja sig úr fræðsluráðinu. Fróðlegt verður að sjá hvað Jónas gerir. Þ.Þ. Joseph C. Harch, Christian Science Monitor: Forsetaefnin hafa oft verið lakari Lincoln og Truman þóttu léleg forsetaefni Joseph C. Harch segir um Ford og Carter: Hvaö sjálfan mig varöar, treysti ég bæöi Ford og Carter betur til góöraverka en helmingi þeirra forseta.sem viö stjórnvöl hafa staöiö iþessu iandi. Joseph C. Harch er hefur lengi skrifaö greinar um stjórnmái í mörg bandarfsk blöö nýtur meira álits en flestir aörir slfkir blaöa- menn'í Bandarikjunum, enda styöst hann viö langa reynslu og mikla sögu- þekkingu. Hann hefur fyrir skömmu ritaö eftirfarandi grein, þar sem hann varar við þvi aö vanmeta þá ford og Carter. Þeir geti reynzt vel i forsetastóli, þótt þeir þyki litlitlir frambjóöendur: VIRÐING forsetaefnanna tveggja virðist sizt hafa aukizt eftir þvi sem liöið hefur á kosningabaráttuna. Talsvert vantar á fullkominn skilning Fords á stjórnarstörfum, og Carter er sjálfum sér iðulega ósamkvæmur og hirðir litt um nákvæmni. Hinn innri maður þeirra kemur æ betur i ljós — hversdagslegur, með eölilegar takmarkanir venjulegra manna. Hinn nýuppgötvaði hvers- dagsleiki forsetaefnanna hefur valdið áberandi áhuga- leysi meöal væntanlegra kjós- enda. Þvi er spáö, að kjörsókn verði dræm, og menn heyrast harma þaö sin á milli, að ekki fáist mikilhæfir menn i for- stetastólinn nú oröið. En leyfið mér aö béra blak af h.versdagsmönnunum. Ég bendi á það, að forsetaefnin gætu verið miklu lakari, eins og fleiri en eitt dæmi úr sögunni sanna. Auðvitað höfum viö átt stór- brotna forseta. Þar eru fremstir á lista Washington, Jefferson, Lincoln og Franklin Delano Roosevelt. Aörir voru jafnmikilhæfir, þótt minna reyndi á þá. Ef Calvin Coolidge hefði verið forseti á hættutimum er liklegt að hann heföi orðið stórmenni á blöðum sögunnar. En það er vangavelta. Hann var forseti á tima ládeyðu, og þess vegna muna menn hann helzt fyrir samhaldssemi sina. FJOLMORG forsetaefni hafa virzt samtimamönnum sinum enn litilfjörlegri fyrir kosningu en þeir Ford og Carter virðast nú. Abraham Lincoln var t.d. lýst I austur- strandarblöðunum ýmist sem klaufa eða mannapa. Og sú vantrú sem menntamenn á austurströndinni hafa á Carter jafnast i engu á við það vantraust og fyrirlitningu sem Lincoln mátti þola árið 1860. Þegar það fréttist að Harry S. Truman væri oröinn forseti fór enn hrollur um tiHnefnda menntamenn, og I kosningunum 1952, þegar Adlai Stevenson var i kjöri, var það almennt álit, að Truman skaðaði flokkinn. Stevenson reyndi að skapa sem mest bil milli sin og Trumans og forsetaferils hans, og reyndi auk þess aö fá Truman ofan af þvi að taka þátt I kosningabaráttunni sér til stuðnings. Harry S. Truman er nú orðinn hetja i augum margra Bandarikjamanna. Ford byggir kosningabaráttu sina á aðferð Trumans áriö 1948. En Truman var engin hetja i augum samtimamanna sinna, heldur þrjózkur og kreddu- fastur meðalmaður, sem hafði leyft sér að reka strlðshetjuna Douglas Mac Arthur úr starfi. Hugmyndir manna um forsetaefni eru iðulega mjög úr samræmi við veruleikann. Arið 1920 virtist Warren Harding mjög álitlegt forseta- efni: hár og myndarlegur, og snjall ræðumaður. Hann virt- ist hafa alla þá kosti til að bera, sem Bandarikjamenn vildu að prýddu forseta sinn. Hann háöi kosningabaráttuna sitjandi I ruggustól á verönd húss slns i Marion, Ohio, og þótti mönnum slik framkoma bera vitni heiðarleika og skyn- semi. En forsetatiö hans reyndist önnur tveggja, sem eru stráðar mestum hneyksl- um i gjörvallri sögu Banda- rikjanna. 1 STUTTU máli sagt: Alit manna nú á þeim Ford og Carter kann að reynast gerólikt þeim hugmyndum, sem verður að finna I sögu- bókum framtiöarinnar, a.m.k. hvað annan þeirra varðar. Eins og stendur virðist okkur Ford hafa sýnt vanstillingu i Mayaguez-málinu og misst stjórn á sér i átökunum viö verðbólguna og svinainflú- ensuna. Okkur virðist hann hefði kastað meira fé i hernaðaraðgerðir i Kam- bódiu, Vietnam og Angólu, ef þingiö hefði látið hann ráða — en okkur finnst hann vera hinn elskulegasti og þægilegasti maður i allri umgengni. Ræðustill hans er að visu i hávaðasamasta lagi, en það er augljóst að hann vill vel og reynir að gera sitt bezta. Við sjáum, nú að Jimmy Carter hefur ýkt mjög árangur sinn sem rikisstjóri Georgiu. Norðurrikjamenn fara hjá sér, þegar hann hampar heiðarleika sinum og guðsótta. Og ekki hallast á með þeim Ford um órétt- mætar aðdróttanir um and- stæðinginn — en enginn getur borið brigður á ágætan feril Carters i skóla, i sjóhernum, og á viðskiptasviðinu. ,Það er á einskis manns færi að segja fyrir um það hvernig þessir menn mundu bregðast við á örlagastundu. Hvorugur þeirra hefur fengiö þá eldskirn sem Washington, Lincoln, Wilson, Roosevelt, Truman, Eisenhower og Kennedy hlutu, og urðu menn að meiri fyrir. En jafnframt vissi enginn á kjördegi hvernig Lincoln eða Truman mundu bregðast við. Kjósendur urðu að taka áhætt- una. Um slika hluti verður ekki spáð. En óhætt er að fullyrða, aö Bandarikjamenn hafa i annan tima mátt velja milli óvæn- legri forsetaefna en nú eru i kjöri. Og hvað sjálfan mig varðar treysti ég bæði Ford og Carter betur til góðra verka en helmingi þeirra forseta sem við stjórnvöl hafa staðið i þessu landi. (Þýð. HÞ)

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.