Tíminn - 30.10.1976, Síða 9

Tíminn - 30.10.1976, Síða 9
Laugardagur 30. október 1976 TÍMINN 9 Þar ganga gamalmennin kaupum og sölum Nefnd, sem starfandi er i Bandarikjunum til a6 rannsaka ástand hjiikrunarheimila fyrir aldraö fólk, hefur dregið fram i dagsljósið nokkuð, sem vakiö hefur óhug og hneykslun manna. En athuganir nefnd- arinnar hafa sýnt, að aldraöir Amerikanar ganga kaupum og sölum og fara að jafnaði á eitt til tvö hundruð og fimmtlu dali hver. Þeir aðilar, sem braska þannig með gamalmennin, eru elli- og hjúkrunarheimili, sem greiða þessa upphæð fyrir þau til að geta hirt lifeyri þeirra og sjúkratryggingar. Þegar svo þietta vesalings fólk einu sinni er komið inn á heimilin, er þvi oft haldið þar föngnu með aðstoð deyfilyfja. Val Halamandaris, meölimur i nefnd Bandarikjaþings, sem fjallar um málefni aldraðra, segir að rannsóknir á þessu vandamáli séu enn á byrjunar- stigi, en vitað sé, að mörg þUs- und gamalmenni eru seld á um- rædd heimili árlega. Vandamálið er að mestu leyti bundiðvið 1 élegu heimilin, sem ekki geta fengið sjúklinga á annan hátt. Þar er aðbUnaður þeirra slæmur, illa hirt um þá og þeir sveltir. Til þess að spara, er þeim gefið fæði fyrir minna en einndalá dag. (184 Isl. kr.) Þáhafa borizt upplýsingar um likamsmeiðingar, þar sem gamla fólkið er hreinlega bariö. Forstöðumenn heimilanna, sem uppfylla á engan hátt lág- markskröfur, geta grætt allt að einu þúsundi dala á mánuði á sumum sjúklingunum. 1 þeirra augum er það aðalatriðið að hafa einhvern mannsbúk i hverju rúmi, en siðan er alveg sama hvernig honum liður. Ef hann deyr, þá er bara aö finna annan til að fylla I skarðið. Þetta minnir einna helzt á kjöt- markað, þar sem gamalmennin ganga kaupum og sölum eins og kindaskrokkar. Þetta á sér ekki stað á ein- hver jum afmörkuðum stööum i Bandarikjunum, heldur tíðkast um gjörvöll rikin. í ljós hefur komið, að árið 1974 var haldið uppboð á mönnum i New York. Þá var ákveðið, að Towers Nursing Home, stórt hjúkrunar- heimili á Manhattan með um eitt hundrað og tuttugu sjúkl- inga, skyldi hætta starfsemi. Bæði sjúklingum og hjúkrunar- fólki, sem þarna voru á þessum tima, ber saman um, að þarna hafi farið fram uppboð. For- stöðumenn annarra hjúkrunar- heimila komu, lásu sjúkra- skýrslur sjúklinganna og buðu svo i þá. Sjúklingarnir voru siðan slegnir hæstbjóðendum. Þeir voru ýmist seldir einir sér eða þá i tiu manna hópum, og voru flokkaðir eftir þvi, hve mikla umönnun og eftirlit þeir töldust þurfa. Þeir, sem minnsta umsjón þurftu, fóru á hæstu verði. Þetta var uppboð á mönnum, — ekkiósvipað þræla- uppboðunum fyrr á timum. Eig- andi þessa hjUkrunarheimilis hefur siðan viðurkennt að hafa svikið fé, sem nemur 1,3 milljónum dala, út úr sjúkra- tryggingunum. Paul Moranzt lögfræðingur i Kaliforniu hefur tekið að sér mál nokkurra aðila, sem seldir voru og krefjast skaðabóta. Hann upplýsir, að megnið af tekjum hjúkrunarheimilanna komi frá sjúkratryggingum, sem greiða ákveðna upphæð fyrir hvern sjúkling á dag. Þar af er greittfyrir húsnæði og fæði og auk þess læknisvitjanir, röntgenmyndatökur og lyf. Og þarna sjá heimilin sér leik á borði til að græða: Lyfsalar eru fúsirtil að greiða heimilinu álit- lega upphæð gegn þvi að fá samning um, að þeir útvegi þvi öll þau lyf, sem það þarfnast. Læknar og röntgentæknar leika alveg sama leikinn. Venjulega fara þessi viðskipti SjUklingar á hjúkrunarheimili. Myndin er ekki „I fókus” tii þess að fólkið þekkist ekki. Á sumum hcimilum fær fóik fæði fyrir innan við dal á dag, og er stundum barið. T.B. Renfroe var sprautaður með deyfilyfjum og haldið nauðugum i sex vikur. fram, þegar verið er að flytja sjUklinginn frá sjúkrahUsi eða öðru hjúkrunarheimili, segir Halamandaris, og bætir þvi við, að þaö sé á ábyrgð sambands- stjórnarinnar og stjórnar ein- stakra rikja að stemma stigu ■við þessu vegna þess, að þarna er almannafé misnotað. Útsendari hjúkrunarheimilis nokkurs bauð dr. Jack Winberg forstjóra geðsjúkrahúss I Illi- nois eitt hundrað dali á mann, þegar hann hafði það hlutverk með höndum að flytja meira en sjö þUsund gamalmenni frá rikisspitölum á önnur heimili. Winberg segist þarna hefði getað selt hundruð manna ef hann hefði kært sig um, og grætt stórfé á þvi. En hann þakkaði gott boð. Allmargar góðgerðarstofnan- ir viðs vegar um rikin reyna að hjálpa fólki, sem á einhvern hátt hefur farið halloka I lifs- baráttunni. Maður, sem kallaði sig Charles Weldon, kynnti sig fyrir dómstólum i Los Angeles og sagðist vera fulltrúi félags, sem hjálpar drykkjusjúkling- um. Rónar, sem dregnir voru fyrir rétt fyrir einhverra hluta sakir, fengu venjulega tveggja til þriggja daga fengelsi, en þegar þeir höfðu afplánað það, voru þeir fengnir Weldon i hendur. Ekki höföu hinir háu herrarréttvisinnargrun um, að Weldon þessi seldi mennina á hjUkrunarheimili. Skýrslur sýna, að hann fékk þarna meira en áttatiu menn og rúmlega tuttugu þeirra seldi hann. Ef hann hafði auka sjúklinga, sem hann gat ekki fundið heimili fyrir, skildihann þá bara eftir á götunni. Weldon hefur verið dreginn fyrir rétt i Kaliforniu samkvæmt lögum þar, sem kveða á um að refsivert sé að Utvega læknastofnunum fólk gegn gjaldi. Morantz segir, að þessi heimili, sem Weldon hafi átt viðskipti við hafi tilheyrt stórri keðju hjúkrunarheimila I Kali- forniu. Ef fólk, sem orðið var eign einhvers þessara hjúkr- unarheimila, bað um að fá að fara, var það dópað upp og flutt á heimili, sem kallað var — lok- aöa deildin — en tilheyrði einnig sömu keðju. Eitt þessara fórn- arlamba var Robert Reynolds, nú sjötiu og tveggja ára að aldri, en honum var haldið nauðugum i eina niu mánuði. Annarvar T.B. Renfroe. Þegar hann vildi fara, var hann sprautaður með Thorazens, mjög sterku lyfi, og siðan fluttur á lokuðu deildina, þar sem hann var i einn og hálfan mánuð. Aðrir sjúklingar voru barðir, og ein konan sat eftir með brotinn fót eftir tilraun til að flýja. Háttvirtur rabbii i New York, varö uppvis að þvi, að hafa selt tugi manns á þessi hjúkrunar- heimili. Fé það, sem hann fékk fyrir mennina, gaf hann upp að væri styrktarfé til kirkjunnar. Vegna stöðu sinnar voru margar stofnanir, s.s. velferð- arstofnanir og sjúkrahús, sem visuöu f ólki til hans, og átti hann að hjálpa þeim aö komast á réttan kjöl. Margir aðrir kirkj- unnar þjónar munu einnig hafa stundað þessa iðju. (Þýtt og endursagt JB) Árið 1975 í máli og myndum BOKAÚTGAFAN Þjóðsaga hefur Sérstakur kafli er um Iþróttir, þar sent á markaöinn bókina „Árið á meðal eru nokkrar islenzkar I- 1975 — stórviðburöir líðandi þróttamyndir. í islenzka sérkafl- stundar i myndum og máli meö anum berað þessu sinni langmest islenzkum sérkafla.” Útgáfa ár- á myndum úr landhelgisdeilunni bókarinnar hófst áriö 1965 og hef- vegna Utfærslunnar i 200 milur og ur hún þvi komið út i 11 ár, en I 10 þorskastriðinu við Breta, svo og ár með sérstökum kafla um is- frá kvennafrideginum. Arbókinni lenzka viðburði. fylgir að venju nafnaskrá staða- Þjóðsaga gefur árbókina út i og atburðaskrá og skrá yfir ljós- samvinnu viö Weltrund- myndara islenzka sérkaflans. schau-Verlag A.G. I Sviss, og er ForstjóriÞjóðsöguer Hafsteinn hún prentuð þar i landi hjá fyrir- Guðmundsson og annaðist hann tækinu Offset — Buchdruck AB, umbrot islenzka kaflans. Gisli en setning og filmuvinna islenzku ólafsson, ritstjóri, annaðist rit- Utgáfunnar hjá Prentstofu G. stjórn erlendra kafla islenzku út- Benediktssonar, Reykjavik. gáfunnar, en islenzka sérkaflan- Arbókin 1975 er 320 blaösiður aö um hefur Björn Jóhannsson, stærð I stóru broti. Myndirnar fréttastjóri, tekið saman. Þessir skipta hundruðum, og að venju þrlr menn hafa annazt útgáfu ár- eru fjölmargar þeirra I litum. bókarinnar frá upphafi. Björn Jóhannsson virðir fyrir sér myndaopnu af kvennafrfdeginum og þeir Hafsteinn Guömundsson (t.v.) og Gisli Ólafsson fylgjast meö. — Timamynd: G.E. Hringið og við sendum blaðið um leið 12323

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.