Fréttablaðið - 28.11.2005, Page 6

Fréttablaðið - 28.11.2005, Page 6
6 28. nóvember 2005 MÁNUDAGUR sæ ti2 . Me tsö luli sti Mb l.15 .-2 1. nóv ember Skáldv er k Yrsa Sigurðardóttir ÍS LE N SK A A U G L† SI N G A ST O FA N E H F. /S IA .I S - V ER 3 03 86 1 1/ 20 05 YRSA SLÆR Í GEGN! Væntanleg um allan heim! d „...skilar lesanda vel unninni og hugsaðri glæpasögu.“ — Páll Baldvin Baldvinsson, DV „Fersk rödd ... Hröð atburðarás og hressilegur stíll.“ — Katrín Jakobsdóttir, gagnrýnandi „Eitthvað alveg sérstakt“ — Suzie Doore, útgáfustjóri Hodder og Staughton í Bretlandi „Allt er þetta vel gert ...“ — Halldór Guðmundsson, Fréttablaðinu „Fléttan er spennandi ...“ — Jón Yngvi Jóhannsson, Kastljósi sæ ti5 . Me tsö luli sti Mb l.15 .-2 1. nóv e be a ar bæ ku r KJÖRKASSINN Á að leyfa hunda á Laugavegin- um? JÁ 32,7 NEI 67,3 SPURNING DAGSINS Í DAG: Finnur þú fyrir aukinni mengun? Segðu þína skoðun á visir.is ÍRAK Mannréttindabrot í Írak fær- ast sífellt í aukana og er ástandið orðið svo slæmt að fólk er farið að bera það saman við tíma Saddams Husseins. „Fólk hagar sér nú eins og það gerði á tímum Saddams, eða jafn- vel verr,“ segir Ayad Allawi, sem gegndi störfum fyrsta forsætis- ráðherra Íraks eftir fall Saddam Husseins. Þetta kemur fram í breska dagblaðinu Observer í gær. „Það er við hæfi að bera þetta saman, fólk minnist daga Sadd- ams. Við börðumst við Saddam vegna þessara ástands, en nú sjáum við sömu hlutina aftur,“ segir Allawi, sem lét af störfum í apríl eftir fyrstu lýðræðislegu kosningar landsins. Allawi er afar harðorður og sakar sjíamúslima í ríkisstjórn- inni um að vera ábyrgir fyrir aftökusveitum og leynilegum pyntingabúðum. Meðferð á föng- um nýju öryggisgæslunnar er verri en sú sem leynilögregla Saddams sýndi sínum föngum, að sögn Allawis. Allawi var mikill fylgismaður innrásar Bandaríkjahers og gaf hann yfirlýsingar sínar á laug- ardag eftir að frekari vísbend- ingar bárust um að George Bush Bandaríkjaforseti ætlaði sér að fjarlægja allt að 40.000 banda- ríska hermenn úr Írak á næsta ári og láta her Íraks taka við öryggis- gæslu í landinu. Talið er að yfirlýsingar Allawis muni grafa undan orðum ríkis- stjórnar Íraks og Bandaríkjanna um að hlutirnir fari hratt batn- andi í Írak. „Írak er miðpunktur þessa svæðis. Ef hlutirnir fara úrskeiðis geta hvorki Evrópa né Bandaríkin verið viss um öryggi sitt,“ segir Allawi og bætir við að innanrík- isráðuneytið sé að miklum hluta til ábyrgt fyrir ófremdarástand- inu, en nýverið komst upp um leynifangelsi ráðuneytisins. Auk þess hefur þessi fyrsta lýðræðis- lega kosna ríkisstjórn Íraks verið sökuð um að eiga aðild að fjöl- mörgum mannshvörfum, pynting- um og aftökum. Allawi segist hafa svo litla trú á lögum og reglu í Írak að hann hafi skipað lífvörðum sínum að skjóta á alla lögreglubíla sem reyni að nálgast höfuðstöðvar hans án þess að hafa tilkynnt um komu sína fyrir fram. smk@frettabladid.is Mannréttindabrot færast í aukana Fyrrverandi forsætisráðherra Íraks segir ástand mannréttindabrota í Írak vera orðið jafn slæmt og það var á dögum Saddam Hussein og að allar líkur bendi til að þetta ófremdarástand versni. ÓFREMDARÁSTAND Íraskur hermaður og slökkviliðsmenn skoða skemmdirnar sem sjálfsmorðsárás olli á anddyri sjúkrahúss í Írak í síðustu viku. Þrjátíu manns létust í sprengingunni og 35 særðust. FRÉTTABLAÐIÐ/AP DANMÖRK Fjöldi kráa, kaffihúsa og veitingastaða með vínveitinga- leyfi í Kaupmannahöfn hefur auk- ist um fimmtán prósent síðasta áratug. Borgaryfirvöld vilja nú stemma stigu við þessari þróun að því greint er frá í dagblaðinu Berl- ingske Tidende. Ástæðan er meðal annars sú að áfengisvandi meðal ungra borgarbúa hefur farið vax- andi hin síðustu ár. Margir veitingamenn hafa brugðið á það ráð að selja áfengi ódýrt á ákveðnum tímum dags vegna ört harðnandi samkeppni. Það er talið hafa ýtt undir drykkju þeirra yngstu. Meðal þess sem borgaryfirvöld setja á stefnuskrána er að auka fræðslu meðal barþjóna og dyra- varða með það að markmiði að koma í veg fyrir ofdrykkju. Haft er eftir formanni samtaka veit- ingahúsaeigenda í blaðinu að hann telji ekki að fækkun vínveitinga- leyfa minnki drykkju enda muni þeir sem vilja drekka færa sig á þá staði sem eru opnir. Talsmenn borgaryfirvalda segja hins vegar að alþjóðlegar rannsóknir sýni að sterk tengsl séu á milli fjölda vínveitingastaða og drykkju og því borgi sig að fækka vínveitingahúsum. - ks Borgarstjórn Kaupmannahafnar vill fækka vínveitingahúsum: Áfengisvandinn fer vaxandi MIÐBORG KAUPMANNAHAFNAR Borgaryfir- völd hyggjast auka fræðslu meðal barþjóna og dyravarða til að koma í veg fyrir ofdrykkju gesta. SÖFNUN Fermingarbörn um allt land gengu í hús hinn 7. nóvember og söfnuðu í bauk Hjálparstofnun Kirkjunnar. Í ár náðu fermingarbörnin að safna 6,6 milljónum króna og mun féð renna til verkefna í Afríku. Rúmlega 3.100 börn tóku þátt í söfnunni en árangur henn- ar hefur vaxið ár frá ári. Í fyrra söfnuðust 5,5 milljónir en þá var þátttakendafjöldi aðeins minni en í ár. Undanfari söfnunarinna var fræðsla um aðstæður fólks í fátækum löndum heims og verk- efni Hjálparstarfs kirkjunnar þar. - jóa Hjálparstofnun Kirkjunnar: Um sjö milljón- ir söfnuðust KÍNA, AP Í gær var opnað fyrir drykkjarvatn úr kínversku ánni Songhua í norðausturhluta Kína, fimm dögum eftir að yfirvöld lok- uðu fyrir neysluvatn 3,8 milljóna íbúa borgarinnar Harbin vegna mengunar. Mengunin var tilkomin vegna sprengingar í efnaverksmiðju í Jilin í Kína um miðjan þennan mánuð, sem olli því að 100 tonn af bensóli bárust í ána, helstu upp- sprettu vatns í borginni. Íbúar Harbin og nágrennis þvo sér upp úr vatninu og drekka það og bænd- ur nota vatnið til áveitu. Bensólið í vatninu er þrjátíu sinnum yfir það sem telst vera öruggt, en bensól er litlaus og rokgjarn vökvi sem er notaður í efnaiðnaði. Stærsta olíufyrirtæki Kína hefur beðist afsökunar á spreng- ingunni sem olli menguninni. Sam- kvæmt upplýsingum frá kínversk- um yfirvöldum hefur enginn veikst eftir að hafa innbyrt mengað vatn. Rússar hafa lýst yfir áhyggjum vegna mengunarinnar og kanna þessa dagana hvað hægt sé að gera svo mengun frá efnaverksmiðj- unni berist ekki til Síberíu í byrjun desember, en bensólið liggur í um 80 kílómetra löngum hluta árinn- ar og færist mengunin sífellt nær Rússlandi. Kínversk yfirvöld segj- ast hafa sett hreinsibúnað í ána. ■ Vatn í kínversku borginni Harbin drykkjarhæft á ný: Mengað vatn til Síberíu BEÐIÐ EFTIR HREINU VATNI Opnað var fyrir drykkjarvatn í gær úr kínversku ánni Songhua. FRÉTTABLAÐIÐ/AP

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.