Fréttablaðið - 28.11.2005, Blaðsíða 6

Fréttablaðið - 28.11.2005, Blaðsíða 6
6 28. nóvember 2005 MÁNUDAGUR sæ ti2 . Me tsö luli sti Mb l.15 .-2 1. nóv ember Skáldv er k Yrsa Sigurðardóttir ÍS LE N SK A A U G L† SI N G A ST O FA N E H F. /S IA .I S - V ER 3 03 86 1 1/ 20 05 YRSA SLÆR Í GEGN! Væntanleg um allan heim! d „...skilar lesanda vel unninni og hugsaðri glæpasögu.“ — Páll Baldvin Baldvinsson, DV „Fersk rödd ... Hröð atburðarás og hressilegur stíll.“ — Katrín Jakobsdóttir, gagnrýnandi „Eitthvað alveg sérstakt“ — Suzie Doore, útgáfustjóri Hodder og Staughton í Bretlandi „Allt er þetta vel gert ...“ — Halldór Guðmundsson, Fréttablaðinu „Fléttan er spennandi ...“ — Jón Yngvi Jóhannsson, Kastljósi sæ ti5 . Me tsö luli sti Mb l.15 .-2 1. nóv e be a ar bæ ku r KJÖRKASSINN Á að leyfa hunda á Laugavegin- um? JÁ 32,7 NEI 67,3 SPURNING DAGSINS Í DAG: Finnur þú fyrir aukinni mengun? Segðu þína skoðun á visir.is ÍRAK Mannréttindabrot í Írak fær- ast sífellt í aukana og er ástandið orðið svo slæmt að fólk er farið að bera það saman við tíma Saddams Husseins. „Fólk hagar sér nú eins og það gerði á tímum Saddams, eða jafn- vel verr,“ segir Ayad Allawi, sem gegndi störfum fyrsta forsætis- ráðherra Íraks eftir fall Saddam Husseins. Þetta kemur fram í breska dagblaðinu Observer í gær. „Það er við hæfi að bera þetta saman, fólk minnist daga Sadd- ams. Við börðumst við Saddam vegna þessara ástands, en nú sjáum við sömu hlutina aftur,“ segir Allawi, sem lét af störfum í apríl eftir fyrstu lýðræðislegu kosningar landsins. Allawi er afar harðorður og sakar sjíamúslima í ríkisstjórn- inni um að vera ábyrgir fyrir aftökusveitum og leynilegum pyntingabúðum. Meðferð á föng- um nýju öryggisgæslunnar er verri en sú sem leynilögregla Saddams sýndi sínum föngum, að sögn Allawis. Allawi var mikill fylgismaður innrásar Bandaríkjahers og gaf hann yfirlýsingar sínar á laug- ardag eftir að frekari vísbend- ingar bárust um að George Bush Bandaríkjaforseti ætlaði sér að fjarlægja allt að 40.000 banda- ríska hermenn úr Írak á næsta ári og láta her Íraks taka við öryggis- gæslu í landinu. Talið er að yfirlýsingar Allawis muni grafa undan orðum ríkis- stjórnar Íraks og Bandaríkjanna um að hlutirnir fari hratt batn- andi í Írak. „Írak er miðpunktur þessa svæðis. Ef hlutirnir fara úrskeiðis geta hvorki Evrópa né Bandaríkin verið viss um öryggi sitt,“ segir Allawi og bætir við að innanrík- isráðuneytið sé að miklum hluta til ábyrgt fyrir ófremdarástand- inu, en nýverið komst upp um leynifangelsi ráðuneytisins. Auk þess hefur þessi fyrsta lýðræðis- lega kosna ríkisstjórn Íraks verið sökuð um að eiga aðild að fjöl- mörgum mannshvörfum, pynting- um og aftökum. Allawi segist hafa svo litla trú á lögum og reglu í Írak að hann hafi skipað lífvörðum sínum að skjóta á alla lögreglubíla sem reyni að nálgast höfuðstöðvar hans án þess að hafa tilkynnt um komu sína fyrir fram. smk@frettabladid.is Mannréttindabrot færast í aukana Fyrrverandi forsætisráðherra Íraks segir ástand mannréttindabrota í Írak vera orðið jafn slæmt og það var á dögum Saddam Hussein og að allar líkur bendi til að þetta ófremdarástand versni. ÓFREMDARÁSTAND Íraskur hermaður og slökkviliðsmenn skoða skemmdirnar sem sjálfsmorðsárás olli á anddyri sjúkrahúss í Írak í síðustu viku. Þrjátíu manns létust í sprengingunni og 35 særðust. FRÉTTABLAÐIÐ/AP DANMÖRK Fjöldi kráa, kaffihúsa og veitingastaða með vínveitinga- leyfi í Kaupmannahöfn hefur auk- ist um fimmtán prósent síðasta áratug. Borgaryfirvöld vilja nú stemma stigu við þessari þróun að því greint er frá í dagblaðinu Berl- ingske Tidende. Ástæðan er meðal annars sú að áfengisvandi meðal ungra borgarbúa hefur farið vax- andi hin síðustu ár. Margir veitingamenn hafa brugðið á það ráð að selja áfengi ódýrt á ákveðnum tímum dags vegna ört harðnandi samkeppni. Það er talið hafa ýtt undir drykkju þeirra yngstu. Meðal þess sem borgaryfirvöld setja á stefnuskrána er að auka fræðslu meðal barþjóna og dyra- varða með það að markmiði að koma í veg fyrir ofdrykkju. Haft er eftir formanni samtaka veit- ingahúsaeigenda í blaðinu að hann telji ekki að fækkun vínveitinga- leyfa minnki drykkju enda muni þeir sem vilja drekka færa sig á þá staði sem eru opnir. Talsmenn borgaryfirvalda segja hins vegar að alþjóðlegar rannsóknir sýni að sterk tengsl séu á milli fjölda vínveitingastaða og drykkju og því borgi sig að fækka vínveitingahúsum. - ks Borgarstjórn Kaupmannahafnar vill fækka vínveitingahúsum: Áfengisvandinn fer vaxandi MIÐBORG KAUPMANNAHAFNAR Borgaryfir- völd hyggjast auka fræðslu meðal barþjóna og dyravarða til að koma í veg fyrir ofdrykkju gesta. SÖFNUN Fermingarbörn um allt land gengu í hús hinn 7. nóvember og söfnuðu í bauk Hjálparstofnun Kirkjunnar. Í ár náðu fermingarbörnin að safna 6,6 milljónum króna og mun féð renna til verkefna í Afríku. Rúmlega 3.100 börn tóku þátt í söfnunni en árangur henn- ar hefur vaxið ár frá ári. Í fyrra söfnuðust 5,5 milljónir en þá var þátttakendafjöldi aðeins minni en í ár. Undanfari söfnunarinna var fræðsla um aðstæður fólks í fátækum löndum heims og verk- efni Hjálparstarfs kirkjunnar þar. - jóa Hjálparstofnun Kirkjunnar: Um sjö milljón- ir söfnuðust KÍNA, AP Í gær var opnað fyrir drykkjarvatn úr kínversku ánni Songhua í norðausturhluta Kína, fimm dögum eftir að yfirvöld lok- uðu fyrir neysluvatn 3,8 milljóna íbúa borgarinnar Harbin vegna mengunar. Mengunin var tilkomin vegna sprengingar í efnaverksmiðju í Jilin í Kína um miðjan þennan mánuð, sem olli því að 100 tonn af bensóli bárust í ána, helstu upp- sprettu vatns í borginni. Íbúar Harbin og nágrennis þvo sér upp úr vatninu og drekka það og bænd- ur nota vatnið til áveitu. Bensólið í vatninu er þrjátíu sinnum yfir það sem telst vera öruggt, en bensól er litlaus og rokgjarn vökvi sem er notaður í efnaiðnaði. Stærsta olíufyrirtæki Kína hefur beðist afsökunar á spreng- ingunni sem olli menguninni. Sam- kvæmt upplýsingum frá kínversk- um yfirvöldum hefur enginn veikst eftir að hafa innbyrt mengað vatn. Rússar hafa lýst yfir áhyggjum vegna mengunarinnar og kanna þessa dagana hvað hægt sé að gera svo mengun frá efnaverksmiðj- unni berist ekki til Síberíu í byrjun desember, en bensólið liggur í um 80 kílómetra löngum hluta árinn- ar og færist mengunin sífellt nær Rússlandi. Kínversk yfirvöld segj- ast hafa sett hreinsibúnað í ána. ■ Vatn í kínversku borginni Harbin drykkjarhæft á ný: Mengað vatn til Síberíu BEÐIÐ EFTIR HREINU VATNI Opnað var fyrir drykkjarvatn í gær úr kínversku ánni Songhua. FRÉTTABLAÐIÐ/AP
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.