Fréttablaðið - 28.11.2005, Síða 12

Fréttablaðið - 28.11.2005, Síða 12
 28. nóvember 2005 MÁNUDAGUR ÚTFÖR Í ÍRAN Íranskt barn ber sér á brjóst í útför 110 óþekktra hermanna sem féllu í stríðinu við Írak 1980-1988 í Teheran á föstudag. Jarðneskar leifar „píslarvottanna“ fundust nýlega. MYND/AP SKOÐANAKÖNNUN „Það er ljóst að Samfylkingin þarf að gera mun betur ef hún ætlar að auka líkur á að geta sest í landsstjórnina eftir næstu kosningar,“ segir Baldur Þórhallsson, dósent í stjórnmála- fræði við Háskóla Íslands, spurð- ur út í niðurstöður skoðanakönn- unar Fréttablaðsins á fylgi flokka og trausti til stjórnmálamanna. Baldur segir að það hljóti að vera forystusveit Samfylking- arinnar talsvert áhyggjuefni að mælast aðeins með rúmlega 29 prósenta fylgi þrátt fyrir að vera stærsti stjórnarandstöðuflokk- urinn. „Það lítur út fyrir það að Samfylkingin sé ekki að ná til nýrra kjósenda, til dæmis á miðj- unni,“ segir Baldur og bendir á að á sama tíma virðist sem flokkur- inn sé að tapa vinstrisinnuðum kjósendum til Vinstri grænna. Baldur segir Framsóknar- flokkinn vera í erfiðri stöðu þar sem hann mælist með mjög lítið fylgi. „Á það ber þó að líta að í tuttugu til þrjátíu ár hefur Fram- sóknarflokkurinn jafnan mælst með mun minna fylgi en hann fær svo í kosningum. Það má gera ráð fyrir þessu í næstu kosningum einnig,“ segir Baldur. Enda þótt ríkisstjórnin nái ekki meirihluta í könnuninni hafa Framsóknarflokkur og Sjálfstæð- isflokkur tæplega fimmtíu pró- senta fylgi. Baldur telur það geta þýtt að stjórnin muni halda velli í kosningum. „Hér virðist fylgið vera að fær- ast frá Samfylkingu til Vinstri grænna,“ segir Indriði Haukur Ind- riðason stjórnmálafræðingur. Hann segir að 2,5 prósenta fylgistap Sjálf- stæðisflokksins sé á mörkum þess að vera marktæk breyting. „Það er spurning hvort lánið muni alltaf leika við Framsókn- arflokkinn. Það er ekki víst að Framsóknarflokkurinn geti treyst á að koma betur út úr kosning- um en skoðanakönnunum,“ segir Indriði einnig. Mest áberandi að hans mati er fylgistap Samfylk- ingarinnar. IMG Gallup framkvæmir kann- anir um fylgi flokka á mánaðar fresti og hefur fylgi Samfylking- arinnar einnig dalað í þeim könn- unum jafnt og þétt síðan í maí á þessu ári. „Þetta er stórt stökk hjá Geir Haarde hvað varðar traust fólks á honum. Það má engu að síður spyrja sig hvers vegna hann stökkvi ekki hærra í ljósi þess að Sjálfstæðisflokkurinn mælist með hartnær fjörutíu prósenta fylgi,“ segir Baldur um mælingu á trausti almennings til stjórn- málamanna. Hann segir að þótt Halldór Ásgrímsson styrki stöðu sína sé útkoman hvergi nærri nógu góð fyrir hann. „Þetta spilar saman, traust sem menn bera til for- manns Framsóknarflokksins og dræmt fylgi flokksins í könnun- inni,“ segir Baldur. saj@frettabladid.is Fylgistap uggvæn- legt fyrir Ingibjörgu Stjórmálafræðingarnir Baldur Þórhallsson og Indriði Haukur Indriðason eru á einu máli um að fylgistap Samfylkingarinnar í skoðanakönnun Fréttablaðsins hljóti að vera flokknum áhyggjuefni. Halldór Ásgrímsson á erfitt uppdráttar. BALDUR ÞÓRHALLSSON DÓSENT Baldur segir að ef Samfylkingin ætli sér að ná völdum þurfi hún að sýna mun betri frammistöðu. FRÉTTABLAÐIÐ/HEIÐA LEIKSKÓLAR Kristján Þór Júlí- usson, bæjarstjóri á Akureyri, afhenti síðastliðinn föstudag öllum leikskólastjórum leikskól- anna þrettán á Akureyri sér- staka viðurkenningu fyrir fram- úrskarandi faglegt starf og góða þjónustu við bæjarbúa. Samkvæmt skoðanakönnun meðal foreldra leikskólabarna sem gerð var að frumkvæði skólanefndar Akureyrarbæjar í janúar síðastliðnum eru 95 pró- sent foreldra ánægð með leik- skólana í bænum og 92 prósent sögðu að skólarnir mættu þörf- um barnanna. „Niðurstöður úr lífskjara- könnun sem IMG Gallup gerði fyrir Akureyrarbæ eru sam- hljóma. Þar sögðu 95,7 prósent aðspurðra að þeir teldu að leik- skólarnir veittu góða þjónustu og 78,5 prósent sögðu að það væri auðvelt að fá leikskólapláss hér á Akureyri,“ sagði Kristján Þór við athöfn sem haldin var starfs- mönnum leikskólanna til heiðurs í Listasafninu á Akureyri. - kk Akureyrarbær veitir leikskólastjórum bæjarins viðurkenningu: Ánægja með skólana GAMAN Í VINNUNNI Leikskólastjórarnir þrettán. Bæjarstjóri Akureyrar segir mikla grósku og hugmyndaauðgi í leikskólastarfinu og að mikill mannauður sé fólginn í starfsfólki skól- anna. FRÉTTABLAÐIÐ/KK nóv. ‘04 jan. ‘05 feb. mars apríl maí júní júlí ágúst sept. okt. nóv. FYLGI SAMFYLKINGAR SAMKVÆMT SKOÐANAKÖNNUNUM SÍÐASTA ÁRS 34% 35,2%35,1% 29,4% 31,2% 29% 30% 28% KANNANIR FRÉTTABLAÐSINS KANNANIR GALLUP DANMÖRK Fimmti hver unglingur í Danmörku fær send óumbeðin smáskilaaboð í gegnum farsím- ann sinn frá auglýsendum. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu danska Neytendaráðs- ins, sem kynnt var fyrir helgi. Í skýrslunni kemur einnig fram að fjöldi auglýsinga í kringum barna- og fjölskylduefni í sjón- varpi hafi aukist hlutfallslega mikið síðustu ár. Neytendamálaráðherra Dan- merkur sagði í viðtali við dag- blaðið Politiken á föstudag að ný lög sem vernduðu börn og ungl- inga fyrir auglýsingaáreiti væru í vinnslu. ■ Lög til verndar börnum: Auglýsendur ofsækja börn UPPLÝSINGATÆKNI Og Vodafone kynnti á föstudag nýja þjónustu fyrir farsímanotendur sem gerir þeim kleift að spila tölvuleiki, sækja fréttir og nálgast aðra afþreyingu í gegnum símann sinn í mun meira magni og betri gæðum en áður hefur þekkst. Þjónustan sem nefnist Voda- fone live! var fyrst kynnt í Bret- landi árið 2002. Þeir sem nýta sér þjónustuna þurfa að borga fyrir hana en fá ávallt upp á símaskjá- inn hvað tiltekin þjónusta kostar. „Þessi þjónusta er ný á Íslandi, nú erum við ekki eingöngu að flytja símtöl heldur alls konar afþrey- ingu, leiki, tónlist, hringtóna og fréttir,“ segir Björn Víglundsson, markaðsstjóri Og Vodafone á Íslandi. Til að nýta sér þjónustuna þarf sérstaka gerð af farsímum sem eru nýir á markaðnum. „Við gerum fastlega ráð fyrir því að þessi þjónusta eigi eftir að verða vinsæl hér á landi, hún hefur notið mikilla vinsælda í Evrópu þar sem hún hefur verið kynnt,“ segir Björn. - sk Og Vodafone eykur þjónustu sína við viðskiptavini: Aukin afþreying í farsímum ÁRNI PÉTUR JÓNSSON Kynnti nýja þjónustu farsímanotenda Og Vodafone á föstudag. FRÉTTABLAÐIÐ/E.ÓL.

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.