Fréttablaðið - 28.11.2005, Blaðsíða 12

Fréttablaðið - 28.11.2005, Blaðsíða 12
 28. nóvember 2005 MÁNUDAGUR ÚTFÖR Í ÍRAN Íranskt barn ber sér á brjóst í útför 110 óþekktra hermanna sem féllu í stríðinu við Írak 1980-1988 í Teheran á föstudag. Jarðneskar leifar „píslarvottanna“ fundust nýlega. MYND/AP SKOÐANAKÖNNUN „Það er ljóst að Samfylkingin þarf að gera mun betur ef hún ætlar að auka líkur á að geta sest í landsstjórnina eftir næstu kosningar,“ segir Baldur Þórhallsson, dósent í stjórnmála- fræði við Háskóla Íslands, spurð- ur út í niðurstöður skoðanakönn- unar Fréttablaðsins á fylgi flokka og trausti til stjórnmálamanna. Baldur segir að það hljóti að vera forystusveit Samfylking- arinnar talsvert áhyggjuefni að mælast aðeins með rúmlega 29 prósenta fylgi þrátt fyrir að vera stærsti stjórnarandstöðuflokk- urinn. „Það lítur út fyrir það að Samfylkingin sé ekki að ná til nýrra kjósenda, til dæmis á miðj- unni,“ segir Baldur og bendir á að á sama tíma virðist sem flokkur- inn sé að tapa vinstrisinnuðum kjósendum til Vinstri grænna. Baldur segir Framsóknar- flokkinn vera í erfiðri stöðu þar sem hann mælist með mjög lítið fylgi. „Á það ber þó að líta að í tuttugu til þrjátíu ár hefur Fram- sóknarflokkurinn jafnan mælst með mun minna fylgi en hann fær svo í kosningum. Það má gera ráð fyrir þessu í næstu kosningum einnig,“ segir Baldur. Enda þótt ríkisstjórnin nái ekki meirihluta í könnuninni hafa Framsóknarflokkur og Sjálfstæð- isflokkur tæplega fimmtíu pró- senta fylgi. Baldur telur það geta þýtt að stjórnin muni halda velli í kosningum. „Hér virðist fylgið vera að fær- ast frá Samfylkingu til Vinstri grænna,“ segir Indriði Haukur Ind- riðason stjórnmálafræðingur. Hann segir að 2,5 prósenta fylgistap Sjálf- stæðisflokksins sé á mörkum þess að vera marktæk breyting. „Það er spurning hvort lánið muni alltaf leika við Framsókn- arflokkinn. Það er ekki víst að Framsóknarflokkurinn geti treyst á að koma betur út úr kosning- um en skoðanakönnunum,“ segir Indriði einnig. Mest áberandi að hans mati er fylgistap Samfylk- ingarinnar. IMG Gallup framkvæmir kann- anir um fylgi flokka á mánaðar fresti og hefur fylgi Samfylking- arinnar einnig dalað í þeim könn- unum jafnt og þétt síðan í maí á þessu ári. „Þetta er stórt stökk hjá Geir Haarde hvað varðar traust fólks á honum. Það má engu að síður spyrja sig hvers vegna hann stökkvi ekki hærra í ljósi þess að Sjálfstæðisflokkurinn mælist með hartnær fjörutíu prósenta fylgi,“ segir Baldur um mælingu á trausti almennings til stjórn- málamanna. Hann segir að þótt Halldór Ásgrímsson styrki stöðu sína sé útkoman hvergi nærri nógu góð fyrir hann. „Þetta spilar saman, traust sem menn bera til for- manns Framsóknarflokksins og dræmt fylgi flokksins í könnun- inni,“ segir Baldur. saj@frettabladid.is Fylgistap uggvæn- legt fyrir Ingibjörgu Stjórmálafræðingarnir Baldur Þórhallsson og Indriði Haukur Indriðason eru á einu máli um að fylgistap Samfylkingarinnar í skoðanakönnun Fréttablaðsins hljóti að vera flokknum áhyggjuefni. Halldór Ásgrímsson á erfitt uppdráttar. BALDUR ÞÓRHALLSSON DÓSENT Baldur segir að ef Samfylkingin ætli sér að ná völdum þurfi hún að sýna mun betri frammistöðu. FRÉTTABLAÐIÐ/HEIÐA LEIKSKÓLAR Kristján Þór Júlí- usson, bæjarstjóri á Akureyri, afhenti síðastliðinn föstudag öllum leikskólastjórum leikskól- anna þrettán á Akureyri sér- staka viðurkenningu fyrir fram- úrskarandi faglegt starf og góða þjónustu við bæjarbúa. Samkvæmt skoðanakönnun meðal foreldra leikskólabarna sem gerð var að frumkvæði skólanefndar Akureyrarbæjar í janúar síðastliðnum eru 95 pró- sent foreldra ánægð með leik- skólana í bænum og 92 prósent sögðu að skólarnir mættu þörf- um barnanna. „Niðurstöður úr lífskjara- könnun sem IMG Gallup gerði fyrir Akureyrarbæ eru sam- hljóma. Þar sögðu 95,7 prósent aðspurðra að þeir teldu að leik- skólarnir veittu góða þjónustu og 78,5 prósent sögðu að það væri auðvelt að fá leikskólapláss hér á Akureyri,“ sagði Kristján Þór við athöfn sem haldin var starfs- mönnum leikskólanna til heiðurs í Listasafninu á Akureyri. - kk Akureyrarbær veitir leikskólastjórum bæjarins viðurkenningu: Ánægja með skólana GAMAN Í VINNUNNI Leikskólastjórarnir þrettán. Bæjarstjóri Akureyrar segir mikla grósku og hugmyndaauðgi í leikskólastarfinu og að mikill mannauður sé fólginn í starfsfólki skól- anna. FRÉTTABLAÐIÐ/KK nóv. ‘04 jan. ‘05 feb. mars apríl maí júní júlí ágúst sept. okt. nóv. FYLGI SAMFYLKINGAR SAMKVÆMT SKOÐANAKÖNNUNUM SÍÐASTA ÁRS 34% 35,2%35,1% 29,4% 31,2% 29% 30% 28% KANNANIR FRÉTTABLAÐSINS KANNANIR GALLUP DANMÖRK Fimmti hver unglingur í Danmörku fær send óumbeðin smáskilaaboð í gegnum farsím- ann sinn frá auglýsendum. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu danska Neytendaráðs- ins, sem kynnt var fyrir helgi. Í skýrslunni kemur einnig fram að fjöldi auglýsinga í kringum barna- og fjölskylduefni í sjón- varpi hafi aukist hlutfallslega mikið síðustu ár. Neytendamálaráðherra Dan- merkur sagði í viðtali við dag- blaðið Politiken á föstudag að ný lög sem vernduðu börn og ungl- inga fyrir auglýsingaáreiti væru í vinnslu. ■ Lög til verndar börnum: Auglýsendur ofsækja börn UPPLÝSINGATÆKNI Og Vodafone kynnti á föstudag nýja þjónustu fyrir farsímanotendur sem gerir þeim kleift að spila tölvuleiki, sækja fréttir og nálgast aðra afþreyingu í gegnum símann sinn í mun meira magni og betri gæðum en áður hefur þekkst. Þjónustan sem nefnist Voda- fone live! var fyrst kynnt í Bret- landi árið 2002. Þeir sem nýta sér þjónustuna þurfa að borga fyrir hana en fá ávallt upp á símaskjá- inn hvað tiltekin þjónusta kostar. „Þessi þjónusta er ný á Íslandi, nú erum við ekki eingöngu að flytja símtöl heldur alls konar afþrey- ingu, leiki, tónlist, hringtóna og fréttir,“ segir Björn Víglundsson, markaðsstjóri Og Vodafone á Íslandi. Til að nýta sér þjónustuna þarf sérstaka gerð af farsímum sem eru nýir á markaðnum. „Við gerum fastlega ráð fyrir því að þessi þjónusta eigi eftir að verða vinsæl hér á landi, hún hefur notið mikilla vinsælda í Evrópu þar sem hún hefur verið kynnt,“ segir Björn. - sk Og Vodafone eykur þjónustu sína við viðskiptavini: Aukin afþreying í farsímum ÁRNI PÉTUR JÓNSSON Kynnti nýja þjónustu farsímanotenda Og Vodafone á föstudag. FRÉTTABLAÐIÐ/E.ÓL.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.