Fréttablaðið - 28.11.2005, Page 58

Fréttablaðið - 28.11.2005, Page 58
 28. nóvember 2005 MÁNUDAGUR36 DRAUMAHÚSIÐ MITT BERGLIND MARÍA TÓMASDÓTTIR Sólgula húsið hennar Ingibjargar ÞorbergsMelaskóli við Hagatorg vartekinn í notkun 1946 og verður hann því sextugur á næsta hausti. Einar Sveins- son, arkitekt og húsameist- ari Reykjavíkur, teiknaði upprunalegu skólabygging- una og voru listamennirnir Barbara Árnason og Ás- mundur Sveinsson fengnir til þess að myndskreyta hana. Haustið 1999 var ný skólabygging tekin í notkun og þá varð skólinn jafn- framt einsetinn. Arkitekt nýju byggingarinnar er Ögmundur Skarphéðinsson. Nemendur í Melaskóla eru á aldrinum 6 til 12 ára og í haust eru þeir um 580 talsins og starfsmenn skólans um 70. Skólastjóri er Ragna Ólafsdóttir og hún á lokaorðin í þessum stutta pistli. „Við segjum alltaf að skólinn ali börnin upp með okkur því hann sé svo fallegur og kalli á svo góða um- gengni.“ MELASKÓLI Berglind María Tómasdóttir, tónlistarmaður, þáttagerðarkona og framkvæmdastjóri, var smástund að gera upp á milli tveggja mögu- legra draumahúsa. „Draumahúsið mitt er annaðhvort barbapabba- húsið eða húsið sem Ingibjörg Þorbergs er í utan á plötunni sinni Í sólgulu húsi. Ég er einmitt með diskinn í höndunum núna og hann er ótrúlega góður. Húsið lítur út eins og húsin í bókunum um krakkana í Ólátagarði eftir Astrid Lindgren og það vantar bara snúru yfir í næstu hús til að tala saman eins og í síma. Það er sennilega ákveðinn draumur að vera bara eins og söngkonan sjálf þegar ég er orðin gömul og sitja við gluggann í svona húsi. Það væri dásamlegt að eldast eins og Ingibjörg Þorbergs.“ Afborganir hækka Íbúðalán eru nú með 4,15 til 4,60 prósenta vexti. Vextir á íbúðalán hækkuðu hjá Íbúðalánasjóði, Sparisjóðunum og Íslandsbanka í liðinni viku og eru nú 4,35%. Íbúðalánasjóður er líka með lánaflokk á 4,60% vöxt- um á lánum sem unnt er að greiða upp að hluta eða í heild fyrir lok lánstímans án sérstakr- ar uppgreiðsluþóknunar og stytta eða lengja lánstíma hvenær sem er. Hjá Landsbank- anum eru vextirnir 4,45 prósent en hjá KB banka eru vextirnir enn 4,15 prósent. Miðað við tíu milljóna króna íbúðalán þarf að borga tæplega 21 þúsund krónum meira í af- borganir á ári ef tekið er lán á 4,35 prósenta vöxtum í stað 4,15 prósenta. Guðmundur Bjarnason, for- stjóri Íbúðalánasjóðs spáir því að ávöxtunarkrafa íbúðabréfa muni lækka og þá verði hægt að lækka vexti af íbúðalánum aftur. Heimild: visir.is Tími rusla- pokans li›inn Nýjar ruslatunnur inn á heim- ili á Suðurlandi. Á næstunni mun hvert heimili í Árborg, Ölfusinu og Hveragerði fá nýjar 240 lítra plastsorptunn- ur, sem losaðar verða aðra hverja viku. Tími ruslapokans er því liðinn á þessum stöðum. Um er að ræða 3.600 nýjar tunnur. Tunnunum fylgir blað með helstu upplýsingum um notkun þeirra. Það kom í hlut Einars Njálsonar, bæjarstjóra í Árborg og formanns stjórnar Sorpstöðv- ar Suðurlands, að taka á móti fyrstu tunnunni við heimili sitt í Lóurimanum á Selfossi í morg- unn, en það voru þeir Guðmund- ur Tryggvi Ólafsson, fram- kvæmdastjóri Sorpstöðvarinnar og Jón Frantzon, framkvæmda- stjóri Íslenska gámafélagsins, sem komu færandi hendi með tunnuna. SELDAR EIGNIR Á HÖFUÐBORGARSVÆÐINU* *Þinglýstir kaupsamningar, heimild Fasteignamat ríkisisins. 300 250 200 150 100 50 0 FJÖLDI 11/11- 17/11 180 7/10- 13/10 210 14/10- 20/10 158 21/10- 27/10 194 28/10- 3/11 168 4/11- 10/11 166 Berglind María vildi eldast eins og Ingi- björg Þorbergs og sitja inni í sólgulu húsi. 36 Fast bak efni-lesið 26.11.2005 15:29 Page 2

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.