Fréttablaðið - 03.01.2006, Blaðsíða 2
2 3. janúar 2006 ÞRIÐJUDAGUR
Vinsælt og hagnýtt 3ja kvölda námskeið um
öll helstu grundavallaratriði stafrænna
myndavéla og meðferð stafrænna mynda í tölvu.
• Stillingar stafrænna myndavéla
• Stærðir og upplausn mynda
• Myndir færðar yfir í tölvu
• Skipulag myndasafns í tölvu
• Heimaprentun / framköllun
• Myndir skrifaðar á CD/DVD
• Frágangur mynda í tölvupósti
• Grundvallarlagfæringar
• Vinsælt, ókeypis myndvinnslu-
forrit á Netinu tekið fyrir
Verð: kr. 15.000, (Innifalin er ný kennslubók á íslensku).
Næsta námskeið hefst 11. janúar.
S T A F R Æ N A R M Y N D A V É L A R
Faxafen 10 • 108 Reykjavík • Sími: 544 2210 • www.tsk.is • skoli@tsk.is
������ ��������� ���� ������
��������� �� ���������� ������ ��
������������������������������
������������������������������
���� ������ ������ ������ �����
�����������������������������
�������� ���� ��������� �������
��� ������� ��� ������� ������ ����
���� ����� �������� �������� ���
���������������������� �����
������������������������������
��� ��� ������ ����������� ������
������� �������������� ��� ����
����������������������������������
�������� ��� ���������� ���� ����
���������������������������������
������������������������������
�� ����� ��������� �����������
����� ������ �������������� �����
������������������ ����� ����
��������
���������
SPURNING DAGSINS
Guðni, er þetta þungur kross
að bera?
„Nei, hann léttir gönguna.“
Forseti Íslands sæmdi tólf manns heiðurs-
merki hinnar íslensku fálkaorðu á nýársdag.
Guðni Ágústsson landbúnaðarráðherra fékk
stórriddarakross einn manna í þetta sinn.
SJÚKRAFLUG Skipulag sjúkraflugs
innanlands tók breytingum 1. jan-
úar. Svo virðist sem Landsflug,
sem sinnt hefur sjúkraflutningum á
Vestfjörðum, hafi hætt of snemma
og Mýflug, sem taka á við sjúkra-
fluginu, hafi tekið við of seint.
Flugfélag Íslands sinnti hins vegar
sjúkraflugi á nýársnótt. Flugfélag-
ið vinnur nú að gerð skýrslu fyrir
Tryggingastofnun.
Vélinni frá Landsflugi var flogið
frá Ísafirði á hádegi á gamlársdag,
en samningur flugfélagsins rann
ekki út við heilbrigðisráðuneytið
fyrr en á miðnætti.
Ungur maður sem varð fyrir
því óláni að fá flugeld í augað á
Tálknafirði skömmu eftir miðnætti
á gamlárskvöld þurfti að bíða í á
þriðju klukkustund eftir að óskað
var eftir sjúkraflugi.
Samkvæmt kröfum um við-
bragðstíma sjúkraflugs átti vélin
að vera komin eftir 45 mínútur.
Viðbragðstími er skilgreindur sem
tími frá því að staðfest beiðni um
sjúkraflug berst þar til flugvél er
tilbúin til flugtaks með allan þann
búnað sem sjúkraflugið krefst
á þeim flugvelli sem þjónustað
er frá. Á nýársnótt tók það hins
vegar Flugfélag Íslands 69 mínútur
að bregðast við. Tvennt orsakaði
seinkun. Annars vegar þurfti að
útbúa flugplan fyrir Bíldudal, en
hins vegar var misræmi í vélum
flugvélarinnar. Þegar vélin flaug
frá Bíldudal kom svo í ljós að annað
bensínslokið var opið og þurfti því
að snúa vélinni við. Pilturinn sem
slasaðist hlaut varanlegan augn-
skaða og liggur enn á augndeild
Landspítalans. - æþe
Breytingar á sjúkraflugi, bilanir og opið bensínlok ollu tæplega þriggja tíma töf:
Flugfélag Íslands sinnti sjúkrafluginu
SJÚKRAFLUG Vegna breytinga tafðist sjúkraflug á Vestfjörðum um áramótin.
UPPSAGNIR Samkvæmt Gylfa Ingv-
arssyni, trúnaðarmanni starfs-
manna hjá Alcan á Íslandi, var
sex starfsmönnum fyrirtækisins
sagt upp störfum í fyrra án þess að
þeim væri gefin bein skýring á upp-
sögninni. Hann segir starfsmenn
fyrirtækisins í uppnámi eftir að
Ingólfi Kristjánssyni vélvirkja var
sagt upp að ástæðulausu rétt fyrir
áramót. „Það er mjög slæmt hljóð í
mönnum og telja þeir að sínu starfs-
öryggi vegið,“ segir hann.
Kolbeinn Gunnarsson, formað-
ur verkalýðsfélagsins Hlífar, segir
félagið líta uppsagnir af þessu tagi
mjög alvarlegum augum. Hann
segir fyrirtækið hafa með gerðum
sínum brotið gegn starfsreglum
sem séu hluti af kjarasamningi. Þar
segir að stefna fyrirtækisins sé að
gefa viðkomandi kost á viðtali um
starfslok sín og ástæður uppsagnar.
Það hafi fyrirtækið hins vegar ekki
gert í tilfellunum sex í fyrra. Hann
segir að þó svo þessar starfsreglur
séu til fari fyrirtækið ekki eftir
þeim eins og dæmin sanna. „Við hjá
Hlíf höfum barist fyrir því að svo-
kölluð ILO-samþykkt númer 158 frá
Alþjóða vinnumálastofnunni verði
lögfest. Þar er mönnum tryggt að
ekki sé hægt að segja þeim upp
nema að ástæða sé gefin fyrir upp-
sögninni,“ segir Kolbeinn. Hann
segir stjórnvöld ekki hafa fullgilt
samþykktina og því sé fyrirtækj-
um í sjálfsvald sett að segja mönn-
um upp að því tilskyldu að þeim sé
borgaður uppsagnarfresturinn.
Lögfræðingur Alþýðusambands
Íslands, Magnús Norðdahl, segir
það hafa reynst erfitt að fá ILO-
samþykktina fullgilda á almennum
vinnumarkaði. Sett var á laggirnar
nefnd sem ASÍ átti aðild að ásamt
Samtökum atvinnulífsins en nefnd-
in klofnaði. „Eftir því sem ég best
veit hvílir málið þannig inni hjá
félagsmálaráðherra. Hann er með
klofna niðurstöðu úr nefndinni og
hefur enn ekki ákveðið sig,“ segir
Magnús.
Lögmaður Samtaka atvinnu-
lífsins, Hrafnhildur Stefánsdótt-
ir, segir að það sé meginregla að
vinnuveitandi og starfsmaður hafa
gagnkvæman uppsagnarrétt. Regl-
urnar séu því tiltölulega sveigjan-
legar og þröskuldar í sambandi við
mannaráðningar fáar. Reynslan
hefur sýnt að ósveigjanlegar upp-
sagnarreglur, eins og samþykkt
Alþjóða vinnumálastofnunarinn-
ar felur í sér, standa í vegi fyrir
nýráðningum og hamla því vexti og
nýsköpun.
aegir@frettabladid.is
Sex reknir án skýringa
Sex starfsmönnum ÍSAL/Alcan var í fyrra sagt upp störfum án þess að ástæður
væru gefnar upp að því er trúnaðarmaður starfsmanna heldur fram. Verkalýðs-
félagið Hlíf vill lög sem skylda fyrirtæki til að gefa skýringu á uppsögnum.
ÁLVERIÐ Í STRAUMSVÍK Sex starfsmönnum var sagt upp á síðasta ári án þess að vinnuveitendur gæfu upp ástæðu fyrir uppsögnunum.
Formaður verkalýðsfélagsins Hlífar vill að lög frá Alþjóða vinnumálastofnuninni verði lögfest svo fólki verði ekki sagt upp án skýringa.
KOLBEINN GUNN-
ARSSON FORMAÐ-
UR HLÍFAR Segir
verkalýðsfélagið
líta uppsagnirn-
ar alvarlegum
augum.
HRAFNHILDUR
STEFÁNSDÓTTIR
Telur að hömlur á
uppsagnarákvæði
geti dregið úr
sveigjanleika á
vinnumarkaði.
ALÞJÓÐAMÁL „Það sem mestu
máli skiptir er að mistökin verði
leiðrétt með einhverjum hætti
því mannréttindi eru ekki bara
umræður, þau krefjast einnig
aðgerða,“ segir Peder Gierts-
en, talsmaður viðræðunefndar
Falun Gong á Íslandi.
Fyrir skemmstu komst
Umboðsmaður Alþingis að þeirri
niðurstöðu að lög heimiluðu
ekki íslenskum stjórnvöldum að
hamla för Falun Gong-meðlima
sem hugðust koma hingað til
lands meðan á heimsókn forseta
Kína stóð í júní 2002. Talsmenn
nefndarinnar fara því fram á
að þeim 213 mönnum sem urðu
fyrir farbanninu verði bætt fjár-
hagstjónið sem þeir urðu fyrir
og að svarti listinn svokallaði,
sem hefur að geyma nöfn Falun
Gong-meðlima og yfirvöld kom-
ust yfir, verði afhentur nefnd-
armönnum svo þeir geti eytt
honum.
„Atburðir síðustu missera
sýna það svart á hvítu að veruleg
ógn stafar af kommúnistastjórn-
inni í Kína. Þar voru sett lög sem
heimila stjórninni að hefja stríð
við Taívan fyrirvaralaust og svo
hafa hótanir um kjarnorkuárás-
ir á Bandaríkin komið úr þeirra
ranni. Það væri því heppilegast
fyrir íslensk stjórnvöld að leið-
rétta það sem aflaga fór í þessu
mannréttindamáli árið 2002,“
segir Giertsen.
- jse
MÓTMÆLI FALUN GONG Talsmaður
viðræðunefndar á vegum Falun Gong
segir að kínversk stjórnvöld hafi sýnt sitt
rétta andlit að undanförnu og öllum sé
orðið ljóst að um ógn við heimsfriðinn
sé að ræða.
Viðræðunefnd Falun Gong á Íslandi:
Vilja mistök stjórnvalda leiðrétt
Hækkar um eina og hálfa krónu
Stóru olíufélögin þrjú hækkuðu öll
verðið á bensínlítranum um eina krónu
og fimmtíu aura í gær. Esso tilkynnti
um hækkunina klukkan tólf, Skeljungur
hálf þrjú og Olís hálf fjögur. Hvorki dótt-
urfélög þeirra né Atlantsolía hækkuðu
verðið í gær.
BENSÍNVERÐ
PALESTÍNA, AP Mahmoud Abbas, leið-
togi Palestínumanna, sagði í fyrsta
sinn opinberlega í gær að hann vildi
fresta kosningum til palestínska
þingsins sem boðaðar hafa verið
seint í janúar.
Sem ástæður fyrir frestun nefndi
hann í viðtali á Al-Jazeera-sjón-
varpsstöðinni ákvörðun ísraelskra
yfirvalda að heimila ekki Palestínu-
mönnum í Jerúsalem að taka þátt í
kosningunum. En auk þess þykir
einnig blasa við að stjórnleysið sem
nú ríkir á Gazasvæðinu og vaxandi
fylgi hinnar herskáu Hamas-hreyf-
ingar mæli gegn því að láta kosn-
ingarnar fara fram nú.
Þingkosningar í Palestínu:
Abbas vekur
máls á frestun
MAHMOUD ABBAS Forsætisráðherra palest-
ínsku heimastjórnarinnar (í miðju) var í
opinberri heimsókn í Qatar í gær.
Bíll brann í Eyjafirði Tvítugur piltur
slapp án meiðsla þegar kviknaði í bifreið
hans í heimreið við bæ í Eyjafjarðar-
sveit. Bifreiðin var fimmtán ára gömul.
Hún brann til kaldra kola. Ökumannin-
um varð bylt við og keyrði útaf er hann
varði eldsins var. Slökkviliðið var kallað
út en bíllinn var alelda þegar það kom
á vettvang.
LÖGREGLUFRÉTTIR
NEPAL, AP Sprengjur voru sprengd-
ar í þremur bæjum í Nepal í gær,
stundu eftir að uppreisnarmenn
maóista aflýstu vopnahléi sem
þeir höfðu einhliða lýst yfir fyrir
fjórum mánuðum. Enginn fórst í
sprengingunum, samkvæmt upp-
lýsingum frá yfirvöldum.
Sveitarstjórnarkosningar hafa
verið boðaðar þann 8. febrúar í
58 borgum og bæjum í Nepal. Í
desember vöruðu talsmenn upp-
reisnarmanna við því að þeir hygð-
ust trufla kosningarnar; sögðu þeir
frambjóðendum og embættismönn-
um hollast að halda sig fjarri eða
sæta ella „sérlegum aðgerðum“.
Uppreisn maóista gegn kon-
ungsstjórninni í Nepal hefur stað-
ið frá því árið 1996 og kostað um
12.000 mannslíf. ■
Uppreisn maóista í Nepal:
Sprengt eftir
lok vopnahlés
VIÐBÚNAÐUR Í KATMANDU Lögregla og
hermenn með alvæpni gættu öryggis á
götum höfuðborgar Nepals.NORDICPHOTOS/AFP