Fréttablaðið - 03.01.2006, Blaðsíða 60

Fréttablaðið - 03.01.2006, Blaðsíða 60
34 ■■■■ { heilsublaðið } ■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■ ● HOLLT OG GOTT MATAR- ÆÐI Heilinn þarf á góðri næringu að halda og ætti enginn sem vill viðhalda skerpu og einbeitingu að hunsa mataræðið. Morgunmaturinn er til dæmis mjög mikilvægur og hafa rannsóknir sýnt að þeim sem sleppa morgunverði gengur ekki eins vel í skóla og starfi. Þetta er þó ekki bara spurning um að koma í sig einhverjum hitaeiningum, því morgunmatur sem inniheldur of mikinn sykur getur haft þveröfug áhrif. Mestu skiptir að borða reglu- lega, og fjölbreytt svo heilinn fái öll þau efni sem eru honum nauðsyn- leg til að starfa eðlilega. ● ÖRVANDI TÓNLIST Mikið hefur verið skrifað og rætt um áhrif tónlistar Mozarts á heilann. Nokkr- ar rannsóknir hafa sýnt að með því að hlusta á tónlist hans örvist heil- inn og bæði minni og færni auk- ist til muna. Aftur á móti eru aðrar rannsóknir sem segja tónlist Moz- arts ekki hafa nein áhrif. Tónlist viðrist þó hafa góð áhrif á heilann, en það krefst aðeins meiri vinnu en bara að hlusta. Rannsóknir sem gerðar voru á börnum sýndu að þau sem voru í tónlistarnámi voru með hærri greindarvísitölu en önnur börn. Ekki eru neinar rannsóknir sem sýna hvaða áhrif tónlistarnám hefur á fullorðna, en það sakar ekki að prófa. ● MINNIÐ BÆTT Nýlegar rann- sóknir gefa til kynna að ef minnið er bætt, þá hækkar greindarvísital- an. Einfaldar minnisæfingar sem innihalda lausn á vandamáli eiga að vera sérstaklega gagnlegar. Gott er til dæmis að leysa reiknings- dæmi í huganum því heilinn leggur aðferðina á minnið um leið og hann leitar að lausninni. ● GÓÐUR SVEFN Heilinn þarf á því að halda að við sofum. Á meðan við sofum vinnur hann ýmis verk sem ekki er hægt að vinna í vöku. Hann vistar nýjar minningar, flokk- ar upplýsingar og leysir verkefni. Ástand manns sem vakað hefur samfleytt í 21 klukkustund er álíka og hjá drukknum manni. Reyndar þarf maður ekki að vaka lengi sam- fleytt til að finna fyrir áhrifunum, því það nægir að fara seint að sofa nokkur kvöld í röð. Tapaðan svefn er þó hægt að vinna upp og getur tveggja klukkustunda lúr yfir miðj- an daginn gert kraftaverk. ● LÍKAMSRÆKT Með röskum göngutúr í hálftíma, þrisvar í viku er hægt að bæta minnið, einbeit- ingu og rökhugsun um heil fimmt- án prósent. Áhrifin hafa komið sterkust fram hjá eldra fólki, sem segir manni að það er aldrei of seint að bæta sig. ● NOTAÐU HEILANN Heilinn er eins og vöðvi og skiptir öllu máli að reyna á hann til þess að styrkja hann. Hægt er að gera það með að leysa þrautir, lesa bækur, rifja upp hluti, leggja hluti á minnið og margt fleira. Aldrei er of seint að örva heilann Allir geta örvað heilastarfsemi sína, óháð menntun og gáfnafari. Ekki þarf að leggjast í strangt nám eða gerast forfallinn bókaormur, því margar aðferðir eru til sem örva og bæta heilann. Heilann þarf að þjálfa eins og vöðva til að viðhalda skerpu og einbeitingu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.