Fréttablaðið - 03.01.2006, Blaðsíða 53

Fréttablaðið - 03.01.2006, Blaðsíða 53
27■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■ { heilsublaðið } ■■■■ Sífellt fleiri sitja heilu og hálfu dagana fyrir framan tölvuskjá. Þeir mega samt ekki gleyma því að taka sér nokkurra mínútna hlé reglulega til að hlífa augunum. Gott ráð til að þjálfa augun er að nota hvert tæki- færi sem gefst til að beina þeim að einhverju í meiri fjarlægð en skján- um og ná fókus. Ef þreytu verður vart í augum getur verið gott að leggja lófana yfir augun í mínútu eða svo þannig að ekkert ljós smjúgi í gegn, þrýsta með þeim þéttingsfast á kinnbein og enni og reyna að slaka á. Slík æfing er mjög góð hvíld fyrir augun, sér- staklega ef hún er gerð nokkrum sinnum dag hvern. Styrkur sjóntaugarinnar hefur áhrif á sjónina. Það getur því verið gott að þjálfa taugina með þar til gerðum æfingum. Best er að ímynda sér að horft sé á klukku. Fyrst er litið eins langt upp í átt að 12 og mögulegt er - það er nauðsynlegt að finna teygjuna á sjóntauginni - og heldur í nokkrar sekúndur. Því næst er sjónum beint að tölunni 1 á klukkunni og svo koll af kolli, allt- af með viðkomu í miðri klukkunni milli talna. Ef tími gefst má svo fara öfugan hring að auki. Nærsýnir ættu að reyna að lesa án gleraugna ef þeir sjá sér það fært án þess að lesefnið sé óþægilega nálægt þeim. Ef það er gert ættu þeir með tíð og tíma að geta lesið úr æ meiri fjarlægð. Það sama gild- ir um tölvunotkun. Sólgleraugu eru ekki góð lausn fyrir þá sem viðkvæmir eru fyrir sólarljósi. Þvert á móti verða augun viðkvæmari með því. Þeim sem eru sérstaklega næmir fyrir sólarljósi er bent á að sóla reglulega á sér augun þegar þess gefst kostur. Það felst í því að snúa lokuðum augunum að sólinni nokkra stund. Þetta dregur úr við- kvæmni fyrir ljósi og getur skerpt sjónina. Hollráð fyrir sjónheilsu Sjónkvillar eru vaxandi vandamál í samfélagi tölvu- og skjávinnu. Hér eru nokkur holl- ráð í boði lækna fyrir þá sem vilja bæta sjónina eða viðhalda þeirri sem fyrir er. Ef þreytan segir til sín er um að gera að taka sér örlítið hlé frá augnálaginu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.