Fréttablaðið - 03.01.2006, Blaðsíða 12

Fréttablaðið - 03.01.2006, Blaðsíða 12
 3. janúar 2006 ÞRIÐJUDAGUR12 nær og fjær „ORÐRÉTT“ „Það er allt gott að frétta og diskókvöldið á annan í jólum gekk vonum framar“ segir Margeir Ing- ólfsson sem hefur gert garðinn frægan í glimmeri og silkisloppi á diskókvöldum síðastliðin tíu ár. „Stemmingin var kyngimönguð satt best að segja og ég held að flestir hafi gengið fullnægðir út. Það er alltaf gaman að fullnægja fólki,“ segir Margeir og hlær. Þetta var í tíunda sinn sem Margeir stendur að diskókvöldi milli jóla og nýárs, og í síðasta sinn. Margeir segir margar ástæður fyrir því. „Ég held að ég hafi fullklárað þetta tímabil, farið með það eins langt og ég get. Hvort sem það er í klæðnaði, upp- setningu, með því að gefa út Samúelblað eða með gerð tónlistarmyndbands, eins og við gerðum núna síðast.“ Það myndband má nálgast á heimasíðu Margeirs, margeir.com. „Klassískt skilgreint diskó er náttúrulega aflokað tímabil, ég hef ekki spilað nýrri tónlist en frá miðjum níunda áratugnum á þessum kvöldum, og nú held ég að ég sé kominn með ágætis yfirsýn á tímabilið. Svo er tíu líka bara góð tala.“ Margeir segist fyrst og fremst feginn að vera laus. „Síðustu tvær, þrjár vikur hafa verið geðveiki í vinnu, hvort sem það var í dagvinnunni eða við að undir- búa kvöldið og markaðsefni. Ég er bara ferskur eftir þetta og nýt þess að slaka á. Auðvitað hefur þetta verið mjög gaman og ótrúlegt hve þessi litli brandari vatt upp á sig. Það er aldrei að vita nema mér þyki of vænt um karakterinn og konseptið til að sleppa alveg af því hendinni, þó ég haldi ekki annað disk- ókvöld. Hver veit, kannski verður bara bingókvöld á næsta ári“. Margeir hikar ekki spurður um framhaldið. „Áframhaldandi partí, hvort sem er í hugbúnaðar- gerð eða tónstússinu. Ég er bókaður nokkuð fram í tíman, partyzone-kvöld á Nasa á næstunni og ef til vill er ég á leiðinni til Parísar að spila seinna í janúar. Svo sem alltaf nóg að gera.“ HVAÐ ER AÐ FRÉTTA? MARGEIR INGÓLFSSON, HLJÓÐHÖNNUÐUR OG FORRITARI Diskótímabilinu nú lokið „Þetta er óneitanlega ansi mikið,“ segir Margrét Sigfúsdóttir, skólastjóri Hússtjórnarskólans í Reykjavík og umsjónarmaður Alls í drasli á Skjá einum um starfslokagreiðslur FL Group til fyrrverandi forstjóra félagsins, þeirra Sigurðar Helgasonar og Ragnhildar Geirsdóttur. Samtals nema greiðslurn- ar 291 milljón króna, Sigurður fær 161 milljón og Ragnhildur 130 milljónir. „Mér finnst þetta ansi há fjárhæð, sérstaklega fyrir unga manneskju sem á allt lífið framundan í starfi, en það gegnir kannski öðru máli um fólk sem er að hætta að vinna,“ segir Margrét og bætir við að hún haldi ró sinni yfir málinu, ekki sé til neins að æsa sig yfir því. SJÓNARHÓLL STARFSLOKAGREIÐSLUR TVEGGJA FYRRVERANDI FOR- STJÓRA FL GROUP Ansi mikið MARGRÉT SIGFÚSDÓTTIR SKÓLASTJÓRI HÚSSTJÓRNARSKÓLANS Já, alveg nákvæmlega eins og aðrir laun- þegar „Hún er eins og aðrir launþegar með ákveðinn uppsagnarfrest, auk þess sem ýmis hlunnindi koma inn í samninginn.“ SKARPHÉÐINN BERG STEIN- ARSSON, STJÓRNARFORMAÐUR FL GROUP, UM RAGNHILDI GEIRSDÓTTUR, FYRRVERANDI FOR- STJÓRA, SEM FÆR 130 MILLJÓNIR VEGNA STARFSFLOKA EFTIR FIMM MÁNAÐA STARF. Tali nú hver fyrir sig „Þetta var árið þegar allir tóku fimbullán út á húsnæð- ið sitt en eyddu peningunum því miður í vitleysu á borð við jeppa og pallbíla.“ GUÐMUNDUR ANDRI THORSSON RITHÖFUNDUR Í GREIN Í FRÉTTA- BLAÐINU. Samkvæmt niðurstöðum athugun- ar á vef Útvarps Sögu fer Björn Ingi Hrafnsson með sigur af hólmi í prófkjöri Framsóknarflokksins vegna borgarstjórnarkosninganna í Reykjavík í vor. Mjótt er þó á munum og fær Björn Ingi tæp 37 prósent atkvæða en Óskar Bergs- son rúm 33 prósent. Anna Kristins- dóttir fær svo rétt tæp 30 prósent þeirra atkvæða sem greidd hafa verið á vefnum vegna prófkjörs Framsóknarflokks. Niðurstöður vegna prófkjörs Samfylkinginarinnar í Reykjavík eru meira afgerandi; Stefán Jón Hafstein hlýtur rétt tæp 50 pró- sent atkvæða. Dagur B. Eggerts- son fær rúm 33 prósent og Stein- unn V. Óskarsdóttir rúm sautján prósent. Nú þegar liggur fyrir að Ólaf- ur F. Magnússon verður í forystu Frjálslynda flokksins, Svandís Svavarsdóttir hjá VG og Vilhjálm- ur Þ. Vilhjálmsson hjá Sjálfstæðis- flokknum. Á milli 80 og 90 atkvæði voru greidd í hvorri könnun fyrir sig. ■ STEFÁN JÓN HAFSTEIN BJÖRN INGI HRAFNSSON Könnun á vef Útvarps Sögu á fylgi frambjóðenda: Björn Ingi og Stefán Jón í efstu sætunum Eins og oft áður notuðu margir áramótin til að hætta að reykja. Lyfsalar víða um land segja mikið hafa selst af nikotínlyfjum síð- ustu daga síðasta árs en einstaka merkti þó ekki aukningu. Nikotíntyggjó selst lang mest allra nikotínlyfja en talsvert úrval er af vörum sem slá eiga á löngun og fíkn. Nefúðar og plástrar selj- ast næst mest en munnsogstölfur, tungurótartöflur og innsogsstauk- ar seljast minna. Þær fréttir fengust úr Lyf og heilsu í Kringlunni að nikotín- lyf hefðu svo að segja selst upp á gamlársdag og seldist þar einnig mikið magn ýmiskonar lyfja sem ætlað er að slá á timburmenn. ■ Margir drápu í um áramót: Rífandi sala á nikotínlyfjum NIKOTÍNLYF Talsvert selst af lyfjum sem slá á nikotínfíkn á þessum tíma árs. Líf Chang Yu Tung tók miklum stakkaskiptum í ág- ústmánuði síðastliðnum. Þá tók þessi 16 ára unglingur saman föggur sínar á heim- ili sínu á 13. hæð háhýsis í Hong Kong og kom sér norður til Raufarhafnar þar sem hann stundar nú nám í 10. bekk. Þar lærir hann margt annað en námsbækur kenna, til dæmis að taka lífinu með ró. „Ég var ákveðinn í að fara sem skiptinemi til einhvers lands sem væri alveg sérstakt,“ segir Chang Yu Tung, sextán ára skiptinemi frá Hong Kong sem nú er búsettur á Raufarhöfn. „Ég var hins vegar að velkjast í vafa um það hvort ég ætti að fara til Suður-Afríku, Egyptalands eða Íslands. Eftir að hafa rætt það með foreldrum mínum varð svo Ísland ofan á. Þau vissu þó ekki mikið um landið en þekktu þó til skötunnar; höfðu ekki prófað hana en vissu af þessum undar- lega fiski sem lyktar enn und- arlegar þegar Íslendingar elda hann. Ég prófaði svo skötuna á Þorláksmessu og get því stað- fest það að hún lyktar undarlega en bragðast alveg ágætlega,“ segir Chang. En brá honum nokkuð í brún þegar hann kom fyrst til Rauf- arhafnar? „Já, ég vissi að þarna byggju tæplega þrjú hundruð manns en ég hafði ekki áttað mig á því að þrjúhundruð manna þorp væri svona rosalega lítið. En fámennið hefur sína kosti því undir lok fyrstu vikunnar var ég búinn að kynnast nær öllum í skólanum. En það voru ekki bara viðbrigði að koma til Raufar- hafnar því ég var undrandi á því þegar ég kom til Reykjavíkur og sá varla nokkra háa byggingu ef frá eru taldar kirkjurnar. Ég hélt að höfuðborg Íslands yrði aðeins hærri og þéttari.“ En Chang þurfti einnig að venjast hátterni fólksins á Fróni og svo virðist sem aðlögunar- hæfnin hafi ekki brugðist honum. „Í Hong Kong er sífellt ys og þys; fólkið fer geyst og unir sér sjaldan hvíldar. Á Raufarhöfn lærði ég hins vegar að slaka á og að taka lífinu með ró. Hér taka menn náminu til dæmis með meira æðruleysi en viðgengst í heimalandi mínu. En þó verð ég að segja það að unglingarnir á Raufarhöfn eru mun snarari en landar mínir þegar partíhald er annars vegar, en ekki meira um það!“ segir Chang sem vonast til þess að verða ekki of íslensk- ur í háttum þegar heim verður komið. jse@frettabladid.is Frá Hong Kong til Raufarhafnar CHAN YU TUNG Það voru mikil viðbrigði fyrir Chan að koma til Íslands en kappinn er að sjóast. DV skoðar starslokakónga og -drottningar Milljón á mánuði til æviloka án þess að snerta höfuðstólinn DV2x15 2.1.2006 20:25 Page 1
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.